Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF         !"# $% !"&  '(& #') !*+!           F1 : " &:(<8 <F:(<8 " : " &:(<8 1 ": " &:(<8  1: " &:(<8 ,*:(<8 ': " &:(<8   :, :(<8 $ &2 :, :(<8 ', :#:(<8 -:(<8 -" F:( ":(<8 .J:  F:."  0  K 4):3)<8, :(<8 D :(<8   !  : " &:(<8 ! :  :(<8 GF F: " &:(<8 >%(3 :(<8 5=  44 :(<8 C  4 :(<8 " #$ %& 0) <6::0 4 :1<8 %'(    GLM 0 4 1 4 814                         = :<) <=:1 4 814 K   K     K  K  K    K K K K K K K K N:K OP N:OP N:K OP N: OP N: OP N:OP K N:OP N:K  OP N:OP K N:OP N: OP N:OP N: OP K K K K K K K K ! 1 4 &   5 ,"4: :" :Q $ &:::::::::0 8  8 8  8 8 8 8  8  8 8  8 8 8  8 8 K 8 8 K K K K 8                 K K                      K  C 4 & : :2*8: 8 5!8:R: (    3 1 4 &        K   K K K K  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● KÍNVERSKI gjaldmiðillinn, júan, hefur aldrei verið hærri gagnvart doll- ar en í gær en við lokun markaða var gengi dollars 7,97 júön. Hærra en svo hefur júanið ekki verið síðan gengið var endurmetið og sett á flot í júní í fyrra. Síðan þá hefur gengið hækkað um 1,75%. Margir innlendir sérfræðingar vilja sjá frekari styrkingu því það er lík- legt til þess að kæla kínverska hag- kerfið sem á síðustu misserum hef- ur hitnað á ógnarhraða. Styrkist gengi júansins verða kínverskar út- flutningsvörur dýrari og því myndi eft- irspurn eftir þeim dragast saman en það er einmitt útflutningur sem hefur drifið kínverska hagvöxtinn. Júan aldrei sterkara ● FLEST hlutabréf hækkuðu í Kaup- höll Íslands í gær, úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og var í lok dags 5.291 stig. Viðskipti námu 3,8 millj- örðum króna en mestu hlutabréfa- viðskipti voru með bréf Landsbank- ans fyrir rúman milljarð. Bréf Alfesca hækkuðu mest í gær og nam hækk- unin 2,5%. Bréf Bakkavarar Group hækkuðu um 2,4%. Mest lækkun varð á bréfum Atorku Group, um 0,8%, og þá lækkuðu bréf Kaup- þings banka um 0,4%. Hækkun í Kauphöllinni VERULEGA hefur dregið úr hag- vexti í Bandaríkjunum að undan- förnu. Hagvöxtur á öðrum fjórðungi ársins mældist 2,5% samanborið við 5,6% á fyrsta fjórðungi. Í frétt í New York Times segir að þetta sé meiri breyting á milli ársfjórðunga en sér- fræðingar hafi gert ráð fyrir. Ástæð- an sé að stærstum hluta sú að neyt- endur hafi dregið úr almennri neyslu auk þess sem fjárfestingar í íbúðar- húsnæði hafi dregist saman. Fram kemur í frétt NYT að þrátt fyrir minni hagvöxt á öðrum ársfjórð- ungi en á þeim fyrsta hafi tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum aukist úr 2,1% í 2,9% á milli fjórðunganna. Það séu hæstu verðbólgutölur frá því á þriðja ársfjórðungi 1994, en þá mæld- ist verðbólgan 3,2%. Í frétt á vef BBC-fréttastofunnar segir að margir sérfræðingar telji lík- legt að seðlabanki Bandaríkjanna muni ekki freista þess að slá á verð- bólguna í landinu með því að hækka vexti sína, vegna þess hver þróunin hefur verið í neyslu heimilanna í landinu. Bankinn hefur hækkað stýrivexti sína alls sautján sinnum í röð að undanförnu og eru þeir nú 5,25% og hafa ekki verið hærri í rúm fimm ár. Dregur úr hagvexti í Bandaríkjunum ● FINNSKA flugfélagið Finnair, sem meðal annars er í eigu FL Group og Straums-Burðaráss, hefur fjölgað áætlunarferðum sínum til Asíu um 27% á þessu ári. Sókn félagsins hef- ur meðal annars orðið til þess að skandinavíska flugfélagið SAS hefur misst markaðshlutdeild í Asíuflugi en sænskum og dönskum farþegum með Finnair hefur fjölgað um 60% það sem af er ári. Í frétt danska viðskiptablaðsins Börsen er haft eftir Taneli Hassinen, yfirmanni fjárfestatengsla hjá Finna- ir, að flug félagsins til Asíu hafi verið mikið auglýst í Svíþjóð og Danmörku en jafnframt bendir hún á að styttra sé að fljúga frá Helsinki til Asíu en frá t.d. Kaupmannahöfn. Asíuflug skilar um fjórðungi af veltu Finnair og er félagið það þriðja stærsta í Evr- ópu á þessu sviði, aðeins risarnir Lufthansa og Air France-KLM eru stærri. Finnska ríkið er stærsti hlut- hafi í Finnair en þar á eftir koma Straumur-Burðarás, með 10,6% hlutafjár, og FL Group, með 10% hlutafjár. Asíuferðum fjölgar hjá Finnair ● WAL-MART, stærsta versl- unarkeðja heims, hefur nú gefið upp á bátinn tilraunir sínar til þess að ná fótfestu á þýskum smásölumarkaði. Starfsemin verður seld keppinautn- um Metro og munu 85 verslanir því bætast við hjá Metro en talið er að ævintýrið hafi kostað Wal-Mart um milljarð dollara. Sænska fréttaþjónustan TT greinir frá því að Wal-Mart hafi fyrst numið land í Þýskalandi árið 1997 en þýskir keppinautar, sérstaklega Metro og Aldi, hafi barist hatrammlega fyrir sínu og því hafi bandaríska keðjan ekki getað vaxið í samræmi við áætl- anir. Á síðustu árum hefur Wal-Mart þurft að loka nokkrum verslunum. Velta fyrirtækisins í Þýskalandi á síðasta ári var um tveir milljarðar evra, samsvarandi um 190 millj- örðum króna. Wal-Mart flýr Þýskaland VÖRUSKIPTI við útlönd voru óhagstæð um 15,7 milljarða króna í júnímánuði. Þetta er mesti halli á vöruskiptum við útlönd í einum mánuði frá því Hagstofa Íslands fór að birta tölur um vöruskiptin eftir mánuðum á árinu 1989. Í vefritum greiningardeilda við- skiptabankanna segir að áhrif yfir- standandandi stóriðjuframkvæmda hafi mikið að segja um aukinn við- skiptahalla, en meginástæðan fyrir auknum halla er fyrst og fremst mikill innflutningur fjárfestingar- og rekstrarvara. Innflutningur á neysluvörum jókst hins vegar ein- ungis um liðlega 1% frá júní í fyrra á föstu gengi og því er viðskiptahall- inn ekki lengur drifinn áfram af aukinni neyslu almennings, eins og verið hefur í nokkurn tíma. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 22,3 milljarða króna og inn fyrir 38,1 milljarð og voru þau því óhagstæð um 15,7 milljarða. Í júní 2005 voru vöru- skiptin óhagstæð um 8,1 milljarð króna á föstu gengi. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 114,3 milljarða króna en inn fyrir 181,2 milljarða króna. Halli á vöruskiptunum við útlönd nam því 66,8 milljörðum á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,4 millj- arða á sama gengi. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því 29,4 milljörðum króna lakari í ár en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sex mánuði þessa árs var 5,3 millj- örðum eða 4,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 55,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,1% meira en á sama tíma árið áður. Fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar að aukn- ingin hafi verið í útflutningi á fersk- um fiski og söltuðum og/eða þurrk- uðum fiski en á móti hafi komið samdráttur í útflutningi fiskimjöls. Útfluttar iðnaðarvörur voru 39,1% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 26,4% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs. Aukning í fjárfestingarvörum Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 34,7 milljörð- um króna eða 23,7% meira á föstu gengi en árið áður. Mest varð aukn- ing í innflutningi á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. Spá minni halla á næsta ári Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að það sé alþekkt að við geng- islækkun versni staða utanríkisvið- skipta áður en hún tekur að batna, þar sem verð bregðist hraðar við heldur en magn innflutnings og út- flutnings. „Við þetta bætist nú há- punktur framkvæmda við stóriðju og er því ekki að undra þótt vöru- skiptahalli sé mikill. Líklegt er að heldur dragi úr halla á vöruskiptum það sem eftir er árs eftir því sem hægir á einkaneyslu og útflutningur áls eykst. Á næsta ári má svo búast við verulegum viðsnúningi þegar framkvæmdum á Austurlandi lýkur og framleiðsla áls í Reyðarfirði hefst, auk þess sem viðbúið er að hægi frekar á innflutningi neyslu- vara. Því er ekki ósennilegt að lítill halli eða jöfnuður verði á utanrík- isviðskiptum með vörur á seinustu mánuðum ársins 2007,“ segir Grein- ing Glitnis. Í Vefriti greiningardeildar Lands- banka Íslands er tekið í svipaðan streng, en þar segir að búast megi við tiltölulega miklum halla á vöru- skiptum á næstu mánuðum. Þá segir að um leið og innflutningur fjárfest- ingarvara vegna yfirstandandi stór- iðjuframkvæmda dregst saman og útflutningur iðnaðarvara frá nýjum álverum hefst, megi gera ráð fyrir því að hallinn dragist hratt saman. Greiningardeild Kaupþings banka segir í Hálf fimm fréttum að hún bú- ist við að útflutningur muni halda áfram að aukast á næstu mánuðum m.a. vegna bættra viðskiptakjara, en mikill innflutningur á hrá- og rekstarvörum sem og fjárfestinga- vörum muni áfram viðhalda tölu- verðum viðskiptahalla fram eftir ári. „Auk þess mun hátt heimsmarkaðs- verð á eldsneyti setja sitt strik í reikninginn. Hins vegar þegar kem- ur fram á næsta ár munu fyrirsjáan- leg lok stóriðjuframkvæmda, kólnun í byggingariðnaði og minni kaup á varanlegum neyslufjármunum verða til þess að búast megi við talsverð- um viðsnúningi á vöruskiptum við útlönd,“ segir greiningardeild Kaup- þings banka. Halli á vöruskiptum aldrei meiri í einum mánuði Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Innflutningur Mest munar um aukinn innflutning á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Innflutningur á neysluvörum jókst um liðlega 1%. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HAGNAÐUR Century Alumin- um Co, móðurfélags Norðuráls, nam 45,8 milljónum dala, jafn- virði 3,3 milljarða króna, á öðr- um ársfjórðungi og jókst um 13% frá sama tímabili á árinu á undan. Félagið segir að ástæð- urnar séu einkum hátt verð á áli og aukin framleiðsla á Íslandi. Hagnaður á hlut var 1,35 dalir samanborið við 1,27 dali á sama tímabili í fyrra. Sölutekjur námu 406 milljónum dala sam- anborið við 283,3 milljónir í fyrra. Tap vegna framvirkra samninga Þegar afkoma félagsins á fyrri helmingi ársins er skoðuð kemur í ljós að 96 milljóna dala tap varð á rekstrinum, og er það einkum vegna 317 milljóna tala taps á stöðluðum framvirkum samningum á fyrsta ársfjórð- ungi. Á öðrum ársfjórðungi nam tap vegna slíkra samninga hins vegar 30,5 milljónum dala. Söluhagnaður á fyrri helmingi ársins nam 753 milljónum dala samanborið við 569 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Heildareignir félagsins námu tæpum tveimur milljörðum dala við lok tímabilsins, en námu 1,7 milljörðum um síðustu áramót. Gengi bréf félagsins lækkuðu um 2,8% í kauphöllinni í New York á fimmtudag en sú lækkun gekk að hluta til baka í gær. Century skilar auknum hagnaði FJÁRFESTINGAR- FÉLAGIÐ Straumborg hefur gengið frá sam- komulagi um kaup á Fi- neko Bank, rússneskum smásölubanka með um 60 starfsmenn. Ekki er því um að ræða mjög stóran banka en að sögn Jóns Helga Guð- mundssonar, eiganda Straumborgar sem jafnan er kenndur við BYKO, er Fineko með eina starfsstöð og er hún í Moskvu. Kaupverð er ekki gefið upp en Straumborg mun hafa fjármagnað kaupin sjálft. Þetta er annað strandhögg Straumborgar í fjármálaheiminum eystra en fyrr á þessu ári keypti fé- lagið 51% hlut í lettneska bank- anum Lateko Banka en að sögn Jóns Helga stendur til að breyta nafni beggja bank- anna í Norvik Bank. Það verkefni mun þó vera lengra á veg komið hvað varðar Fineko Bank en Norvik er nafnið á öðru fjárfestingarfélagi Jóns Helga. Rekur það meðal annars BYKO-verslanirnar og Kaupás og hefur enn- fremur fjárfest í timb- urframleiðslu í Rússlandi og Lett- landi. Aðspurður segir Jón Helgi að ekki standi til að sameina Fineko- og Lateko-bankana en hann segir að bankarnir verði smám saman efldir. Ekki verði tekin nein risa- skref í þá átt en möguleikarnir séu afar miklir. Nýtt strandhögg Straumborgar Jón Helgi Guðmundsson >S 0T.:      O O 50  U         O O L L: ;-U         O O ;-U:$(< >         O O GLU: "V:B"        O O
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.