Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 27 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Kvennaferð til Manchester Dagana 25.–28. ágúst býður Ice- landair upp á kvennaferð til Man- chester með fararstjórunum Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu og Sigríði Klingenberg spákonu. Gist verður á Palace-hóteli sem er 4 stjörnu hótel í miðborginni. Helga og Sigríður halda uppi fjöri í ferðinni. Boðið verður upp á skemmtikvöld með spádómum og glensi, farið verður í kynnisferð um borgina og lögð áhersla á gleði og nánd. Verð á mann í tvíbýli er 67.600 kr. Innifalið í verði er flug, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattur. Golfferð til Orlando GB ferðir standa fyrir ellefu daga golfferð til Orlando í Flórída í nóv- ember. Flogið er beint með Icelandair til Orlando og ferðin kostar 210.000 krónur á mann í tvíbýli. Innifalið er flug, flugvallarskattar og aukagjöld, ferðir til og frá flugvelli, íslensk far- arstjórn, ellefu nætur á Omni Or- lando Resort, sex 18 holu hringir á Greg Norman-völlunum, golfbílar með GPS-kerfi, frí notkun á æf- ingasvæði fyrir og eftir hring, frí notkun á upplýstum 9 holu æf- ingavelli, aðgangur að heilsulind hót- elsins og einnig að Disney- görðunum. Þá verður golfmót í ferð- inni með verðlaunum frá golfverslun NevadaBob. Golfferðir Úrvals-Útsýnar Úrval-Útsýn hefur gefið út bækling um golfferðir sem ferðaskrifstofan verður með í haust og vetur. Boðið verður upp á ferðir til nokkurra staða á Spáni, m.a. til Islantilla, Valle Del Este, Tenerife á Kanaríeyjum og El Rompido á Spáni. Á El Rompido er einnig hægt að læra golf undir stjórn íslenskra leiðbeinanda. Þá verður farið til Tyrklands í golf í beinu flugi dagana 19.–30. október. Áhugasamir kylfingar eiga þess einn- ig kosta að skella sér til Taílands en boðið er upp á 3 og 4 vikna ferðir þangað í september,janúar og febr- úar. Að lokum er á boðstólum golfferð til Kenýa í Afríku frá 13. febrúar til 4. mars. Golfferðir ÍT-ferða ÍT-ferðir bjóða golfferðir til La Manga- og La Cala-golfsvæðanna á Spáni. ÍT-ferðir eru með umboð á Ís- landi fyrir La Manga Club en þar eru 3 golfvellir, tennisvellir, heilsurækt, heilsulind og fjöldi matsölustaða. Boðið verður upp á ferðir þangað frá 30. september til 7. október, frá 7. október til 14. október og frá 14. október til 21. október. Aðrar dagsetningar eru einnig mögu- legar. Þá eru ÍT-ferðir einnig með umboð fyrir fimm stjörnu golfhótelið Lacala. Þar eru þrír vellir hannaðir af Cabell B. Robinson. Á svæðinu er klúbbhús með bar, golfverslun og „David Leadbetter Golf Academy“. Þar er æfingasvæði og kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Gönguferð um sandinn Þann 1. ágúst verður á vegum Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls farið frá bílastæðinu við Djúpalónssand í gönguferð um sandinn og/eða ná- grenni hans. Þann 3. ágúst verður svo á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls gönguferð í fylgd landvarða í norður- hluta þjóðgarðsins. Ákveðið er í hverri viku hvert farið er. Hist er við afleggjara á Öndverð- arnes. Gestastofan á Hellnum verður opin alla daga frá kl. 10 –18. Sjón er sögu ríkari. Sjá nánar www.ust.is Símar 436 6888/436 6860. Frekari upplýsingar um golfferðir Úrvals-Útsýnar í vetur fást hjá Úr- val Útsýn í Lágmúla 4. Sími 5854000. www.urvalutsyn.is tölvupóstfang: golf@uu.is Nánari upplýsingar um golfferðina til Orlando er hægt að nálgast á www.gbferdir.is eða í síma 5345000 og 8216666. Hægt verður að bóka í kvenna- ferðina til Manchester á www.icel- andair.is. ÍT ferðir Engjavegi, Reykjavík. Sími 588 9900. Tölvupóstfang: it- ferdir@itferdir.is og info@ittravel- .is www.itferdir.is Sjá einnig www.lamangaclub.com og www.la- cala.com Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.