Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 25

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 25 UMRÆÐAN ÉG sat og bar saman landakort af Vesturöræfum og nágrenni Snæ- fells og Kárahnjúka, annars vegar útgáfu Augnabliks og hins vegar kort Landsvirkjunar. Er vatnsglas hálf fullt eða hálf tómt? Bæði kortin hafa þá uppáskrift að vera til þess fallin að auðvelda ferða- mönnum að fara um svæðið sem áætlað er að fari undir „Háls- lón“, „Ufasarlón“ og „Kelduárlón“ nú í haust með tilkomu virkjunarinnar við Kárahnjúka. Á korti Augnabliks, sem kost- ar fjórðung Lands- virkjunarkortsins, eru gönguleiðir vel merkt- ar og örnefni svæð- isins tekin fram svo áhugavert er að rekja sig í gegnum nafnalistann. Kort Landsvirkjunar er dekkra yfirlitum svo ætla mætti að á svæðinu væri moldarflag eitt að sækja heim, – en allalvarlegra er að „Hálslón“ og tvö smærri lón eru þar full af vatni. Ef til vill eru fjarlæg lönd og staðir einungis til ef þau eru teikn- uð réttilega inn á landakortið. Að því leyti eru kort einnig hug- myndafræðileg og bera þess merki um hvað við leggjum áherslu á á hverjum tíma fyrir sig. Með því að færa staði inn á kort áður en þeir eru til er umræðunni beint frá því sem er í hættu, – í þessu tilfelli er verið að draga úr fórninni sem færð er með tilkomu þessarar virkjunar, og öllum þeim samfélagslegu þátt- um sem farið hafa úrskeiðis á Ís- landi á undanförnum árum, og munu fylgja okkur um alla framtíð. Ríkisstjórn Íslands hefur rekið stóriðjustefnu og farið fyrir henni á fundum og ráðstefnum þar sem hugsanlegt orkuframlag landsins hefur verið markaðssett á ófagleg- an hátt sem á sér ekki réttan stað innan þeirrar heildarmyndar sem íslenskt samtímasamfélag ætti að vera. Forgangsröðun auðlindanýt- ingar hér er ekki rétt. Landið er í stöðu til þess að hafna beiðnum er- lendrar stóriðju um fram- leiðsluleyfi, á þeim forsendum að hér eru lífsgæði mikil og samfélagið ekki á vonarvöl fjárhagslega. Hugs- anlega er vonarvölin sálarleg. Staðlaðar stærðir og tilbúin mót Áhugavert væri að sjá hvaða möguleikar hefðu skapast á Austur- landi ef sambærilegt fé og fer í Kárahnjúkavirkjun og allt henni fylgjandi hefði verið sett í mótun nýrra atvinnuvega þar. Miklu op- inberu fé hefur verið varið í þetta verkefni. Peningar og atvinna er af- ar viðkvæmt málefni sem ber að nálgast með varkárni. Umræðan er einmitt fljót að snúast á þann veg að þeir sem sjá meiri möguleika í fallvötnum landsins streymandi til sjávar heldur en fyllandi lón séu mótfallnir atvinnu á landsbyggð- inni, rafmagnsnotkun yfirleitt og vilji helst skríða beina leið í dimma moldarholu. Staðalímyndir og tilbúin kerfi til þess að ganga inn í eru vinsælar aðferðir til þess að taka áhersluna frá því sem skiptir raunverulegu máli í samhenginu – spurningunni um hvaða braut þessi þjóð mun fara á inn í framtíðina. Með fleiri álverum og virkjunum, vatns- eða gufuafls, yrði ásýnd landsins ekki fögur og möguleikar okkar til að takast á við raunveruleg vandamál framtíðarinnar yrðu takmarkaðir. Pínlegt yrði að standa frammi fyrir orkuskorti í landi sem gæti verið sjálfbært að miklu leyti en hafa fjölda álvera sem una sér vel með rafmagn fyrir lítið eða minna. Mik- ilvægt er að staldra við og hugsa um það hvað „Hálslón“ þýðir þegar þú lest það á landakorti. Það táknar ferla sem leitast eftir því að halda upplýsingum til baka og gera svæði sem þú hefur ekki komið á lítilfjör- legt og að lokum fjarlægja það úr minni fólks. Það er auðvelt þegar um fáfarin og afskekkt svæði er að ræða. Hægt er að líta á það sömu augum og vatnsglasið sem er ann- aðhvort hálf fullt eða hálf tómt eftir því hvernig þú kýst að líta á það. Verðmætin geta falist í því að vita að eitthvað sé til og að það sé ónot- að. Rafmagnsnotkun er ekki röng, og stór- fyrirtæki þurfa ekki að vera af hinu slæma. Með Kárahnjúkavirkj- un verður um 80% af framleiddri raforku á Íslandi veitt til stór- iðju. Hvers lags yf- irlýsing er það? Þróað ríki sem Ísland ætti að geta leyft sér að gefa öðrum fordæmi, búa til aðstæður fyrir sjálf- bæra þróun, styrkja stoðir fjölbreytts at- vinnulífs um allt land, verja fé og kröftum í uppbyggingu landsbyggð- arinnar, frekar en að senda þangað risaverksmiðjur sem eru þekktar fyrir að vera skammtímalausnir sem sporna ekki við brottflutningi og rótleysi yngri kynslóðarinnar. Stöðva þarf samviskubitið um að ef álver rísi ekki á Íslandi rísi þau annars staðar knúin kolum og olíu. Ef nægilegt aðhald er veitt ættu framleiðendur og neytendur á end- anum að breyta viðskipta- og neysluháttum sínum. Þannig gerum við alvöru hnattrænar breytingar sem skipta gífurlegu máli í samtím- anum og í framtíðinni. Glasið er ennþá hálf tómt: Þér er boðið í gönguferð Fjölskyldudagar Íslandsvina hóf- ust við Snæfellsskála í nágrenni Kárahnjúka um síðustu helgi og standa til 31. júlí nk. Þar gefst fólki kostur á að skiptast á skoðunum, afla sér upplýsinga um málefnið og fara í lengri og styttri gönguferðir um áhrifasvæði virkjunarinnar eftir réttum kortum. Laugardaginn 22. júlí gengu 150 Íslandsvinir saman frá Töfrafossi í 625 m hæð að Sand- felli gegnt Fremri Kárahnjúk, stífl- ustæðinu, og stóðu saman í 10 mín- útna þögulli mótmælastöðu. Að baki var 9 tíma gönguferð þar sem ungir og aldnir upplifðu stórbrotna náttúruna sem er á hinum fyrirhug- aða lónsbotni. Sólin fylgdi göngu- fólkinu alla leið, frá Kringilsár- rananum þar sem friðað land er nú falt, meðfram gljúfrabökkum þar sem ófá hreiður urðu á leið okkar, eftir Jöklu sem er bæði stillt og tryllt þar sem hún æðir áfram nið- ur sinn farveg í átt til sjávar. Á ein- um stað nálægt stíflustæði mátti sjá sandöldur á annars grónu svæði og eru það ummerki um hlaup síð- asta sumars þegar Jökla flæddi yfir bakka sína og skildi eftir sig fínlegt ryk eftir að hafa étið upp allan gróður. Samskonar ryk og eyðing mun eiga sér stað árlega á Austur- landi, en efri og neðri mörk „Háls- lóns“ myndu sveiflast um 70 m eftir árstíðum. Með vindum á það ryk eftir að valda gífurlegum land- spjöllum um allt Austurland er mökkurinn fýkur yfir gróðurlendi. Mómælastaðan var merki þess að ekki er of seint að snúa þessari þró- un við, enn er hægt að stöðva Kára- hnjúkavirkjun. Enn er örnefnið „Hálslón“ ekki til og forðast skal að taka því sem veruleika, og er fólki bent á að nýta sér tækifærið og sækja vatnsglasið heim, ganga á botni þess og upplifa áhrif þess. Þeir ráðherrar sem kalla svæðið sand og möl og draga úr verðmæti þess án þess að leggja fyrir því frekari rök ættu að biðjast afsök- unar á rangfærslum sínum. Mikilvægt er að mynda eigin skoðanir og velta fyrir sér hvers vegna raunveruleikinn er eins og hann er hverju sinni, og muna það að þær aðgerðir sem framkvæmdar eru á hverjum tíma fyrir sig eru ekki ávallt þær réttu þegar fram líða stundir. Tenglar: www.islandsvinir.org Hversu fullt er þitt Hálslón? Bjarki Bragason býður í göngu- ferð um nágrenni Kárahnjúka ’Áhugavert væri að sjáhvaða möguleikar hefðu skapast á Austurlandi ef sambærilegt fé og fer í Kárahnjúkavirkjun og allt henni fylgjandi hefði verið sett í mótun nýrra atvinnuvega þar. ‘ Bjarki Bragason Höfundur er myndlistarmaður og Íslandsvinur. Í BLAÐINU þriðjudaginn 18. júlí birtist lítil grein sem vakti athygli okkar. Greinin ber heitið „Sumarstörf og ekki sumarstörf“ og er höf- undur hennar ung stúlka, Diljá Mist Ein- arsdóttir, sem er að feta sín fyrstu fótspor í stjórn- málum. Í greininni er fjallað um Hitt húsið og það ágæta verkefni Skapandi sumarstörf sem nú er starfrækt þriðja árið í röð. Í Skapandi sum- arstörfum gefst ungu fólki kostur á að vinna í sex til átta vikur við ýmsa listsköpun. Flestir sem vinna í Skapandi sum- arstörfum eru nemendur á há- skólastigi í listum og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá til að fá þjálfun og reynslu sem nýtist þeim að námi loknu. Listnemar eins og aðrir nem- endur á háskólastigi sækjast eftir sumarvinnu sem tengist námi þeirra. Líklegt er að Diljá Mist hafi ein- göngu kynnst Skapandi sum- arstörfum í gegnum „föstudags- flipp“ en þá koma saman hópar Hins Hússins og lífga upp á miðbæinn með ýmsum uppákomum sem tengj- ast verkefni þeirra. Það þarf þó að taka fram að þar sést eingöngu brot af þeirri vinnu sem farið hefur fram. Hafa ber í huga að mikil vinna liggur að baki hverju verki og einnig að umsóknarferlið er mjög krefjandi, þar þarf að gera grein fyrir verkefn- inu, tíma- og fjárhagsáætlun. Það er því leiðinlegt að Diljá Mist geri lítið úr vinnu annars ungs fólks. Diljá Mist talar um það í grein sinni að peningarnir sem notaðir eru í þetta verkefni væru betur nýttir í eitthvað annað, eins og til dæmis að hreinsa miðbæinn. Að okkar mati er þar þegar unnið gott starf . Við hvetjum Hitt húsið til að halda áfram því góða starfi sem það vinnur við að styrkja sjálfsmynd ungs fólks og fegra bæinn með listum. Skapandi sumar- störf fegra bæinn Rut Rúnarsdóttir og Kolbrún Ýr Ein- arsdóttir hvetja Hitt húsið til góðra verka Kolbrún Ýr Einarsdóttir ’Listnemar eins og aðrirnemendur á háskólastigi sækjast eftir sumarvinnu sem tengist námi þeirra.‘ Höfundar eru nemar. Rut Rúnarsdóttir Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.