Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 29 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ British Airways hefur aukiðhlutfall lágra fargjalda íflugi aðra leiðina frá Evr- ópulöndum til Gatwick-flugvallar við London og einnig frá Gatwick. Frá Keflavík til London kostar farseðill aðra leiðina nú frá 6.045 kr. með sköttum og gjöldum inni- földum. Þessi breyting British Airways hefur í för með sér enn frekari lækkun á verði fargjalda til London auk þess sem far- seðlaverð til baka aftur til Íslands verður svipað og frá Keflavík. Í fréttatilkynningu frá British Air- ways kemur fram að mögulegt sé því að fljúga til London með Brit- ish Airways og heim aftur fyrir rúmar tólf þúsund krónur með sköttum og gjöldum inniföldum. British Airways er þekkt fyrir samkeppnishæft fargjaldaverð en veitt er þjónusta um borð í vélum félagsins, þar sem farþegar greiða ekki fyrir máltíðir eða drykki. Innritað í flug heima í stofu Meðal annars hefur British Air- ways einfaldað og lækkað verðskrár vegna farseðlakaupa, einfaldað farangursreglur til mik- illa muna með afnámi ýmissa skil- yrða, og aukið þjónustu á vefsetri sínu, þar sem nú er hægt að kaupa farseðla og ýmsa viðbótarþjónustu sem tengist ferðalaginu. Þá geta flugfarþegar á vegum British Air- ways innritað sig á netinu í tölv- unni heima allt að tuttugu og fjór- um klukkustundum fyrir brottför. Með því að skrá sig inn með lyk- ilorði sínu á vefsetrið ba.com er hægt að innrita alla í flugið til London á þægilegan og einfaldan hátt, velja sæti í flugvélinni fyrir fjölskylduna og velja að auki barnamáltíð fyrir börnin. Að þessu loknu eru innrit- unarspjöldin prentuð og höfð meðferðis til Keflavíkur, þar sem þau eru afhent við sérstakt hrað- afgreiðsluborð við hlið innrit- unarborðs British Airways í Leifs- stöð. Þeir sem eingöngu hafa hand- farangur meðferðis ganga beint að öryggishliðinu án viðkomu við afgreiðsluborð flugfélagsins. Ísland spennandi markaður Ísland er eini markaður British Airways þar sem eingöngu er unnt að kaupa farseðla á netinu. Ríkir mikil ánægja meðal stjórn- enda hjá flugfélaginu með það hversu jákvæðir landsmenn eru gagnvart sölufyrirkomulaginu og er skemmst frá því að segja að nær undantekningarlaust eru vél- ar félagsins fullbókaðar til og frá Íslandi. Farið til London frá 6.045 krónum  FLUG | British Airways Morgunblaðið/Ómar EF ÞÚ ert á leiðinni til Los Angeles er um að gera að kíkja inn á jap- anskan „izakaya“-stað. Það er bar sem selur litla japanska smárétti sem er skolað niður með sake eða köldum bjór. Þessir staðir eru nýjasta tískan í Los Angeles og eru farnir að ýta sushi-stöðunum af stallinum segir á vefsíðu The New York Times. Diskarnir af izakaya eru litlir og vanalega deilt með öðrum. Þeir eru upphaflega hannaðir þannig að skrif- stofumenn geti fengið sér drykk og snakk með samstarfsmönnum eftir vinnu en samt ekki verið svo saddir að þeir geti ekki borðað kvöldmat heima hjá sér seinna um kvöldið. Izakaya-staðir eru barir svo aðal- áherslan á þeim er drykkirnir og því er bjór skylda með smáréttunum. Eins er sagt er að há tónlist, mikið af fólki og bjór sé einkenni japanskra izakaya-staða.  FERÐALÖG Ný matartíska í Los Angeles Þrátt fyrir blómstrandiveitingahúsaflóru á Íslandihefur enn enginn grískur veitingastaður skotið rótum á eyj- unni. Kannski er of vindasamt hér fyrir gríska veitingahúsafræið og hefur það þess vegna flogið framhjá og sáð sér á flestum öðrum stöðum í heiminum. Allavega hefur blaða- maður víða fundið ágæta gríska veitingastaði á ferðalögum sínum og rakst nýlega á einn í London. Á stefnumóti við alþjóðlegan hóp vina, sem hafði mælt sér mót í Primrose Hill í London, var ákveðið að upplifa gríska matarmenningu og snæða á veitingastaðnum Lem- onia sem er staðsettur í þessu fal- lega hverfi. Lemonia er stór staður og þangað koma greinilega grískar fjölskyldur sem búa í nágrenninu, og eru það óneitanlega meðmæli með staðnum. Þjónninn Andrew var eldhress og kátur, bar fram matinn af alúð og vildi allt fyrir gestina gera. Pantað var sjávarrétta-„meze“ – þ.e. úrval smárétta af margvíslegum toga, svo bragða mætti á sem flestu. Græn- metisætan lenti heldur ekki í nein- um vandræðum við að finna úrval grænmetis- og baunarétta við hæfi. Bragðað var á kolkrabba, tún- fiski, rækjum, smokkfiski, grill- uðum osti og fjölmörgu öðru og um tíma leit út fyrir að Andrew ætlaði aldrei að hætta að bera mat á borð- ið, enda réttirnir vel úti látnir og fjölmargir eins og einkennir gott „meze“. Ekki var þá hægt að stand- ast eftirréttina, þrátt fyrir að blaða- maður stæði á blístri, og gæddi hann sér bæði á ferskum jarð- arberjum og klassískri baclava, þ.e. nokkurs konar hnetusmjördeigs- köku sem enginn skyldi láta framhjá sér fara á góðum grískum stað. Eftir máltíð sem þessa á held- ur ekkert betur við en ferskt pip- armyntute til þess að fríska upp á andann og hjálpa meltingunni. Sem dæmi um verðlagið á Lem- onia kostaði sjávarrétta-„meze“ rúm £18 á mann og flaska af Pinot Grigio £16. Það er vissara að panta borð á Lemonia því t.d. í hádeginu á sunnudögum er fullt út úr dyrum, en þá streyma grísku fjölskyldurn- ar á staðinn.  LONDON | Á veitingastaðnum Lemonia má upplifa gríska matarmenningu Staður sem Grikkir sækja Lemonia er vinsæll hjá Grikkjum sem búa í London.Það er fjölbreytt úrvalið af veitingahúsum í London. Grískur matur nýtur mikilla vinsælda víða um heim og í London má finna skemmtilegan stað við Primrose Hill. Sigrún Sandra Ólafsdóttir fékk sér bita. Lemonia er staðsettur í Primrose Hill-hverfinu og næsta neðan- jarðarlestarstöð er Chalk Farm á Northern Line (í átt að Edgware). Lemonia 89 Regents Park Road NW1 8UY London Sími: +44 020 7586 7454 Ljósmynd/ SSÓ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.