Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 38

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Komin er kveðju- stund þegar kær vin- ur, Árni Heimir Jóns- son, verður borinn til hinstu hvíldar. Kynni tókust með okkur fyrir tuttugu árum þegar ég hóf kennslu við Mennta- skólann í Reykjavík. Í fyrstu snerust þau um baráttumál kennarastéttar- innar sem voru okkur hugleikin. Brátt tókst með okkur gagnkvæm vinátta sem birtist m.a. í því að við bárum hvor undir annan ýmis hjart- ans mál sem á okkur brunnu. Oftar sátum við samt og áttum græsku- laust hjal, sem er hollt fyrir sálina og er einfaldlega kallað sálufélag, á samfundum yfir krásum og brjóst- birtu eða úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Árni hringdi líka stundum til að viðra stórfengleg áform um gróðavænlegar fjárfestingar á hluta- bréfamarkaði fyrir afganginn af kennaralaununum. Um slíkt þótti okkur gott að ræða þótt áætlanirnar rynnu út í sandinn enda lauk samtöl- unum gjarnan með að Árni bað fyrir kveðju til Önnu konu minnar sem hann kallaði ávallt „fyrirvinnuna“. Árni var farsæll kennari og bar hag nemenda mjög fyrir brjósti. Honum var annt um að efnilegir nemendur, sem af einhverjum sök- um stóðu höllum fæti, sóuðu ekki hæfileikum sínum. Mér er minnis- stætt hvernig hann lagði sig fram um að halda innan skólans sameiginleg- um skjólstæðingi okkar sem var við það að flosna upp frá námi. Árni tók málin í sínar hendur, vakti hann á hverjum morgni með símhringingum og ef það dugði ekki fór hann einfald- lega heim til hans og sótti hann. Nemandinn lauk námi, farnast vel í háskóla og er Árna ævinlega þakk- látur. Auk kímnigáfunnar var eitt sem ég mat umfram aðra þætti í skaphöfn Árna en það var sterk og rökföst réttlætiskennd hans. Henni fékk þjóðin að kynnast þegar hann hel- sjúkur kom fram í Kastljóss-þætti til að benda á þá óhæfu að skattlögð skuli vera framlög úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Þetta gerði hann eftir vandlega íhugun til að leggja sitt af mörkum í máli sem þarfnast leiðrétt- ingar. ÁRNI HEIMIR JÓNSSON ✝ Árni HeimirJónsson fæddist á Selfossi 24. apríl 1950. Hann lést á heimili sínu, Kára- stíg 10 í Reykjavík, 16. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Selfosskirkju 26. júlí. Foreldrum, systkin- um og öðrum vanda- mönnum votta ég sam- úð mína að leiðarlokum. Blessuð sé minningin um góð- an dreng. Bragi Halldórsson. Við Árni Heimir kynntumst fyrst í líf- fræðinni við Háskóla Íslands í upphafi átt- unda áratugar síðustu aldar. Saman unnum við að ýmsum verkefnum í greininni og búseta á Nýja Garði hafði sitt að segja um að efla vinskapinn. Margt gerðum saman á þessum tíma. Stúd- entar úr MA og ML áttu margt sam- eiginlegt fyrir utan það að vera einu stúdentarnir sem komu frá lands- byggðinni. Árni var alltaf mikill landsbyggðarmaður, nánast sveitav- argur og skoðanir hans á byggða- málum voru skýrar. Árni fór til Englands í framhalds- nám og þar heimsótti ég þá Helga og hann þar sem þeir ræktuðu kartöflur í rósagarðinum framan við húsið í Newcastle. Þeir buðu í jass-siglingu á Tyne-ánni. Þaðan er ljúf minning. Þegar Árni snýr aftur hefur hann kennslu í líffræði í þeirri merku stofnun sem Menntaskólinn í Reykjavík er. Hann varð fljótt aðal- líffræðikennarinn þar. Ég sem þá var orðinn líffræðikennari við tiltölu- lega nýstofnaðan framhaldsskóla í Hafnarfirði hafði fljótt við hann sam- vinnu um þróun líffræðikennslunnar. Þeir sem kenna líffræði á Íslandi, hvort sem það er í grunnskólum, framhaldsskólum eða háskólum, eiga sér samtök, Samtök líffræðikennara – Samlíf. Þau eru einstök að því leyti að þarna eru allir sem sinna líffræði- kennslu, hvar sem þeir kenna, undir einu þaki. Þessi samtök voru stofnuð 1983 og er markmið þeirra að efla líf- fræðinám í landinu, fylkja líffræði- kennurum saman og skiptast á hug- myndum um hvernig skuli best staðið að líffræðinámi og kennslu á landinu okkar. Samlíf hafa staðið að námskeiðum, fræðslufundum, skoð- unarferðum, skiptum á verkefnaleið- beiningum, kennslubókum og öðru slíku þessi 23 ár sem þau hafa starf- að. Árni Heimir var einn af stofnend- um samtakanna og lagði stóran grunn að því hvernig þau þróuðust og hvernig þau eru í dag, öflug bæði innanlands og erlendis. Árni Heimir sat í stjórn Samlífs í nokkur ár og var formaður þeirra um árabil í kringum 1990. Hann var síð- ar ávallt tilbúinn til að taka að sér ábyrgðarstörf fyrir samtökin þó hann ynni mikið fyrir kennarasam- tökin í kjarabaráttu þeirra, en hún var hörð á þessum árum. Hann stýrði t.d. verkfallssjóðum og verk- fallsbaráttu og voru ýmsir andstæð- ingar ekki ánægðir með það að kenn- arar gætu safnað í sjóði sem notaðir yrðu til að styðja kennara í verkföll- um. En alltaf var Árni Heimir tilbúinn til að koma á samkomur, ráðstefnur, námskeið eða annað það sem Samlíf stóð fyrir og var hann þar í farar- broddi í umræðum, æfingum og öðru slíku. Ég held að enginn sem sá gleymi því þegar Árni og Eiríkur léku apa á hlutverkanámskeiði í Al- viðru eða hvernig hann stóð sig í að klífa Drangey. Lýsingar hans á því hvernig hann slapp við naglann í hlöðunni á Alviðru eru líka í minnum hafðar. Við minnumst líka barnafata- búðarinnar í Ólafsvík og Klofnings á Breiðafirði. Ég kveð Árna Heimi með miklum söknuði. Hans brotthvarf var allt of fljótt. Minning hans mun lifa með okkur sem þekktum hann vel um langa tíð. Jóhann Guðjónsson, formaður Samlífs. Haustið 1970 hóf vaskur hópur ungmenna nám í líffræði við Háskóla Íslands. Meðal þeirra var Árni Heimir Jónsson sem við kveðjum nú. Árna Heimi var margt til lista lagt, en fyrst og fremst var hann skóla- maður og lífskúnstner. Síðastliðið eitt og hálft ár háði hann baráttu gegn þeim sjúkdómi sem hann varð að lokum að játa sig sigraðan fyrir. Árni Heimir háði þetta stríð með sömu stóísku ró og hann gerði í öllum þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur. Stutt var í húmorinn sem skein í gegnum alvarleikann, ekki síst þegar Árni benti á óréttláta skattheimtu ríkissjóðs á fólki með langvinna sjúkdóma. Við vinirnir sem hittum hann reglulega yfir góð- um mat kynntumst þessum mann- kostum Árna og nutum þess að heyra skemmtisögur af því hvernig baráttan á öllum vígstöðum stóð. Þó að söknuður okkar sé mikill, þá er söknuður fjölskyldu Árna enn meiri. Við færum henni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður, Bergþóra, Gísli, Hrefna, Margrét, Marta og Sigríður. Árna Heimi Jónssyni kynntist ég þegar hann var kjörinn formaður Vinnudeilusjóðs KÍ eftir sameiningu kennarafélaganna HÍK og KÍ 1999 og þar með hófst samstarf okkar sem leiddi til góðrar vináttu. Meðal verk- efna okkar Árna var að sjá um greiðslu verkfallsbóta. Í einu af verk- föllunum hafði Árni orð á því að frek- ar ætti að miða verkfallsbætur við fjölskyldustærð og hagi félagsmanna en að greiða sömu upphæð til allra miðað við starfshlutfall. Sem dæmi nefndi hann sjálfan sig, einhleypan karl, sem þyldi vel að vera launalaus í nokkrar vikur. Þetta lýsir nokkuð lífsviðhorfi Árna Heimis. Í ársbyrjun 2005 greindist Árni með krabbamein en þá var hann í námsleyfi og stundaði nám við HÍ. Þetta breytti samstarfi okkar þannig að ég fór að venja komur mínar heim til Árna á Kárastíginn. Þar áttum við margar góðar samverustundir og ræddum ýmis dægurmál gjarnan í hálfkæringi. Aftur á móti ræddum við ávöxtun Vinnudeilusjóðs KÍ í mikilli alvöru en Árni fylgdist vel með verðbréfamarkaðnum og var mjög vakandi yfir ávöxtun sjóðsins. Það var gaman að vinna með Árna þegar hann blés upp af réttlætis- kennd. Í þann ham fór Árni þegar at- vinnuleysisbætur voru teknar af at- vinnulausum kennurum í verkfalli grunnskólakennara 2004. Fyrir frumkvæði Árna var sá gjörningur kærður. Ekki reyndist lagastoð fyrir ákvörðun stjórnvalda og voru at- vinnuleysisbæturnar því greiddar á verkfallstímanum. Í veikindunum varð Árni fyrir því að skattur var dreginn af endurgreiðslu sem hann fékk úr Sjúkrasjóði KÍ. Hann vakti rækilega athygli á þessu í fjölmiðlum og sendi m.a. fjölda stéttarfélaga áskorun um að berjast fyrir leiðrétt- ingu. Árni Heimir var baráttumaður, óhræddur að standa á skoðunum sín- um, hafði frumkvæði og gaf sér tíma til að koma málum fram. Ekki bólar enn á lagabreytingu um afnám skatts af endurgreiðslum úr sjúkra- sjóðum stéttarfélaga. Ef ég lifi þá breytingu heiti ég því að drekka Árna Heimi skál. Foreldrum Árna Heimis og fjöl- skyldu sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Valgeir Gestsson. Við hittumst fyrst í Björkinni, heimavistarhúsi Menntaskólans á Laugarvatni, haustið 1966 og á næstu árum hnýttust bönd fyrir ævitíð. Árni var alltaf hreinn og beinn í því sem hann tók sér fyrir hendur og leyndi því sjaldan ef hon- um mislíkaði. Hann synti hraðar og spilaði brigde betur en við flestir en var vinnusamur og lét námið ganga fyrir, það voru eiginleikar sem hann síðar vildi miðla til nemenda sinna. Hugur hans hneigðist snemma að líf- fræði og það varð lífsstarf hans að kenna þá grein við Menntaskólann í Reykjavík. Hann naut sín í kennslu og nærðist á samveru við nemendur og uppátækjum þeirra. Honum þótti mjög vænt um vinnustað sinn og oft litríka samstarfsmenn. Hæfileiki Árna til að miðla þekk- ingu varð öllum ljós í sjónvarpsþætti þar sem hann kom til að ræða bar- áttumál sitt. Skýr framsetning á bar- áttumáli og ógleymanleg var lýsing hans, sögð af kunnáttu og æðruleysi, á því hvernig krabbameinslyfjameð- ferð fer fram og áhrifum hennar á líkama og daglegt líf sjúklingsins, þegar sjónvarpsvélar fylgdu honum í gegnum það ferli. Árni átti mörg áhugamál og rétt- indamál kennara ásamt velgengni Newcastle United skiptu hann miklu máli. Hann veiddi rjúpu og gæs, mat- reiddi síðan bráðina sjálfur af stakri snilld og kallaði síðan vini og vanda- menn til veislu. Síðastliðið ár var vini mínum oft erfitt en hann reyndi eftir megni að lifa sem eðlilegustu lífi. Þar naut hann fjölskyldu sinnar og umhyggju- samrar vináttu samkennara sinna, þeirra Ólafar og Iðunnar. Árni leyfði sér að vona. Hann tók einn dag í einu og kom því ýmsu í verk. Um síðustu áramót fengu margir vina hans persónulegt alman- ak fyrir árið 2006. Myndir voru mis- munandi eftir vinahópum en júl- ímánuður var einkenndur með mynd af Árna í bátnum sínum á sólríkum sumardegi. Árni fór sína síðustu ferð á slíkum degi er sólin náði að brjótast fram eftir langt hlé. Nú er hljótt á Kárastíg 10. Ég þakka góðum dreng og vini samfylgdina. Foreldrum hans, systkinum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína. Ólafur Kjartansson. Þannig er með suma menn að manni líður vel í návist þeirra. Svo var einmitt með Árna Heimi Jóns- son. Ekki það að hann væri alltaf já- bróðir eða hliðraði sér hjá því að beita gagnrýnni hugsun. En í góðlát- legri kímni hans og ferskri sýn á hin ýmsu viðfangsefni var aftur á móti einhver þægilegur styrkur. Þetta kom t.d. vel fram á mörgum sumar- námskeiðum líffræðikennara sem við sóttum saman undanfarin 20 ár. Hvort sem um var að ræða fræðileg efni, gamanmál eða úrlausn óvæntra vandamála þá var hægt að reiða sig á Árna Heimi. Við stéttarbræður hans nutum góðs af starfi hans fyrir stétt- arfélag framhaldsskólakennara og eins hefur orðabók hans yfir líffræði- hugtök létt mörgum menntaskóla- nemanum námið. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Aðstandendum votta ég samúð. Sigurkarl Stefánsson. Vinur okkar Árni Heimir Jónsson var fyrir margra hluta sakir eftir- minnilegur maður. Hann var afar hlýr í öllum samskiptum, jarðbund- inn, jafnlyndur, réttsýnn, trygglynd- ur og trúr vinum sínum. Árni Heimir var sérlega orðheppinn og hnyttinn í Klukkan var að nálgast miðnættið á afmælisdaginn minn 3. júlí, þegar síminn hringdi þar sem ég var staddur í strand- bænum Cairns í Ástralíu. Í símanum var Guðrún Harðardóttir að til- kynna mér að Hörður faðir hennar hefði látist þá um nóttina. Svo langt var orðið á milli okkar Harðar, að ég vissi ekki að hann hefði verið alvarlega veikur frá síð- asta vetri. En einmitt í þessari ferð til Ástr- alíu höfðu þau Erla og Hörður komið oft upp í hugann og okkar fyrstu nánu kynni, þegar við Hörður fórum ásamt eiginkonum á heimsþing HÖRÐUR VALDIMARSSON ✝ Hörður Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 9. febr- úar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Oddakirkju á Rang- árvöllum 8. júlí. Lions í Fönix í Ari- zona í Bandaríkjunum til að taka við störfum sem umdæmisstjórar Lions á Íslandi. Nú höfðu hlutirnir snúist við hjá mér því nú var ég makinn að fara með Ínu á heimsþing Zonta í Melbourne, þar sem hún var að skila af sér eftir tveggja ára starf sem svæðisstjóri Zonta á Íslandi. Ferðin til Ameríku 1981 kemur aftur og aftur upp í hugann. Hálfs mánaðar samvera með þessu yndislega fólki Erlu og Herði mun alltaf verða einn af hápunktum ferða okkar Ínu. Við flugum til San Francisco þar sem við leigðum okkur bíl. Dvöldum um sinn hjá Hrafnhildi systur Harðar sem þar bjó og skoðuðum m.a. málverk, sem ungur ástfanginn piltur Guð- mundur Guðmundsson að nafni hafði málað af þeim kærustuparinu gangandi inn í framtíðina. Seinna fór hann út í heim og varð heimsfrægur málari og tók sér nafnið Ferro, sem seinna varð Erro. Sennilega eigum við Erla aldrei eftir að gleyma því þegar sundd- rottningin að vestan og íþróttamað- urinn úr lögreglunni hlupu fagnandi samsíða niður sandfjöruna og út í bláar öldur Kyrrahafsins, en voru jafnvel enn fljótari til baka þegar ískaldur pólsjórinn við norðurhluta Kaliforníu tók á móti þeim. Hörður Valdimarsson var að mörgu leyti einstakur maður. Hann átti mjög erfiða æsku. Foreldrar hans fluttu til Hornbjargsvita þar sem faðir hans tók að sér vitavörslu. Svo hörmulega tókst til að móðir Harðar og þrír bræður hans dóu á sama tíma úr smitsjúkdómi og varð faðir hans að skilja Hörð níu ára gamlan eftir heima í vitanum með tvö yngri systkini sín á meðan hann fór fótgangandi yfir að Hesteyri í Jökulfjörðum til að gera ráðstafanir vegna hinna látnu. Eftir þennan hörmulega atburð flosnaði fjölskyld- an upp og lenti Hörður hjá vanda- lausum, en sem betur fer góðu fólki, norður í Húnavatnssýslu. Sem fullorðinn maður gekk Hörð- ur til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík og starfaði þar um árabil. Eldri Íslendingar ættu að minnast hans frá setningu laga um hægri umferð 1968, en þá var Hörður um langan tíma með fræðsluþætti um umferðarmál í útvarpinu, þar sem hans ljúfa rödd dró menn að til að hlusta. Seinna gerðist hann aðstoðar- framkvæmdastjóri á vinnuhælinu að Gunnarsholti, þar sem hann vann þar til hann lét af störfum fyrir ald- urssakir. Öll störf Harðar að löggæslu ein- kenndust af manngæsku og virðingu fyrir öðrum. Hann beitti ekki valdi, nema öll önnur úrræði væru þrautreynd. Hann átti gott með að róa menn nið- ur og komast að skynsamlegu sam- komulagi um að lögin yrðu að ráða. Sem starfsmaður að Gunnarsholti þar sem mikið var um ógæfumenn var hann sem hinn algóði faðir, sem fylgdist með sauðum sínum og leiddi til þess besta vegar sem aðstæður leyfðu. Við Ína áttum þess einu sinni kost að fara með heimilisfólkinu á Gunn- arsholti undir stjórn Harðar í sunnudagsbíltúr upp í Þórsmörk. Gleði mannanna sem léku sér eins og unglömb í haga og hið gagn- kvæma traust sem þarna ríkti gat aðeins hafa skapast af löngu starfi gefandi yfirmanns þótt við oft erf- iðar aðstæður væri. Það var því Herði líkt, þegar ógæfumaður á staðnum, sem komist hafði í örvandi efni stórskaðaði Hörð þegar hann reyndi að ná honum nið- ur að neita að kæra manninn og sagði mér m.a. að hann vissi að mað- urinn væri alls ekki svo slæmur, hann hefði bara ekki ráðið við sig við þessar aðstæður. Nútímamaðurinn mætti gjarnan tileinka sér lífsskoðanir Harðar. Hann bjó ekki til glæpamenn heldur breytti glæðamönnum í gegna borg- ara. Hann leit ekki á lögin sem kúg- unartæki heldur leið til að bæta samskipti manna. Hann vildi gera lífið betra og bjartara fyrir alla menn bæði gæfumenn og ógæfu. Hann vildi að menn ynnu saman að góðum málum og fór í fylkingar- brjósti meðal annars að líknarmál- um Lions þar sem hann hlaut æðstu viðurkenningu sem Melvin Jones fé- lagi. Hann skilaði börnum sínum og öðrum afkomendum góðum fótspor- um að feta í. Ég er viss um að ef einhver maður gæti verið með hjarta úr gulli þá væri það Hörður Valdimarsson. Kæra Erla og aðrir ástvinir Harð- ar, við Ína sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og söknum þess að hafa ekki getað verið við útför hans en við munum alltaf minnast hans sem vinar sem hefur gert líf okkar fegurra og bjartara. Úlfar Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.