Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 23

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 23 MINNSTAÐUR q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja og leiðsögumenn á Reykjanesi hyggjast bjóða upp á fimm menning- ar- og sögutengdar gönguferðir um gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskag- anum í sumar. Ferðirnar verða farnar í ágúst og byrjun september. Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út göngukort, „Af stað á Reykjanesið“, og á þeirra vegum hef- ur einnig verið unnið að stikun gömlu þjóðleiðanna. Leiðsögumenn Reykjaness munu sjá um fræðsluna og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar bæði skemmtilegar og fræðandi, seg- ir í kynningu frá samtökunum. Ferð- irnar miðast við alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki um það bil fjóra klukkutíma með leiðsögn og nestisstoppi. Boðið verður upp á kort þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð og þegar búið verður að fara 3–5 þjóðleiðir verður dregið úr kortum og einhver heppinn fær verð- laun. Stefnt er að því að tengja ferð- irnar hátíðum sveitarfélaganna: Vo- gahátíð, Sólseturshátíð, Sandgerðisdögum og Ljósanótt. Ferðirnar enda í bæjunum, þar sem að fólk getur farið í sund, fengið sér að borða og gist á tjaldsvæðum og notið hátíða sveitarfélaganna. Fyrsta ferðin verður um verslunar- mannahelgina, sunnudaginn 6. ágúst, og liggur leiðin frá Bláa Lóninu um Grindavík – Húsatóftir, Árnastíg og Reykjaveg að hluta en þetta er um sjö kílómetra leið. Mæta þarf hjá Bláa Lóninu klukkan 11. Bjóða gönguferðir um gamlar þjóðleiðir SUÐURNES Reykjanesbær | Valgerður Guð- mundsdóttir menningarfulltrúi verð- ur starfsmaður nýs menningarráðs Reykjanesbæjar og Ragnar Örn Pét- ursson íþrótta- og tómstundafulltrúi verður starfsmaður íþrótta- og tóm- stundaráðs. Stefán Bjarkason verður áfram framkvæmdastjóri MÍT. Fyrr í sumar ákvað bæjarstjórn Reykjanesbæjar að kjósa sérstakt menningarráð en verkefni þess féllu áður undir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Undir menningarráð og menningarfulltrúa falla málefni safna og menningarhúsa, meðal ann- ars 88 hússins og félagsmiðstöðvar- innar Fjörheima. Undir íþrótta- og tómstundaráð heyra nú meðal annars íþróttamannvirki, vinnuskóli og tóm- stundir aldraðra. Ragnar Örn, sem nú hefur fengið starfstitilinn íþrótta- og tómstundafulltrúi, var áður æsku- lýðs- og forvarnarfulltrúi. Fram kem- ur í bókun bæjarráðs þar sem þessar breytingar voru staðfestar að gert er ráð fyrir því að forvarnarmálin verði í höndum verkefnisstjóra sem heyri beint undir bæjarstjóra. Verkefnum skipt milli tveggja nefnda ♦♦♦ Innri Njarðvík | Hafnar eru framkvæmdir við annan áfanga Akurskóla í Tjarnarhverfi í Reykjanesbæ. Bæjarráð heimilaði fram- kvæmdirnar á fundi sínum í fyrradag að loknum undirbúningi á vegum Fasteignar hf. og umhverfis- og skipulagssviðs bæj- arins. Akurskóli var tekinn í notkun í fyrra- haust. Framkvæmdirnar við annan áfangann fela í sér byggingu íþróttaaðstöðu. Í nýja húsinu, sem verður 1960 fermetrar að stærð, verður íþróttasalur og sundlaug, auk bún- ingsaðstöðu og tilheyrandi tækjasalar. Að sögn Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs, er þessi uppbygging svipuð sam- bærilegri aðstöðu í Heiðarskóla í Keflavík, sem var nýjasti skólinn í Reykjanesbæ þar til Akurskóli var tekinn í notkun, enda var Heiðarskóli aðalfyrirmyndin við hönnun Ak- urskóla. Þó verður sundlaug Akurskóla held- ur lengri, eða 16,7 metrar í stað 12,5 í Heið- arskóla. Jafnframt segir hann að rétt hafi þótt að hafa íþróttahúsið heldur breiðara til að hafa betri aðstöðu fyrir áhorfendur. Kostnaður er áætlaður 371 milljón, að sögn Böðvars. Húsið er byggt af Fasteign hf. sem Reykjanesbær á að- ild að og miðast leigu- greiðslur við þá fjárhæð, nema ef kostnaður verður lægri, en þá lækkar leigan til samræmis. Íþróttaaðstað- an á að vera tilbúin 1. ágúst á næsta ári svo hægt verði að nýta hana við skólahaldið veturinn á eftir. Böðvar segir að stækkun húsnæðis Akurskóla sé stærsta framkvæmdin á vegum Reykjanesbæjar í sumar. Þó sé einnig unnið að byggingu nýs leikskóla í Tjarnarhverfi, Akursels, og það sé einnig nokkuð stór framkvæmd. Framkvæmd- um við hann á einnig að verða lokið að ári. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Akurskóli Fyrsti áfangi Akurskóla var tekinn í notkun fyrir ári. Nú bætist íþróttaaðstaðan við og bætir úr brýnni þörf. Byggja íþróttahús og sundlaug við Akurskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.