Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.07.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 31 UMRÆÐAN FERÐAÞJÓNUSTAN í Eyjum, við, starfsmenn Vestmannaeyja- bæjar, og Vestmannaeyingar allir hafa sýnt Landsflugi mikla þol- inmæði. Sú þolinmæði er nú á þrot- um og í síðasta lagi nú með skrif- um Sigurbjarnar Daða Dagbjartssonar er allur grundvöll- ur fyrir trausti og samvinnu við Landsflug brostinn. Ég ætla í þessu sambandi að vísa í yfirlýs- ingu Sigurbjarnar um að „hann kannist ekki við loforð um fjölgun ferða yfir sumartímann“. Lands- flugsmenn margkynntu fyrir mér, sem og ferðaþjónustunni og fjöl- miðlum í Eyjum, áætlun flugs til Eyja á glæsilegri 32 sæta „mini- þotu“. Ég sem ferða- og markaðs- fulltrúi margfór yfir með Sigurbirni kynningu á þessari stórkostlegu samgöngubót. Hann nefndi hvergi að ferðir stóru vélarinnar væru háðar því að styrkir fengjust frá Vestmannaeyjabæ. Ég minni á fundi Sigurbjarnar með undirritaðri og Sigurmundi Einarssyni, framkvæmdastjóra Vikingtours, á dögum Vest Norden í Kaupmannahöfn í fyrrahaust, þar sem verið var að skipuleggja að- gerðir. Gísli Valur Einarsson, eigandi Hótels Þórshamars, getur rifjað upp samtöl sín við Landsflugmenn þar sem þeir boðuðu betri tíma, ég hlýddi einnig á Sigurbjörn og Björn Þverdal kynna fulltrúum samgönguráðuneytisins og Ferða- málaráðs bætta þjónustu við Eyjar, nú og svo var einnig búið að setja nýju vélina inn í sölu í bók- unarkerfi Flugfélags Íslands. Ég og fleiri hér í ferðaþjónustunni bár- um á þessu stigi það traust til Landsflugs að við vorum með bætta áætlun þeirra í öllum okkar kynningum. Við vorum í góðri trú um að allt væri samkvæmt áætlun þegar við fengum fréttir um annað nokkrum dögum áður en sumaráætlun átti að hefjast 16. maí. Við hér völdum alveg örugglega ekki tímasetningu þessara alvar- legu frétta, rétt fyrir kosningar. Við hefðum svo sannarlega viljað fá þessar fregnir fyrr svo við gætum gert viðeigandi ráðstafanir. Staða samgöngumála hér er allt- of alvarleg til þess að menn séu að slá sér upp á þeim rétt fyrir kosn- ingar. Fulltrúar allra stjórn- málaflokka hér skoðuðu stöðuna sameiginlega og voru tilbúnir að ganga ansi langt með ábyrgðir svo hægt væri að taka á leigu Fok- ker-50 vél frá Flugfélagi Íslands og sinna ferðaþjónustunni í sumar. Hins vegar var ekki hægt að semja við eigendur fyrirtækis sem virtist vera rétt óselt. Ferðasumarið 2006 hefur því lið- ið þannig að Landsflug hefur flogið hingað á 19 sæta Dornier vél (sætaframboðið er reyndar oftar en ekki aðeins 15 til 16 sæti vegna burðarþols vélarinnar) með sömu áætlun og utan ferðamannatímans yfir vetrarmánuðina. Í gíslingu Landsflugs Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um tekjumissinn sem ferða- þjónustan hér verður fyrir vegna allra þeirra ferðamanna sem verða frá að hverfa vegna þess að þeir fá ekki pláss í flugi til Eyja. Sem stendur er staðan sú að Landsflug heldur ferðaþjónustunni í Vest- mannaeyjum í gíslingu og þénar á því ágætis pening. Staðreyndin er nefnilega sú að Landsflug hefur haft ágætt upp úr því að halda uppi ófullnægjandi flugsamgöngum við Eyjar á meðan ferðaþjónustufyrirtæki á staðnum berjast í bökkum vegna þess að ferðamennirnir komast ekki á stað- inn. Ég held að hver maður sjái að samskipti Vestmannaeyinga við Landsflug eru komin að leið- arlokum. Allt traust til félagsins er brostið. KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR ferða- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Svikin loforð Landsflugs bitna harkalega á ferðaþjónustu í Eyjum Frá Kristínu Jóhannsdóttur: BISKUP Íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson. Loksins! Mér hlýnaði mikið um hjartaræturnar að þú hafir nú loks- ins tekið undir þann boðskap minn að Íslendingar taki frumkvæði í mál- efnum Mið-Austurlanda. Þrátt fyrir að yfirlýsing þín komi fram nær ára- tug eftir að ég reyndi árangurslaust að fá þinn persónulega stuðning og kirkjunnar við friðarháskóla í Reyk- holti og á elleftu stundu áður en mesti harmleikur mannkynssög- unnar gerist í Mið-Austurlöndum, er kúvending í þín til stuðnings við ís- lenskt frumkvæði í friðarmálum mjög mikilvæg. Í rúm ellefu ár hef ég reynt að vekja Íslendinga til meðvitundar um einstaka sögu okkar og hvernig ís- lenska þjóðin sem búið hefur við frið lengur en nokkur annar gæti undir forystu forseta Íslands boðað nýja hugmyndafræði og lagt hornstein að friði í heiminum. Vandamálin og blóðbaðið í Mið- Austurlöndum verða ekki leyst með hraðsoðnum patentlausnum og enn síður mun lausnin koma fyrir milli- göngu þess glæpahyskis sem nú ræður ríkjum í Hvíta húsinu. Í síð- ustu forsetakosningum spáði ég fyr- ir um mjög aukin hernaðarátök á árinu 2006 ef haldið yrði áfram á sömu braut og sagði miklar líkur á að kjarnorkusprengja falli fyrir árs- lok 2006. Því miður tel ég enn að þetta muni gerast og aðeins krafta- verk geti afstýrt því. Ég er þess fullviss að kirkjan hef- ur að geyma marga kraftaverka- menn. Ég vil gjarnan hjálpa þeim að rata veginn og leiða heimsbyggðina til friðar. Þess vegna býð ég biskup Íslands fram aðstoð mína að koma á fót vinnuhóp í tengslum við kirkjuna sem myndi koma á framfæri nýrri hugmyndafræði fyrir Mið- Austurlönd, hugmyndafræði sem gæti stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Íslendingar og stofnanir kirkj- unnar eiga nú þegar staði sem væru hentugir til þessa verkefnis: 1) Notre Dame í Jerúsalem sem er undir stjórn Páfagarðs er á margan hátt heppileg miðstöð fyrir þessa starfsemi í Mið-Austurlöndum. Fyrsta verkefni biskups Íslands gæti verið að ná samkomulagi um að þar rísi Alþingi-Jerúsalem þar sem fulltrúar allra þjóðarbrota á svæðinu komi saman að gamalli íslenskri fyr- irmynd og ræði leiðir til friðar. Þessi tillaga hefur fengið góðar und- irtektir víða um heim annars staðar en á Íslandi, ekki síst í Mið- Austurlöndum. Uri Avnery hinn þekkti friðarsinni og fyrrum þingmaður á ísraelska þinginu sagði þetta um hugmyndina Alþingi-Jerúsalem: „Í framhaldi af áhugaverðu samtali okkar í Jerúsal- em, vil ég gjarnan ítreka að ég sé möguleika í hugmynd þinni um Al- þingi að forníslenskri fyrirmynd sem innlegg í friðarbaráttu okkar. Ég legg til að þú leitir stuðnings ís- lenskra stjórnmálamanna eins og Steingríms Hermannssonar eða Davíðs Oddssonar, sem gætu boðið hópi ísraelskra stuðningsmanna frið- ar til fundar með hópi palenstínskra stuðningsmanna friðar á íslenskri grund sem upphafið að víðtæku átaki til friðar. Slíkur fundur þarf að vera byggður á pólitískum grunni annars verður slíkt árangurslaust eins og svo margir fundir hingað til. Ég legg til að fjármögnun slíks frið- arátaks yrði aflað í Skandinavíu. Ég óska þér góðs árangurs fyrir okkur öll. Kveðja Uri Avneri.“ Því miður höfnuðu íslenskir þing- menn tillögunni. Flestir þeirra vildu ekki mæta á kynningu um málið en kannski með aðstoð biskups Íslands og nú þegar verstu hernaðarhauk- arnir í íslenskri sögu hafa eða eru að láta af embætti, væri hægt að fá okk- ar þingmenn einnig til að sjá frið- arljósið. 2) Keflavíkurflugvöllur sem nú er verið að skila til íslenska ríkisins væri mjög hentug staðsetning fyrir þróunarstofnun lýðræðis og að- alstöðvar alþjóðlegs friðargæsluliðs. Einnig hefur verið tekið vel í þessa hugmynd víða um heim nema á Ís- landi, og má nefna að tveir af þekkt- ustu fræðimönnum í friðarmálum komu hingað til lands árið 2004 og fluttu fyrirlestra til stuðnings hug- myndinni, þeir Johan Galtung pró- fessor í Peace Studies og ráðgjafi SÞ í friðarmálum og Dietrich Fischer prófessor og forstjóri fyrir Euro- pean University Center for Peace Studies. Því miður var boðskapur þeirra klipptur, skorinn og afbak- aður og þeir meira og minna hunds- aðir af íslenskum fjölmiðlum þannig að orð þeirra næðu ekki til þjóð- arinnar. Ég vona að biskup Íslands tali af einlægni og sannfæringu þegar hann vill að Íslendingar taki frumkvæði í Mið-Austurlöndum. Þess vegna von- ast ég til að heyra frá Biskupsstofu á næstu dögum og er tilbúinn að koma til landsins með næsta flugi til nán- ari viðræðna. Virðingarfyllst, ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Alþjóðastofnunin Friður 2000. Opið bréf til biskups Íslands Frá Ástþóri Magnússyni: ÞRIÐJUDAGINN 26. júlí sl. skrifaði Þórarinn I. Pét- ursson sauðfjárbóndi bréf til Morgunblaðsins þar sem hann gerði athugasemdir við verðlag lambalunda í Hagkaupum og sagðist þar m.a. furða sig á 14% hækkun lambalunda í kjötborðum Hagkaupa frá því í febrúar. Hann segist ekki hafa orðið var við hækkanir til sín sem bónda. Hagkaup eins og flestir stórmark- aðir kaupa kjötið sitt ekki beint af bónda heldur af kjötfyrirtækjum og afurðarstöðvum sem fer fækk- andi. Í dag eru 3–4 stórar afurðastöðvar starfandi og hafa þær yfir að ráða öllu lambakjöti í landinu. Þær stýra í raun öllu flæði á lambakjöti inn á markaðinn og ráða því verði sem verslunin þarf að borga fyrir kjötið. Á undanförnu ári hefur verð á lambahryggjum og lambalærum og þar með lambalundum til Hagkaupa hækkað um 20%, þar af um allt að 13% á síðustu 6 mánuðum. Afurðastöðvar hafa varað við skorti á lambakjöti og stöðugt hækkað verðið síðustu mánuði til að draga úr eftirspurn. Það var svo nýverið þegar landbúnaðarráðherra dró úr útflutningsskyldu á lambakjöti að spennunni létti. Verðlækkanir hafa samt ekki borist í kjölfarið. Í mars síðastliðnum neit- aði afurðastöð að selja okkur nokkurt magn af lamba- kjöti gegn staðgreiðslu, þar sem afurðastöðin ætlaði að hækka verð á birgðum sínum, sem hún og gerði. Ofan á þetta hafa svo komið aðrar hækkanir eins og launahækkanir, sem hafa áhrif á smásöluverð. Versl- unin hefur haldið aftur af verðhækkunum undanfarna 12 mánuði en þessi 14% hækkun sem Þórarinn talar um er mjög hófleg m.v. stöðuna á markaði í dag og hækkun á kostnaðarverði verslunarinnar. Það er samt eðlilegt að bændur spyrji um sína hækkun því eflaust hefur hún ekki skilað sér til þeirra heldur eingöngu til afurðastöðvanna. Þrátt fyrir hátt verð í kjötborðum verslana eru kjötborð almennt rekin með miklu tapi. Í allri umræðu um landbúnaðarkerfið er ekki verið að ráðast á bændur heldur kerfið sjálft og því sorglegt að sjá Þórarin tala um „enn eina örina frá stóru versl- unarkeðjunum í bak bænda“. Verslunin ber mikla virðingu fyrir bændum þessa lands en við teljum að kerfið okkar sé meingallað og við viljum breytingar bændum og neytendum þessa lands til hagsbóta. Hag- kaup hafa í gegnum árin unnið farsællega með fjölda bænda og vona að svo verði áfram um ókomin ár. SIGURÐUR REYNALDSSON, innkaupastjóri Hagkaupa. Svar Hagkaupa við bréfi Þórarins Frá Sigurði Reynaldssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.