Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÝRASTA LAND Í EVRÓPU Ísland er dýrasta land í Evrópu.Þetta fer tæplega á milli mála þeg-ar lesin er skýrsla Eurostat, hag- stofu Evrópusambandsins, um verð á þjónustu í ESB-ríkjunum 25, EFTA- ríkjunum og nokkrum ríkjum, sem sótt hafa um aðild að ESB, samtals 31 ríki. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat eru fimm flokkar þjónustu, sem sam- anlagt taka til sín um fjórðung útgjalda heimila Evrópubúa, 52% dýrari á Ís- landi en að meðaltali í ríkjum Evrópu- sambandsins. Í skýrslunni er jafnframt að finna upprifjun á samanburði á vöruverði milli Evrópulanda og kemur þar fram að vöruverð á Íslandi er 51% hærra en að meðaltali í ESB. Í báðum tilfellum er dýrast að lifa á Íslandi. Eini flokkur þjónustu, sem er á sam- bærilegu verði á Íslandi og í nágranna- löndum okkar, er orka, þ.e. rafmagn til heimilisnota og vatn til húshitunar. Þetta á sér eðlilegar skýringar í hinum náttúrulegu auðlindum, sem Íslending- ar nota til að lýsa og hita heimili sín. Fjarskipta- og póstþjónusta er sömu- leiðis ekki miklu dýrari en í ESB-ríkj- unum, eða um 15% yfir meðaltalinu. Af- þreying og menning, t.d. bíó, leikhús, tónleikar, íþróttaviðburðir o.s.frv., er 47% dýrara hér en að meðaltali í ESB. Það er hins vegar verð flutningaþjón- ustu á láði, legi og í lofti, sem sker í augu (76% umfram meðaltalið), og verð þjónustu hótela og veitingahúsa, en það er hvorki meira né minna en 91% hærra en meðaltalið í Evrópusambandsríkjun- um. Þjónusta veitinga- og gistihúsa er næstdýrust í Danmörku en er þó aðeins 46% dýrari en í ESB að meðaltali. Það liggur í augum uppi að þetta tvennt, verðlag á gisti- og veitingahúsum og á flutningaþjónustu, hlýtur að koma verulega niður á ferðaþjónustu á Ís- landi, að ekki sé talað um lífsgæði al- mennings. Í skýrslu Eurostat er réttilega á það bent að verð vöru og þjónustu fylgi iðu- lega velmegunarstigi viðkomandi lands. Og vissulega höfum við Íslendingar það gott og höfum efni á að borga meira fyr- ir vörur og þjónustu en t.d. Pólverjar eða Lettar, sem eru fátækustu þjóðirn- ar í ESB. Sömuleiðis bendir Eurostat á að Norðurlöndin séu almennt dýr. En þegar betur er skoðað er Ísland í fyrsta lagi mun dýrara en hin norrænu ríkin. Í öðru lagi er verð, bæði á vörum og þjónustu, sem kannanir Eurostat hafa náð til, meira en 50% hærra en ESB-meðaltalið. Hins vegar er lands- framleiðsla á mann 26% yfir meðaltali ESB-ríkjanna, sem gefur til kynna að það sé ekki einvörðungu velmegun Ís- lendinga sem útskýrir hátt verð á vörum og þjónustu. Um síðustu áramót þótti ástæða til að setja á fót nefnd til að fjalla um ástæður hás matvælaverðs á Íslandi. Er ekki jafnframt ástæða til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að skoða verðlag hér al- mennt, jafnt á vörum sem þjónustu? Hvað er það sem veldur því að Ísland er dýrasta land Evrópu? Fjarlægðin frá öðrum mörkuðum útskýrir það kannski að hluta til, en ekki allt. Sama má segja um smæð markaðarins; hún er e.t.v. hluti af skýringunni, en fleira hlýtur að koma til. Skortir samkeppni, bæði inn- anlands og frá útlöndum? Er skattlagn- ingu ríkisins um að kenna? Það er ástæða til að fara ofan í kjölinn á ástæðum hás verðlags á Íslandi. Og stjórnvöld eiga að beita sér fyrir því að lækka það með tiltækum ráðum. Þau eiga ekki að stinga höfðinu í sandinn og samþykkja gagnrýnislaust þá gömlu, óþolandi klisju að það sé dýrt að vera Íslendingur. VAL UM SLÆMAR EÐA GÓÐAR MINNINGAR Ætla má að nú um helgina takimargar fjölskyldur ákvörðun um hvert á að fara í ferðalag um næstu helgi, verzlunarmannahelgina, mestu ferðahelgi ársins. Það er næsta víst að á mörgum heimilum er mikill þrýstingur frá unglingi eða unglingum um að fá að fara á útihátíð með vinum sínum. Og margir foreldrar velta vafalaust fyrir sér hinum gamalkunnu rökum að „allir fái að fara“. Það er óhætt að taka undir með Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráð- herra, sem skrifaði hér í blaðið í gær: „Að mínu mati á reynsla margra und- anfarinna ára að segja okkur það að börn yngri en 18 ára eigi ekkert erindi án foreldra sinna eða nákominna full- orðinna á skipulagðar útihátíðir.“ Félagsmálaráðherra segir í grein sinni að spurningin sé ekki aðeins sú hvort foreldrar treysti börnum sínum til að taka réttar ákvarðanir og hafna neyzlu áfengis og vímuefna, heldur enn frekar hvort foreldrar vilji taka þá áhættu að börn þeirra eigi slæmar minningar eftir útihátíðir. „Það er þekkt staðreynd að slíkar minningar geta mót- að líf barna og ungmenna og haft áhrif á framtíð þeirra sem fullorðinna mann- eskja,“ segir Magnús. Hverjar eru þær slæmu minningar, sem börn undir 18 ára aldri geta átt eftir að hafa farið án eftirlits foreldra sinna á útihátíð? Kannski er það bara minning um að hafa orðið ofurölvi og sjálfum sér og fjölskyldu sinni til skammar, þótt ekki hafi afleiðingarnar orðið alvarlegri en það. Það getur líka verið að hafa lent í slysi, þar sem ölvun eða önnur víma kom við sögu – eða að missa vin sinn í slíku slysi. Það getur verið minning um að hafa orðið fyrir ofbeldi, sem því miður fylgir oft eftirlitslausri drykkju á útihá- tíðum. Hugsanlega er minningin um að hafa ekki haft siðferðisþrek til að neita að þiggja eiturlyf hjá einhverjum af sölu- mönnum dauðans, sem líta á útihátíð- irnar sem frábært markaðstækifæri. Og því miður getur minningin líka verið um að hafa verið beittur kynferðislegu of- beldi, sem sömuleiðis hefur verið fylgi- fiskur útihátíðanna. Um allt þetta á fólk val. Það getur verið erfitt að segja nei við unglinginn, sem getur ekki hugsað sér annað en að fara á útihátíð með vinum sínum. Það getur bakað foreldrum tímabundnar óvinsældir. En er það betri kostur fyrir foreldra að taka þá áhættu að barnið þeirra komi heim með slæmar minning- ar frá útihátíðinni? Að þurfa jafnvel að sækja það niðurbrotið eftir vonda reynslu? Valið er, þegar allt kemur til alls, auð- velt. Unglingar undir 18 ára aldri eiga ekkert erindi á útihátíðir án þess að for- eldrar þeirra séu með í för. Bezt er auð- vitað að öll fjölskyldan geti skemmt sér saman um verzlunarmannahelgina og átt saman jákvæðar minningar. Það hefur ekki farið mikið fyrirBobby Fischer undanfarna mán-uði. Það fer heldur ekki mikiðfyrir honum þegar hann sest með blaðamanni á veitingahús í bænum. Ævi Fischers er þó með ólíkindum eins og flestir þekkja. Hann var undrabarn í skák og varð heimsmeistari og þjóðhetja eftir einvígi aldarinnar á Íslandi fyrir 34 árum en hvarf svo úr sviðsljósinu í um tuttugu ár. Hann kom aftur fram á sjónarsviðið til að tefla við Borís Spasskí í Sveti Stefan í fyrrver- andi Júgóslavíu árið 1992 sem leiddi svo til þess að handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Hann var handtekinn í Japan fyrir rúmum tveimur árum og þar sat hann í fangelsi í eina níu mánuði áður en hann kom hingað til lands í mars í fyrra. Eftir allt þetta er því ef til vill ekki að undra að Fischer sé var um sig gagnvart blaðamanni sem hann hefur ekki séð áður. Hann þvertók fyrir að samtalið yrði tekið upp og að myndir væru teknar af honum en vildi einbeita sér að því að útskýra sam- skipti sín og UBS-bankans í Sviss. Hann féllst þó á að ræða hvernig honum hefði liðið hér á landi það sem af væri. Íslendingar vingjarnlegir „Ég kann virkilega vel við mig hér á landi. Íslendingar eru vingjarnlegir,“ segir hann og kveðst ekki hafa gert neinar sérstakar áætlanir um framhaldið, hann verði hér áfram en hafi áhuga á að ferðast eitthvað þótt hann hafi ekki skipulagt neitt í þá veru enn sem komið sé. Fischer segist ekkert hafa teflt frá því að hann kom til Íslands þótt fólk á förnum vegi biðji hann stundum um að tefla við sig. „Ég hef ekki áhuga á að tefla upp á gamanið,“ segir Fischer og bætir við að hann einbeiti sér fyrst og fremst að slemb- iskák (e. Fischer random) en sá leikur er eins og skák að því undanskildu að tafl- mönnunum er raðað upp á tilviljana- kenndan hátt um borðið og teflt út frá þeirri stöðu. Alls eru 960 upphafsstöður mögulegar í leiknum, að sögn Fischers. Hann segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að leggja stund á slembiskák þann tíma sem hann hefur verið á landinu. Eins hafi honum ekki gefist mikill tími til að vinna að þróun skákklukkunnar sem er kennd við hann en Fischer fékk einkaleyfi fyrir henni í Bandaríkjunum árið 1990. Klukkan er ýmsum kostum gædd umfram hefð- bundnar skákklukkur og sýnir til að mynda bæði heildartíma hvors skákmanns og gefur honum ákveðinn tíma á hvern leik. R-in erfið Þegar hann er inntur eftir því hvernig gangi að læra íslensku segist Fischer ekki ustu k Han um lan ureyra „Lof inni en við að ingu á mengu landsin Fische þessu Og stj hafa reynt mikið að læra málið. „Fram- burðurinn er of erfiður, sérstaklega r-in,“ segir Fischer og bætir við að þar sem allir tali ensku hér á landi finni hann ekki hjá sér mikla þörf fyrir að læra íslensku. Af og til hefur spurst til Fischers í bóka- búðum og hann segist eyða miklum tíma og peningum í slíkum verslunum. Hann segir að bækur hér á landi séu dýrar, sér- staklega þær nýju. „Ég keypti mér nýverið eina af Ripley’s Believe it or not-bókunum eftir Ripley sjálfan. Hann skrifar um ís- lenskar konur og finnst þær vera falleg- Bobby Fischer hefur verið hér á landi í tæpt eitt og hálft ár. Árni He al annars við hann um deilur hans við einn stærsta banka heims, lífið Kann virkilega ve Bobby Fischer lætur vel af sér á Íslandi en hefur staði Hann segist þó ekki ætla í mál við bankann fyrir venju BOBBY Fischer segir að einhliða ákvörðun svissneska bank- ans Union Bank of Switzerland (UBS) að loka reikningi hans hjá bankanum og selja talsvert magn af gulli sem hann hafði í geymslu hjá bankanum hafi kostað sig stórfé. Fischer fékk tilkynningu um það í apríl á síðasta ári frá bankanum, sem er einn sá stærsti í heiminum, að til stæði að loka reikningi hans hjá bankanum, sem hann hefur átt frá árinu 1992. Á reikningnum voru alls um þrjár milljónir doll- ara, jafngildi rúmlega 210 milljóna króna. Hluti þessa fjár var í gulli sem Fischer vann fyrir sigur í einvígi gegn Boris Spasskí árið 1992. Þegar reikningnum var lokað tók bank- inn að sögn Fischers einhliða ákvörðun um að selja gullið þrátt fyrir að gengi þess væri lágt á þeim tíma. Það hækkaði hins vegar síðar á árinu og framan af þessu ári og telur Fisc- her sig hafa orðið af tugum ef ekki hundruðum þúsunda dollara af þessum sökum. Engin efnisleg ástæða var tiltekin af hálfu bankans fyrir lokuninni önnur en að vísað var í 13. grein almennra skil- mála bankans þar sem fram kemur að hann áskilji sér rétt til þess að slíta viðskiptasamböndum. Flutt á íslenskan reikning Bankinn óskaði eftir upplýsingum frá Fischer um banka- reikning hans hér á landi til að geta lagt inn fjármunina og honum var gefinn ákveðinn frestur til að leggja fram upp- lýsingarnar. Gunnar Guðmundsson, þáverandi lögmaður Fischers, óskaði hins vegar eftir nánari skýringum frá bank- anum og bankaupplýsingar voru ekki gefnar upp. Beiðni UBS um upplýsingarnar var ítrekuð nokkrum sinnum og fresturinn framlengdur áður en ákveðið var á endanum að leggja inneign Fischers á Landsbankanum í ágúst í fyrra. Fische Landsbankann að upphæðin yrði millif reikning svissneska bankans og varð b Þar eru fjármunirnir núna en deila Fis yfirvalda heldur áfram. Fischer leitaði strax til lögmanna ve Árni Vilhjálmsson, lögmaður hjá Logo Gunnari. Ítrekað hefur verið leitað efti bankanum á því hvers vegna kosið hafi ingi Fischers en efnislegar útskýringar ist. Kom sér í opna skjöldu Fischer sjálfur segir að þessi ákvörðun sér algerlega í opna skjöldu og telur ha Hann segir bankann bera því við að ha viðskiptasamböndum en það haldi ekki verið um eiginlegt viðskiptasamband a samband þar sem bankinn hafi varðvei Báðir aðilar hafi hagnast á sambandinu bankann ekki geta slitið því einhliða. Hann bætir því við að það hafi fjárha sér að vera með reikning hjá UBS og þ in fríðindi og þjónustu sem hann telur a geti ekki boðið upp á. Fischer segir afar mikilvægt fyrir si þessari baráttu við bankann. Fari svo a að láta loka á sig sé viðbúið að aðrir alþ að fordæmi svissneska bankans. Í slag við einn stærst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.