Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 28

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A ukin tjónatíðni, vaxandi óþol í öku- mönnum gagnvart umferðartruflun- um auk hraðaksturs og fleira eru málefni sem lögregla og trygginga- félagið Sjóvá-Almennar hefur áhyggjur af nú þegar umferð um þjóðvegi lands- ins stendur sem hæst og framundan eru gríðar- stórar umferðarhelgar. Lögreglan verður með aukið eftirlit á vegum í samstarfi við ríkislögreglustjóra sem til viðbótar mun leggja meiri þunga en áður í fíkniefnaeftirlit með hundasveitum um verslunarmannahelgina. Að sögn Þóru Hallgrímsdóttur framkvæmda- stjóra tjónasviðs hjá Sjóvá leynir það sér ekki hve tjónatíðnin hefur aukist á undanförnum misser- um. „Á sumrin er tjónatíðnin talsverð og sérstak- lega höfum við orðið vör við það nú í júlí,“ segir Þóra. „Fólk notar í auknum mæli húsbíla, stór hjólhýsi og fellihýsi sem oft er erfitt að gera við þegar tjón verður.“ Svokölluðum kaskótjónum hefur þá fjölgað töluvert, en þar er um að ræða tjón þar sem fólk ber sjálfsábyrgð. „Maður veltir því fyrir sér hvort góðærið geri ökumenn hugsanlega kærulausari við aksturinn. Fólk er komið á mjög verðmæta bíla og viðgerðarkostnaður er því töluverður. Við höfum áhyggjur af minnkandi meðvitund fólks fyrir akstri í umferðinni og að nú sé það ekki eins veigamikið atriði að lenda í tjóni eins og áður var.“ Unga fólkið og svefnvana ökumenn Tjónin sem koma til skoðunar hjá tjónasviðinu eru af ýmsum gerðum, en ófáir árekstrarnir verða þegar ökumenn með eftirvagna eru að reyna að mætast á þröngum vegum en rekast á. „Og hraðaksturinn er okkur mikið áhyggjuefni og við verðum vör við aukna tíðni tjóna þar sem grunur er um hraðakstur. Ennfremur sjáum við aukna tíðni tjóna hjá ungu fólki og sömuleiðis þegar fólk hefur hugsanlega dottað við stýrið eða ekki verið nógu vel upplagt í aksturinn. Hæsti- réttur hefur dæmt í einu máli sem varðar bana- slys þar sem ökumaður var talinn hafa sýnt stór- kostlegt gáleysi með því að fara yfir á öfugan vegarhelming eftir að talið var að hann hefði dott- að við stýrið. Og ölvunarakstur er okkur alltaf áhyggjuefni.“ Þóra segist vonast til þess að komandi umferð- arhelgar komi ekki illa út þótt búast megi við þó- nokkrum tjónum en á hinn bóginn eru jákvæðar hliðar á þessum stóru helgum. „Þá er fólk oft bet- ur meðvitað þannig að það eru ekki endilega þess- ar helgar sem leiða af sér óheyrilega mörg tjón. Og þetta þýðir að umræðan og forvarnarstarfið skiptir gríðarlega miklu máli.“ Þyngsti tjónamánuðurinn það sem af er árinu hjá Sjóvá var janúar með rúmlega 2.000 tjón. Í júní sl. voru tjónin 1.638 sem er meira en í júní- mánuði undanfarin tvö ár þegar þau voru í kring- um 1.570 til 1.580 talsins. Afar þungar umferðarhelgar Lögreglan á Blönduósi, sem líklega er þekkt- asta umferðarlögga landsins, verður með bæði d h u o h a o s l s s f a f u a j a s a a f a v g e h i s d g f r g g m ö v á v R v l s R s f R e m í i g þ h i B skipulagt og tilviljanakennt umferðareftirlit um næstu helgar eins og verið hefur í sumar og segir hún að allar helgar í júlímánuði séu afar þungar í umferð. Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn segir sína menn einbeita sér að því að hraða sé stillt í hóf og að umferð gangi sem best. „Áhyggju- efni okkar er það sem allir eru að tala um, þ.e. þröngir vegir, bilaðar vegaxlir, stórir og þungir bílar sem langan tíma tekur að taka fram úr,“ seg- ir hann. „Síðan eru það útlendir ferðamenn sem aka mjög hratt og eru stór hluti þeirra sem eru stöðvaðir fyrir hraðakstur. Þeir ráða illa við mal- arvegi og nú síðast gerðist það á Kjalvegi á mið- vikudag að bíll þriggja útlendinga hentist langt út fyrir veg og gjöreyðilagðist. Þeir sluppu samt ótrúlega vel. Allt er þetta sambland af aðstæðum og hugarfari ökumanna.“ Kristján segist nú taka eftir breyttri aksturs- hegðun fólks sem lýsir sér best í einu orði: Óþoli. „Fólk lætur helst ekkert stoppa sig, hvort sem það eru blá blikkandi ljós hjálparbifreiða eða ann- að. Fólk er haldið þessu óþoli og þarf að komast burt frá vinnunni eða einhverju í eitthvað annað. Og allt er þetta gert með sama viðhorfinu og dags Eftirlit lögreglu fer fram bæði með skipulögðum og tilviljanakenndum hætti en markmiðið er að aðstoð Hert eftirlit lögreglu á vegum úti og hát Búa sig un gríðarlega um Sífellt meira um eigna- tjón og skemmdir Morgunblaðið/ÞÖK Tjónatíðni í umferðartjónum hefur aukist mjög á undanförnum misserum, að sögn Þóru Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra tjónasviðs hjá Sjóvá. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VAXANDI ATVINNUGREIN Athyglisverðar tölur birtust íMorgunblaðinu í gær umvöxt hugbúnaðargeirans. Út- flutningur hugbúnaðar- og tölvu- þjónustu óx um meira en fimmtung í fyrra og nam þá um 4,3 milljörðum króna. Á fimm árum jókst útflutn- ingurinn um 88% og nam um 1,37% af heildarútflutningi frá Íslandi í fyrra, en um einu prósenti árið 2000. Þá hefur velta fyrirtækja í hug- búnaðargeiranum 20-faldazt að raungildi síðastliðin 16 ár, á sama tíma og velta annarra atvinnugreina tvöfaldaðist. Starfsmenn í greininni voru þrefalt fleiri í fyrra en árið 1990, en á sama tíma fjölgaði starfs- fólki í öðrum atvinnugreinum um 15%. Hugbúnaðargeirinn er þannig ekki enn orðinn sú undirstöðuat- vinnugrein, sem sumir hafa spáð að hann gæti orðið, en hann er aug- ljóslega í aukinni sókn. Segja má að árið 2001, eftir að netbólan sprakk, hafi verið árið, sem væntingar í greininni urðu raunhæfar á nýjan leik og síðan hefur vöxturinn verið góður og stöðugur. Íslenzk hugbúnaðarfyrirtæki hafa bæði náð árangri með eigin vörur og átt gott samstarf við erlend stórfyr- irtæki á þessu sviði, t.d. Microsoft- risann og fjarskiptafyrirtæki á borð við Nokia. Það sem hugbúnaðariðn- aður þarf til að vaxa og dafna er ekki sértækar aðgerðir eða fyrir- greiðsla stjórnvalda, heldur stöðugt efnahagsumhverfi, eins og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmda- stjóri CCP og framkvæmdastjórn- armaður í Samtökum upplýsinga- tæknifyrirtækja, bendir á í Morgunblaðinu í gær. „Við erum í alþjóðlegri samkeppni og keppum við fyrirtæki í löndum sem þurfa ekki að takast á við þessi vandamál. Að þurfa að glíma við þessar gjald- eyrissveiflur sem bætast ofan á all- an aðstöðumuninn er fullmikið af því góða,“ segir hann. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Ís- lands um gengismál er einmitt tekið dæmi af hugbúnaðargeiranum þar sem rætt er um að alþjóðavæðing atvinnulífsins hafi aukið sveigjan- leika þess og framleiðendur geti flutt framleiðsluna úr landi ef rekstraraðstæður krefjast þess. Hugbúnaðariðnaðurinn skapar vel launuð störf fyrir vel menntað fólk. En eins og ýmsar aðrar atvinnu- greinar nýtir hann auðlind, sem er eingöngu til í kolli starfsmannanna. Þess vegna geta bæði störfin og fólkið farið annað, ef hinar efna- hagslegu kringumstæður eru ekki réttar. INNFLUTTIR SKATTGREIÐENDUR Framteljendum til skatts fjölgaðium 6.900 á síðasta ári. Viðlíka fjölgun hefur aldrei sézt áður. Skýr- ingin er sú, eins og fram hefur komið í fréttum, að sífellt fleiri útlendingar telja fram til skatts hér á landi. Þetta er eitt af því, sem varpar ljósi á að innflytjendur á Íslandi efla ís- lenzkt samfélag og efnahagslíf. Þeir vinna störf, sem Íslendingar geta ekki mannað, og stuðla þannig að hagvexti og tryggja rekstur bæði einkafyrir- tækja og opinberra stofnana, ekki sízt umönnunarstofnana. Og þeir leggja líka sitt af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Sums staðar í nágrannalöndum okkar eru stórir hópar innflytjenda án at- vinnu og á framfæri skattgreiðenda. Það er ekki tilfellið hér. Fólk kemur til Íslands til að vinna, er skattgreiðend- ur og veitendur, ekki þiggjendur. Síð- ast en ekki sízt auðga innflytjendur ís- lenzkt samfélag með menningu sinni. Við vitum hins vegar líka að fjölgun innflytjenda geta fylgt vandamál. Og við eigum að læra af reynslu nágranna- landa okkar og leitast við að koma í veg fyrir slík vandamál. Til þess þarf stuðning samfélagsins, ekki sízt við ís- lenzkukennslu, bæði fyrir börn og full- orðna, til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslenzku þjóðfélagi. Við höfum ekki staðið okkur nógu vel í stuðningi við innflytjendur að þessu leyti. En tilkoma þeirra og fram- lag til hagkerfisins og sameiginlegs sjóðs landsmanna er ein ástæðan fyrir því að við höfum efni á slíkum stuðn- ingi. ÍSLENZKT SJÓNVARP? Benedikt Bogason, formaður út-varpsréttarnefndar, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og gerir athuga- semd við leiðara blaðsins síðastliðinn þriðjudag. Þar var því haldið fram að innan ramma núverandi útvarpslaga mætti veita sjónvarpsstöðvum meira aðhald varðandi innlenda og evrópska dagskrá en gert hefur verið, m.a. með því að útvarpsréttarnefnd nýtti heim- ildir í lögunum til að sannreyna skýrslur stöðvanna um hlutfall inn- lends efnis í dagskrá. Benedikt segir: „Í leiðara Morgun- blaðsins er réttilega bent á að útvarps- réttarnefnd hafi eftirlit með fram- kvæmd útvarpslaga. Í lögunum er einnig að finna heimildir fyrir nefndina til að grípa til úrræða ef starfsemi út- varpsstöðva er í ósamræmi við lögin, en þessi úrræði eru stjórnvaldssektir og afturköllun útvarpsleyfis. Ekki er öðrum úrræðum til að dreifa fyrir nefndina í þessu skyni. Heimild til að beita stjórnvaldssektum snertir ekki dagskrárefni. Þá er ekkert minna en fráleitt að viðurhlutamiklu úrræði eins og sviptingu útvarpsleyfis verði beitt í tilefni af rýru framboði á innlendu dag- skrárefni. Til að slíkt kæmi til greina þyrfti, ef vilji stendur til, að leggja með lögum mun afdráttarlausari skyldur á sjónvarpsstöðvar að þessu leyti og veita útvarsréttarnefnd skýrar vald- heimildir til að bregðast við.“ Ef formaður útvarpsréttarnefndar telur að nefndin þurfi skýrari heimild- ir til að tryggja hlut íslenzk efnis í dag- skrá hlýtur spurningin að vera: Eru al- þingismenn reiðubúnir að setja slíkar heimildir í lög? Telja þeir ekki ástæðu til að reyna að tryggja að á Íslandi sé rekið íslenzkt sjónvarp? Hvað segja t.d. menntamálaráðherra og þing- menn, sem láta sér annt um vernd tungunnar, um þetta mál?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.