Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er verst Gísli minn hvað það er skrambi erfitt að finna út hver hefur hent hverju. Gliðnun sprunguuppi á Óshyrnuvið Ísafjarðardjúp þetta árið hefur mælst 5 mm eða helmingi meiri en undanfarin ár samkvæmt mælingum Veðurstofunn- ar. Vekur þetta spurning- ar um hrunhættu í fjall- inu á þessum stað og hvort hægt sé að grípa til ráðstafana. Í greinargerð um málið eftir Gísla Eiríksson verkfræðing hjá Vega- gerðinni og Ágúst Guð- mundsson jarðfræðing segir að sett hafi verið lýsing að mögulegri atburðarás með miklu hruni úr fjallinu. Um sé að ræða lýsingu á versta hugsanlega at- burði og hafi starfsmenn Veð- urstofunnar gert því skóna að hann gæti orðið innan 10 ára. Höfundar segja þetta þó að mestu leyti ágiskanir og það liggi t.d. ekki fyrir hugmyndir um það hvaða kraftar séu til staðar til að velta spildunni til hliðar og koma þessu mikla hugsanlega hruni af stað á stuttum tíma. Í greinargerðinni er reifuð önnur möguleg atburðarás sem þeir Gísli og Ágúst telja miklu líklegri og byggja þeir það m.a. á langri reynslu af grjóthruni þarna í hlíðinni. Við þær jarðfræðiaðstæður sem eru fyrir hendi, eru hallandi brot eða skriðfletir með 30 til 45 gráða halla þvert á berglögin taldir ómögulegir. Út frá burð- arþolsfræðinni og jarðtækninni telja höfundar erfitt að skilja hvernig bergstykkið gæti komist fram í einu lagi á stuttum tíma. Áframhaldandi hrun fyrirsjáanlegt Sú mögulega atburðarás sem höfundar telja hins vegar líklega felur í sér áframhaldandi hrun úr Óshyrnunni a.m.k. næsta áratug með svipuðum hætti og verið hef- ur síðustu áratugi. Það merkir að þótt spilda við brúnina haldi áfram að mjakast fram, verði áfram hrun bæði úr brúninni og klettabeltum neðar í fjallshlíð- inni. Magn grjóts eða kletta sem hrynja í hvert sinn er yfirleitt frá broti úr rúmmetra upp í fáeina rúmmetra en einstaka sinnum getur hrunið numið tugum rúm- metra. Höfundar segja hrunið mismunandi frá ári til árs og veðráttan hafi að öllum líkindum áhrif og síðan er það eðli tilvilj- anakenndra atburða yfir langan tíma að hrunið er misjafnt bæði hvað varðar tíðni og magn frá ári til árs eða áratug til áratugar. Þeir segja þá að öllum megi ljóst vera að ekki sé hægt að úti- loka stóratburð eða mjög stórt hrun úr Óshyrnu en sama gildi líklega um mörg fleiri brött fjöll. Reynslan sýni þó að slíkir at- burðir teljist frekar í árhundr- uðum en áratugum. Hvað um flóðbylgju? Um þær hugmyndir jarðvís- indamanna, að hrun úr Óshyrnu sé líklegt til að valda mann- skæðri flóðbylgju um Ísafjarðar- djúp, gefa höfundar ekki mikið fyrir. Molni Óshyrna niður smám saman eins og þeir gera ráð fyrir kemur engin flóðbylgja og finnst þeim harla langsótt að flóðbylgja geti orðið svo stór að hún valdi umtalsverðum skaða við Ísafjarð- ardjúp, þótt þeir segist ekki vera sérfróðir um það atriði. Í greinargerðinni rekja þeir ennfremur að heyrst hafi hug- myndir um að sprengja niður umrædda fyllu eða kannski festa hana. Telja þeir að sjálfsagt væri hægt að flytja bora og loftpressu upp á fjallið með stórri þyrlu og bora og sprengja, ekki þó mjög djúpt. Eðli sprenginga á bergi sé þannig að bergið brotnar í steina en færist lítið til og því myndi lík- lega myndast stór hrúga af lausu efni í fjallsbrúninni sem ekki hryndi strax niður og það myndi ekki bæta ástandið. Að auki séu fjölmargir hrungjarnir staðir þarna á bjargbrúninni sem öll virðist mjög laus í sér og erfitt að sjá hvar ætti að byrja og enda varnir gegn hruni. Mat höfunda, sem báðir vinna að undirbúningi jarðgangagerðar á svæðinu er að hrunið úr brún- inni sé ekki líklegt til að breytast umtalsvert til verri vegar á næsta áratug og á sama sjón- armið við um hrunhættu á öðrum hluta Óshlíðarvegar. Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag þá tillögu Önnu Guð- rúnar Edwardsdóttur bæjarfull- trúa að fela bæjarráði að afla nánari upplýsinga um niðurstöð- ur mælinga á gliðnun sprungunn- ar og jafnframt að kannað verði hvernig möguleg fjármögnun á viðvörunarkerfi geti verið háttað. „Vísindamönnum ber ekki saman um málið og við krefjumst nánari og stöðugra rannsókna e.t.v. með sírita í stað þess að það sé labbað þarna upp einu sinni á ári til að mæla sprunguna,“ segir Anna. „Það er hlutverk bæjarstjórn- ar að gæta hagsmuna bæjar- félagsins og bæjarbúa. Ef fram- tíðin er sú að gliðnun sprungunnar eykst kallar það á skjóta lausn í samgöngumálum. Við eins og aðrir landsmenn hljótum að krefjast öruggra sam- gangna.“ Fréttaskýring | Gliðnun sprungu í Óshlíð stóreykst samkvæmt mælingum Sjá ekki stór- hrun fyrir sér Ekki útilokað að stórhrun verði í fjallinu en spáð er að þar verði frekari molnun Er líklegt stórhrun úr þessari brún? Hvað gæti gerst innan ára- tugar í Óshyrnunni?  Kemur aukin sprungugliðnun í Óshyrnu til með að valda stór- hruni niður á Óshlíðarveg innan 10 ára? Og er rétt að sprengja bergspilduna áður en hún mjak- ast frá brúninni og steypist niður með þeim afleiðingum að mann- skæð flóðbylgja myndast í Ísa- fjarðardjúpi? Um þessi atriði er fjallað í nýrri greinargerð um hrun í Óshyrnu eftir Gísla Eiríks- son og Ágúst Guðmundsson. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.