Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 39
UMRÆÐAN
ÞEGAR ég las Blaðið 11. júlí sl.
fannst mér ég vera að lesa grein síð-
an 1990. Þarna var verið að fjalla um
unglingadrykkju sl.
tvær helgar á undan, á
Akranesi og í Ólafsvík.
Þetta var kunnugleg
lesning fyrir okkur
sem þekktum svo vel til
unglingadrykkju á ár-
um áður.
Vímulaus æska og
Fræðslumiðstöð í fíkni-
vörnum settu á stofn
átak 1994 með aðstoð
fjölmargra félaga og
stofnana. Valdimar Jó-
hannesson var fenginn
til að stýra þessu átaki
og með honum var kosin 17 manna
stjórn. Markmiðið var að stöðva
unglinga- og barnadrykkju. Þetta
átak tókst mjög vel og það var ótrú-
legt hvað foreldrar og félagasamtök
tóku mikinn og góðan þátt í þessu,
enda varð árangurinn eftir því.
Á þessum tíma blasti við sú stað-
reynd að drykkja meðal barna og
unglinga var farin að festa sig í sessi
á Íslandi og farið var að líta á hana
sem lögmál. Á þessum tíma urðum
við vör við drykkju barna allt niður í
11 ára aldur. Þetta þótti okkur, sem
vorum að vinna með foreldrum og
börnum, sorglegar staðreyndir. Við
vitum að ef krakkar hefja ung neyslu
áfengis þá lenda þau fyrr í neyslu
annarra vímuefna og þróa með sér
andfélagslega hegðun, flosna úr
skóla eða vinnu og verða fyrir slys-
um eða ofbeldi.
Átakinu var aðallega beint til for-
eldra og lögð var mikil áhersla á að
taka á sölu landa til
unglinga, sem var mjög
mikil á þessum árum.
Lögreglan tók líka vel á
landasölunum og það
fór svo að lítið hefur
borið á þeim síðan.
Eftir átakið voru
útihátíðir skárri og í
nokkur ár hefur ekkert
gerst eins og gerðist á
Akranesi um daginn.
Því er spurt: Er þetta
það sem koma skal í
sumar?
Á sl. ári urðum við
vör við landasala, foreldrar fóru að
hringja í Foreldrasímann og segja
okkur frá partíum sem krakkarnir
þeirra voru í og þar komu menn á
svörtum fínum bílum á staðinn og
voru með landa til sölu og síðan er
það eitthvað fleira því önnur vímu-
efni voru líka á boðstólum. Þannig að
við höfum orðið vör við þessi við-
skipti í allan vetur.
Við hér í Foreldrahúsinu höfum
orðið vör við mikla aukningu hjá
unglingum á notkun áfengis og ann-
arra vímuefna sl. tvö ár. Hassið er
alltaf vinsælt hjá unglingum en fleiri
og fleiri nota amfetamín og þótt
ótrúlegt sé þá er hópur unglinga að
nota mun sterkari efni. Þannig að
málin sem koma til okkar eru yf-
irleitt orðin erfiðari og ljótari en áð-
ur.
Þess vegna er það að það er þörf á
því að foreldrar og aðrir taki hönd-
um saman, eins og gert var í áð-
urnefndu átaki. Við Íslendingar telj-
um okkur vera vel upplýsta
menningarþjóð, við getum ekki setið
hjá, við verðum að taka á þessum
málum. Við hjá Vímulausri æsku
vinnum af öllum mætti að forvörnum
og erum alltaf að auka við foreldra-
samstarfið, með það í huga að bæta
ástandið.
Nú er verslunarmannahelgin á
næstu grösum og það er betra að
gæta vel að krökkunum okkar, og
foreldrar, ekki láta unglingana ykk-
ar fara ein á útihátíðir, farið bara
með þeim og skemmtið ykkur sam-
an. Vonandi fara þeir sem stjórna
þessum hátíðum eftir settum reglum
hvað varðar börn og unglinga.
Foreldrar og börn, góða skemmt-
un.
Unglingadrykkja
Elísa Wium skrifar um áfengis-
og vímuefnaneyslu unglinga ’Við hér í Foreldrahús-inu höfum orðið vör við
mikla aukningu hjá ung-
lingum á notkun áfengis
og annarra vímuefna sl.
tvö ár. ‘
Elísa Wium
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vímulausrar æsku – Foreldrahúss.
ÞAÐ SÝNDI sig best nú í maí í
skemmtiátakinu „Hjólað í vinnuna“,
að hjólreiðar geta verið góður kostur
í samgöngum. Þær eru
arðsömustu sam-
göngur, sem völ er á í
þéttbýli. Vistvænar,
hljóðlátar, heilsu-
samlegar og hag-
kvæmar. Ekki aðeins
fyrir einstaklinginn,
sem hjólar, heldur líka
samfélagið í heild.
En yfirvöld hafa
ætíð sett þessum sam-
göngum þröngar
skorður með aðgerða-
leysi eða röngum
ákvörðunum. Því gef-
ast margir upp á hjól-
reiðunum fyrr eða síð-
ar.
Þó að hjólreiðamenn
hafi fullan rétt, sam-
kvæmt umferð-
arlögum, til að vera á
akbrautum, treysta fæstir hjólreiða-
menn sér til að hjóla þar, vegna
slæmrar umferðarmenningar og mik-
ils hraða bílaumferðar. Hröð umferð
hjólreiðamanna á heldur enga sam-
leið með gangandi fólki eða gæludýr-
um. Samt neyðast flestir til að hjóla á
gangstéttum þó að umferðarrétt-
urinn þar sé takmarkaður og umferð-
arreglur mjög tilviljanakenndar.
Í stað þess að koma upp hjólreiða-
brautakerfi, eins og tíðkast í ná-
grannalöndum okkar, var í upphafi
valdatíðar R-listans tekin sú ranga
ákvörðun að merkja hjólareinar í
gangstíga, svokallaða 1+2 stíga. Öf-
ugt við það sem tíðkast í nágranna-
löndunum, þar sem slíkir stígar eru
til, var ákveðið, að hjólreiðamenn
fengju aðeins 1 metra af 3. Hjólreiða-
fólki er því gert óhægt um vik að
fylgja eðlilegum umferðarreglum, því
að borgin hugsaði ekki fyrir sér-
sniðnum umferðarreglum með þess-
ari ákvörðun. Þetta hefur valdið
slæmum slysum, og því er þörf á
breytingum strax. Þess skal getið, að
hjólreiðamaður þarf að fylgja einni
skýrri reglu á gangstéttum. Hún er
sú, að hann á að sýna gangandi veg-
farendum fulla tillitssemi.
Dæmi um óskráðar umferð-
arreglur á göngustígum borgarinnar:
Þegar engin hjólarein er af-
mörkuð á göngustíg, ríkir hefðbundin
hægriregla og varúðarregla eins og á
akbrautum, nema gangandi vegfar-
andi eða gæludýr sýni önnur við-
brögð.
Ef hjólareinin er vinstra megin í
ferðastefnu, þarf að taka fram úr
hægra megin en vinstra megin, ef
gangandi vegfaranda er mætt. Hjól-
reiðamenn geta ekki mæst á hjól-
areininni. Ef hjólreiðamaður mætir
eða fer fram úr öðrum hjólreiða-
manni, þarf hann að víkja til hægri út
á göngustíginn, sem skapar óvissa
réttarstöðu fyrir hjólreiðamanninn,
ef slys verða.
Þegar hjólareinin er hægra
megin í ferðastefnu, á hjólreiðamaður
ekki að víkja fyrir umferð, sem kem-
ur á móti, heldur halda sig sem lengst
til hægri á stígnum. Hann þarf hins
vegar að víkja til vinstri út á göngu-
stíginn, þegar taka þarf fram úr öðr-
um hjólreiðamanni.
Á sama stígnum getur hjól-
areinin stundum verið hægra megin
og stundum vinstra megin, og þess á
milli er engin hjólarein, eins og sjá
má á Fossvogsstígnum. Ástandið get-
ur því verið mjög ruglingslegt og
einkum vegna þess, að
ekki hafa enn verið
gefnar út neinar sér-
stakar umferðarreglur á
stígum sem þessum.
Á öðrum stígum
getur hjólareinin birst
og horfið eins og með
fram Sæbrautinni, þar
sem sjórinn skolar
stígnum burt að hluta á
hverju ári. Hjólreiða-
menn þurfa því ýmist að
fara fram úr gangandi
eða hjólandi umferð
vinstra eða hægra meg-
in, allt eftir því, hvort
línan er til staðar eða
ekki. Þá er heldur ekki
sama, hvort mætt er
gangandi eða hjólandi
fólki.
Þegar snjór liggur
yfir stígum og merkingar eru huldar,
ríkja handahófskenndar umferð-
arreglur, enda ekki til neinar stað-
festar reglur. Þeir sem muna hvorum
megin hjólareinin er, gætu verið á
„röngum“ stað í huga þess hjólreiða-
manns, sem þeir mæta og ætlar að
fylgja hægri reglunni.
Af þessum dæmum má sjá, að mikil
þörf er á skýrum umferðarreglum á
göngustígum. Þá hefur ekki verið
minnst á það slæma ástand, sem nú
ríkir við mörg gatnamót.
Nú þegar í sumar þarf að merkja
göngustíga með miðjulínu, svo að
koma megi á hefðbundnum umferð-
arreglum. Umferð um suma stíga er
orðin svo mikil, að ekki má dragast
lengur að koma á hefðbundinni
hægrireglu, sem allir þekkja.
Það var ákvörðun Alþingis að leyfa
hjólreiðar á gangstéttum, og sam-
kvæmt öllum reglum ætti því sam-
gönguráðuneytið að sjá um breytingu
á umferðarlögum. En í dag hefur
samgönguráðuneytið engan áhuga á
samgöngum, sem ekki eru vél-
væddar, og hefur algerlega vísað
þessum málaflokki til sveitarfélaga,
þar sem hvert sveitarfélag mótar sína
eigin stefnu, óháða öðrum.
Það ætti því að vera á valdi og í hag
sveitarfélaganna að knýja á um að
samgönguráðuneytið endurskoði
þessa stefnu sína, svo að koma megi á
heildstæðum verklagsreglum við
gerð göngustíga og væntanlegra hjól-
reiðabrauta.
Nú, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er
kominn til valda í Reykjavík, ætti að
vera lítill vandi að semja við sam-
gönguráðuneytið um að samræma
verklagsreglur í samgöngumálum
þéttbýlisstaða. Að sama skapi er
nauðsynlegt að bæði ríkisvaldið og
sveitarfélögin hefji samráð við fag- og
hagsmunaaðila um lagningu hjól-
reiðabrauta í samræmi við það, sem
er að gerast í nágrannalöndum okkar.
Það hefur aldrei verið meiri þörf en
nú að bjóða borgarbúum upp á vist-
vænar, hollar og öruggar samgöngur,
því að það hefur gleymst meira og
minna undanfarin ár.
Reglnarugl á
göngustígum
Magnús Bergsson fjallar um
hjólreiðar.
Magnús Bergsson
’...mikil þörf er áskýrum umferð-
arreglum á
göngustígum.‘
Höfundur er stjórnarmaður Lands-
samtaka hjólreiðamanna www.hjo-
l.org
SEM íbúi á Austurlandi vil ég
sérstaklega þakka Halldóri Ás-
grímssyni, fv. forsætisráðherra, og
Framsóknarflokknum fyrir það
framfararskeið sem nú ríkir á
Austurlandi. Bygging Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers Alcoa
skiptir sköpum fyrir þá raunveru-
lega stefnu að halda
landinu í byggð, eins
og allir stjórn-
málaflokkar hafa í
orði kveðnu boðað.
Hér sýna menn í verki
að þeir vilji í raun
halda landinu í byggð.
Halldór Ásgrímsson
leiddi þar þing-
mannahópinn, ásamt
sínum ötula fv. iðn-
aðarráðherra og kven-
skörungnum Valgerði
Sverrisdóttur, af mik-
illi festu í gegnum
grýttan jarðveg, enda þótt sótt hafi
verið úr launsátri á ólíklegustu
stöðum. Liðveisla hins merka
stjórnmálamanns Davíðs Oddsonar,
fv. formanns Sjálfstæðisflokksins,
sem sá um að allir hans menn
gengju í takt var mikilvæg. Enn-
fremur skal ekki gleyma þýðing-
armiklum stuðningi Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, fv. borg-
arstjóra, enda þótt um hjáróma
rödd hafi verið um að ræða á vett-
vangi Samfylkingarfólks.
Ég man sannarlega þá tíð er
Halldór kom hingað austur á fundi,
í kringum aldamótin síðustu, með
sínum samflokksmönnum og var að
kanna hug almennings hér, hvað
það væri sem íbúarnir vildu sjá til
nýsköpunar í atvinnumálum. Hall-
dór óskaði sérstaklega eftir skoð-
unum fundarmanna á því hvort fólk
yfirhöfuð vildi fá álver, því engin
ástæða væri til að vinna að slíku
verkefni ef fólkið vildi ekki þannig
atvinnustarfsemi. Almennur áhugi
var svo sannarlega hér austanlands
fyrir álverksmiðju, fremur en t.d. á
rafmagnsútflutningi eða olíu-
hreinsunarstöð. Halldór reyndist
trúr og tryggur sínum kjósendum
og þurfti örugglega mikið á sig að
leggja, og flokkinn, til að ná málinu
í gegn.
Við ættum að minnast þess að á
ríkisstjórnarárum Sjálfsæðis- og
Alþýðuflokks 1991–1995 og er sá
mæti maður Jón Sigurðsson var
iðnaðarráðherra, þá ákváðu þessir
flokkar að byggja álver á Keilisnesi
en hins vegar átti að virkja á Aust-
urlandi og flytja orkuna suður með
allri þeirri sjónmengun sem orðið
hefði með rafmagnsmöstrum og
línum alla þessa leið frá virkj-
unarstað til Álsness. Þetta fannst
Austfirðingum að sjálfsögðu alveg
út í hött. En svona var
þetta nú. Þegar Fram-
sóknarflokkurinn
komst í ríkisstjórn
1995 setti Halldór það
sem skilyrði að ef
virkjað yrði fyrir aust-
an í því skyni að út-
vega orku fyrir álver
þá skyldi álverk-
smiðjan líka staðsett á
Austurlandi. Þetta
ættu menn að hafa í
huga, sem nú njóta
uppbyggingarinnar í
tengslum við álver Al-
coa á Reyðarfirði. Hins vegar eru
sömu kratarnir, sem vildu ólmir fá
álverið á Keilisnes um árið, nú
manna mest á móti álverinu hér
fyrir austan.
Ég gæfi ekki mikið fyrir ástand-
ið hér á Austurlandi ef Samfylk-
ingin og Vinstri grænir hefðu ráðið
ferðinni í landsmálunum. Þá hefði
ekki komið til þeirra framkvæmda
sem nú standa yfir.
Síðastliðin 20 ár var stöðugur
fólksflótti frá Austurlandi. Engin
hús voru byggð, fasteignaverð
hrapaði linnulaust, húseigendur
voru bundnir átthagafjötrum og
gátu sig illmögulega hreyft nema
setja sig í stórskuldir, unga fólkið
sem sótti langskólamenntun hafði
ekki að nokkru að hverfa í heima-
byggð og settist að víðs fjarri, trú
fólks á framtíð sinnar heimabyggð-
ar var engin. Í besta falli hefði ver-
ið hægt að halda uppi merkjum
staðarins í formi minjasafns um
liðna tíma.
Nú hefur ástandið snarbreyst.
Fjölbreytt atvinna er í boði. Ungir
sem aldnir hafa svo miklu meira
val hvað atvinnu varðar. Sú var tíð-
in að maður sá hvergi hús í bygg-
ingu nema á höfuðborgarsvæðinu.
En um þessar mundir má líka sjá
heilu hverfin byggjast upp á Nes-
kaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði,
Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum. Ið-
andi mannlíf og byltingarkennd
gróska í atvinnumálum hafa tekið
við. Fasteignaverð hefur hækkað í
átt til byggingarkostnaðar. Fram-
sókn á öllum sviðum stendur yfir,
sjálfstæði þjóðarinnar styrkt, al-
menningi til góðs og komandi kyn-
slóðum.
Talandi dæmi um jákvæð og at-
vinnuskapandi áhrif af fram-
kvæmdunum hér á Eskifirði er af
dugnaðarforkinum Láru Eiríks-
dóttur, sem vann í rækjuverksmiðj-
unni á Eskifirði en missti sína
vinnu þegar verksmiðjunni var lok-
að. Hún tók það til bragðs ásamt
sínum eiginmanni, Björgvini Er-
lendssyni, að stofna fyrirtæki sem
tæki að sér hreinsun og þrif. Til að
byrja með voru stafsmenn 1, 2 og
3, en í dag er starfsmannafjöldinn
20 manns, eða sem samsvarar heilli
áhöfn frystitogara. Og svona er
þetta á öðrum sviðum í þjón-
ustugeiranum hér austanlands.
T.a.m. rafmagnsverkstæði sem sett
var á laggirnar og hafði innbyrðis
2–3 starfsmenn þegar stærsti at-
vinnurekandinn á Eskifirði ákvað
að hagræða hjá sér og leggja verk-
stæðið niður, og verkstjórinn,
Andrés Elísson, stofnaði sitt eigið
fyrirtæki. Nú eru þar 10–12 manns
í vinnu og bjart framundan. En það
er eins og allir hafi gleymt því afli,
sem kveikti eldana. Vitanlega ber
þó að huga að athugasemdum eins
og þeim sem berast frá grandvör-
um mönnum á borð við Steingrím
J. Sigfússon og Hjörleif Guttorms-
son en varast ber þó allar öfgar.
Það er mín trú að framkvæmd-
irnar hér fyrir austan séu afar
heppilegar og marki tímamót við
að halda landinu í byggð. Síðar
meir vilji allir Lilju kveðið hafa.
Sanngjarnt er að þeir sem kveiktu
eldana njóti þeirra í lifanda lífi.
Þakkir til Halldórs Ásgrímssonar
Emil Thorarensen þakkar
Halldóri framfaraskeið sem
nú ríkir á Austurlandi ’Ég gæfi ekki mikið fyrir ástandið hér á
Austurlandi ef Samfylk-
ingin og Vinstri grænir
hefðu ráðið ferðinni í
landsmálunum. ‘
Emil Thorarensen
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Útsala
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16