Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 49 verður á hótelinu Glym og fá ferða- langar þá kaffi og með því. Þar kem- ur Davíð Stefánsson inn í myndina að sögn Guðrúnar. „Svo förum við niður í stóru Hallgrímskirkjuna við Saurbæ. Það eru sem sagt tvær Saurbæjarkirkjur í þessari ferð. Þar verður dagskrá um Hallgrím Pét- ursson, mikið um æsku hans, og er stuðst við heimildir sem Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur hefur hjálpað mér að koma saman. Þetta er lokapunkturinn en það er sem sagt komið víða við í ferðinni. Það verða þarna þeir Halldór Laxness, Einar Benediktsson, Matthías Joch- umsson, Davíð Stefánsson og Hall- grímur Pétursson. Þetta eru engir smákarlar sem ég er með í þessari ferð,“ segir Guðrún. Búin að prufukeyra og fínpússa „Þetta er bara svona della hjá leik- ara sem er búinn að leika í fimmtíu ár á leiksviði. Mig langar svo að hafa leiktjöldin sjálfan staðinn þar sem hlutirnir gerðust. Þess vegna fór ég að semja þessar ferðir og hef haft voðalega gaman af því. Það er magn- að að fá andrúmsloftið frá stöðunum um leið og við segjum frá því hvað gerðist þarna,“ segir Guðrún en hún prufukeyrði ferðina fyrr í sumar þegar kvenfélagið í Grímsnesinu ákvað að bjóða eldri borgurum í ferð. Margir þeirra voru búnir að fara í ferðina um Einar Benediktsson og þá datt Guðrúnu í hug að prófa að skipuleggja þessa miklu skáldaferð. Hún segir að ferðin hafi gengið vel en hún sé nú búin að þróa hana tölu- vert og fínpússa ýmsa hluti. Skemmtilegra en leikhúsið Að sögn Guðrúnar kemur mikið af fólki einsamalt í ferðirnar og hefur hún verið spurð hvort það sé ekki örugglega í lagi. „Mér finnst það al- veg dásamlegt þegar fólk hefur það mikinn áhuga að það vill koma ein- samalt. Þetta er upplögð ferð til þess. Ef maður hefur áhuga á skáld- skap, skáldum og að hafa það skemmtilegt á ferðalagi, horfa á landslagið, hlusta á söguna, þá er þessi ferð alveg málið. Og svo verð- um við svo miklir vinir í ferðunum,“ segir Guðrún og tekur það skýrt fram að sér finnist þetta alveg ótrú- lega skemmtilegt og að mikill und- irbúningur liggi að baki. „Ég verð að játa að mér finnst þetta núna skemmtilegra en leikhúsið. Maður veit aldrei hvaða dellu maður á eftir að fá næst. En þetta er dellan í bili. Og hún byrjaði fyrir þremur árum en þá var ég ennþá að vinna. Nú er ég komin á eftirlaun og þá fær hún að blómstra.“ Ferðin hefst kl. 13 á morgun við Höfða í Borgartúni og áætlað er að henni ljúki kl. 20. Skráning fer fram í síma 551-4715 eða 898- 4385. Verð er 6.000 kr. og er allt innifalið. TENGLAR .............................................. www.storytrips.com það ekki bókin heldur listaverkið eftir Kristin Hrafnsson. Og þótt það sé hæpið að segja að mannanöfn séu beinlínis til- komin vegna sögupersóna (fólk gæti jú bara heitið eftir þeim af tilviljun), þá verð ég að taka fram að alls 60 konur heita nú Snæ- fríður en bara 2 þeirra fæddust fyrir 1. bindi Íslandsklukkunnar frá 1943. Langflestar þeirra eru fæddar á árunum 1985–2006. Auk þess eru 6 Ólafar Kárasynir á Ís- landi, allir fæddir eftir að Heims- ljós kom út, og 5 Guðbjartar Jónssynir voru allir skírðir á ár- unum 1950–60.    Vinsælustu bækurnar til aðnefna eftir eru þó án efa Salka Valka og Sjálfstætt fólk. Veitingahúsið Salka er rekið á Húsavík. Heildverslunin Salka í Garðabæ. Fiskmiðlunin Salka er á Dalvík og áhugamannafélagið Salka Valka í Grindavík. Ekki má gleyma Bókaútgáfunni Sölku. Sú síðastnefnda er kannski ekki jafnfræg og bókaútgáfan Bjartur eftir samnefndri persónu í Sumarhúsum. Einnig má nefna einkahlutafélagið Sjálfstætt fólk í Reykjavík og samnefndur sjón- varpsþáttur hefur átt langa líf- daga og nýtur alltaf vinsælda.    Jæja segi ég nú bara. Og þessilisti er ekki einu sinni tæm- andi (t.d. er Umbi, fyrirtæki Guð- nýjar Halldórsdóttur Laxness eft- ir). Bæði sleppti ég ýmsum fyrirtækjum og efast ekki um að önnur hafi ég hreinlega ekki fundið. Og hvað ætli mörg gælu- dýr heiti eftir persónum skáld- sagna Halldórs Laxness? Spyr sá sem ekki veit. En það sem ég hef áhuga á að vita er hvað þetta þýði allt sam- an. Það er augljóst að við sækj- umst eftir að nefna ýmis fyr- irbæri eftir nöfnum úr verkum Laxness. Af hverju? Kannski viljum við notast við nöfn sem eru lífseig, því við ósk- um því sem á að nefna góðra líf- daga. Hefðin að skíra börn eftir stórmennum, sem tíðkaðist á öld- um áður, gæti tengst þessu. Nema nú eru stórmennin bækur og persónur Halldórs Laxness, en ekki bændahöfðingjar. Kannski tengjast þessar nafngiftir því sem ég sagði í upphafi: persónur hans lifa sínu eigin lífi meðal þjóð- arinnar.    Það eru til margar leiðir til aðlifa eftir dauðann, þannig séð. Menn geta lifað af með því að trúa á guð(i) og líf eftir dauð- ann. Aðrir láta sér hins vegar nægja að lifa af í afkomendum sínum. Enn aðrir tryggja sér ævarandi sess á þessu tilverustigi með verkum sínum. Í þessum síð- asta hópi er Halldór Laxness. hsb@mbl.is BESSERVISSERAR landsins vita að keppnin Drekktu betur fer fram vikulega á Grand Rokki á föstudögum. Þar leiða fróðir saman hesta sína og keppa við önnur gáfumenni um að svara sem flest- um spurningum rétt. Í kvöld verður keppnin hins vegar með óvenjulegu sniði og í fyrsta skiptið krydduð með tveimur dragdrottningum, Keikó og Roxý. Þær munu spyrja þátt- takendur út í ýmsa hluti sem tengjast samkynhneigð í fortíð og nútíð, auk þess sem slegið verður upp gamni á meðan keppnin stendur yfir. Að sögn Georgs Erlingssonar sem heldur utan um Drekktu betur-keppnina er dragþemað liður í kynningu fyrir Dragkeppni Íslands 2006. Georg er jafn- framt framkvæmdastjóri dragkeppn- innar og mun koma fram í gervi Keikóar, en Björn Gunnlaugsson, listrænn stjórn- andi dragkeppninnar, mun koma fram sem Roxý. „Ég á ekki von á því að fastagestirnir verði í vandræðum með þemað, enda hafa þeir oft fengið á sig erfiðar spurn- ingar og eiga eftir að vera vel vakandi yfir þessu,“ segir Georg. Dragkeppni Ís- lands fer fram 9. ágúst í Þjóðleikhúskjall- aranum. „Skömmu eftir dragkeppnina hefjast svo Hinsegin dagar,“ segir Georg, „keppnin er þjófstart á þeim.“ Fólk | Öðruvísi spurningakeppni á Grand Rokki Drekktu betur í draginu Frá dragkeppni síðasta árs, en Drekktu betur verður með dragsniði. Drekktu betur hefst að vanda kl. 17.30. ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmaður opnar sýningu í Gallery Tur- pentine í dag kl. 17. Sýningin stendur til 15. ágúst. Einnig kemur út listaverkabók um verk Óla G. Jóhannssonar sem rituð er af Aðalsteini Ingólfssyni, útgefin af Guðmundi A. Birgissyni og Ingvari J. Karls- syni. Óli G. í Turpentine FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ SÁÁ hefst í dag að Hlöðum í Hvalfirði og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er ætluð öllum aldurshópum og er þess sérstaklega gætt að börnin finni eitthvað við sitt hæfi. Meðal þeirra listamanna sem stíga á svið eru Bubbi, KK, Pap- ar, Þórir og Erpur. Einnig munu þeir félagar Gunni og Felix leggja hátíðinni lið ásamt Stórhljómsveit Kidda Bjarna. Tolli og Gunný verða með listasmiðju fyrir börnin auk þess sem brúðuleikhús verður á staðnum. Ekki má svo gleyma brekkusöng. Ókeypis fyrir börn Aðgangseyrir á hátíðina er 3.500 krónur en ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Rútuferðir verða til og frá Hlöðum alla dag- ana og kostar önnur leiðin 700 krónur. Hlaðir eru á Hvalfjarðarströnd við Ferstiklu, rúmlega 60 kíló- metra frá Reykjavík. Að sögn að- standenda er alla aðstöðu að finna að Hlöðum og getur fólk gist á staðnum hvort sem er í tjöldum eða húsbílum. Margt góðra gesta að Hlöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.