Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 23 MENNING TVÆR nútskrifaðar myndlist- arkonur sýna nú verk sín í Óðins- húsi á Eyrarbakka. Þær Dagrún Matthíasdóttir og Guðrún Vaka luku námi við myndlistarskólann á Akureyri í vor. Á heimasíðu Dag- rúnar þar sem segir frá sýningunni kemur fram að hér er um að ræða útskriftarverk þeirra með meiru. Verk Guðrúnar Vöku fjalla um hrafninn í persónulegum og víðari skilningi en Dagrún veltir fyrir sér trjám, eðli þeirra, orku og lífi og hugmyndum fólksins í landinu um þau. Það má því segja að verkin á sýningunni tengist gegnum náttúr- una en einnig nálgast þær báðar viðfangsefni sitt frá frásagnarlegum sjónarhóli, Guðrún Vaka skrifar sögur og ljóð inn á ljósmyndir sínar af hröfnum og Dagrún lætur upp- tökur af frásögnum fólks fylgja málverkum sínum, auk þess að bæta við texta. Þær glíma því báð- ar við þá ögrun sem innlimun texta í sjónrænan miðil er ávallt. Við- fangsefni Guðrúnar Vöku, hrafninn, er nokkuð þakklátt. Allir þekkja hann af eigin raun og margir kunna af honum sögur eða gefa honum bita þegar líður á veturinn og harðnar í búi. Það á ágætlega við að textar Guðrúnar eru ekki mjög greinilegir, stundum illlæsilegir svo slitrótt mynd skapast, áhorfandinn greinir óljóst persónulegar minn- ingar, myndir sem birtast ef rýnt er um stund en hverfa þess á milli. Ljósmyndir hennar af hröfnum eru nokkuð dramatískar og sýna hrafn- inn sem þá goðsögulegu veru sem hann er í þjóðarvitundinni, allt frá þeim Hugin og Munin sem sátu á öxlum Óðins. Myndefni Dagrúnar er nokkuð vandasamt, tré eru flókið og marg- rætt fyrirbæri og ég gæti ímyndað mér að hún ætti eftir að ná betri og persónulegri tökum á því. Í lista- sögunni er af nógu að taka þegar kemur að trjám og birting- armyndum þeirra og nálgun lista- manna margvísleg. Hér vantar eitt- hvað upp á að saman gangi hugmynd og úrvinnsla, t.a.m. stinga yfirmálaðir plaststafir og hvít og gráleit mynd nokkuð í stúf við texta sem fjallar um lífsorku trjáa. Frá- sagnir á bandinu þar sem heyra má viðhorf fólks til trjáa eru öllu áhugaverðari og ganga betur upp í tengslum við málverkin. Í heildina er sýning listakvennanna tveggja hin geðþekkasta og Óðinshús falleg umgjörð um hana en eins og vænta má þegar um nýútskrifaða lista- menn er að ræða má gera ráð fyrir hnitmiðaðri úrvinnslu hugmynda með tíð og tíma. Sögur og myndir MYNDLIST Óðinshús á Eyrarbakka Til 30. júlí. Opið lau. og sun. frá kl. 14–18. Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Vaka Ragna Sigurðardóttir Frá sýningu þeirra Guðrúnar Vöku og Dagrúnar Matthíasdóttur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Heilsuvörur á 15% afslætti í júlí Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júlí w w w .d es ig n. is © 20 06 Original HeilsukOddi 61cm -15% verð kr. 8.075,- millenium HeilsukOddi 64cm -15% verð kr. 7.990,- classic HeilsukOddi 55cm -15% verð kr. 7.565,- cOmfOrt HeilsukOddi 70cm -15% verð kr. 7.820,- ferðasett kOddi Og dýna í tösku -15% verð kr. 29.900,- Original ferðakOddi í tösku -15% verð kr. 3.968,- sessa 40x42x5 cm -15% verð kr. 6.301,- BakstOð 36x36x7 cm -15% verð kr. 5.987,- Hálskragi -15% verð kr. 4.847,- svefngríma -15% verð kr. 1.713,- Bakstuðningur 68x40x7 cm -15% verð kr. 7.900,- alHiða-HeilsukOddi 50cm -15% verð kr. 5.367,- Poppsöngleikur í flutningi okkar bestu söngvara Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Fæst í ö l lum betri plötubúðum! Ný plata sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss Dreifing: www.music.is Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Útgefandi: Pöpull ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.