Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Fjórar íbúðir á 261 fm lóð
við Kárastíg. Heildarstærð
eignarinnar er 232,2 fm
samanlagt í tveimur
húsum sem tengjast á
gafli. Þessar íbúðir eru
tilvaldar í útleigu á
þessum vinsæla stað í
miðbænum. Tvær íbúðir
eru í hvoru húsi. Nýlegt
þakjárn er á öðru húsinu.
Miklir möguleikar.
Tilboð óskast. 5997
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Kárastígur - 4 íbúðir saman
„ÉG myndi orða þetta þannig að
menningarstraumar frá meginland-
inu og það sem er að gerast hér á Ís-
landi sameinist í þessum sal,“ segir
Gerður Guðmundsdóttir text-
íllistakona um sýninguna Ort í textíl
sem verður opnuð í Ráðhúsinu í dag
og stendur til 15. ágúst. Á sýning-
unni eru verk eftir þrjár listakonur,
þær Elsbeth Nusser-Lampe, Mo-
niku Schiwy og Pascale Goldenberg,
sem Gerður kynntist í Freiburg í
Þýskalandi fyrir tveimur áratugum
þegar hún var búsett þar. „Þá voru
þær allar að byrja í myndlist. Í fyrra
var ég í Frakklandi í eitt ár og tók
þar þátt í nokkrum sýningum og
komst að því að allir þekkja þær.
Þær eru búnar að kynna sig ansi vel
og eru mjög þekktar á meginland-
inu. Mér fannst því kominn tími til
að kynna fyrir Íslendingum hvað er
að gerjast í textíllist í Suður-
Þýskalandi og straumana á meg-
inlandinu.“
Blóm, drasl og frímerki
Gerður segir að listakonurnar séu
nokkuð ólíkar. Nusser-Lampe leiti
mikið til náttúrunnar og noti form
sem finna má þar og urðu blómin
fyrir valinu á þessari sýningu. „Svo
er hún Pascale, hún er mjög
skemmtileg. Hún safnar í poka því
sem aðrir henda. Og býr svo til alveg
stórkostleg verk úr því öllu saman.
Hér er hún með einhverjar spýtur
og drasl og maður horfir á þetta
bara bergnuminn.“ Gerður segir svo
að Schiwy sé örlítið jarðtengdari en
hinar. Verk hennar séu samsett úr
mörgum lögum og noti hún alls kyns
hluti eins og t.d. frímerki.
Allt mjög ólíkt
Ásamt Gerði taka svo átta íslensk-
ar listakonur einnig þátt í sýning-
unni. „Þetta eru mjög ólík verk. Þeg-
ar ég valdi konur til að sýna með
þeim Nusser-Lampe, Schiwy og Gol-
denberg þá vildi ég fá konur sem eru
mjög ólíkar. Við erum til dæmis
hérna með skúlptúr sem er íslensk
þúfa í þrívídd, með rótum og öllu og
svífur um salinn. Hún er unnin á
hefðbundin hátt með bandvefnaði.
Svo er líka verk hérna úr glærri
plastslöngu, en búið er að sjúga upp
í hana vax. Þetta er alveg ótrúlegt,“
segir Gerður og tekur fram að hin
verkin séu flest tvívíddarverk. „Það
er þarna eitt hefðbundið bútasaums-
teppi, hefðbundið að því leyti að það
er unnið eftir gömlum hefðum en
samsetningin er töluvert frumleg.
Það er eins og fjórar árstíðir. Hér er
allt unnið út frá einhverju þema. Ein
vinnur með vatnið og ég er sjálf með
laufblöð sem ég vinn á ull. Svo eru
blóm og pappírsverk. Þetta er allt
mjög ólíkt.“
Íslensku listakonurnar sem taka
þátt í sýningunni eru auk Gerðar
þær Anna Gunnarsdóttir, Ásdís
Loftsdóttir, Hrafnhildur Sigurð-
ardóttir, Jóna Imsland, Kristín
Bragadóttir, María Valsdóttir, Ólöf
Einarsdóttir og Rósa Kristín Júl-
íusdóttir. Samhliða sýningunni í
Ráðhúsinu efna þær Nusser-Lampe,
Goldenberg og Gerður til sýning-
arinnar Kímonóar í kaffistofunni í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar og stendur
hún einnig til 15. ágúst.
Myndlist | Sýningin Ort í textíl opnuð í Ráðhúsinu í dag
Gerjun í textíllist
Eftir Jón Gunnar Ólafsson
jongunnar@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Gerður að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar í Ráðhúsinu.
SJÖ glitrandi systur eru uppistaða sýningar
franska myndlistarmannsins Serge Compte
sem verður opnuð í 101 galleríi í dag. Systur
þessar eru sjö þvæld flutningabretti sem lista-
maðurinn hefur „farðað“ með glimmeri. Verk-
ið vísar í sjö skærar stjörnur sem tilheyra
nauts-stjörnumerkinu en þær hafa yfirleitt
verið nefndar „systurnar sjö“. Þá hanga um
tuttugur andlitsmyndir af jafnmörgum kon-
um, prentaðar á sandpappír, á veggjunum í
kring.
Heillandi bretti
Serge Compte býr og starfar í Reykjavík
og hefur haldið hér nokkrar sýningar en einn-
ig hefur hann haldið fjölmargar sýningar víða
um heim, mestmegnis í Frakklandi. Hann hef-
ur notað margs konar efnivið við listsköpun
sína í gegnum árin og má þar nefna Post-it-
minnismiða, límmiða og plastperlur. Yfirleitt
er það einhvers konar fjöldaframleidd afurð
sem gerir honum kleift að búa verkin til á vél-
rænan hátt með því að bæta við, líma, hlaða,
raða og setja saman. Að þessu sinni er efnivið-
urinn flutningabretti úr tré.
„Ein meginástæðan fyrir því að ég valdi
þennan efnivið var sú að flutningabretti er
hlutur sem er að finna á götum út um allan
heim. Það þykir mér voðalega heillandi. Þau
eru að vissu leyti eins og týndar sálir að bíða
eftir næsta verkefni og áfangastað. Með sýn-
ingunni er ég að taka þau úr þessari eilífu
hringrás og setja í nýtt samhengi,“ segir
Serge.
Stjörnuþyrpingin „systurnar sjö“, sem
verkið vísar til, fær nafn sitt úr grískri goð-
sögu um sjö systur sem hinn mikli veiðimaður
Orion girntist og eltist við í sjö ár þangað til
Seifur heyrði bænir þeirra og breytti þeim í
dúfur.
Brettin sjö eru misstór og mismunandi að
lit og eru skreytt mismikið með glimmeri sem
gefur þeim glitrandi áferð. Eitt brettið er síð-
an kolsvart og er stillt upp nokkurn veginn í
miðjunni. Hvert bretti ber sitt eigið franska
kvenmannsnafn sem öll hafa endinguna -ette;
Yvette, Jeannette, Paulette o.s.frv. Er það
vísun í franska kvenkynsorðið yfir flutn-
ingabretti sem er „palette“. Þá eru brettin
nokkurs konar afstrakt myndir af kvenlíköm-
um.
Þöggun
Andlitsmyndaserían á veggjunum sýnir,
sem fyrr sagði, tuttugu kvenmannsandlit sem
horfa djörfu og daðrandi augnaráði til áhorf-
andans. Öll andlitin eru án munns sem gefur
til kynna valdbeitingu og þöggun.
Andlitin eru öll sótt af erótískum vefsíðum
sem Serge valdi sérstaklega og síðan prentaði
hann útlínur þeirra á sandpappír; gulan,
svartan og appelsínugulan. Sandpappírinn
kallast á við trébrettin á miðju gólfinu, syst-
urnar sjö, sem Serge er búinn að fegra og
pússa til.
Eins og glimmerið á brettunum þá glitrar á
hrjúfan sandpappírinn sem veitir í senn til-
finningu fyrir glæsileika og sársauka. Andlitin
á skæru litunum eru mjög greinileg en aftur á
móti eru andlitin á svarta sandpappírnum
töluvert dularfyllri og heimta að áhorfandinn
gangi alveg upp að verkunum.
„Sýningin er um konuna, hvernig hún er
sýnd í nútímasamfélagi,“ segir Serge en hann
segir sýninguna ekki vera pólitíska eða krít-
íska. Fremur segist hann vera að varpa ljósi á
það hvernig karlmaðurinn, hann þar á meðal,
á gjarnan í erfiðleikum með að sýna konuna.
Goðsagan um systurnar sjö, um girnd veiði-
mannsins til kvennanna, er sömuleiðis meg-
inþema í sýningunni.
Sýningin endurspeglar að miklu leyti þau
verk sem Serge hefur fengist við í gegnum ár-
in.
„Ég er stöðugt að fjalla um það sama en ég
skipti bara reglulega um efnivið. Ég fjalla t.d.
mikið um vangaveltur um sjálfið, persón-
uraskanir, karlmennsku og kvenleika og
árekstra þar á milli. Ég held að þessir hlutir
séu yfirleitt í verkunum mínum.“
Sýningin verður opnuð í 101 galleríi klukk-
an 17 í dag og stendur hún fram til annars
september.
Myndlist | Franski myndlistarmaðurinn Serge Compte opnar sýningu í 101 galleríi í dag
Kvenleg
flutningabretti
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Serge Comte nýtir sér alla mögulega miðla í listsköpun sinni.