Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 43 DAGBÓK Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17 Næstkomandi laugardag heldur Skot-félag Akureyrar Norðurlandsmeist-aramót í leirdúfuskotfimi. Skot-félagið stendur fyrir fjölbreyttu keppnis- og æfingastarfi í sumar, en formaður félagsins er Björn Snær Guðbrandsson: „Það er ákaflega mikil starfsemi hjá félaginu í sumar sem endranær, en skotsvæðið okkar í Glerárdal er opið alla daga, frá kl. 18 til 21 virka daga og kl. 13 til 16 um helgar, hvern dag frá 15. maí fram í október,“ segir Björn. Þar má finna þrjá haglabyssuvelli og einn riffilvöll með nýju húsi þar sem aðstaða fyrir skotmenn er mjög góð. „Stór hópur fólks nýtir sér þjónustu skot- félagsins. Margir stunda skotfimi sem keppn- isíþrótt en stærstur hluti félagsmanna eru veiði- menn og notar fjöldi fólks aðstöðuna til að bæta skotfimi sína fyrir veiðar, æfa sig fyrir gæs eða rjúpu og stilla rifflana sína fyrir hrein- dýraveiðar,“ útskýrir Björn og bætir við að að- staða Skotfélags Akureyrar í Glerárdal sé ein sú besta sem í boði sé á Íslandi í dag. Í mótinu á laugardag verður keppt í svokall- aðri skeet-haglaskotfimi: „Keppnin fer fram með þeim hætti að skotið er af átta pöllum, samtals 25 skotum í hverri umferð en mismörgum á hverjum palli fyrri sig. Farnir eru fjórir hringir og fær hæfasta skyttan að bera titil Norður- landsmeistara í skeet,“ segir Björn. Keppnisrétt á mótinu hafa meðlimir allra skotfélaga á Norð- urlandi en í dag eru starfandi, auk Skotfélags Akureyrar, skotfélög á Blönduósi, Húsavík, Ólafsfirði, Sauðárkróki og í Kópaskeri. Ekki er skipt eftir kynjum heldur keppt í einum opnum flokki. Björn segir skeet-skotfimi vinsælustu keppn- isgrein félagsins, en einnig er stunduð svokölluð trap-skotfimi. „Við reynum að hafa eins mikla fjölbreytni og unnt er í starfsemi félagsins. Við bjóðum upp á skammbyssuskotfimi, bæði fyrir minni og stærri hlaupvíddir og loftskamm- byssur. Í riffilskotfimi er svokölluð silhouette- skotfimi vinsælust og við höldum einnig veiði- rifflamót þar sem veiðimenn fá að etja kappi hver við annan. Margir eiga gamla herriffla og við höldum reglulega herrifflamót, og þá kepp- um við einnig í svokallaðri bench-rest-skotfimi,“ útskýrir Björn. Björn segir bæði kynin dugleg að stunda skotfimi, þó karlar séu í töluverðum meirihluta. Í dag mega ungmenni allt niður í 15 ára æfa skotfimi með minni skotvopnum og hjá Skot- félagi Akureyrar æfir hópur ungmenna. „Einnig nýtur sívaxandi vinsælda hjá vinnustöðum og ýmsum hópum, s.s. steggja- og gæsaveislum, að fara í óvissuferðir þar sem komið er við á skot- svæðinu. Þar veitum við leiðsögn um skotfimi og leyfum þátttakendum að spreyta sig og veitum besta skotmanni hópsins viðurkenningu.“ Nánari upplýsingar um Skotfélag Akureyrar má finna á slóðinni www.skotak.is en þar má m.a. finna upplýsingar um úrslit móta í sumar og aðra starfsemi félagsins. Íþróttir | Skotfélag Akureyrar heldur Norðurlandsmeistaramót í skeet-leirdúfuskotfimi Virkt skotfimistarf í sumar  Björn Snær Guð- brandsson fæddist á Hofsósi 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Sauð- árkróks 1985 og cand.oecon.-prófi frá HÍ 1990. Björn var sölu- stjóri hjá Skýrr 1994– 1997, verðbréfamiðlari hjá Landsbanka Íslands 1997–2001 og hefur síðan þá verið forstöðumaður eignastýringar hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Björn er kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau þrjú börn. Rokkstjarnan Magni ÉG bara verð að koma aðdáun minni á rokkstjörnunni okkar hon- um Magna á framfæri. Síst vil ég missa af að sjá þættina báða sem sýndir eru í hverri viku, um aðdraganda og síðan keppni þeirra sem eftir eru og hrifning mín eykst jafnt og þétt. Og ástæðan er eingöngu Magni sjálfur, hvernig hann virðist takast á við þetta verk- efni og samskipti hans við þau hin … af þeim smábrotum sem sýnd eru þykist ég sjá ákaflega góðan dreng sem við megum vera mjög stolt af! Eðlilega var hann óöruggur í fyrstu keppninni, innan um þetta unga fólk sem flest er alið upp við þjóðfélagsaðstæður og menningu sem eru svo ólík því sem íslensk börn og unglingar alast upp við, en hann er sko svo sannarlega búinn að finna sig aftur; flottur rokkari! Og ég er ákaflega stolt af því að hann virðist bera hóflega virðingu fyrir dómurunum; frægu alltvitandi rokkurunum; flottur Ís- lendingur strákurinn, það var lagið! Aftur á móti sýnist mér varkár virðing þeirra fyrir honum auðsæ. Og síðast en ekki síst dáist ég að hlédrægum og ljúfum samskiptum hans við hina keppendurna. Hvort sem Magni kemur heim í næstu viku eða stendur uppi sem sigurvegari er hann frábær. Það eru ekki margir sem hafa staðið sig betur sem fulltrúar okkar. Mikið mega foreldrar hans vera stolt af honum! Halldóra Kristjánsdóttir, Langagerði 68, Rvík. Vel heppnað fegrunar- átak í Breiðholti ÉG verð að koma á framfæri þökk- um fyrir gott og vel heppnað fegr- unarátak í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Margar hendur unnu gott verk. Jafnframt mættu menn í æðstu stjórnunarstöðum borg- arinnar og unnu með starfs- mönnum á bækistöð fjögur í Breið- holti. Þó að erfitt sé að nefna eitthvað eitt sérstakt verk sem stendur upp úr þá tel ég að sjaldan hafi jafn snyrtilega verið slegið grasið í kringum ljósastaurana í Seljahverfinu. Með vonum um að önnur hverfi fylgi í kjölfarið. Ó.Þ. Baltasar týndist frá Laugavegi BALTASAR týndist 4. júlí sl. frá Laugavegi í Reykjavík. Hann er 8 mánaða gamall, steingrár og mjög loðinn. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um Baltasar eru beðnir að hafa samband í síma 698 0717. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ Jim Smart Nickell/Weed Norður ♠KD63 ♥ÁKDG ♦Á ♣ÁK62 Soloway og Vercase tóku upp þessa fallegu hönd í þriðju lotu úr- slitaleiks Nickells og Weed í Spin- gold. Kerfin eru ólík – Soloway og Hamman spila sterkt lauf, en Ver- sace og Lauria opna á tveimur lauf- um með slík spil. En hvert sem kerf- ið er, þá er lykilatriði að halda sögnum gangandi undir geimi og leita eftir mögulegum langlit hjá makker. Norður ♠KD63 ♥ÁKDGN/Enginn ♦Á ♣ÁK62 Vestur Austur ♠74 ♠Á2 ♥1084 ♥752 ♦K653 ♦D1072 ♣10854 ♣D973 Suður ♠G10985 ♥963 ♦G984 ♣G Vestur Norður Austur Suður Nunes Soloway Fantoni Hamman -- 1 lauf * Pass 1 tígull * Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf * Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Spaðaslemma er auðvitað borð- leggjandi, en svo er að sjá sem kerfi þeirra Hammans og Soloways ráði ekki við vandann. Þeir hafa allavega ekki aðferð til að sýna sterkar þrílita hendur. Hér velur Soloway að stökkva í tvö hjörtu við afmelding- unni, sem er eðlileg sögn, geimkrafa með hjartalit. Það getur varla talist góð byrjun, því Hamman myndi hik- laust styðja hjartað með þrílit og fimmlit í spaða eða laufi. En í þessu tilfelli endurafmeldar Hamman með þremur laufum (0–4 punktar) og þá teflir Soloway fram spaðanum. Hækkun Hammans í fjóra spaða gæti verið byggð á fjórum hundum og því gefst Soloway upp. Hinum megin vakti Versace á al- kröfu og sýndi svo sterka jafnskipta hönd við afmeldingu makkers. Lauria yfirfærði í spaðann og þá var slemm- an auðsótt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. f4 d5 2. b3 g6 3. Bb2 Rf6 4. e3 Bg7 5. Rf3 O-O 6. Be2 c5 7. O-O Rc6 8. Re5 Dc7 9. Bf3 Bf5 10. Rxc6 Dxc6 11. Be5 Hfd8 12. Rc3 Dd7 13. Re2 Be4 14. Rg3 Bxf3 15. Dxf3 e6 16. d3 Hac8 17. Had1 b5 18. e4 Dc6 19. Hde1 c4 20. He2 cxd3 21. cxd3 h5 22. h3 h4 23. Rh1 dxe4 24. dxe4 Rh5 25. Bxg7 Kxg7 26. Df2 Dc5 27. He3 Dd4 28. Hfe1 Hc3 29. Hxc3 Dxc3 30. Dxh4 Rxf4 31. e5 Rh5 32. g4 Hd4 33. Hf1 Dc5 34. Df2 Rf4 35. De3 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverja- landi. Sigurvegari mótsins, alþjóðlegi meistarinn Liem Quang Le (2488) frá Víetnam, hafði svart gegn rússneska stórmeistaranum Konstantin Cherny- shov (2544). 35… Hd2! 36. He1 hvítur hefði orðið mát eftir 36. Dxc5 Hg2# eða 36… Rxh3#. Í framhaldinu hrynur hvíta staðan þegar h3-peðið fellur. 36… Dd5! 37. De4 Rxh3+ 38. Kf1 Hh2 39. Dxd5 exd5 40. He3 d4 41. Hg3 d3! og hvítur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 42. Hxd3 Hxh1+ 43. Kg2 Rf4+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 28. júlí, erníræð Guðbjörg Runólfsdóttir, fyrrum bóndi, Auðsholti í Ölfusi. Að því tilefni fagnar hún ásamt fjölskyldu og vinum á heimili sínu á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn á milli klukkan 17 og 20. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is EIRÍKUR Árni Sigtryggsson opn- aði myndlistarsýningu í Galleríi Úlfi 8. júlí sl. Þar sýnir hann 20 myndir. Sýninguna nefnir hann Kossa og abstrakt. „Kossinn er daglegur tján- ingarmáti og sterkt afl í tilfinn- ingaflóru mannsins,“ segir listamað- urinn, „ég hef lengi ætlað mér að reyna mig við þetta viðkvæma myndefni og hengi nú upp hluta af þeirri baráttu.“ Einnig sýnir Eiríkur Árni abstraktmyndir í fyrsta sinn. Eiríkur Árni hefur sýnt víða á suð- vesturhorni landsins á síðustu ára- tugum. Hann sýndi 15 myndir á samsýningu nokkurra franskra vina í París haustið 2005. Syningin verður opin til 30. júlí nk. Opið er frá 14 til 18 alla daga. Eiríkur Árni í Galleríi Úlfi HÓPUR kristinna einstaklinga hef- ur tekið sig saman og skipulagt bænagöngu á Akureyri sunnudaginn 30. júlí nk. Tilefnið eru margar frétt- ir undanfarið um fíkniefni og ofbeldi á Akureyri, einnig fjölmörg alvarleg slys í umferðinni. Beðið verður fyrir fjölskyldum og málefnum bæjarins, umferð og komandi verslunar- mannahelgi. Mæting er klukkan 17 við hús Hjálpræðishersins á Hvannavöllum 10. Gangan mun taka um það bil 60 mínútur. Bænarefnum verður dreift til þátttakenda. Að göngu lokinni verður hægt að kaupa létta máltíð á vægu verði í húsi Hjálpræðishersins og á sama stað hefst samkoma kl. 19. Allir Akureyringar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í göngunni. Bænaganga á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.