Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 16
Núpasveit | Skógarálfur hefur sést í skógrækt
Snartarstaðabænda í Núpasveit. Álfurinn hefur
mest sést við þjóðveg 85, skammt norðan Kópa-
skers, en vegurinn liggur fyrir Melrakkasléttu til
Raufarhafnar. Margir vegfarendur hafa því vænt-
anlega rekið upp stór augu þegar álfurinn hefur
rekið hausinn út úr kjarrinu.
Skógarálfurinn er sköpunarverk Sigurlínu J.
Jóhannesdóttur, listakonu á Snartarstöðum. Hún
hefur skapað ýmsar fígúrur og sett upp við veg-
inn, meðal annars Grýlu og hennar fjölskyldu við
heimreiðina að bænum, og sérstakar fuglahræður
á túnum. Skógarálfurinn er viðbót, til að gleðja
augu vegfarenda.
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Skógarálfur við þjóðveg 85
Listsköpun
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Hæsta verð | Sumarhús var selt í Súðavík
í síðustu viku á hæsta verði sem fengist
hefur fyrir hús í gömlu byggðinni frá því
að hún var flutt innar í fjörðinn. Seldist
það á 4 milljónir króna. Kemur þetta fram
á fréttavefnum bb.is. Kaupandinn er
Bandaríkjamaður af íslenskum ættum.
Hann heimsækir landið annað slagið og
gisti nú í Súðavík í þrjá daga. Haft er eftir
Vilborgu Arnarsdóttur að maðurinn hafi
orðið svona heillaður af Álftafirðinum og
sérstaklega þessu tiltekna húsi að hann
hafi viljað kaupa það.
Söngleikur á plötu | Út er komin hljóm-
platan Kyljur. Verkið er söngleikur sem
byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss og er
sögusviðið því m.a. Snæfellsnes. Söngleik-
urinn var upphaflega fluttur á Þjóðhátíð
Snæfellinga á Búðum í júlí 1974. Höfundar
laga eru Ingvi Þór Kormáksson, Pálmi Al-
marsson, Alfreð Almarsson, allir frá Hell-
issandi, og Sigurður Höskuldsson frá
Ólafsvík. Textar eru allir eftir Kristin
Kristjánsson frá Bárðarbúð á Hellnum.
Kemur þetta fram á vef Skessuhorns.
Mikil umferð | Undanfarna daga hefur
verið mikil umferð farartækja um mið-
hluta Vestfjarða, svokallaða Vesturleið,
sem liggur frá Þingeyri í Vatnsfjörð. Um-
ferðin er svo mikil að elstu menn muna
ekki slíka örtröð, en þeir muna nú aldrei
neitt eins og séra Baldur sagði forðum.
Svo er komist að orði á vefnum thing-
eyri.is. Fram kemur að það heyri til und-
antekninga ef rennireiðarnar eru ekki
með eitthvað í eftirdragi. „Frá því er einn-
ig að segja í þessari ferðamennsku allri
saman, að nú sést varla puttalingur upp á
gamla móðinn með bakpoka. Það var dag-
legt brauð að menn tækju slíka ferðamenn
upp í bíla sína hér áður fyrr. Nú eru put-
talingarnir flestir komnir á reiðhjól eða
jafnvel mótorhjól eða þá bara bíla-
leigubíla,“ segir á vefnum.
Dýralíf í jarðvegi | Fjölþjóðleg ráðstefna
um dýralíf í jarðvegi verður haldin í
Menntaskólanum á Akureyri um helgina.
Til ráðstefnunnar koma um 50 vís-
indamenn úr Norður Evrópu og kynna
niðurstöður rannsókna sinna. Þarna verð-
ur meðal annars fjallað um hringrásina í
jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarð-
vegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á
jarðvegsdýralífið.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Rangárþing ytrabauð nýlega útsmíði á nýrri brú
yfir Eystri Rangá hjá
Reynifelli. Tvö tilboð bár-
ust og á hreppsnefnd-
arfundi Rangárþings ytra
fyrir skömmu var sam-
þykkt að taka tilboði Vél-
smiðju Suðurlands á
Hvolsvelli í smíði brúar-
innar. Örn Þórðarson
sveitarstjóri og Magnús
Halldórsson frá Vél-
smiðju Suðurlands skrif-
uðu undir samning um
verkið.
Kostnaður við fram-
kvæmdina er um 16,7
miljónir króna. Nýja brú-
in leysir af hólmi eldri
brú sem komin er vel til
ára sinna og þjónar or-
lofshúsahverfi í svoköll-
uðum Reynifellskróki.
Framkvæmdum á að vera
lokið 1. nóvember nk.
Fjarlægja þarf gömlu
brúna og verður hún lok-
uð frá 21. ágúst til 31.
október nk. Hægt verður
að aka að orlofshúsa-
hverfi í Reynifellskrók í
gegnum Hvolsvöll og upp
hjá Tumastöðum. Gamla
brúin sem fjarlægð verð-
ur á sér langa sögu en
hún lá áður yfir Ytri
Rangá við Hellu og var
byggð 1912. Með tilkomu
nýrrar brúar yfir Ytri
Rangá um 1960 var
gamla brúin fjarlægð og
var einn hluti hennar
fluttur að Eystri Rangá
við Reynifell. Í haust lýk-
ur gamla brúin svo hlut-
verki sínu eftir nær ald-
arlanga þjónustu við
samgöngur í Rang-
árvallasýslu.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Smíða nýja brú yfir Eystri
Rangá hjá Reynifelli Ljóðelskir getabrugðið sér í eld-húsið með mat-
aruppskrift Péturs Stef-
ánssonar, en í henni eru 1
msk. af kanil, 1 1/2 msk.
af karrí, salt og pipar eft-
ir smekk. Og vatn er látið
fljóta yfir kjöt.
Vonandi geta lesendur
notið vel þessa mat-
arboðs.
Karrí, pipar, kanil, salt,
kjúllabita væna og góða
og lauk í pott þú leggja skalt,
láta í hálfan tíma sjóða.
Eplin grænu ættir þú
ofursmátt að saxa niður.
Rúsínurnar reynast nú
ráð sem myndi gleðja yður.
Meðlæti er mikilvægt,
mæli einna helst með grjónum.
Grænmeti úr góðri rækt
gleður sérhvern uppúr skónum.
Þá er best að þykkja soð,
það er gert með hristu mjöli.
– Magnað verður matarboð.
Með þessu skal dreypa á öli.
Af matar-
uppskrift
pebl@mbl.is
Ísafjarðardjúp | Þriðjungur bílaflotans á
Garðsstöðum í Ögurvík við Ísafjarðardjúp
hefur verið fjarlægður. Hreinsunin er liður
í hreinsunarátaki Súðavíkurhrepps og hef-
ur verið gerður samningur við eiganda
bílanna um hreinsunina og samningur um
að pressa bílanna og flytja þá á brott. Ekki
tókst að ljúka verkefninu eins og til hafði
staðið, en teknir voru 180 bílar og annað
drasl á Garðsstöðum, samtals 180 tonn af
brotajárni. Kemur þetta fram á fréttavefn-
um bb.is á Ísafirði.
„Ástæðuna fyrir því að ekki tókst að
klára verkið á Garðsstöðum eins og mark-
miðið var má rekja til mikillar rigningatíð-
ar í vor og fyrri hluta sumars, sem gerði
túnin sem bílarnir eru á viðkvæm, og því
var erfitt að flytja bílana í Holtasund þar
sem þeir voru pressaðir,“ sagði Ómar Már
Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps,
við bb.is. Í kjölfarið var starfsmaður Heil-
brigðiseftirlits Vestfjarða fenginn til að
gera úttekt á stöðunni og samkvæmt hans
greinargerð eru um 400 bílar eftir á Garðs-
stöðum. Einnig voru tekin úr Súðavík um
115 tonn af brotajárni þannig að 300 tonn
af járni hafa verið fjarlægð úr sveitarfé-
laginu.
„Betur má ef duga skal og í ágúst verður
sest niður með aðilum frá Garðsstöðum og
Furu og gerð áætlun um hvernig verkið
skuli klárað. Ég geri síðan ráð fyrir því að
haustið og veturinn verði notuð í að flytja
þá bíla og það drasl sem eftir er á jörðinni,“
sagði Ómar sveitarstjóri.
180 bílar
fluttir frá
Garðsstöðum
Grundarfjörður | Friðrik Vignir Stefáns-
son organisti heldur tónleika í Grundar-
fjarðarkirkju næstkomandi laugardag
klukkan 12. Tónleikarnir eru liður í dag-
skrá bæjarhátíðarinnar Á góðri stundu og
er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Á efnisskrá Friðriks Vignis eru orgel-
verk eftir J.S. Bach og Bruns, auk djass-
sálmaforleikja eftir Jespen Madsen.
Friðrik Vignir Stefánsson hefur verið
organisti Grundarfjarðarkirkju frá árinu
1988 en lætur nú formlega af störfum. Tón-
leikarnir á laugardag eru kveðjutónleikar
hans. Hann mun einnig flytja nokkur verk
sunnudaginn 30. júlí frá klukkan 13.30, fyr-
ir hátíðarmessu í kirkjunni. Á eftir messu
verður kaffi í samkomuhúsinu.
Kveðjutónleikar
í Grundarfirði
♦♦♦
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn