Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 40
40 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HUGLEIÐING sem kviknaði í til-
efni pistils Steinunnar Ólínu Þor-
steinsdóttur í Tímariti Morg-
unblaðsins 23.7. 2007 síðastliðinn.
Henni blöskrar þau náttúruspjöll
sem verið er að vinna að á Austur-
landi í sambandi við Kárahnjúka-
virkjun þessa dagana og þeim breyt-
ingum sem þessar framkvæmdir
munu hafa á mannlíf og náttúru um
ófyrirsjáanlega framtíð. Ekki geri
ég lítið úr því að þarna muni verða
miklar og varanlegar breytingar
sem síðari tíma menn munu dæma á
mismunandi hátt, mun sá dómur
m.a. byggjast á því hvort sú atvinnu-
sköpun sem að er stefnt heppnast
eða ekki.
Hitt vefst fyrir mér hvort öll sú
mikla ásókn þéttbýlisbúa í lóðir og
lendur fyrir sumarhúsabyggðir sér-
staklega í fallegum kjarrivöxnum
hraunum, með tilheyrandi trjárækt
og ræktunarstarfi og byggingum
verður álitinn nokkuð minni skað-
valdur óspilltri náttúru þegar fram
líða stundir.
Eg hefi ekki orðið var við að hinir
svokölluðu Íslandsvinir hafi hvatt
fólk til verndar þessum löndum og
ásýnd þeirra. Þessar breytingar eru
þó auðsæjar hverjum þeim sem um
landið fer t. d. ef ekið er upp Gríms-
nesið frá Þrastarlundi þá er landið
að breytast úr vinalegri hlýlegri
heild í mismunandi köflóttar smá-
spildur með framandi gróðri, svo úr
verður skipulagslaus óskapnaður, að
ekki sé nú minnst á gegnumboraða
Hellisheiði.
Þetta leiðir hug minn að því að
reglulega blossa upp umræður um
hátt matvöruverð á Íslandi, ekki
stendur það í neytendasamtökum
ASÍ og öðrum sjálfskipuðum menn-
ingarvitum, að finna sökudólga, þar
er auðvitað engum öðrum um að
kenna en bændum og verndarstefnu
stjórnvalda til styrktar atvinnu-
greininni, þessi umræða er oft á tíð-
um svo einhliða að furðu gegnir. Ég
legg því til að ASÍ láti hagfræðinga
sína reikna út t.d. hvað myndi 1 kg af
unninni kjötvöru t.d. kjötfarsi eða
bjúgum kosta út úr búð ef bóndinn
gæfi sinn hlut, en allt annað yrði
óbreytt, ekki segi ég þetta vegna
þess að ég telji að það fólk sem við
þetta vinnur sé ofhaldið af sínum
launum, síður en svo.Þessari sömu
aðferð mætti svo beita við að kanna
verðlagningu á mjólk og mjólk-
urvörum. Þá fengjum við raunhæf-
ari mynd af því hvernig verð á land-
búnaðarvörum verður til og hvað
það eru í raun margir sem hafa sína
framfærslu að hluta eða öllu leyti af
landbúnaði, þótt þeir heiti iðn-
aðarmenn, verslunarfólk eða eitt-
hvað annað.
Þetta ætti, ef sæmilega tekst til,
að geta víkkað sjóndeildarhringinn
og aukið skilning fólks á því hvað
hver og einn er öðrum háður í sam-
félaginu.
MAGNÚS FINNBOGASON
frá Lágafelli
Gilsbakka 2, Hvolsvelli.
Náttúruvernd og
landbúnaðarvöruverð
Frá Magnúsi Finnbogasyni:
JÓN Sigurðsson, margar sögur hef
ég heyrt af þér og eru þær án und-
antekninga sögur um heilindi þín,
dugnaðinn í
störfum innan
flokksins og fyrir
íslensku þjóðina,
enda hefur þú
reynt að standa
vörð um batnandi
lífskjör í landinu
og það án þess að
vilja nokkurt
hrós fyrir.
Ég vildi helst
segja þér að það
er ekki skylda þín að sannfæra fólk
um þínar skoðanir, heldur verður
þú að segja frá þínum skoðunum og
leyfa dóm á þær. Fólk er almennt
mjög meðtækilegt fyrir skoðunum
annarra en bregst oft illa við ef ein-
hver segir því að skoðanir þess séu
rangar.
Í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum trúði ég á mann og við töp-
uðum. Ég sé ekki eftir því að hafa
trúað á hann, heldur sé ég eftir því
að hafa ekki sagt honum að ég trúi
enn á hann, því það koma kosningar
eftir þessar og ég trúi því að hans
eiginleiki til að leiða til betri tíma
fyrir þá sem eiga erfitt muni koma
fram.
Það sem ég er að reyna að segja
er að ég veit að flokkurinn er að
ganga í gegnum erfiða tíma en sá
sem leiðir okkur í gegnum erfiðleik-
ana er foringi.
Aldrei hef ég hitt þig, en ég trúi.
Trúi að þú standir fyrir því hvað
það er að vera Framsóknarmaður.
Ekki einhver sem þráir völd líkt
og sundruð stjórnarandstaðan held-
ur fram, heldur einhver sem er
tilbúinn til að gera hluti. Fólk sem
er tilbúið til að taka afleiðingunum
en benda ekki á einhvern annan.
Þegar ég tala um fólk er ég í raun
að tala um vini, því hvergi getur þú
fundið jafnmikið af góðum, traust-
um og óeigingjörnum vinum og í
Framsókn.
Þú átt ekki að setja sömu kröfur
og margir um að þú leiðir flokkinn
til einhvers sigurs í komandi kosn-
ingum, heldur að þú leiðir okkur í
gegnum þær og standir með okkur
í erfiðleikunum. Þannig munum við
standa nægilega vel saman, samein-
aðir munum við vera áfram í hópi
þriggja stærstu flokka á Íslandi.
Með því að gefa kost á þér ertu
að takast á við mikla erfiðleika og
ég trúi því að þú munir sigrast á
þeim og þess vegna færðu mitt at-
kvæði.
Guðni Ágústsson
Nýlega stóðstu beint á móti mér og
tókst í höndina mína og sagðir
ákveðið: „Ef þetta er framtíðin, þá
er framtíðin björt.“ Ég horfði beint
til baka og svaraði jafnóðum: „Þú
segir að ég sé framtíðin, en ég segi
að framtíðin sé beint á móti mér.“
Guðni, þú ert án vafa einhver
sem veigrar sér ekki við að hafa
skoðanir og þá á að virða sem
standa fyrir sínum skoðunum.
Einnig hélst þú ekki kjafti þegar
formaðurinn fráfarandi talaði um að
stefna Framsóknarflokksins ætti að
vera „Göngum í Evrópusam-
bandið“, án þess að spyrja flokks-
menn og líka landsmenn hvort þeir
væru þeirrar skoðunar. Nei Guðni,
þú þekkir þína menn og ert ekki
tilbúinn til að láta þagga niður
raddir félaga þinna, né heldur ertu
sá sem niðurlægir samflokksfélaga
sína líkt og ónefndur aðili innan
flokksins.
Ég er langt frá því að vera sá
fyrsti eða síðasti til að trúa á Guðna
Ágústsson sem stjórnmálamann en
vil án nokkurs vafa vera einn af
þeim. Nú þori ég að segja skoðun
mína, til þess að allir viti hvar og
fyrir hvað ég stend. Það þor hef ég
af því að trúa á þig sem stjórnmála-
mann, vitandi það að þú ert trausts-
ins verður.
Treystum góðum manni til góðra
verka, kjósum Guðna.
ALEX BJÖRN STEFÁNSSON
gjaldkeri félags ungra
Framsóknarmanna á Akureyri.
Opið bréf til Jóns Sigurðssonar
og Guðna Ágústssonar
Frá Alex Birni Stefánssyni:
Alex Björn
Stefánsson
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
draga úr vegaframkvæmdum á Vest-
fjörðum vegna
þenslu í samfélaginu.
Fyrir alla hugsandi
menn er þessi aðgerð
með öllu óskiljanleg.
Þenslu gætir ekki á
Vestfjörðum. Þar eru
ekki fyrirhugaðar
neinar stór-
iðjuframkvæmdir og
eins og gefur að skilja þar gætir ekki
uppgangsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þenslan á höfuðborgarsvæðinu hefur
haft jákvæð áhrif fyrir atvinnulífið á
Reykjanesi, Suður- og Vesturlandi. Í
engum landsfjórðungi er vegakerfið
eins bágborið og á Vestfjörðum. Sýnt
hefur verið fram á með óyggjandi
rökum að vegur um Arnkötludal er
samfélagslega arðbær framkvæmd.
Lagður hefur verið nýr vegur um
Bröttubrekku, miklar vegafram-
kvæmdir standa nú yfir í Svínadal og
Gilsfjarðarbrú er gríðarleg sam-
göngubót. Til þess að Vestfirðingar
fái notið þessara samgöngubóta er
vegur um Arnkötludal algjör nauð-
syn. Vegaframkvæmdir í Ísafjarð-
ardjúpi eru nauðsynlegar þar sem all-
ir flutningar til og frá Ísafirði og
nágrannabyggðum fer nú allur fram
um þjóðveginn. Leiðin um Óshlíð, á
milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, er
lífshættuleg. Það ætti að vera for-
gangsverkefni að tryggja örugga leið
á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.
Tilefni þessarar orðsendingar til
samgönguráðherra og stjórnarþing-
manna kjördæmisins er að í ár eru 60
ár frá því að Þorskafjarðarheiði var
tekin í notkun. Hagmæltur maður
sem leið átti um heiðina fyrir nokkr-
um árum setti saman þessa vísu:
En sá heiðar andskoti.
Ekkert líf né kvikindi.
En hundrað milljón helvíti
af hnullungum og stórgrýti.
Fyrir Vestfirðinga er það dapurleg
staðreynd að þrír af þingmönnum
kjördæmisins eru ráðherrar. Hvað
eru þeir að hugsa? Sá merki stjórn-
málamaður, Davíð Oddsson, sagði á
sínum tíma þegar fjármálaráðherra
hugðist leggja skatt á blaðburð-
arbörn: ,,Svona gera menn ekki.“
Samgönguráðherra! Svona gera
menn ekki.
SIGMAR B. HAUKSSON
vegfarandi um Vestfirði,
Víðivöllum.
Þorskafjarðarheiði 60 ára
Frá Sigmari B. Haukssyni:
Sigmar B.
Hauksson
GÓÐAN dag, kæru lesendur, hér á
eftir ætlum við að reyna að vekja
áhuga ykkar á klámvæðingunni með
ögn nýstárlegum hætti. Undirrituð
ætlar að lýsa með orðum nokkrum
auglýsingum sem urðu á vegi Com-
peto Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar
um daginn. Þessar auglýsingar eru
ekkert einsdæmi, ekki ýktar heldur
blákaldur raunveruleikinn. Lesið nú:
Sjáið fyrir ykkur konu, yfir þrítugt en
þó ekki að sjá svo mikið sem eina línu
á strekktu botox andlitinu. Silicon
brjóstin þrýstast upp úr svörtum
silkikjólnum sem er rétt svo snípsíð-
ur. Ljósir og liðaðir lokkar prýða hár
hennar. Hendurnar bundnar fyrir
aftan bak og lostafullur óttasvipur á
andlitinu. Lán í óláni að bílskottið
sem hún hvílir í er í stærra lagi og því
komast langir leggirnir fyrir. Á
myndina er ritað einhvers konar boð-
orð svo hljóðandi: „Thou shalt not be
jealous of that others can do with
theirs.“
Undirrituð þurfti að grandskoða
auglýsinguna áður en hún sá neðst
skrifað með pínulitlum stöfum að
þetta væri hárvöru auglýsing. Auð-
velt er að taka fleiri dæmi, til að
mynda sjónvarpsauglýsingu frá
skyndibitakeðjunni Burger King sem
fékk hina ungu og umdeildu Paris
Hilton til liðs við sig til að auglýsa
nýja „Spicey BBQ“ hamborgarann
frá þeim. Í henni fáum við að fylgjast
með þessari föngulegu stúlku baða
sig í sápuvatni og klifra yfir glæsilega
rennireið á meðan hún bítur í safarík-
an hamborgara. Tónlistin sem hljóm-
ar við auglýsinguna er I love Paris
eftir jazz tónlistarmanninn Nat King
Cole flutt á ögn getnaðarlegri hátt en
upphaflega útgáfan.
Ekki getum við þó látið ónefnd tón-
listarmyndböndin, skiptir ekki máli
hvaða tónlistarstefnu við erum að tala
um þótt það virðist vera einkennandi
fyrir svokallaða „mainstream“ tónlist.
Það virðist sem sölutölur vegi þyngra
en gæði og kynlíf og líkamar notað
óspart sem söluvara. Stelpur fá þau
skilaboð að þær eigi að vera und-
irgefnar, lauslátar og strákarnir fá að
sjá að því harðari sem þú ert því
betra, þeir eigi að tala niðrandi um
konur og líta á þær sem hluti.
Flestir hneykslast á þessu og eru
þess fullvissir að þetta hafi ekki áhrif
á þá. Sannleikurinn virðist þó vera
annar, þetta virðist oft byrja sem grín
hjá ungu fólki sem kallar hvert annað
druslur, hórur, tíkur og þar fram eftir
götunum. Smám saman verður þetta
ávani og raunveruleg merking
orðanna gleymist. Þessi hegðun verð-
ur sjálfsögð og smám saman verður
hún ýktari. Setningar líkt og „að
slíta“ og „að ramma“ stelpur, „gullna
sturtan og brúna baðið“ eða „að pota í
kakóið“ vekja enn kannski töluverða
hneykslun hjá flestum. Þó hljótum
við að áætla að smám saman þyki
þær óspennandi og eitthvað nýtt og
grófara taki við.
Þessi þróun er óneitanlega ógn-
vekjandi og erfitt er að benda á söku-
dólginn eða rót vandans. Enn einu
sinni verður forvarnarvinna e.t.v.
eina lausnin. Ekki boð eða bönn held-
ur umræða og fræðsla. Reynslan sem
Competo hefur fært okkur sýnir að
unga fólkið hefur áhuga á þessu og
þörf fyrir að ræða málefnið. Flestir
hafa komist í tæri við klám í ein-
hverju formi, hvort sem það eru kvik-
myndir, ljósmyndir á netinu, klám-
blöð eða eitthvað annað. Hættan sem
stafar af klámi er sú að fólk geri sér
ekki grein fyrir hve ónáttúrulegt mik-
ið af því er. Fólk notar hugmyndir úr
kláminu til að krydda upp á kynlífið
og engin leið að vita hvar það getur
endað. Með klippingum, aðstoð-
armönnum og hinum ýmsu tækni-
brellum er hægt að láta líkamlega
ómögulegar stellinar virka. Þegar
fólk flytur þetta svo inn í svefn-
herbergið geta og hafa hlutirnir end-
að illa. Því viljum við benda fólki á að
vera á varðbergi gagnvart klámvæð-
ingunni.
BERGLIND SUNNA
STEFÁNSDÓTTIR,
Competo jafningjafræðari.
Klámvæðingin í
nútímasamfélagi
Frá Berglindi Sunnu Stefánsdóttur:
ÉG HEF um nokkurra ára skeið ver-
ið búsettur erlendis. Í því útlandi þar
sem ég bjó lengst af eru almennings-
samgöngur nákvæmlega það, sam-
göngur fyrir almenning. Almennings-
samgöngur eru sá ferðamáti sem fólk
velur umfram aðra. Meira að segja
hefur aðgengi að almennings-
samgöngum afgerandi áhrif á til
hækkunar fasteignaverðs. Þetta al-
menna viðhorf til almennings-
samgangna (og bitur reynsla af bíla-
röðum, greiðslum fyrir afnot vega og
bílastæðaokri) sannfærðu mig loks
um að sú ímynd almennings-
samgangna sem mér var í blóð borin;
að þær væru annars flokks ölmusa
fyrir auðnuleysingja sem ekki hafa
döngun í sér til að kaupa bíl, þyrfti
endurskoðunar við. Þegar ég flutti
heim um áramótin var því ég breytt-
ur maður og tók ekki annað í mál en
að ferðast með strætó. Og viti menn,
strætó hafði tekið algerum stakka-
skiptum frá því síðast ég notaðist við
þjónustuna. Vagnarnir gengu örar,
leiðakerfið virtist hannað og út-
hugsað, en ekki samanklastrað. Ég
trúði því vart að ég væri kominn
heim, í Mekka einkabílsins. Það var í
raun aðeins eitt sem ennþá var eins
og forðum, farþegarnir voru fáir. Og
nú skil ég hvers vegna. Ég hitti fyrir
tilviljun á dálitla tilraun fyrrverandi
borgarmeirihluta til þess að bjóða
upp á almenningssamgöngur í
Reykjavík. En nú hafa hinir réttsýnu
vinir einkabílsins tekið við völdum á
ný í borginni og þeirra fyrsta verk er
að koma almenningssamgöngum í
fyrra horf. Ölmusuhorfið. Það sem
þeir vilja er að prýða borgina enn
frekar með bílastæðum og mislægum
gatnamótum. Það eru fjögur ár í
næstu kosningar og ég get lítið gert.
Fyrst þeir ætla að leggja niður stofn-
leiðina mína, S5, og fækka ferðunum
þá verð ég nú bara að taka fram hjól-
ið. Ég hef nefnilega komist að því í
sumar að borgin er orðin full af hjóla-
stígum sem engir voru þegar ég flutti
út. Ég skal samt viðurkenna að ég
ber kvíðboga í brjósti. Mig grunar að
einn daginn mæti ég jarðýtu á leið-
inni í vinnuna því hjólastígarnir eigi
að víkja fyrir mislægum gatnamót-
um. Og hvað geri ég þá?
DAÐI MÁR KRISTÓFERSSON
hagfræðingur.
Almennings(samgöngur)
Frá Daða Má Kristóferssyni:
Morgunblaðið/Kristinn
Bréfritari saknar S5.