Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 37
UMRÆÐAN
Í FRÓÐLEGRI grein Björns
Bjarnasonar dóms- og kirkju-
málaráðherra í Lesbók Morg-
unblaðsins hinn 22.
júlí síðastliðinn segir
hann frá átökunum
hér á landi á tímum
kalda stríðsins. Nefnir
Björn einnig dæmi um
samtímaátök í anda
kalda stríðsins, svo
sem hvernig leitast
hefur verið við að
grafa undan trausti í
garð stjórnvalda með
ómaklegum árásum á
ríkislögreglustjóra og
starfsmenn embættis
hans.
Fyrir kemur að í
opinberri gagnrýni á embætti rík-
islögreglustjóra, gæti áberandi
misskilnings og hallað réttu máli.
Í einhverjum tilvikum á þessi
gagnrýni sér pólitískar rætur og
jafnvel eru dæmi þess að látið hafi
verið að því liggja að embættið,
þar sem starfa á annað hundrað
manns, sé einhvers konar
strengjabrúða valdamikilla stjórn-
málamanna. Slík ummæli dæma
sig auðvitað sjálf og eiga að sjálf-
sögðu enga stoð í raunveruleik-
anum.
Þetta gerist þrátt fyrir að réttar
upplýsingar séu aðgengilegar svo
sem á vefsíðu ríkislögreglustjóra
og í skýrslu dómsmálaráðherra til
Alþingis árið 2002.
Til fyrirmyndar
Þess ber líka að geta sem vel er
gert því vissulega eru dæmi þess
að þingmenn, sem hafa haft ein-
hverjar efasemdir um embættið,
kynni sér málin mjög vel en komi
ekki fram opinberlega með ein-
hverjar staðhæfingar sem ekki
standast.
Í byrjun árs 2002
óskuðu níu þingmenn,
undir forystu Jó-
hönnu Sigurð-
ardóttur, eftir því að
dómsmálaráðherra
flytti Alþingi skýrslu
um stöðu og þróun
löggæslu á und-
anförnum árum með
hliðsjón af brotatíðni,
almannaöryggi og
réttaröryggi íbúa í
samræmi við lög-
reglulög. Jafnframt
var þess óskað að
ráðherrann gerði
grein fyrir umbótum sem nauðsyn-
legar væru til að styrkja löggæslu
og þjónustu við landsmenn. Beiðn-
in var í 18 liðum. Tveir liðir henn-
ar varða sérstaklega embætti rík-
islögreglustjóra. Í greinargerð
með beiðninni kemur meðal ann-
ars fram að nauðsynlegt sé að
skoða samhengi í fjárframlögum
almennt til rekstrar löggæslunnar
í landinu og hvort þær breytingar
sem urðu á skipulagsmálum lög-
gæslu með stofnun embættis rík-
islögreglustjóra hafi náð tilætl-
uðum árangri.
Dómsmálaráðherra skilaði Al-
þingi umbeðinni skýrslu þar sem
meðal annars var ítarlega fjallað
um embætti ríkislögreglustjóra og
það rakið að stofnun embættisins
hafi orðið til þess að styrkja og
efla lögregluna í landinu, meðal
annars á sviði stjórnsýslu, heild-
arskipulags, samræmingar, al-
þjóðlegra samskipta og faglegrar
meðferðar mála. Þá er þess getið
að starfsmönnum hafi fjölgað hjá
embættinu en það stafi fyrst og
fremst af flutningi verkefna til
þess, sem að mati löggjafans hafi
átt best heima hjá ríkislög-
reglustjóra vegna samræmingar-
og þjónustuhlutverks embættisins.
Í stuttu máli megi segja að stærsti
hlutinn af mannafla og fjármagni
til ríkislögreglustjóra nýtist beint
eða óbeint löggæslu í landinu öllu.
Þeir þingmenn sem óskuðu eftir
skýrslunni höfðu greinilega lagt í
mikla vinnu við undirbúning
beiðninnar og sama er að segja
um dómsmálaráðherra með
skýrslu upp á 92 blaðsíður. Gagn-
semi skýrslunnar er óumdeild og
bæði ráðherranum og skýrslubeið-
endum til sóma. Í inngangi hennar
segir til dæmis að hún hafi að
geyma ýmsar athyglisverðar upp-
lýsingar um þróun framlaga til
löggæslu, fjölda lögreglumanna,
þróun afbrota hér á landi, hvernig
unnið hafi verið að eflingu lög-
gæslunnar á undanförnum árum
auk margs annars.
Þó svo að skýrslan gefi góðar
upplýsingar um löggæsluna í land-
inu hefur ýmis framþróun orðið
síðan hún var gerð, eins og sjá má
af ársskýrslum embættis ríkislög-
reglustjóra og kynningarriti um
embættið sem gefið var út fyrir
tveimur árum. Dæmi sem hér má
nefna eru breytt skipulag al-
mannavarna ríkisins þegar starf-
semin var færð undir embætti rík-
islögreglustjóra á árinu 2003, mikil
efling sérsveitarinnar á síðustu
misserum, aukin áhersla á innri
málefni lögreglunnar og gæði lög-
reglustarfa, aðgerðir og ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að
skipulögð alþjóðleg glæpastarf-
semi nái fótfestu hér á landi, auk-
in samvinna við erlend lögreglulið
og löggæslustofnanir, fræðilegar
rannsóknir af ýmsum toga o.fl.
Ársskýrsla
ríkislögreglustjóra 2005
Í nýútkominni ársskýrslu emb-
ættis ríkislögreglustjóra eru mjög
fróðlegar og áhugaverðar upplýs-
ingar um starfsemi og skipulag
embættisins. Viðfangsefnin eru
fjölþætt og þar er ýmsum spurn-
ingum svarað, svo sem:
Hvað gert hefur verið til að
efla og viðhalda góðu siðferði
innan lögreglunnar.
Hvað gerir Schengen-sam-
starfið svo árangursríkt.
Hvað gert hefur verið til að
bæta stöðu þeirra sem verða
fyrir heimilisofbeldi.
Hvaða þróun hefur orðið á
stöðu og fjölda kvenna innan
lögreglunnar.
Hvaða viðfangsefnum sérsveit-
armenn ríkislögreglustjóra
sinna.
Hvernig embættið hefur komið
út í úttektum nefnda á vegum
Evrópusambandsins.
Hvernig unnið er að því að ná
betri yfirsýn og samanburði við
önnur lönd á stöðu afbrota, ör-
yggi borgaranna og þjónustu
lögreglu við þá.
Hvernig haldið er úti útgáfu-
starfsemi til upplýsingamiðl-
unar, m.a. til að bæta þjón-
ustuna og öryggi borgaranna.
Hvernig unnið er að því að
bæta vinnubrögð lögreglu.
Hvernig efnahagsbrotadeildin
kemur út varðandi málshraða
og hlutfall sakfellingar, í sam-
anburði við sambærilegar deild-
ir á öðrum Norðurlöndum.
Hvernig embættið vinnur að
forvörnum og fræðilegum rann-
sóknum á skipulagðri glæpa-
starfsemi og mögulegum
hryðjuverkum.
Hvernig embættið heldur úti
skilvirku samræmingar-, eft-
irlits- og þjónustuhlutverki.
Hvernig uppbygging fjar-
skipta-, tækja- og búnaðarmála
lögreglu hefur aukið öryggi
borgaranna, bætt þjónustuna
við þá og aukið tæknileg úr-
ræði lögreglu til að takast á við
afbrot.
Hvernig unnið er að því að
bæta starfsumhverfi lögreglu-
manna.
Hvers vegna villandi umræðu
og röngum yfirlýsingum um
málsatvik og málsmeðferð er
sjaldnast svarað af hálfu emb-
ættisins.
Skýrsluna má nálgast á vefsíðu
ríkislögreglustjóra; www.rls.is
Í ljósi staðreynda
Guðmundur Guðjónsson skrifar
um embætti ríkislö reglustjóra ’. . . jafnvel eru dæmiþess að látið hafi verið að
því liggja að embættið,
þar sem starfa á annað
hundrað manns, sé ein-
hvers konar strengja-
brúða valdamikilla
stjórnmálamanna. ‘
Guðmundur
Guðjónsson
Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá
embætti ríkislögreglustjóra
Dolce & Gabbana
Chanel
Prada
Donna Karan
Lindberg
Versace
Roberto Cavalli
Bulgari
Tom Ford og fl.
Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar
Gleraugu eru skart