Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 26
Daglegtlíf
júlí
Í ÍBÚÐUM fyrir aldraða að Hæðargarði í Reykjavík
láta íbúar ekki sitt eftir liggja til að komast í sum-
arferðalagið. Undanfarin fimmtán ár hafa þeir safnað
dósum og flöskum og lagt peninginn sem fæst fyrir
þessar einnota umbúðir í ferðasjóð. „Það eru þrjú hús í
Hæðargarði sem taka þátt í þessu. Kristinn Óskarsson,
einn íbúinn, átti forgönguna að flöskusöfnuninni og
hefur séð um hana síðan,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir
sem sér um fjármál ferðasjóðsins. „Það safna allir íbú-
ar flöskum, Kristinn fer með þær í endurvinnsluna og
allur peningurinn sem fæst fyrir þær fer í sameig-
inlegan sjóð. Við höfum svo notað peninginn til að fara
í eina til tvær skemmtiferðir á ári og halda grillveislu
einu sinni yfir sumartímann fyrir íbúa þessara þriggja
húsa. Þessi flöskupeningur hefur nægt að stórum hluta
en reyndar höfum við líka fengið smá styrk frá fé-
lagsþjónustunni á móti auk þess sem smá áheit og
gjafir hafa tínst til. En peningurinn fer í að leigja rútu
og kaupa kaffi fyrir allan hópinn á einum stað á ferða-
laginu.“
Fóru um uppsveitir Árnessýslu
Íbúarnir fóru nýlega í sumarferðina í ár og segir Jó-
hanna hana hafa verið einstaklega vel heppnaða. „Við
fórum austur fyrir fjall, upp Skeið og hreppa, stopp-
uðum í kaffihlaðborð á Geysi, skoðuðum nýju kirkjuna
í Úthlíð, ókum um Laugarvatn, Lyngdalsheiði og Þing-
velli. Það var 41 íbúi sem fór í ferðina núna en yfirleitt
hafa þetta verið á milli 40 og 50 manns sem hafa farið,
það eru alltaf einhverjir það lélegir að þeir komast
ekki með,“ segir Jóhanna og bætir við að þau fari að-
eins í dagsferðir frá höfuðborginni því flestir þoli ekki
við í rútu lengur en það. Lengsta ferðin sem íbúarnir
hafa farið er til Stykkishólms en annars fara þau yf-
irleitt hinar ýmsu leiðir um Suðurland, Borgarfjörð og
Suðurnes. „Það er mjög mikil ánægja með þessar ferð-
ir. Í þær getur fólk farið þótt það sé orðið heldur lé-
legt, því þarna þekkjast allir og hjálpa hver öðrum.
Þetta er svolítið annað en að fara í almennar ferðir þar
sem eru ekki einhverjir kunnugir til hjálpar.“
Gott samfélag í Hæðargarði
Jóhanna segir afskaplega góða stemningu myndast í
ferðunum. „Við syngjum saman í rútunni, það eru
sagðar skemmtisögur og svo hefur fólk mjög gaman af
því að tala saman. Þetta eru kannski einu hópferðirnar
sem margir fara í yfir sumarið svo það fylgir þessu
mikið fjör og spenna. Ferðirnar hafa gefist mjög vel og
ánægjan er almenn.“
Jóhanna hefur sjálf farið í allar ferðirnar og segir
þær yfirleitt hafa verið skemmtilegar. „Samfélagið hér
í Hæðargarði er afskaplega gott og ýmislegt svona
skapar samstöðu. Það er alltaf hreyfing á íbúðum og
fólki sem kemur nýtt fellur þetta vel, það verður meiri
samkennd hjá fólkinu við að geta farið svona saman.
Félagsstarfið hér er annars talsvert mikið og góð þátt-
taka í því.“
Jóhanna segist ekki vita til þess að aðrir séu að
standa í þessu eins og þau. „Það þykir kannski skrítið
að maður sé að tína upp flöskur sem liggja einhvers
staðar en við látum það ekkert á okkur fá, við komumst
í skemmtiferð fyrir ágóðann af flöskunum og svo hjálp-
ar þetta til við að halda umhverfinu hreinu.“
FERÐALÖG | Rosknir íbúar í Hæðargarði eru snjallir
Fara í skemmtiferðir
fyrir dósapening
Morgunblaðið/ Jim Smart
Hluti af íbúunum að Hæðargörðum að leggja af stað í skemmtiferðina í ár.
Lengst til vinstri er Jóhanna Þórhallsdóttir og við hlið hennar stendur
Kristinn Óskarsson sem er frumkvöðullinn að söfnuninni.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞAÐ var heldur óskemmtilegur gestur sem
Alda Steinarsdóttir fékk í maísbaunadósinni
sem hún keypti um daginn. Hún var að búa sér
til eggjaköku í kvöldmatinn og þar sem hún
mokaði maísbaununum úr dósinni á pönnuna
mætti hún allt í einu tveimur svörtum og sorg-
mæddum augum. Þar var á ferðinni lítill og
látinn grasmaðkur sem hafði fengið að fljóta
með maísnum um heimsins höf. „Ég var að
gera mér eggjaköku, opnaði dósina og tíndi
hægt og rólega úr henni með skeið og í miðri
dósinni sé ég maðkinn. Þetta var rúmlega
sentimetra langur grasmaðkur, steindauður
og mér sýndist það á honum að hann hafi ver-
ið soðinn með baununum því hann var svo gul-
ur og aumingjalegur. Ef ég hefði hellt beint úr
dósinni á pönnuna efast ég um að ég hefði orð-
ið vör við hann,“ segir Alda. Maísbaunadósin
var frá Euroshopper en það er innflutt lág-
vörumerki sem selt er í Bónus.
Aðspurð hvernig hún brást við maðkinum
svarar Alda að hún hafi ekki eldað eggjakök-
una með maís. „Ég fór strax og kvartaði við
Bónus, þeir brugðust mjög vel við, síðan hafði
ég samband við fyrirtækið sem flytur Euros-
hopper-vörurnar til Íslands og kvartaði síðan
til fyrirtækisins úti sem framleiðir þessar
vörur. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður að
þeirra sögn. Það vilja allir bæta fyrir þetta og
eru búnir að vera mjög almennilegir,“ segir
Alda.
Morgunblaðið/ÞÖK
Alma rakst á orm
þegar hún opnaði
dós með gulum
baunum frá Euro-
shopper.
NEYTENDUR
Maðkur
í maísnum
AÐ eignast barn breytir lífi
flestra og því er mikilvægt að
finna tíma til að rækta sam-
bandið við makann, það má nefni-
lega ekki vanrækja hann þrátt
fyrir nýjan fjölskyldumeðlim. Á
vefnum www.bbc.co.uk má finna
sjö góð ráð um hvernig má bæta
sambandið.
1. Eyðið tíma saman ein. Finnið
stuttan tíma á hverjum degi til
að deila hugsunum og tilfinn-
ingum um litlu hlutina jafnt og
þá stóru. Ákveðið að gera eitt-
hvað saman í hverri viku sem
þið bæði hafið gaman af. Að fá
pössun fyrir barnið eða elda
sérstaka máltíð heima getur
látið gamanið og rómantíkina
blómstra áfram.
2. Gerið eitthvað sameiginlegt
með fjölskyldunni. Þið gætuð
notið þess að skipuleggja eitt-
hvað saman eins og að fara út
eða í frí. Deilið hugmyndum
um afmælisgjafir eða skipu-
leggið fjölskylduhátíð.
3. Deilið vonum og draumum.
Það getur kveikt líf í hug-
myndum og gert ykkur nánari.
4. Biddu um það sem þig vantar.
Þið getið ekki lesið huga hvors
annars, verið því skýr varðandi
hvað þið viljið hvort frá öðru.
5. Talið um tilfinningarnar. Það
geta komið stundir þegar öðru
hvoru ykkar líður eins og það
sé skilið út undan í fjölskyld-
unni, kannski þarf sá aðili að
vinna mikið og missir t.d. af því
þegar barnið gengur og talar
eða kemst ekki á skólaleikritið.
Talið um þetta, deilið því
hvernig ykkur líður og vinnið í
því að taka meiri þátt.
6. Talið um fjármálin. Gerið
raunhæfa fjárhagsáætlun sam-
an.
7. Endilega munið að hlægja
saman. Að deila brandara eða
fyndnu atviki getur hresst alla
við.
FJÖLSKYLDAN
Ekki vanrækja makann
Reuters
Tom Cruise og Katie Holmes þurfa að huga vel að sam-
bandinu nú þegar þau eiga orðið barn saman.
SELASETUR Íslands var opnað þann 25.
júní sl. og þann sama dag var í húsnæði sela-
setursins opnuð upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn.
Selasetrið er staðsett á nýuppgerðri fyrstu
hæð hins sögufræga verslunarhúss Sigurðar
Pálmasonar kaupmanns, sem byggt var árið
1926, en húsið telst vera eitt fallegasta stein-
hús landsins frá þeim tíma. Í Selasetrinu
geta gestir fræðst um seli við Ísland í máli og
myndum, nýtingu þeirra og ýmsa þjóðtrú
þeim tengda.
Í afgreiðslu Selasetursins er einnig til sölu
handverk tengt hafinu og fjörunni, ásamt
ýmsum minjagripum.
Upplýsingamiðstöð í Selasetrinu
HVAMMSTANGI
Selasetrið er staðsett á
nýuppgerðri fyrstu hæð
hins sögufræga versl-
unarhúss Sigurðar
Pálmasonar kaupmanns.
Upplýsingamiðstöðin í Selasetrinu er opin
daglega á opnunartíma Selaseturs, frá kl.
9–18 yfir sumartímann.
Þar geta ferðamenn fengið allar upplýs-
ingar um þjónustu í héraðinu. Síminn er
451 2345 eða 898 5233. Eftir sem áður er
einnig starfrækt upplýsingamiðstöð í Stað-
arskála.