Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var ískalt vatnið sem rann milli skinns og hörunds stuðningsmanna Magna hér á landi þegar þríeykið í Supernova hóf að setja út á til- þrifalítinn flutning íslenska kepp- andans á þriðjudaginn. Vildu þeir Clarke, Lee og Newsted meina að Magni hefði getað gert meira úr „Heroes“-lagi Davids Bowies en hann gerði. Tók Jason Newsted það sérstaklega fram að Magni hefði ekki sungið til áhorfenda en Magni svaraði hins vegar að bragði: „Ég var að syngja til fólks sem er hinum megin á hnettinum. Ég mun syngja til allra hinna síðar.“ Fyrir það upp- skar hann lófaklapp og bros í kampa. En þó að flutningur Magna væri ekki sá hressilegasti í keppninni var ekki hægt að setja út á sönginn, sem var skotheldur líkt og fyrri daginn, og virðist Magni standa hinum karl- keppendunum framar í þeim efnum. Eftir talningu atkvæða á miðviku- daginn var ljóst að Magni var aldrei á meðal þriggja neðstu keppenda og að lokum var það Phil Ritchie, 28 ára tónlistarmaður frá Maryland í Bandaríkjunum, sem fékk að taka pokann sinn. Fyrir áhugasama bloggar Magni á heimasíðu keppninnar og er slóðin http://rockstar2006magni.spa- ces.msn.com/ Fólk | Magni siglir lygnan sjó í Rock Star Kann að svara fyrir sig Danny Moloshok Það er ekki tekið út með sældinni að vera rokkstjarna ef marka má bloggsíðu Magna. SANNKALLAÐ rokkstjörnuæði hefur gripið um sig á Borgarfirði eystri eftir að heimamaðurinn Guð- mundur Magni Ásgeirsson varð eini Evrópubúinn til að komast í úrslit bandaríska raunveruleikaþáttarins Rockstar Supernova. Í Fjarðarborg hefur verið komið upp breiðtjaldi og hljóðkerfi til að Borgfirðingar geti upplifað stemninguna og stutt sinn mann. Þar hafa um 80 manns mætt til að fylgjast með hverjum þætti og er ákaft fagnað í hvert sinn sem Magni „magnaði“, eins og rokkstirnin í Supernova kalla hann, birtist á skjánum. Á miðvikudags- kvöld var útsending, þar sem einn þátttakenda var sendur heim, en ekki var það Magni svo Borgfirð- ingar munu halda áfram að safnast saman í Fjarðarborg til að styðja sinn mann. Þess má til gamans geta að veitingastaðurinn í Fjarðarborg er rekinn af móður Magna, Jó- hönnu Borgfjörð. Rokk- stjörnuæði á Borgarfirði eystri Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Stuðningsmenn Magna fyrir austan fylgdust með af athygli. Gunnar Gunnarsson FYRRVERANDI söngvari og laga- smiður Soundgarden og núverandi söngvari Audioslave, Chris Cornell, hefur verið fenginn til að semja og taka upp titillag nýjustu Bond- myndarinnar, Casino Royale. Frá þessu var greint á dögunum, en lagið mun heita „You Know My Name“. Talsmaður myndarinnar lét hafa það eftir sér að tónlist Cornells væri bæði „hörð og andrík“ og „hinn full- komni fylgifiskur“ myndarinnar. Frumraun hins breska Daniels Craig í hlutverki James Bond verður frumsýnd hinn 14. nóvember í Lond- on. Með þessu bætist Cornell í hóp frægra tónlistarmanna sem hafa áð- ur flutt titillög Bond-mynda. Af þeim má nefna Madonnu, Paul McCart- ney, Duran Duran, Carly Simon, Tom Jones og Louis Armstrong. Mörg Bondlaganna eru fyrir löngu orðin sígild, eins og til dæmis „Goldfinger“ með Shirley Bassey og „You only live twice“ með Nancy Si- natra, „Goldeneye“ með Tinu Tur- ner og „Tomorrow Never Dies“ með Sheryl Crow. Casino Royale er byggð á sögu Ians Flemings og eftir sögunni hefur áður verið gerð grínmynd um James Bond með David Niven og Barböru Bouchet í aðalhlutverki. Reuters Daniel Craig verður sjötti leikarinn í hlutverki njósnarans James Bond. Tónlist | Chris Cornell semur titillagið við næstu James Bond-mynd Fetar í fótspor þeirra bestu Chris Cornell hefur áður gefið út sólóplötu auk þess að syngja með hljómsveitunum Audioslave og So- undgarden. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! S.U.S. XFM 91,9 „...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY V.J.V. TOPP5.IS eeee “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 - 11:30 B.I. 12.ÁRA. SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 - 11:30 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:30 Leyfð THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 Leyfð CARS M/- ENSKU TAL kl. 10:30 Leyfð PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 6 ENSKU TAL. kl. 8 Leyfð SUPERMAN RETURNS kl. 10 B.I. 10 ÁRA PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 5 - 8 - POWERSÝNING kl. 11 B.I.12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 6 Leyfð OVER THE HEDGE ENSKU TAL kl. 8 Leyfð SUPERMAN kl. 10 B.I.10 ÁRA eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.