Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 1
hjól Heimakrydd- að á grillið Heimalagaður kryddlögur fyrir kótelettur og kjúklinga | 20 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Aflmikill A3 Sportback  Reykspólað á R46  Átta manna Benz Viano Íþróttir | Valur og ÍA úr leik  Sigmundur og Helena efst  Dennis Siim til FH á ný SMÁBARNASKÓLI fyrir börn á aldrinum 12– 24 mánaða verður opnaður við Ránargrund í Garðabæ á þessu ári og mun Hjallastefnan ehf. reka skólann. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti nýverið að ganga til samninga við Hjallastefn- una í kjölfar meðmæla frá leikskólanefnd bæj- arins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að með opnun skólans vilji bærinn koma til móts við foreldra sem fá ekki inni hjá dagfor- eldrum og er gert ráð fyrir að 25–30 börn geti verið í skólanum. Áætlað er að hann verði opn- aður í október eða nóvember á þessu ári. að takast á við. Hugmyndafræði Hjallastefn- unnar verður lögð til grundvallar við rekstur smábarnaskólans. Hins vegar þurfi að beita nýrri nálgun þegar unnið sé með svo ungum börnum. Stefna á rekstur í Reykjavík Þegar hún er innt eftir því hvort fyrirtækið stefni á að koma að rekstri skóla í Reykjavík, segir hún að Hjallastefnan hafi áhuga á því. Fyrirtækið hafi á síðasta kjörtímabili sent um- sókn um yfirtöku á skóla í Reykjavík en borg- aryfirvöld hafi ekki komið til móts við það. Nú hafi umsóknin verið endurnýjuð og segir Mar- grét að fyrstu viðbrögð yfirvalda hafi verið já- kvæð. Gunnar segir að hugmyndin að sérstökum skóla fyrir börn á þessum aldri hafi kviknað á skólaþingi í nóvember á síðasta ári og að þar hafi komið fram hugmyndir frá foreldrum þar að lútandi. Hann tekur þó fram að flestir leik- skólar bæjarins muni frá og með haustinu geta tekið við börnum niður í allt að 14 mánaða aldur en lengi vel hafi aðeins verið tekið við börnum niður í 18 mánaða aldur. „Með þessu er fyrst og fremst verið að bjóða foreldrum upp á valkosti,“ segir Gunnar. Beita þarf nýrri nálgun Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að rekstur skólans sé gríðarlega spennandi verkefni sem gaman verði Skóli fyrir 12–24 mánaða börn verður opnaður í Garðabæ á þessu ári Vilja bjóða foreldrum upp á fleiri valkosti Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is JAVIER Solana, aðal- talsmaður Evrópusam- bandsins í utanríkismál- um, sagði í gær að sambandið væri tilbúið til að senda friðargæslu- liða til Líbanons ef Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilar frið- argæsluna. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, sagði í fyrradag að ekki kæmi til greina að Atlantshafsbandalagið sendi herlið til Líbanons en Solana sagði að Evrópusambandið væri tilbúið til þess, að sögn fréttastofunnar AFP. Á friðarráðstefnu í Róm í fyrradag var samþykkt að hvetja til þess að fjölþjóðlegt friðargæslulið yrði sent til Suður-Líb- anons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Ísraels sagði í gær að með því að samþykkja ekki kröfu um tafarlaust vopnahlé í Líbanon hefðu þátttakendurnir í Rómar-viðræðunum í reynd heimilað Ísr- aelum að halda hernaðinum áfram. Tals- maður Evrópusambandsins sagði þetta ranga túlkun á niðurstöðu viðræðnanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf í gærkvöldi út yfirlýsingu þar sem það læt- ur í ljós miklar áhyggjur af árás Ísraela sem kostaði fjóra eftirlitsmenn samtak- anna lífið. Öryggisráðið sagði árásina „mikið áfall“ en fordæmdi hana ekki bein- línis eins og Kínverjar höfðu beitt sér fyr- ir. Stjórnin í raun valdalaus Ingibjörg Þórðardótt- ir, stríðsfréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, segir að líbanskir ráðamenn, sem hún ræddi við í gær, viður- kenni að þeir hafi misst stjórn landsins í hendur liðsmanna Hizbollah- hreyfingarinnar. „Líbanskir ráðamenn viðurkenna að stjórnin sé í raun valdalaus andspænis Hizbollah,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þeir segja að hreyfingin sé nú valdameiri en þeir sjálfir. Það var Hizboll- ah sem fór í stríð við Ísrael og það er ákveðin hætta á að hreyfingin komi út úr þessu sterkari en áður.“ ESB vill senda frið- argæslulið til Líbanons  Stjórnin í raun valdalaus | 4  Vonir brostnar | 15 Ingibjörg Þórðardóttir Javier Solana Madison. AP. | Læknar í Bandaríkjunum eru að reyna nýja aðferð til að hjálpa fólki að hætta að reykja; lyf sem gerir reykingafólk ónæmt fyrir áhrifum nikótínsins sem veldur tóbaksfíkninni. Mario Musachia, 75 ára Bandaríkja- maður, hefur reykt hálfa milljón sígar- ettna á hálfri öld og er nú á meðal 300 Bandaríkjamanna sem fengnir hafa verið til að taka lyfið inn í tilrauna- skyni. Nýja lyfið fær ónæmiskerfið til að ráðast á nikótínið með svipuðum hætti og það myndi ráðast á lífshættulegan sýkil. Lyfið hefur þau áhrif að megnið af nikótíninu kemst ekki í heilann, þannig að reykingamaðurinn hefur minni nautn af því að reykja. Það ætti að auð- velda honum að hætta reykingum, að sögn læknanna. Um 48 milljónir Bandaríkjamanna reykja og talið er að á ári hverju reyni um 40% þeirra að hætta, en aðeins tæp- um 5% tekst það. Tveir þriðju byrja aft- ur að reykja innan mánaðar. Bóluefni gegn nikótíni prófað ALÞJÓÐLEGA knattspyrnumót- ið, VISA Rey Cup, sem Knatt- spyrnufélagið Þróttur í Reykjavík heldur fimmta árið í röð, var sett í Laugardal í gær. Um áttatíu lið, skipuð leikmönnum 13–17 ára, lagher dæmir úrslitaleiki keppn- innar á sunnudag. Hér má sjá hóp keppenda í skrúðgöngunni í gær. taka þátt og mæta nú til leiks lið frá Svíþjóð, Englandi og Skot- landi. Enski dómarinn Demot Gal- Morgunblaðið/ÞÖK Skrúðganga í Laugardal STOFNAÐ 1913 203. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.