Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst býður nú í fyrsta sinn upp á meistarnám í skattarétti sem er nýtt á Íslandi. Námsleiðin, sem tekur fjögur misseri auk lokaritgerðar, er hugsuð fyrir fólk sem vill bæta við sig þekkingu um skatta óháð hvaða grunnám það hefur tekið. „Þegar ég var í lagadeildinni var oft litið nið- ur á skattarétt og það þótti ekki flott. Í öðrum löndum þykir það hins vegar mjög tilkomu- mikið að vera skattalögfræðingur. Ég held að áhugi manna á þessu sviði sé að aukast enda eru oft miklir hagsmunir í húfi,“ segir Ingi- björg Ingvadóttir, lektor og umsjónarmaður námsleiðarinnar. „Það hafa tíu manns hafið námið og þetta eru viðskiptalögfræðingar, viðskiptafræð- ingar, lögfræðingur og viðskiptafræðingur,“ segir Ingibjörg. „Ólíklegt er þó að viðskiptafræðing- arnir þurfi að taka nám- skeið í reikningsskilum og eins þarf fólk með lögfræði- menntun ekki að taka grunnnámskeið í lögfræði heldur taka valnámskeið í staðinn.“ Vantaði á Íslandi Er Ingibjörg er spurð að því hvers vegna skólinn hafi farið af stað með þessa námsleið segir hún að nám sem þetta hafi vantað á Íslandi. „Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur haft skattarétt sem skyldufag í lögfræðináminu og þannig er þetta líka að verða við Háskólann í Reykjavík. Í Háskóla Ís- lands er skattaréttur aðeins valfag fyrir meist- aranema,“ segir Ingibjörg og bætir við að breiðari námsleið sem taki einnig til viðskipta- fræði hafi hinsvegar ekki verið til. „Ég var í náms- og starfsvist hjá skattinum í Danmörku og þar er menntunarstigið miklu hærra heldur en á Íslandi,“ segir hún og bætir við að skattarétturinn sé mjög stórt svið þar sem þekking margra einskorðist við einstaka hluta án yfirsýnar yfir heildina. Skattaumræðan oft einstrenginsleg „Í skattarétti togast einkum á tvö ólík sjónarmið. Annars vegar viðhorf ríkisins sem bendir fólki sífellt á að greiða ekki of lágan skatt og hins vegar viðhorf skattaráðgjafa sem brýna fyrir fólki að borga ekki of háan skatt. Þarna á milli vantar í raun þriðja sjónarmiðið sem er sjónarmið fræðimannsins,“ segir Ingi- björg og bætir við að ekki hafi verið skrifað mikið á íslensku um skattarétt og námið verði því að danskri fyrirmynd. „Kennslubækurnar verða sumar á dönsku en einnig notumst við við bækur eftir Ásmund G. Vilhjálmsson og fjölrit eftir Gylfa Knudsen,“ segir hún. „Ég byrjaði sjálf að vinna í sumarstarfi á skattinum þegar ég var 18 ára og dró mjög taum ríkisins í viðhorfum mínum. Síðar sinnti ég einnig skattaráðgjöf þegar ég starfaði sem lögmaður og þá var ég stundum talsmaður hins sjónarmiðsins,“ segir Ingibjörg um ein- stefnuna sem oft ríkir þegar rætt er um skatta. „Formaður yfirskattanefndar og skattrann- sóknarstjóri ríkisins verða meðal kennara í náminu, auk þeirra verða svo endurskoðendur frá stærsta endurskoðendafyrirtæki landsins og aðilar sem sinna ráðgjöf. Við fáum einnig þrjá danska fræðimenn frá Jótlandi til að kenna námskeið,“ segir Ingibjörg og fullyrðir að öll sjónarmið muni því koma fram til að fólk átti sig á heildarmyndinni. Meistaranám í skattarétti Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Ingibjörg Ingvadóttir HUNDEIGANDI einn var í mestu makindum að viðra tík sína á göngu- stíg í Rimahverfi í Grafarvogi á mið- vikudag þegar köttur kom fyrirvara- laust utan úr buskanum og réðst á tíkina. Um er að ræða innflutta ræktunartík. Hún var í taumi og hafði ekkert gert til að espa köttinn til reiði, að sögn eigandans. „Kötturinn var bandóður og réðst á höfuð tíkarinnar með miklum óhljóðum og offorsi,“ sagði hundeig- andinn. Kettinum tókst að rífa hund- inn á snoppunni áður en hundeigand- anum tókst að hrekja köttinn á brott. Tíkin lá veinandi eftir á bakinu og lagaði úr henni blóðið. Hafði hund- eigandinn á orði að það væri löngu tímabært að skikka kattareigendur til að hafa hemil á þessum skepnum, en ekki sleppa þeim út eftirlitslaust. Sjálfur gætti hann þess að hafa taumhald á hundi sínum og passa þess að hann ylli hvorki samborg- urum né öðrum dýrum ama. Hann kvaðst áður hafa lent í því að kettir létu ófriðlega og settu upp kryppu við hundinn. „Ég tek frekar á mig sveig, en að eiga á hættu að köttur blindi hund- inn minn. En þessi kom algjörlega fyrirvaralaust og hefði eflaust skað- að tíkina meira, ef mér hefði ekki tekist að hrekja köttinn í burt,“ sagði hundeigandinn. Óboðnir í íbúðum Guðmundur Björnsson, meindýra- eyðir hjá borginni, sagðist ekki hafa áður heyrt af því að köttur réðist á hund. Þess eru dæmi að kvartað sé um að kettir hafi bitið fólk. Oftast gerist það þegar kettir komast óboðnir inn í híbýli og fólk reynir að hrekja hina óboðnu gesti á brott. „Við aðstoðum borgarbúa við að losna við kettina úr íbúðunum og för- um með þá í Kattholt. Þar með er okkar afskiptum af málinu lokið. Ef fólk hefur orðið fyrir tjóni eða meiðslum þá er það lögreglumál,“ sagði Guðmundur. Óður köttur réðst á hund SKIPTA þurfti um lás í um sex hundruð stöðumælum eftir að upp komst að óprúttnum aðila hefði tek- ist að tæma nokkra mæla í miðbæ Reykjavíkur um miðjan síðasta mán- uð. Lögreglunni í Reykjavík var strax tilkynnt um málið en að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögreglu- þjóns eru litlar líkur á því að lög- reglu takist að hafa hendur í hári við- komandi. Talið er að lykill starfsmanns Bíla- stæðasjóðs hafi glatast og einhver óheiðarlegur aðili hafi fundið hann. Þar sem búið er að skipta um lása virkar lykillinn hins vegar ekki leng- ur og því er óhugsandi að þjófinn verði staðinn að verki. Ekki liggur fyrir hversu miklum fjármunum þjófurinn náði úr mælunum. Litlar líkur á að finna þjófinn SIGURÐUR Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir náttúru- verndarsinna við Kárahnjúka ýkja helst til mikið þegar þeir segi að Landsvirkjun hafi hækkað Kára- hnjúkastíflu og Ufsarstíflu. Hið rétta er að hæðin hefur aðeins verið upp- færð miðað við hvar undirstaðan er þegar búið er að grafa burtu laus jarðlög undir stíflunum. Engar breytingar verða á umhverfisáhrif- um vegna þess. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá hópi náttúruverndarsinna sem lokaði veginum að vinnusvæði Arn- arfells við Hraunaveitu. Sátu þeir á veginum frá hádegi til klukkan fjög- ur, umkringdir lögregumönnum, og vildu með því m.a. mótmæla því að stíflur hefðu hækkað, Kárahnjúka- virkjun um 10 metra og Ufsarstífla um fimm metra. Þegar umhverfis- matið fór fram var hins vegar ákveð- ið í hvaða hæð yfir sjó lónin yrðu og segir þar að vatnsborð í fullu Háls- lóni verði 625 metrar yfir sjó og hið sama eigi við um Ufsarlón. Tölurnar lagfærðar „Á þeim tíma var áætlað hvað stífl- urnar yrðu þar með háar miðað við þau kort og grunnrannsóknir sem þá lágu fyrir um þykkt á lausum jarð- lögum undir stíflunum. Þegar við hins vegar uppfærðum upplýsinga- bækling okkar síðast settum við inn hæðina á stíflunum eins og við telj- um að þær séu raunverulega miðað við hvar undirstaðan er þegar búið er að grafa laus efni í burtu,“ segir Sigurður og tekur fram að skiljan- legt sé að þetta geti misskilist. „En lónið hefur ekki breyst og ekki stífl- an heldur, við höfum aðeins lagfært þessar tölur. Þetta mun engu breyta fyrir ofan stífl- una.“ Í umhverfis- mati er Kára- hnjúkastífla sögð 190 metrar á hæð en Sigurður segir að þegar verkið hafi farið af stað hafi verið talað um hana sem 193 metra háa. „Núna skilgreinum við hana samkvæmt alþjóðlegum skil- greiningum sem 198 metra háa, og miðast það við bergið þar sem það fannst í gljúfrinu.“ Lífríki Eyjabakka ekki raskað Náttúruverndarsinnar mótmæltu því jafnframt að verið væri að vinna stíflu á Eyjabakkasvæðinu þrátt fyr- ir að árið 2000 hefðu 45 þúsund Ís- lendingar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um friðun Eyjabakka og talið hefði verið að sú barátta hefði unnist. Sigurður segir að fyrri hugmyndir hafi gert ráð fyrir stóru miðlunarlóni á Eyjabökkum. Sú hugmynd hafi mætt mikilli andstöðu og fallið hafi verið frá þeim áformum í kringum aldamótin síðustu. „Við stóðum í þeirri meiningu að útfærslan á Kárahnjúkavirkjun, eins og hún er í dag, væri umhverfisleg málamiðlun og við erum t.d. með eitt stórt uppistöðulón, sem er Hálslón. Allar framkvæmdir fyrir austan Snæfell eða í Jökulsá í Fljótsdal voru færðar töluvert niður fyrir Eyja- bakkana sjálfa,“ segir Sigurður sem bætir við að fráleitt sé að fram- kvæmdirnar raski Eyjabökkum eða hafi áhrif á lífríki Eyjabakka. „Það er ekkert óvænt að gerast fyrir austan Snæfell, þetta hefur allt legið fyrir í mörg ár og verið mjög vel kynnt.“ Segir ekkert óvænt að gerast austan Snæfells Eftir Andra Karl andri@mbl.is Sigurður Arnalds Talsmaður Landsvirkjunar segir hæð stíflna uppfærða en umhverfisáhrif söm ÞAÐ verða viðbrigði fyrir fjölda tryggra viðskiptavina Gulla á hár- greiðslustofunni Nikk við Kirkju- hvol þegar rekstri stofunnar verður hætt þar, en í dag eru síð- ustu forvöð að fara í klippingu á stofunni. Hárgreiðslustofa hefur verið rekin í húsnæðinu í 105 ár, en það hefur nú verið selt og hyggjast nýir eigendur nýta húsið sjálfir. Um 40 ár eru liðin frá því Gulli hóf fyrst störf á Nikk, en hann tók alfarið við rekstri stofunnar árið 1984. Spurður um hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þeg- ar stofunni verður lokað segir Gulli að það sé enn ekki ákveðið. „Ég ætla að setjast niður og hugsa,“ segir hann og brosir. Nóg hefur verið að gera á stof- unni hjá Gulla og hann segir flesta sem þangað koma vera fasta viðskiptavini. „Það kemur einstaka sinnum fyrir að það droppar inn einhver og einhver. Og oftast endar sá með því að verða fastur. Ég hef ekki þurft að kvarta yfir kúnnaleysi,“ segir Gulli um leið og hann snyrtir hár Sigvalda Friðgeirssonar, sem er í hópi fastra viðskiptavina Gulla. Sigvaldi hefur komið á stofuna í Kirkjuhvoli frá því áður en Gulli hóf þar störf, eða í um fimmtíu ár. Eins og síðasta kvöldmáltíðin Sigvaldi segir að það verði mik- il viðbrigði að þurfa nú að leita annað eftir hársnyrtingu. „Maður varð að grípa Gulla áður en hann færi og fara í síðustu klippinguna. Þetta er eins og síðasta kvöld- máltíðin,“ segir hann og hlær. Sigvaldi segist hins vegar vonast til þess að Gulli muni finna sér annan stað þar sem hann geti klippt fasta viðskiptavini sem lengi hafi snúið sér til hans. Gulli segist hins vegar ekki hafa augastað á nýju húsnæði eins og er. „Ég er búinn að skoða þó nokkuð en húsaleiga í dag er svo gígantísk að það er ekkert vit í því,“ segir hann að lokum. „Ætla að setjast niður og hugsa“ Morgunblaðið/Ómar Gulli á Nikk snyrtir hár Sigvalda Friðgeirssonar. Hárgreiðslustofa hefur verið rekin í húsnæðinu í 105 ár. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.