Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 37
MINNINGAR
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts okkar ástkæra
EINARS SÆMUNDSSONAR
fv. formanns KR,
Jökulgrunni 27,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
12-G Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra
umönnun og vinarhug.
Auður Einarsdóttir,
Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir,
Sigrún Elísabet Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ BrynhildurHjördís Jó-
hannsdóttir fæddist
í Reykjavík 22.
ágúst 1926. Hún
andaðist á hjúkrun-
ardeild Seljahlíðar
22. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Frí-
mann Guðmundsson
framkvæmdastjóri
og Þóra Aðalbjörg
Jónsdóttir, kennd
við Kirkjubæ.
Systkini Brynhildar
voru Álfhildur Helena, sem lést á
barnsaldri, og Álfþór Brynjar, en
maki hans er Björg Bjarnadóttir.
Brynhildur fluttist sem ungabarn
til Siglufjarðar og svo þaðan til
Pheonix; d) Jónínu Þóru, og e)
Daníel Kristin, maki hans er Leila
og eiga þau tvær dætur, Mahya
Susanne og Zarah Erica. 2) Ingi
Björn, kvæntur Magdalenu Krist-
insdóttur og eiga þau sex börn: a)
Kristbjörgu Helgu, sambýlismað-
ur Guðmundur Benediktsson og
eiga þau tvö börn, Albert og Kar-
en; b) Ólaf Helga, sambýliskona
Siggerður Gísladóttir og eiga þau
einn son, Jón Aðalstein; c) Inga
Björn, sem á einn son, Júlíus Elv-
ar; d) Kristin; e) Albert Brynjar
og; f) Thelmu Dögg. 3) Jóhann
Halldór, kvæntur Margréti Stef-
ánsdóttur og eiga þau fimm börn:
a) Brynhildi Hjördísi sem á þrjú
börn, Arnar Smára, Jason Yngva
og Eriku Rún, sambýlismaður
Ronny Moen; b) Stefán Friðrik,
sambýliskona Inga Brynjólfdóttir;
c) Ásdísi Björk, maki Daníel
Steinarsson og eiga þau tvær dæt-
ur, Indíönu Ósk og Lilju Lind; d)
Katrínu Ósk, og; e) Judith Ingi-
björgu.
Úför Brynhildar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Seyðisfjarðar þar
sem hún bjó á ung-
lingsárunum uns hún
fluttist til Reykjavík-
ur og fór til náms við
Verslunarskóla Ís-
lands, þaðan sem
hún útskrifaðist.
Árið 1946 giftist
Brynhildur Albert
Guðmundssyni og
áttu þau þrjú börn.
Þau eru: 1) Helena
Þóra, og á hún fimm
börn: a) Jóhönnu
Þóru sem á þrjú
börn, Harald, Hinrik Kristján og
Evu Lind; b) Albert sem á þrjú
börn, Sigvalda Hjálmar, Helenu
Natalíu og Albert Óla; c) Þorvald
Harry sem á eitt barn, Skyler
Nú kveð ég hana mömmu mína
hinstu kveðju. Það gerir mér kveðju-
stundina léttbærari að ég veit að nú
er þjáningum hennar lokið og við er
tekið „nýtt líf“ þar sem hún er í örm-
um pabba sem hún saknaði svo mikið.
Hún mamma var þannig kona að það
duldist engum sem í návist hennar
var að þar var á ferðinni gegnheil
kona sem aldrei sagði nokkuð mis-
jafnt um nokkurn mann. Hún var
skarpgreind og hagyrðingur góður og
fengu margir að „kenna“ á því. Afar
stutt var í hláturinn og eftir því sem
grínið var saklausara gat henni fund-
ist það fyndnara. Ást hennar til pabba
var fölskvalaus og dvínaði aldrei og til
marks um það samdi hún ljóð við frá-
fall hans sem er í þvílíkum gæðaflokki
að margir hafa sóst eftir því að fá að
nota það við fráfall ástvina.
Sjálfur átti ég góða æsku með góð-
um foreldrum sem elskuðu börnin sín
og vildu allt fyrir þau gera. Líkingin
kletturinn í hafinu hefur oft verið not-
uð og má með sanni nota þá líkingu
þegar ég minnist nú mömmu. Hún
var sá klettur sem við systkinin áttum
alltaf að sama hvað á bjátaði, hún sá
alltaf björtu hliðarnar og reyndi að
leiðbeina á sinn sérstaka yfirvegaða
hátt.
Hún var mikil amma en vegna
veikinda sem hrjáðu hana frá alltof
ungum aldri var hún það á sinn sér-
staka hátt, fylgdist mjög vel með og
orti til unganna.
Börnin mín Kristbjörg Helga, Ólaf-
ur Helgi, Ingi Björn, Kristinn, Albert
Brynjar og Thelma Dögg eru harmi
slegin og sakna þín sárt en þau eiga
fallegar og góðar minningar um
ömmu sína sem þau munu geyma
með sér hvert fyrir sig og dvelja og
orna sér við. Þau vilja enn ítreka ást
sína til þín á þessari kveðjustund vit-
andi það að nú ertu hjá góðum guði í
vina- og ættingjahópi.
Ég kveð þig, elsku mamma mín, og
þakka þér fyrir þá ást og umhyggju
sem þú sýndir mér alla ævi, að góð-
mennsku þinni og hjartagæsku mun
ég búa alla ævi. Minningin um þig
mun lifa okkur öll.
Ég elska þig.
Ingi Björn Albertsson.
Okkur langar í fáum orðum að
kveðja tengdamóður okkar. Binna
var einstök kona, glæsileg og yfirveg-
uð sem aldrei heyrðist hallmæla
nokkrum manni. Það ríkti ávallt vin-
átta og gagnkvæm virðing okkar á
milli. Við vorum sannarlega lánsamar
að eignast hana sem tengdamóður.
Heimili tengdaforeldra okkar var
glæsilegt og notalegt, þar réð tengda-
mamma ríkjum. Alltaf var ljúft að
koma á Laufásveginn og þar var stutt
í glettnina og vísustúfa í framhaldi af
því. Við minnumst tartalettubaksturs
fyrir jólin og jólaboðanna með öllum
barnabörnunum og þá voru sumarbú-
staðaferðirnar óborganlegar. Það var
okkur stórkostleg upplifun að fá tæki-
færi til að heimsækja þau sem sendi-
herrahjón í París.
Síðustu árin dvaldi hún í Seljahlíð
þar sem hún naut góðrar umönnunar
góðs starfsfólks og fyrir það ber að
þakka. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og
margan erfiðan daginn stóð hún sig
ávallt sem hetja og var staðráðin í að
sigrast á veikindunum. Hún hélt
ávallt reisn sinni allt til síðasta dags. Í
hjarta okkar varðveitum við dýrmæta
minningu um Binnu tengdamömmu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Með kæru þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Þínar tengdadætur,
Magdalena Kristinsdóttir
og Margrét Stefánsdóttir.
Elsku amma. Það kom að því að þú
kvaddir okkur og það er ofboðslega
sárt að missa þig. En við vitum að þér
líður vel núna í faðminum hjá afa.
Við munum öll gömlu góðu dagana
sem við áttum með þér. Allar sögurn-
ar af álfum og töfrasteinum, spil og
orðaleiki.
Þér fannst gaman að spila á spil en
það skrýtna var að í hvert skipti sem
við spiluðum við þig þá vantaði alltaf
einhver spil, elsku amma, þú kunnir
ekki að tapa og faldir þess vegna spil-
in og þegar það komst upp um þig þá
hlóstu þínum besta hlátri og þver-
tókst fyrir það.
Þú gafst svo mikið af þér til okkar
og varst alltaf tilbúin að veita okkur
hjálparhönd, hvort sem það var til að
koma okkur í gegnum frönskupróf
eða efla ljóðasnilld okkar.
Elsku amma, við gleymum aldrei
sumarbústaðarferðunum okkar í fal-
legu Álfaborg með öllum „álfastein-
unum“ sem þú áttir, göngutúrunum
okkar yfir geitarbrú að Viðsnúningi
og þínum fræga Sesam.
Elsku amma, við munum heldur
aldrei gleyma öllum þeim stundum
sem við áttum með þér og afa á Lauf-
ásveginum, öllum jólunum sem þið
hélduð svo að fjölskyldurnar yrðu
sameinaðar. Að koma til ykkar á að-
fangadagskvöld var hápunktur
kvöldsins fyrir okkur krakkana, að
borða nammi og spila á píanóið. Ekki
skildum við af hverju píanóinu var
læst.
Elsku amma, þú varst búin að vera
svo lasin í langan tíma og marga sum-
ardaga komst þú ekki út í veðurblíð-
una svo lítil dama ákvað að færa
ömmu sinni sumarið með því að rífa
upp sumarblóm með rótum og færa
þér, þú varðst svo glöð.
Í hvert sinn sem við sögðumst
elska þig þá var svarið þitt alltaf: „I
love you ten times more.“
Þó þú sért farin þá viljum við ekki
kveðja þig endanlega því við vitum að
við hittumst aftur seinna.
Góða ferð og mundu að við elskum
þig.
Brynhildur Hjördís, Stefán
Friðrik, Ásdís Björk, Katrín
Ósk, Judith Ingibjörg.
Elsku besta amma (mamma). Ég
man eftir því þegar ég var lítil stelpa
og svaf á milli þín og afa.
Oft og mörgum sinnum vakti ég þig
með snökti, amma mín. Þú gekkst á
mig og vildir fá að vita af hverju ég
væri að gráta. Ég svaraði: „Ég er
bara svo hrædd um að missa þig og
afa.“ Ég elskaði ykkur meira en lífið
sjálft.
Núna ertu farin, amma mín, til afa.
En það sem þú (þið) gáfuð mér verður
aldrei tekið frá mér. Ég man eftir öll-
um tröllasögunum sem þú sagðir mér
og Albert bróður, eftir öllum sum-
arbústaðarferðunum, eftir öllum
göngutúrunum að „Viðsnúningi“, eft-
ir Grikklandsferðinni okkar, eftir
Mallorcaferðinni. Eftir öllum stund-
unum sem þú eyddir í að hjálpa mér
með menntaskólann og þá aðallega
frönskuna. Ég man eftir því, elsku
besta amma, þegar þú last fyrir mig
fallegustu ljóð í heimi. Ég grét alltaf.
Þú varst besta vinkona mín, ég gat
sagt þér allt og ég elskaði að koma til
þín á Laufásveginn og ég kom á
hverjum degi, ef ekki oft á dag. Við
fengum okkur kaffi saman ég, þú og
litli dæti og stundum stóri dæti líka
(Jóhann og Ingi Björn).
Elsku amma mín, þú ert fallegasta
og sterkasta manneskja sem ég hef
kynnst. Þú hefur kennt mér svo
margt og ég mun geyma þig í hjarta
mínu þar til ég kveð. Guð geymi þig,
elsku besta amma mín. Ég mun ætíð
sakna þín. Það er sárt að hafa ekki
getað verið hjá þér síðustu stundirnar
en ég var hjá þér í huganum, elsku
amma, eins og þú sagðir alltaf.
Þín dótturdóttir,
Jóhanna Þóra Sveinjónsdóttir,
Bandaríkjunum.
Elsku amma, við sitjum hér saman
systkinin sex og erum að rifja upp
þær stundir sem við áttum með þér.
Minningarnar eru mismargar en þó
var eitt sem við öll áttum sameigin-
legt og það var að spila við þig. Það
var alveg sama hvað var spilað, olsen
olsen, rommý eða póker, þú varst erf-
iðasti andstæðingur í heimi því að
þínar reglur innihéldu alltaf pínulítið
svindl. Þú vannst nánast alltaf, stund-
um bara af því að þú vannst en stund-
um vannstu með því að svindla, einu
sinni eða tvisvar, og glottir. Það var
líka unun að horfa á þig leggja kapal,
hann gekk alltaf upp!!!
Þú bjóst yfir ótrúlegum fróðleik og
það var alltaf hægt að leita ráða hjá
þér og þú lumaðir oft á skemmtileg-
um sögum.
Ein slík er sagan af grísku gyðj-
unni sem klemmdi sig og nöglin henn-
ar varð blá og marin og það þótti ekki
við hæfi að grísk gyðja væri með
marða nögl svo að blek var sett á hin-
ar neglurnar hennar og þannig varð
naglalakk til.
Það er nú ekki annað hægt en að
nefna álfana og huldufólkið þitt sem
bjó með þér í sumarbústaðnum þín-
um Álfaborg. Þú bannaðir okkur
barnabörnunum að klifra á stóru
steinunum í garðinum því að inni í
þeim áttu heima álfar og huldufólk.
Þú sagðir okkur að ganga hljóðlega
fram hjá steinunum því að álfarnir
svæfu á daginn. Og öll munum við eft-
ir því að hafa reynt að vekja álfana
um miðjan dag með því að banka var-
lega á stærsta steininn sem þú skírðir
Sesar og segja „Sesar opnist þú“.
Þú bjóst yfir mikilli kímnigáfu
ásamt því að vera skemmtilega hrein-
skilin og orðheppin.
Hér fylgir lítil saga því til staðfest-
ingar.
Það var rétt eftir að þú fluttir heim
frá Frakklandi að ég (Kristbjörg) sat
stundum hjá þér um helgar á Lauf-
ásveginum og þótti mjög gaman að
skoða og máta fötin þín, sérstaklega
alla fallegu sérsaumuðu kjólana þína.
Það var auðvelt að sjá glampa í aug-
um þínum því að hver kjóll átti sína
sögu. Ég man alltaf eftir einum svört-
um kjól sem þú áttir og ákvaðst að
gefa mér. Kjóllinn var hnésíður sem
var ekki alveg í tísku hjá 19 ára stelpu
svo að ég stytti hann. Þegar ég kom
svo og mátaði kjólinn fyrir þig fannst
þér kjóllinn heldur stuttur og sagðir
við mig: „Er það móðins að breyta
kjól í sundbol?“
Það er dýrmætt að eiga svona
minningar og við kveðjum Binnu
ömmu okkar með söknuði.
Guð geymi þig.
Friðinn færðu nú.
Í faðmi engils hvílir þú.
Njóttu vel, amma mín.
Afi mun gæta þín.
P.s. Við fáum okkur alltaf spaghetti
á laugardögum.
Þín barnabörn.
Kristbjörg Helga, Ólafur Helgi,
Ingi Björn, Kristinn, Albert
Brynjar, Thelma Dögg.
Við andlát Binnu systur koma upp í
hugann margar góðar og ljúfar minn-
ingar frá uppvaxtarárum okkar og
samveru í gegnum lífið ásamt fjöl-
skyldum okkar.
Binnu systur viljum við hjónin
senda okkar hinstu kveðju með erindi
úr ljóði eftir móður okkar Binnu,
Þóru Jónsdóttur frá Kirkjubæ.
Hver minning ljóshlý lifir,
leiftri á húmið slær,
um vanga ljúfur líður
lófi hjartakær.
Við heyrum léttan hlátur
og hljóm af þýðum róm.
Við teljum ótal atvik
okkar helgidóm.
Guð varðveiti minningu Binnu, og
blessi alla hennar niðja.
Álfþór, Björg og fölskylda.
Kær vinkona, Brynhildur Jóhanns-
dóttir, er látin. Þó að sorg sé í huga
vegna missis þessa góða vinar er
einnig hægt að gleðjast yfir því að nú
er áralangri sjúkdómsgöngu lokið.
Brynhildur var tvítug þegar hún
giftist Albert heitnum Guðmunds-
syni, fv. ráðherra og sendiherra. Þeg-
ar Albert gerðist atvinnumaður í
knattspyrnu fylgdi Brynhildur hon-
um og stóð heimili þeirra í stórborg-
um bæði í Frakklandi og á Ítalíu.
En þar kom að knattspyrnuferlin-
um lauk og þau hjón sneru heim til Ís-
lands. Áður en Albert fór út höfðum
við verið góðir kunningjar, báðir í
knattspyrnufélaginu Val og víða lágu
leiðir saman. Nokkru eftir heimkom-
una endurnýjuðum við kynni okkar
því við áttum ýmis sameiginleg
áhugamál. Og á þessum tíma kynntist
ég Brynhildi.
Með tíðari samfundum urðum við
Albert nánir vinir og áttum trúnað
hvor annars. Mér varð þá fljótt ljóst
að Brynhildur var mikil húsmóðir,
hjartahlý og góð kona sem stóð við
hlið eiginmannsins sem klettur á
hverju sem gekk í hans stormasama
lífi. Heimili þeirra við Laufásveg bar
húsmóðurinni fagurt vitni um smekk-
vísi og höfðingsskap. Þar var gott að
koma og finna vináttuna sem ætíð
mætti mér.
Við Albert höfðum áhuga á skák og
þótti okkur gaman að tefla. Oft sátum
við á vetrarkvöldum við skákborðið
og skemmtum okkur vel. Húsmóðirin
sá um að við værum ekki truflaðir. En
þegar rimmunni lauk var sest að veit-
ingum og þannig leið kvöldið.
Ekki hafði ég lengi þekkt Brynhildi
þegar mér varð ljóst hversu góðum
gáfum hún var gædd og mikilli þekk-
ingu hún bjó yfir. Hún var vel skáld-
mælt og vitur kona. En mest þykir
mér þó vert um vináttu hennar sem
entist alla ævina. Eftir að Albert heit-
inn dó höfum við haft samband og
spjallað nokkuð reglulega og fæ ég
seint fullþakkað þá gleði sem það hef-
ur veitt mér.
Ég vil að endingu senda systkinun-
um, Helenu, Inga Birni og Jóhanni og
fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur
og bið þeim allrar blessunar.
Magnús Sigurjónsson.
Þegar mér bárust fregnir af andláti
Brynhildar Jóhannsdóttur var ég
staddur á Öxnafjarðarheiði. Þar sett-
ist ég út í kjarri gróna móa í algjörri
kyrrð og heiðríkju og skrifaði þessi
örfáu blik um Brynhildi. Það ríkir
bæði sorg og léttir við þessa fregn,
langri sjúkdómslegu er lokið, en mik-
ill persónuleiki kvaddur. Okkar kynni
urðu mest við stofnun Borgaraflokks-
ins og eftir það, en þar stóð hún eins
og ávallt klettur við hlið manns síns
Alberts Guðmundssonar. Brynhildur
var skáldmælt og mörgum kostum
búin, sem hún flíkaði ekki og lét aldrei
mikið á sér bera. Á sumardaginn
fyrsta 1988 flutti hún okkur Inga
Birni þessa vísu:
Allir kætast komið sumar,
kraftur eykst í sókn og vörn.
Halda á brattan þessir gumar,
Hreggviður og Ingi Björn.
Það eru ekki allir, sem geta gefið
svona fallega sumargjöf, þetta er
Brynhildur. Eftir að Albert var skip-
aður sendiherra í París heimsótti ég
þau hjón þar mér til mikillar ánægju,
þótt Brynhildur hefði þá fengið sjúk-
dóm þann er hún varð að bera til ævi-
loka.
Eftir andlát Alberts bar fundum
okkar ekki oft saman, en við skipt-
umst oft á kveðjum í gegnum vin
minn Magnús Sigurjónsson og
frænda Brynhildar.
Ég vil að lokum þakka allt, Guð
blessi þig og þína á þessum degi og
styrki börnin þín og barnabörn.
Hreggviður Jónsson.
BRYNHILDUR
HJÖRDÍS
JÓHANNSDÓTTIR