Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG VAR svo heppin að vera ein af
síðustu nemendum Lárusar Páls-
sonar leikara en hann lagði mikla
áherslu á að kenna nemendum sínum
að flytja ljóð og leiddi okkur ung-
lingana inn í heim ljóðsins, sem er
ævintýraheimur. Ég hafði engan
áhuga á þessu áður en ég byrjaði að
læra hjá honum,“ segir Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona en hún er
skipuleggjandi ferðarinnar „Á vit
skáldanna“ sem hefst kl. 13 við
Höfða í Borgartúni á morgun. Guð-
rún hefur undanfarin þrjú ár rekið
fyrirtækið Ferð og sögu og skipulagt
vinsælar ferðir þar sem farið á slóðir
Einars Benediktssonar. Upp á síð-
kastið hefur hún einnig boðið upp á
ferðir þar sem farið er á söguslóðir
Ólafíu Jóhannsdóttur, m.a. í Viðey og
Árbæ. Guðrún segir að ferðirnar hafi
gengið ákaflega vel og hún hafi því
ákveðið að bæta nýrri við.
„Fólkið sem hefur farið í hinar
ferðirnar er alltaf að spyrja mig
hvort ég sé ekki með einhverjar fleiri
ferðir og þessi er því búin til vegna
áhuga míns en ekki síður fólksins
sem hefur komið í ferðirnar og
þeirra sem almennan áhuga hafa,“
segir Guðrún en hún leiðir ferða-
langa inn í heim skáldanna ásamt
þremur leikurum, þeim Jóni Júl-
íussyni, Karli Guðmundssyni og
Ástu S. Ólafsdóttur.
Hvalfjörðurinn er málið
Fyrsti stoppistaður er Mosfells-
kirkja þar sem m.a. verður leiklesið
upp úr Innansveitarkroniku eftir
Halldór Laxness. Því næst segir
Guðrún að stoppað verði í litlu kirkj-
unni nálægt Hvalfjarðargöngunum
sem heitir Saurbæjarkirkja. „Þar
þjónaði Matthías Jochumsson á sín-
um tíma og þar munum við minnast
hans með ljóðalestri og segja litlar
sögur af honum. Svo höldum við
áfram, alls ekki inn í Hvalfjarð-
argöngin heldur inn í fjörðinn, hann
er jú aðalmálið. Ef það er gott veður
þá ætla ég endilega að stoppa hjá
Staupasteini og þar verðum við með
einhverja vitleysu,“ segir Guðrún og
hlær. Í nýlegri ferð út í Viðey bakaði
hún brauð í minningu Ólafíu Jó-
hannsdóttur og vakti það svo mikla
lukku að hennar sögn að í framhaldi
hafi hún ákveðið að það yrði fastur
liður í ferðunum. Hún ætlar að bera
brauðið fram við Staupastein ef veð-
ur leyfir og láta fólk sækja sér vatn
úr læknum.
Tvær Saurbæjarkirkjur
Síðan verður haldið áfram og farið
framhjá Geirshólma. Næsta stopp
Leiklist | Guðrún Ásmundsdóttir býður upp á nýja ferð á vit skáldanna
Dellan fær
að blómstra
Eftir Jón Gunnar Ólafsson
jongunnar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Guðrún Ásmundsdóttir ásamt leikurunum Karli Guðmundssyni, Jóni Júlíussyni og Ástu S. Ólafsdóttur.
Ég bý rétt hjá vídeóleigusem ég fer alltof sjaldan í,nú á tímum niðurhals
þegar ég get bara deilt stafræn-
um fælum með öðrum. Þegar ég
á annað borð fer leigi ég mér
aldrei spólu, en skrepp þar
kannski inn til að kaupa nammi
eða annað dót. Mér finnst ég bara
verða að styrkja leiguna, svo að
nafnið haldist á henni meðan
aura minna nýtur við. Hún heitir
nefnilega því magnaða nafni
Gerpla.
Gerpla var auðvitað líka síð-asta skáldsagan sem Halldór
Laxness gaf út áður en hann fékk
nóbelsverðlaunin árið 1955. Lax-
ness gaf út 14 skáldsögur en um
flestar þeirra er því haldið fram
að hún innihaldi persónur sem lifi
sjálfstæðu lífi meðal þjóðarinnar.
Enn eru sagðar sögur af per-
sónum bókanna, líkt og þær séu
af holdi og blóði.
Mér er hins vegar ekki kunn-
ugt um að áður hafi verið bent á
hversu arfur Laxness lifir í nafn-
giftum ýmiss konar eftir bókum
hans. Nöfnum t.a.m. á fyr-
irtækjum, mönnum, verslunum og
hljómsveitum.
Fyrir utan vídeóleiguna Gerpluer til íþróttafélagið Gerpla
sem sérhæfir sig að mestu í fim-
leikum. Vídeó og fimleikar er
kannski ekki það fyrsta sem mað-
ur hugsar um í samhengi við Þor-
geir Hávarsson og Þormóð Kol-
brúnarskáld. En allt á þetta
Gerplunafnið sameiginlegt. Auk
þess er eignarhlutafélag á Sel-
fossi skráð undir nafninu Gerpla,
en samkvæmt fyrirtækjaskrá
stendur það ekki lengur fyrir
neinni starfsemi. Kannski það
hafi hlotið jafn sviplegan endi og
hetjurnar í Gerplu?
Tengsl Atómstöðvarinnar viðpopptónlist er ómæld. Til eru
hljómsveitirnar Atómstöðin og
200.000 naglbítar (eftir sögu-
persónunni). Hljómsveitin Maus
skýrði fyrstu plötuna Allar kenn-
ingar heimsins og ögn meira eftir
kafla úr bókinni.
Nú ef menn vilja halda tryggð
við Atómstöðina en eru í tölvu-
hugleiðingum þá er hægt að
benda á tölvufyrirtækið At-
ómstöðina.
Ef við svo snúum okkur aðfyrstu bók skáldsins, Barni
náttúrunnar, þá má segja að titill
hinnar óskarstilnefndu kvik-
myndar Friðriks Þórs, Börn nátt-
úrunnar, sé óbein vísun í skáldið
jafnvel parafrasering á titlinum.
Færri vita kannski um „alterna-
tíf“ barnaverslunina sem býður
upp á ullarföt, bækur um uppeldi
og náttúruleg leikföng. Hvort
nafn verslunarinnar er sótt í
skáldsöguna eða kvikmyndina
skal ósagt látið.
Annað dæmi á gráu svæði. Það
voru löngu til bæir sem hétu
Brekkukot áður en Laxness stakk
niður penna og skrifaði Brekku-
kotsannál. En það er hægt að
ímynda sér að rekendur gisti-
heimilanna sem heita Brekkukot
og eru á Selfossi og Akureyri
hafi einmitt haft hús skáldsins í
huga þegar þeir gáfu heimilunum
nafn. Aðdáendur skáldsins á ferð
um bæina geta allavega dvalið í
Brekkukoti.
Og talandi um hús skáldsins.Lengi vel var rekin ljóða-
miðstöð við Sigurhæðir á Ak-
ureyri undir heitinu Hús skálds-
ins eftir samnefndri bók úr
Heimsljósi Laxness. Meira að
segja Heimsljós hefur nafna fyrir
utan heim bókmenntanna.
Örþreyttar sálir og heilsurækt-
arfólk geta nefnilega brugðið sér
í jógastöðina Heimsljós (það ætti
kannski að smella nokkrum ljósa-
bekkjum á staðinn?)
Ótrúlegasta nafngiftin er þólíklega fuglahótelið Para-
dísarheimt. Hótelið hefur reynd-
ar dregið úr starfsemi sinni frá 1.
janúar sl. vegna plásseklu. Ég
vona þá að skógræktarfélaginu
Paradísarheimt í Hafnarfirði
vegni betur.
Íslandsklukkunni er hringt einusinni á ári hinn 1. desember
við Háskólann á Akureyri. Þá er
„Ætli það heiti ekki bara
eitthvað upp úr Laxness!“
’Meira að segja Heims-ljós á nafna fyrir utan
heim bókmenntanna.
Örþreyttar sálir og
heilsuræktarfólk geta
nefnilega brugðið sér í
jógastöðina Heimsljós. ‘
AF LISTUM
Hjálmar S. Brynjólfsson
Verk Halldórs Kiljan Laxness eru
stöðug uppspretta nafngifta hér á
landi. Það sýnir hversu góðu lífi
hann lifir enn hér á landi.