Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 22

Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 22
Fréttir í tölvupósti Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 TÆKIFÆRI FYRIR FJÖLSKYLDU EÐA FÉLAGASAMTÖK Vandað 127 fm einbýlishús, eða frístundahús, ásamt 60 fm bíl- skúr, samtals 187 fm, á 1400 fm jaðarlóð miðsvæðis í byggðar- kjarnanum á FLÚÐUM í Hruna- mannahreppi.Fremri forstofa, eldhús með borðkrók, búr, stór stofa, þvottahús og á sér gangi eru 3 góð svefnherbergi og ný- standsett baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Aðkoma að húsinu er snyrtileg og umhverfis húsið er fallegur gróinn garður með heitum potti o.fl. Bílskúrinn er 60 fm. Öll þjónusta er í göngufæri s.s. grunnskóli, leikskóli, íþróttahús og 2 golfvellir eru í næsta nágrenni. Verð 24,5 millj. Breiðafjörður | Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra telur að búseta í nokkrum eyjum á Breiðafirði, aukin ferðaþjónusta og síaukin umferð skemmtibáta útheimti ákveðnar úrbætur á hafnarmannvirkjum. Kom þetta fram í ferð hans um Breiðafjörð fyrr í vikunni. Samgönguráðherra kynnti sér aðstöðu í nokkrum höfnum og lendingarstöðum og ræddi við heimamenn um hvaða verk- efni væri brýnast að ráðast í. Ráðherra kom m.a. við í Flat- ey. Á bryggjunni heilsuðu Sturla og Pétur Ágústsson Jó- hannesi Gíslasyni úr Skáleyjum. Morgunblaðið Kynnti sér hafnir við Breiðafjörð Samgöngur Suðurnes | Akureyri | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þau börn sem fæðast á árinu 2006 íGrundarfirði fá afhentan gjafa-pakka með ýmsum nytsamlegum hlutum sem nýtast bæði barninu sem og foreldrum. Átta börn eru þegar fædd, þar af tvennir tvíburar, og var þeim og foreldrum þeirra boðið í morgunkaffi í samkomuhúsinu á dögunum. Björg Ágústsdóttir, fráfarandi bæj- arstjóri, greindi frá því við þetta tæki- færi að við vinnu í tengslum við mótun fjölskyldustefnu fyrir Grundarfjörð hefði sú hugmynd fæðst sem nú væri orðin að veruleika, að færa nýburum samfélags- ins sængurgjöf frá íbúunum, og tók bæj- arfélagið að sér að standa fyrir því. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Sængurgjöf samfélagsins Í kvöld mætast hag-yrðingar á Vopna-firði og síðan verður ball með sveitinni Í svört- um fötum. Davíð Hjálmar Haraldsson frétti af því: Undirbúa átök hörð ólmir, hraustir peyjar. Vítt um fagran Vopnafjörð verjur höndla meyjar. Sigrún Haraldsdóttir mun troða upp og yrkir: Við þykjum svo fagrar um bak og bóg, og blíðar og fullar af hlýju, að víkingasveit yrði varla nóg til að verja okkur Fíu. Friðrik Steingrímsson var vant við látinn þegar kunningi kom í heimsókn í vikunni og þegar kunn- inginn leit aftur við um kvöldið heyrði Friðrik hann segja: „Er helvítis níðskáldið heima núna?“ Friðrik gekk fram og orti: Ekki nokkurn fæ ég frið fátt sem bætir haginn að mér sækir illþýðið allan heila daginn. Vopnaskak í kvöld pebl@mbl.is ♦♦♦ Öxarfjörður | Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu nýs Dettifossvegar vestan Jök- ulsár. Hún telur þó að tillaga Vegagerðar- innar um færslu vegarins að Jökulsá, á milli Dettifoss og hringvegar, sé ekki ásættan- leg. Vegagerðin lét vinna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum 50 kílómetra vegar vest- an Jökulsár á Fjöllum, frá hringveginum á Hólsfjöllum að Norðausturvegi í Öxarfirði. Sveitarfélögin á svæðinu og ferðaþjónustu- aðilar hafa lagt áherslu á lagningu þessa vegar og samráðshópur vegamálastjóra lagði til að byggður yrði upp góður vegur með bundnu slitlagi vestan Jökulsár. Nú er vondur moldarvegur vestan ár, í Vesturdal, að Hljóðaklettum, í Hólmatungur og að Dettifossi. Landvernd og fleiri aðilar hafa lagst gegn þessum nýja vegi. Skipulagsstofnun telur að Vegagerðin hafi sýnt fram á nauðsyn nýs Dettifossvegar í ljósi ferðaþjónustu- og byggðarsjónar- miða. Fellst stofnunin á hugmyndir Vega- gerðarinnar um veglínur í öðrum og þriðja áfanga, sem liggja frá Dettifossi í Vesturdal og þaðan að Norðausturvegi, með tilteknum skilyrðum, enda valdi hann ekki verulegum skaða á umhverfinu. Skipulagsstofnun telur hins vegar að hugmynd Vegagerðarinnar um að færa veg- inn nær Jökulsá á fyrsta áfanga, sem liggur frá Hringvegi að Dettifossi, sé óásættanleg vegna verulegra neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra áhrifa á jarðmyndanir, lands- lag og ásýnd svæðisins. Vill stofnunin að valin verði tillaga sem miðast við lagningu vegarins í nágrenni núverandi vegar. Fallist á nýj- an Dettifoss- veg vestan ár Snæfellsnes | Biskup Íslands vísiterar Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi í sum- ar. Í gær hófst fyrri hluti vísitasíunnar með heimsókn á Hellissand og heldur hún áfram í dag í Ólafsvík. Á sunnudag og mánudag verður biskup í Grundarfirði, á Setbergi og heimsækir auk þess Kvíabryggju. Á þriðjudag og miðviku- dag fer hann í Staðarstaðarprestakall. Í þessum hluta vísitasíunnar mun biskup skoða þrettán kirkjur, messa fimm sinnum og halda átta helgistundir. Hann heimsæk- ir einnig dvalarheimili og fangelsi. Þá ræð- ir hann við sóknarnefndir og starfsfólk kirkna og fer yfir ástand muna og bóka. Biskup vísiterar á Snæfellsnesi Í sumar hefur ferðamannastraumurinn verið með betra móti hér í Bolungarvík, sérstaklega á þetta við um júlímánuð enda tíðarfarið framan af sumri ekki með besta móti. Besta mælingin á fjölda ferðamanna hingað eru aðsóknartölur í sjóminjasafnið í Ósvör sem á hverju ári dregur til sín fjölda ferðamanna enda gefur safnið glögga og skýra mynd af lífinu í verbúðum hér fyrr á öldum. Það sem af er sumri hafa rúmlega sex þúsund manns heimsótt safn- ið og þar af á fimmta þúsund í júlímánuði. Þarna vegur mjög þungt mikil aukning á viðkomu skemmtiferðaskipa á Ísafjörð en farþegar þeirra sækjast eftir því að skoða safnið í Ósvör þar sem vermaðurinn tekur á móti gestum og leiðir þá um safnið íklæddur skinnklæðum, að hætti þess tíma sem safnið segir sögu um.    Samgöngumál Bolvíkinga hafa mikið verið í umræðunni undanfarin misseri. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá sl. hausti um að ráðast í jarðgangagerð sem leysti veginn um Óshlíð af hólmi var af hennar hálfu viðurkennd sú staðreynd að á akst- ursleiðinni um Óshlíð verði ekki hægt að tryggja viðunandi öryggi vegfarenda sök- um grjóthruns og skriðuhættu. Síðan þá hefur verið unnið að því að leita bestu framtíðarlausna á samgöngumálum Bol- víkinga. Nýjar upplýsingar um aukinn hraða á gliðnun sprungu í Óshyrnu, sem fylgst hefur verið með frá 1982, sem og skýrslur fræðimanna, staðfesta að lausn á samgöngubótum Bolvíkinga þolir enga bið. Bolvíkingar munu ekki sætta sig við frestun á lausn þessara mála, sem rök- studd er með þenslu í þjóðfélaginu, enda er engin þensla hér fyrir vestan nema ef til vill í téðri sprungu í Óshyrnu.    Um helgina stendur yfir hér í bæ árlegt Vestfjarðamót í fótbolta þar sem saman koma lið frá nálægum sveitarfélögum auk liða frá HK í Kópavogi. Um 170 þátttak- endur í 5., 6. og 7. flokki eru skráðir á mót- ið. Auk keppni er boðið upp á dagskrá sem lýkur með fjölskylduskemmtun þar sem m.a. Stuðmenn koma fram. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.