Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR Dekur í dagsins önn á morgun Þegar okkur ber að garði erNorðfirðingurinn ÞórarinnEinarsson að raða upp ánýtt í upplýsingatjaldinu. Hann leitar að spjaldi til auðkenn- ingar fyrir fulltrúa fjölmiðlamanna en það finnst ekki. Það var rok- hvasst aðfaranótt föstudags og nokkur tjöld fuku og segist Þórarinn hafa þurft að endurreisa sitt tjald nokkrum sinnum. Upplýsingatjaldið haggaðist þó ekki. Framhjá okkur gengur hávaxinn maður með skoll- eitt hár sem er bundið í lokka. Þetta er hann Bram frá Hollandi. Hann er meðlimur í hreyfingu sem kallar sig Groenfront og var meðal þeirra sem komu fyrst til landsins og reistu búð- irnar uppi við Snæfellsskála. Hann er að sækja dót til að geta haldið áfram að reisa tónleikatjaldið, sem eins og fleiri fuku í gærkvöldi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri ekkert í kringum mig. Í Hol- landi búa ríflega 15 milljónir manna og hvert sem þú ferð rekstu á fólk. Ef þú ferð í gönguferð úti í skógi heyrirðu í bílum eða flugvélum. Þetta finnst mér yndislegt,“ segir Bram. En hvað dregur þennan ein- stakling, sem í Hollandi starfar í verslun sem selur lífrænar vörur, upp á íslensk fjöll í sumarfríinu? „Það eitt að fara á milli landa er eins og frí. Ég get ekki setið kyrr í fríinu mínu. Það er svo margt sem er þess virði að berjast fyrir í heiminum, til dæmis íslensk náttúra. Menn geta tekið þá ákvörðun að fara í frí, eyða peningum og vera sem ferðamenn eða láta alla vita af því að þú ert hér af ákveðinni ástæðu og hún er sú að vernda náttúruna. Hér er fólk af ýmsu þjóðerni samankomið til að berjast fyrir sameiginlegu málefni. Það streymir gríðarleg orka frá þessu fólki en tjáskiptin eru stund- um erfið, til dæmis á fundum eða í málstofum. Við tölum öll ensku en það er bil á milli menningar þjóð- anna og eðlilega á Englendingur auðveldara með enskuna heldur en til dæmis Spánverji.“ Belgískt mötuneyti Hjá tjaldbúum byrjar dagurinn upp úr hálfátta á morgnana þegar borinn er fram morgunmatur. Í búð- unum er starfandi belgískt eldhús, þar sem maturinn er ókeypis en menn geta komið með framlög. Þar eru jafnan grænmetisréttir á boð- stólum og í dag er það pasta og grænmeti. „Eftir morgunmatinn er sameiginlegur fundur þar sem við ákveðum hvað við ætlum að gera. Í dag höfum við til dæmis þurft að endurreisa öll tjöldin. Við höldum einnig málstofur um Kára- hnjúkasvæðið og Alcoa og leggjum á ráðin um aðgerðir. Menn velja sér hvað þeir vilja gera. Sumir vilja hjálpa til við tjöldin, aðrir þurfa að komast á Egilsstaði til að kaupa í matinn og þá er skipulögð ferð þang- að. Hér eru ríflega 100 manns svo það geta ekki allir gert það sama svo við skiptum okkur í minni hópa. Há- degismaturinn er yfirleitt um tvö- leytið og að honum loknum halda málstofurnar og skipulagningin áfram. Kvöldmaturinn er milli sjö og átta og svo fer það eftir andanum í fólkinu hvað gert er eftir það.“ Bram segir það miður hversu fáir Íslendingar séu í búðunum. „Ætli skiptingin sé ekki 80/20, Íslending- arnir eru þar í minnihluta. Íslend- ingar eru ekki vanir svona aðgerðum því þær hafa ekki tíðkast hér. Þegar menn sjá okkur hugsa þeir „þessi er heldur furðulegur, skrýtið hár og hann er með eitthvað undarlegt í nefinu og eyrunum“. En það er bara utan á okkur. Við virðumst furðuleg fyrir þeim sem ekki þekkja okkur. Ef við ráðumst í aðgerðir þá þarf að skipuleggja þær ásamt Íslending- unum. Við viljum ræða það við Ís- lendingana hvað við getum gert, ekki gera neitt án samráðs við þá. Þess vegna skiptir máli að hafa Ís- lendinga hér. Ég vil sjá fleiri Íslend- inga hér að ári.“ Fróðlegt að vera innan um víðsýnt fólk Hanna Steinunn Þorleifsdóttir er að ljúka vikudvöl sinni í búðunum. „Ég hef haft það ágætt. Rokið setti strik í reikninginn í gær svo það var enginn hafragrautur í morgun. Það hefur verið afskaplega fróðlegt að vera innan um fólk alls staðar frá, hér hafa verið Belgar, Þjóðverjar, Hollendingar, Ungverjar, Rússar, Englendingar og Spánverjar. Þetta fólk þekkir vel stórframkvæmdir og sjá framkvæmdirnar hér í víðu sam- hengi. Umræðan um umhverfismál er lengra komin í Evrópu en hér. Hálendi Íslands er eitt stærsta svæði Evrópu sem enn er tiltölulega ósnortið og þar af leiðandi er þessu fólki annt um svæðið. Það sér vel hvernig alþjóðafyrirtæki nýta sér heimboð og metnað íslenskra stjórn- valda.“ Hanna segir að þegar hún hafi komið fyrst upp að Snæfelli hafi ver- ið þar um 80 tjöld og ríflega 100 manns. Sífellt hafi síðan bæst í hóp- inn. Hanna Steinunn lýsir því fyrir okkur hvernig búðirnar séu byggðar upp, þar sé enginn einn sem stjórni heldur sé allt rætt og ákvarðanir teknar í sameiningu. „Ef einhver vill vita eitthvað nánar um tiltekið efni þá biður hann bara um það og þá er sett upp málstofa. Hver sem er get- ur bryddað upp á einhverri umræðu. Það hafa verið haldnar málstofur um aðgerðir, til dæmis eins og þær sem voru á Eyjabökkum. Þeir sem tóku þátt í henni lögðu á sig níu tíma göngu til að vekja athygli á þeim skemmdum sem þar eiga sér stað. Ufsarstífla, sem ætti eiginlega frek- ar að heita Eyjabakkastífla eða Fljótsdalsstífla hefur hækkað um fimm metra. Það sá ég í Végarði. Það er grafalvarlegt mál því hver einasti metri skiptir máli. Ég held að Íslendingar séu komnir með það á hreint að það eru þrjár stíflur sem mynda Hálslón en þeir hafa ekki fylgst nógu vel með þeim stíflum sem mynda Eyjabakkalón.“ Frábær andi í búðunum Hin belgíska Deborah Anné var meðal þeirra sem tóku þátt í mót- mælaaðgerðum á svæðinu í vikunni. Hún segir það hafa verið skemmti- lega lífsreynslu, en hún eins og margir aðrir hafi ekki tekið þátt í svona aðgerðum áðum. „Þetta var spennandi, ævintýralegt og skemmtilegt. Það ríkir frábær andi hér í búðunum. Flestir þeirra sem eru hér hafa aldrei komið nálægt svona áður. Umfjöllun fjölmiðla um aðgerðirnar í fyrra var mjög nei- kvæð og þeir sem tóku þátt í þeim gerðir að steríótýpum. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir fólkið sem er í þessum búðum því það kemur frá ólíkum löndum og úr ólíkum störf- um.“ Deborah var á landinu á seinasta ári sem skiptinemi við Háskóla Ís- lands. Þannig kynntist hún bæði landinu og þeim framkvæmdum sem eru í gangi á Austurlandi. „Ég kem úr afar iðnvæddu samfélagi í Belgíu þar sem loftið er mengað og ef þú ætlar að drekka vatn úr krana þá bragðast það eins og sundlaug- arvatn. Það opnaði augu mín að vera hér í átta mánuði. Landið er svo yndislegt – ég hef aldrei séð neitt í líkingu við það. Í Evrópu eru menn að reyna að draga úr menguninni og það er ótrúlegt að þið skulið vera að selja landið ykkar undir þungaiðnað. Það verður aldrei samt á ný. Þið er- uð rómuð fyrir hreinleikann og það er ótrúlegt að þið skulið vera að ráð- ast í svona framkvæmdir árið 2006. Við vitum hvernig það er að búa í menguðu landi.“ Samhliða náminu vann Deborah á Kaffi Hljómalind þar sem hún bæði safnaði upplýsingum um fram- kvæmdirnar og miðlaði þeim áfram. „Ég sýndi ferðamönnum heimild- armyndir og gerði veggspjöld. Ég varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð Íslendinga. „Þú þarft ekki að segja mér neitt. Ég hef komið þangað og það býr enginn þarna.“ Það eru eng- in rök. Þetta snýst ekki um það hvort einhver búi á þessu svæði sem fer undir vatn, þetta snýst einfald- lega um að náttúran er eyðilögð.“ Fólk frá ýmsum löndum í fjölskyldubúðum við Snæfell Ólík þjóðerni sem berjast fyrir sam- eiginlegum málstað Nú er liðin rúm vika síðan búðir Íslandsvina við Snæfell voru settar upp. Þar eru m.a. Íslend- ingar, Englendingar, Belgar og Hollendingar samankomnir til að vekja athygli á áhrifum Kára- hnjúkavirkjunar á íslenska náttúru. Gunnar Gunnarsson fór í fjallaferð og tók púlsinn á tjaldbúum. Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Slakað á í sólinni og lagið tekið í tjaldbúðunum undir Snæfelli. Búðirnar voru settar upp fyrir rúmri viku. Norðfirðingurinn Þórarinn Einarsson, sér um upplýsingatjaldið. „Þetta var spennandi, ævintýralegt og skemmtilegt,“ segir Belginn Deborah Anné um búðir Íslandsvina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.