Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 45
hafs 21. aldarinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning
á völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin
á sama tíma. Tónleikar á þriðjudags-
kvöldum. Sjá nánar á www.lso.is.
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljós-
myndir frá Austur-Grænlandi eftir
danska ljósmyndarann Ole G. Jensen.
Opið virka daga kl. 9–17. Laugardaga og
sunnudaga kl. 12–17.
Out of Office – Innsetning. Listakon-
urnar Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn
Knútsdóttir í sýningarsal Norræna húss-
ins fram til 30. september. Opið alla
daga kl. 12–15, nema mánudaga. Gjörn-
ingar alla laugardaga og sunnudaga kl.
15–17.
Nýlistasafnið | Björk Guðnadóttir, Daníel
Magnússon og Hildur Bjarnadóttir eru
meðal áhugaverðustu listamanna sinnar
kynslóðar. Tilvist mannsins er drifkraft-
urinn að list Bjarkar. Daníel veltir fyrir
sér sambandi texta og ímyndunar og
Hildur vinnur á nýjan hátt úr textíl og
ögrar hefðbundinni nálgun konseptlistar.
Óðinshús | Dagrún Matthíasdóttir og
Guðrún Vaka með sýningu til 30. júlí.
Dagrún og Guðrún Vaka útskrifuðust í
vor frá Myndlistaskólanum á Akureyri
og sýna hluta útskriftarverka sinna.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirs-
dóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um
borgina til 28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlist-
arkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal
Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við
eldri, sem eru í eigu Safns. Leiðsögn á
laugardögum. www.safn.is.
Bandaríska myndlistarkonan Joan Bac-
kes sýnir ný málverk og skúlptúra í
Safni; samtímalistasafni við Laugaveg
37. Einnig eru til sýnis verk úr safneign-
inni. Þungamiðja verka Joan Backes er
fínleg vinna með tré úr skógum ýmissa
landa. Opið er mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–
sun. kl. 14–17. Ókeypis er inn.
Salfisksetur Íslands | Ari Svavarsson
með sýningu í Listsýningasal til 6.
ágúst. Atli nefnir sýninguna Tákn og
leikur sér þar með línur og form.
Skaftfell | Sýning bræðranna Sigurðar
og Kristjáns Guðmundssona stendur yfir
í Skaftfelli, menningarmiðstöð mynd-
listar á Austurlandi. Opið daglega kl. 14–
21 í sumar.
Skriðuklaustur | Bandaríska listakonan
Kamilla Talbot sýnir vatnslitamyndir af
íslensku landslagi en hún hefur síðustu
vikur fetað í fótspor langafa síns,
danska listmálarans Johannesar Lars-
sen, sem gerði teikningar fyrir danska
Íslendingasagnaútgáfu um 1930.
Listakonan Ingrid Larssen frá Vesterå-
len í Norður-Noregi sýnir hálsskart sem
hún vinnur úr silki, ull, perlum og fisk-
roði. Sýningin er liður í menningar-
samstarfi Austurlands og Vesterålen.
Skúli í Túni | Þóra Gunnarsdóttir sýnir
Upptekin! – hef annað betra að gera –
myndbands- og hljóðinnsetning. Þóra er
við MA-nám í Gautaborg og vinnur mikið
með frumsamda texta sem hún blandar
saman við myndbandsverk. www.skulit-
uni.com www.thoragunn.is. Skúli í Túni
er í Skúlatúni 4. Til 6. ágúst.
Thorvaldsensbar | Jónína Magnúsdóttir,
Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu
formi. Sýningin stendur til 11. ágúst.
Þetta er 11. einkasýning listakonunnar
auk þess sem hún hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum á Íslandi og er-
lendis.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi
og verk tíu kvenna sem voru nær allar
fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu
þeirra forréttinda að nema myndlist er-
lendis á síðustu áratugum 19. aldar og
upp úr aldamótum.
Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir
Marks Watsons og Alfreds Ehrhardts af
Íslandi sumarið 1938. Af myndum má
sjá hve ljósmyndin getur verið persónu-
legt og margrætt tjáningarform.
Söfn
Árbæjarsafn | Í Árbæjarsafni hefur ver-
ið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar,
saga byggingatækninnar í Reykjavík frá
1840–1940.
Gamli bærinn í Laufási | Kirkjan í Lauf-
ási var byggð 1865. Búsetu í Laufási má
rekja allt aftur til heiðni. Bærinn er nú
búinn húsmunum og áhöldum eins og
tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.
Þjóðlegar veitingar í Gamla prestshús-
inu. Opið daglega frá 9–18, fimmtud. 9–
22. 500 kr. inn. Frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið
alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn
á íslensku, ensku, þýsku og sænsku.
Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í ná-
grenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is og í 586 8066.
Iðnaðarsafnið | Iðnaðarsafnið var stofn-
að til að minnast síðastliðinnar aldar í
iðnaði á Akureyri, enda bærinn þá oft
nefndur Iðnaðarbærinn. Á safninu gefur
að líta vélar og verkfæri af öllum stærð-
um og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Op-
ið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr.
inn, frítt fyrir börn.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í
Bjarnarfirði sem er bústaður galdra-
manns og litið er inn í hugarheim al-
múgamanns á 17. öld og fylgst með
hvernig hægt er að gera morgundaginn
lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið
alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst.
Landsbókasafn Íslands, Háskóla-
bókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu.
Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík
í íslenskum glæpasögum. Reykjavík hef-
ur löngum verið vinsælasta sögusvið ís-
lenskra glæpasagnahöfunda. Langflestir
íslenskir glæpasagnahöfundar hafa skap-
að sína eigin Reykjavík þar sem myrkra-
verk og misindismenn leynast, allt frá
Granda upp í Grafarholt.
Ritað í voðir. Sýning Gerðar Guðmunds-
dóttur. Sumir safna servíettum, aðrir
safna hlutabréfum. Gerður safnar bók-
stöfum úr íslenskum handritum svo og
laufblöðum haustsins, þrykkir á síður og
býr til handrit og bækur.
Sýning á teikningum Halldórs Bald-
urssonar byggðar á Vetrarborginni e.
Arnald Indriðason. Upphaflega var Hall-
dór beðinn að gera málverk en honum
fannst eðlilegra að halda sig við sögu-
formið og því varð myndasagan fyrir
valinu. Teikningar Halldórs eru til sölu.
Opið mán.–föstud. kl. 9–17, laugard. kl.
10–14.
Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður
og hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32
einstaklinga. Ríkey Kristjánsdóttir text-
ílhönnuður í hönnunarstofu. Aðgangur
ókeypis. Opið alla daga kl. 11–17 til 31.
júlí.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
25 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykja-
víkur sýnir það úrval ljósmynda úr safn-
eign sinni á Lækjartorgi, Austurvelli og í
Fógetagarði. Sýna þær götumynd og
mannlíf í miðbæ Reykjavíkur síðustu 100
árin og gefa áhorfendum kost á að bera
fyrri tíma saman við borgarmynd dags-
ins í dag.
Andrés Kolbeinsson (f. 1919) er mennt-
aður tónlistarmaður og sjálfmenntaður
sem ljósmyndari. Með hárfínu næmi fyrir
formi og myndbyggingu sýnir hann í
myndum sínum frá árunum 1952–1965
unga og vaxandi Reykjavíkurborg, bygg-
ingar hennar, listamenn, iðnað og mann-
líf. Til 24. sept.
Minjasafnið á Akureyri | Gönguferð
með leiðsögn um fornleifauppgröftinn á
Gásum, kaupstaðinn frá miðöldum, 11 km
norðan við Akureyri. Gengið frá bíla-
stæðinu við Gáseyrina miðvikudaginn 19.
og 28. júlí kl. 13 og 3. ágúst kl. 20. Þátt-
taka í göngunni kostar 300 krónur.
www.gasir.is og www.akmus.is.
Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaups-
siðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um
brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum
tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við
Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla
daga milli 10 og 17. Til 15. sept.
Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla
daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti
í gegnum fjölda leikmynda sem segja
söguna frá landnámi til 1550. ww.sa-
gamuseum.is.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn
– uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir
munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nán-
ar á www.hunting.is.
Víkin – Sjóminjasafnið | „Togarar í 100
ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn
í viðburðaríka sögu togaraútgerðar og
draga fram fjölþætt áhrif hennar á sam-
félagið. „Úr ranni forfeðranna“ er sýning
á minjasafni Hinriks Bjarnasonar og Kol-
finnu Bjarnadóttur. Molakaffi í boði og
frábært útsýni yfir höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar
nýjar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem
sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í
tískugeiranum og Í spegli Íslands, um
skrif erlendra manna um Ísland og Ís-
lendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu
handrit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á
handritasýningunni og Fyrirheitna land-
ið.
Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifaupp-
greftir fara nú fram víðs vegar um land
og í rannsóknarýminu á 2. hæð má sjá
úrval gripa sem fundist hafa á und-
anförnum árum. Sýningin stendur til 31.
júlí.
Vaxmyndasafnið hefur löngum verið
sveipað ævintýraljóma og í sumar gefst
tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð
safnsins.
Í Þjóðmminjasafni Íslands er boðið upp á
fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjón-
ustu. Þar er safnbúð og kaffihús. Safnið
hlaut sérstaka viðurkenningu í sam-
keppni um safn Evrópu árið 2006.
Skemmtanir
Kringlukráin | Stuðbandalagið frá Borg-
arnesi með dansleik í kvöld kl. 23.
Paddy’s | Dúettinn Sessý og Sjonni ætl-
ar að halda uppi stuðinu í kvöld. Leikar
hefjast á miðnætti.
SÁÁ félagsstarf | Fjölskylduhátið SÁÁ á
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd um helgina,
28.–30. júlí. Fjölbreytt skemmtiatriði
alla helgina: Bubbi, KK, Paparnir, Gunni
og Felix, Ávaxtakarfan, Brúðuleikhús,
Kiddi Bjarna o.fl.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér-
sveitin leikur fyrir dansi í kvöld, húsið
opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Gásir | Leiðsögn verður um uppgraft-
arsvæðið á Gásum í Eyjafirði í dag kl. 13.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu á
Gáseyri og er þátttökugjald 300 kr. Um
leiðsögn sér Orri Vésteinsson fornleifa-
fræðingur.
Fyrirlestrar og fundir
Sögusetrið á Hvolsvelli | Sverrir Jak-
obsson sagnfræðingur flytur erindi sem
hann nefnir „Tengslanet Flosa Þórð-
arsonar“ í Víkingasal Sögusetursins á
Hvolsvelli 30. júlí kl. 15.30. Að loknum
fyrirlestri er boðið upp á umræður gesta
og fyrirlesara.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 15. ágúst
Fjallabaksleið syðri: Hvanngil – Emstrur
– Fljótshlíð 17. til 21 ágúst: Sprengi-
sandur – Hljóðaklettar – Raufarhöfn –
Langanes – Dettifoss – Kjölur: Allir eldri
borgarar velkomnir. Upplýsingar hjá
Hannesi í síma 892 3011.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Or-
lofsferð 14.–19. ágúst að Laugum í Sæ-
lingsdal. Nokkur herbergi laus. Uppl. hjá
Áslaugu í símum 555 1050 og
864 4223 og Rögnu í símum 555 1020
og 899 1023.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/
Miklatorg.
JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI
Íslands stendur yfir. Keppnin er opin öll-
um áhugaljósmyndurum og verða úrslit-
in kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur
19. ágúst. Sjá nánar www.jci.is.
Lónkot | Markaður verður í risatjaldinu í
Lónkoti í Skagafirði 30. júlí kl. 13–17.
Sölufólk getur haft samband við Ferða-
þjónustuna Lónkoti og pantað söluborð í
síma 453 7432. Kaffihlaðborð verður á
Sölvabar.
Frístundir og námskeið
Kríunes | Textíl- og bútasaumslistakon-
urnar Monika Schiwy, Elsbeth Nusser-
Lampe og Pascal Goldenberg halda þrjú
námskeið. Allar nánari uppl. er að finna
á www.diza.is og Dizu, Laugavegi 44,
sími 561 4000. Þeim til aðstoðar verða
Gerður Guðmundsdóttir textíllistakona
og Ásdís Loftsdóttir hönnuður.
Börn
Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur
fimm daga golfnámskeið mánudag til
föstudags fyrir foreldra og börn. Hægt
er að velja tíma kl. 17.30–19 eða kl.
19.10–20.40. Upplýsingar og skráning
eru á golf@golfleikjaskolinn.is og í síma
691-5508. Heimasíða skólans: www.golf-
leikjaskolinn.is.
Reykjavíkurborg | Leikvellir á vegum
ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverfum borg-
arinnar eru opnir í sumar. Boðið er upp
á útivist og leik í öruggu umhverfi.
Komugjald er 100 kr. Nánari á www.itr.is
og í síma 411 5000.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 45
DAGBÓK
...gerir gæðamuninn í útilegunni!
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
S
ÍA
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 460 3636
Póstsendum um land allt.
Coleman-ennisljós Coleman-borðlampiColeman-felliborð
m. tveimur sætum
Coleman-svefnpoki
Coleman-hitabrúsi Þú sérð ekki eftir að kaupa Coleman.
Powerchill-kælibox
og hitabox
Coleman-brauðrist Coleman-lugt
5.990 kr.
9.900 kr. 680 kr.
2.990 kr.
3.790 kr. 1.750 kr. 2.865 kr.
7.900 kr.
Vörunr. 36105 Vörunr. 24946Vörunr. 15979 Vörunr. 22322
Vörunr. 36030
Vörunr. 36910
Vörunr. 08297
Vörunr. 15979
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Allir vel-
komnir. Handavinnustofan opin alla
virka daga frá kl. 9–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, frjálst
að spila í sal, dagblöðin liggja frammi.
Dalbraut 18–20 | Brids mánudag kl.
14. Félagsvist þriðjudag kl. 14. Bónus
miðvikudag kl. 14. Heitt á könnunni,
blöðin liggja frammi. Hádegisverður
og síðdegiskaffi. Uppl. um sumarferðir
í síma 588 9533.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30
í félagsheimilinu Gjábakka.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin. Brids kl. 13.15. Fé-
lagsvist kl. 20.30. Opið alla virka daga
kl. 9–17, allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Fé-
lagsmiðstöðin Gullsmári, Gullsmára 13,
verður lokuð fram til 8. ágúst 2006
vegna sumarleyfa. Fótaaðgerðastofan
er opin, sími 564 5298, og hársnyrti-
stofan er með síma 564 5299.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sum-
arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og
þjónusta niður til þriðjud. 15. ágúst.
Sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug, sími 557 5547, eru á mánud. kl.
10.30 og miðvikud. kl. 9.30.
wwwgerduberg.is.
Hafnarfjörður | Í sumar verður púttað
á Vallavelli á Ásvöllum á laugardögum
frá 10–11.30 og á fimmtudögum frá kl.
14–16. Mætum vel og njótum hverrar
stundar.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin, baðþjónusta, hárgreiðsla. Kl. 12
hádegismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 14.45
bókabíll. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Hádegisverður
kl. 11.30. Hársnyrting 517-3005/849-
8029. Blöðin liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil
miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga
kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu-
hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn
laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn.
Sumarferð 15. ágúst. Nánari upplýs-
ingar 568 3132.
Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan
verður lokuð frá 12. júlí til 15. ágúst.
Fótaaðgerðastofa verður lokuð frá 17.
júlí til 9. ágúst. Handavinnustofur
verða lokaðar fram í ágúst vegna sum-
arleyfa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handa-
vinna. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður.
Kl. 13.30 sungið við flygilinn undir
stjórn Sigurgeirs. Kl. 14.30 dansað
undir lagavali Sigvalda. Vöfflur með
rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg-
unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fóta-
aðgerðarstofur opnar, leikfimi kl. 10.
Bingó kl. 13.30, allir velkomnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Altarisganga kl. 22.
Reykholtskirkja | Reykholtshátíð
2006 – Kirkjudagur Reykholtskirkju.
Fagnað verður 10 ára vígsluafmæli
kirkjunnar. Hátíðarmessa sunnudaginn
30. júlí kl. 14. Steindir gluggar Val-
gerðar Bergsdóttur prýða nú kirkjuna.
Allir velkomnir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is