Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ynjur til að verja sína konu.
Fyrir hönd okkar eldri sjálfstæð-
iskvenna og fjölskyldu minnar þakka
ég henni samfylgdina og sendi börn-
um hennar, tengdabörnum, bróður
og afkomendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurbjörg Axelsdóttir.
Kveðja frá fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum
Fallinn er frá einn af máttarstólp-
um sjálfstæðismanna í Eyjum, Ingi-
björg Johnsen.
Imba Johnsen, eins og hún var oft-
ast kölluð, var mikil sjálfstæðiskona
og ötull liðsmaður fyrir flokkinn.
Óhætt er að segja að fáir fóru í henn-
ar spor hvað það varðar, ævinlega
tilbúin að starfa fyrir flokkinn og í
framvarðarsveit hans um áratuga
skeið.
Mörg ár var hún formaður Eygló-
ar, félags sjálfstæðiskvenna í Eyj-
um, og þar af leiðandi í stjórn full-
trúaráðsins. Ómældur er sá tími sem
hún lagði fram við þessi störf og er
eiginlega með ólíkindum hvað hún
hafði tíma til þess ofan á öll önnur
störf sín. Var með stórt heimili í Ás-
nesi þar sem oftast var mjög gest-
kvæmt, bindindisfrömuður af lífi og
sál, lagði mikið af mörkum varðandi
barnaverndarmál í Eyjum, rak
blómaverslun um áratuga skeið og
svona ætti lengi telja.
Af þessu sést að Imba var forkur
duglegur og mikil hugsjónamann-
eskja.
Öll störf sem hún innti af hendi
fyrir flokkinn vann hún af heilindum
og alúð og vildi honum allt það besta,
enda fékk hún orð fyrir að vera „blá í
gegn“. En þannig var Imba að
hverju sem hún gekk, allt var gert
eins og hún best gat.
Ófáar ferðirnar átti hún „upp á
fasta landið“ fyrir flokkinn; á lands-
fundi, á kjördæmisþing og á fundi
hjá sjálfstæðiskonum. Allt var þetta
unnið í sjálfboðavinnu og ekki nóg
með það, allur kostnaður greiddur úr
eigin vasa. Þannig var Imba.
Imba var líka ákaflega félagslynd
manneskja og mikil driffjöður þegar
efnt skyldi til mannfagnaðar og þá
var ekkert til sparað. Verður lengi í
minnum haft þegar Imba tók sig til
við að drífa fólk með sér t.d. á lands-
fundi flokksins eða aðrar slíkar sam-
komur – hún var ekki í rónni fyrr en
hún hafði fengið fullt af fólki með sér
og oft reyndist það ekki erfitt því all-
ir löðuðust að henni og ekki skemmdi
hennar létta skap.
En að leiðarlokum vilja sjálfstæð-
ismenn í Eyjum færa henni innilegar
þakkir fyrir öll hennar störf og sam-
veru og um leið senda börnum henn-
ar og ættingjum öllum samúðar-
kveðjur, því þeirra er missirinn
mestur.
Guð blessi minningu Ingibjargar
Johnsen.
Kveðja frá
Góðtemplarareglunni
Í dag er kvödd frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum Ingibjörg Á. John-
sen kaupmaður, mikil heiðurskona,
hugsjónarík, hjartahlý, göfug og
góð. Hún gekk ung til liðs við
bræðralagshugsjón Góðtemplara-
reglunnar og vann henni allt það
gagn er hún mátti um langan ævidag
á meðan heilsan leyfði. Um árabil
áttum við samleið í framkvæmda-
nefnd Stórstúkunnar. Oft var það
ævintýri líkast að starfa með henni
þar. Hún kom eins og hvítur storm-
sveipur á fundina okkar. Fyrr en
varði var hún stundum búin að
skreyta salinn okkar blómum, sem
hún hafði meðferðis. Stundum kom
hún líka með „æskublóm“, þ.e.a.s.
unglinga, með sér að heiman og þeir
höfðu á takteinum eitthvað skemmti-
legt og uppbyggilegt, sem þeir fluttu
okkur fundargestum. Hún var nefni-
lega æskulýðsleiðtogi af lífi og sál.
Þá verða þær ógleymanlegar, mót-
tökurnar sem við fengum hjá henni
þegar við komum út í Eyjar í skóla-
heimsóknir. Þar mætti okkur opinn
faðmur á heimili hennar, og allt var
undirbúið af hennar hendi á þann
veg, að erindi okkar, bindindisboð-
unin, mætti fá sem bestan framgang.
Alltaf var Ingibjörg að hugsa um,
hvað við templarar gætum gert til
þess að stemma stigu við sívaxandi
ásókn Bakkusar á íslenskt þjóðfélag,
sérstaklega æskulýðinn. Hún var
svo bjartsýn og hugmyndarík, að
hún sá alls staðar tækifæri til að láta
að sér kveða. Það var aldrei nein
lognmolla í návist hennar. Orð og at-
höfn skyldu fylgjast að. Og alls stað-
ar vildi hún láta gott af sér leiða.
Hún unni Góðtemplarareglunni. Og
um stefnu hennar hafði hún vissu-
lega getað gert þessi orð reglubróð-
ur okkar að sínum:
Hún biður hvorki um glys né gervihylli,
hún girnist metorð ei, né hefðarsess,
en þráir mest að heift og hatur stilli
og hverfi að eitri og táli ljómi þess.
Hún treystir því, að sá er okkur sendi,
er sjálfur með í frelsisstríði manns:
Að styðja veikan, verma kalda hendi
og vígja hjörtun samúð kærleikans.
(H. Kr.)
Við templarar kveðjum eina okkar
mætustu og bestu félagssystur, með
þökk fyrir drengskap, heillyndi og
órofa tryggð við þann málstað bind-
indis og bræðralags, sem sameinar
okkur í baráttunni við þann vágest,
sem vímuefnaneyslan er. Í þeirri
baráttu er nú það skarð fyrir skildi,
sem vandfyllt verður á komandi tíð.
Guð blessi þá ljúfu og björtu minn-
ingu, sem myndin af okkar hjart-
fólgnu Reglusystur vekur í hugum
okkar. Ástvinunum öllum sendum
við einlægar samúðarkveðjur.
Björn Jónsson,
fv. stórtemplar.
Ég var svo lánsöm að kynnast eld-
huganum Ingibjörgu Johnsen. Á
sviði bindindismála lágu leiðir okkar
saman. Hún gat ekki annað en vakið
athygli þessi glæsilega kona sem
alltaf talaði af eldmóði og lagði sig
fram um að tala til barna og unglinga
og lá ekki á þeirri skoðun sinni að
farsælast væri að velja leið bindind-
is. Hún orðaði það svo að maður ætti
að vera hreykinn af því að vera
templari.
Ingibjörg starfaði ötullega á öllum
stigum Góðtemplarareglunnar og
voru falin ýmis trúnaðarstörf á þeim
vettvangi. Við sátum á tímabili sam-
an í framkvæmdanefnd Stórstúku
Íslands I.O.G.T. Þar var Ingibjörg
góður liðsmaður. Hún hlustaði lítið á
úrtöluraddir sumra okkar í barátt-
unni, eggjaði menn áfram og hafði
óbilandi trú á að þetta gengi nú allt.
Lengi var t.d. rætt um áfengislausan
dag og ekki síst fyrir orð Ingibjargar
varð Bindindisdagur fjölskyldunnar
að veruleika árið 1991.
Hún var gæslumaður í barnastúk-
unni Eyjarós nr. 82 um áratuga-
skeið. Þegar haldin voru unglinga-
regluþing skipti tæpast máli hvar á
landinu það var: Ingibjörg var mætt
og oftar en ekki með hóp unglinga
með sér. Henni þótti það ekki til-
tökumál. Fyrir kraftmikið starf
hennar að æskulýðsmálum bindind-
ishreyfingarinnar í Eyjum og á
landsvísu er ljúft og skylt að þakka.
Sjá framtíðarvonirnar vekja’ okkar dug,
á varðbergi trúir að standa.
Og brosandi geislarnir benda okkar hug
til bjartari hugsjónalanda.
Þar stýrir sá fundi er stóð oss við hlið
í starfinu, ríkari’ og máttugri en við.
(Guðm. Guðm.)
Ingibjörg Johnsen hefur nú haldið
til funda á eilífðarlendum Drottins.
Ég er þess fullviss að þar talar hún
máli hugsjóna sinna af sama eldmóði
og fyrr. Blessuð sé minning hennar.
Mjöll Matthíasdóttir,
fv. stórgæslum.
Unglingareglu I.O.G.T.
Elsku vinkona, hvað ég á eftir að
sakna þín. Mér finnst ég hafa misst
svo mikið og mér finnst ég vera svo
miklu meira ein þegar þú ert farin.
Öll gleðin og gjafmildin sem þú
dreifðir í kringum þig var engu lík.
Allt sem þú gerðir var gert af innri
fegurð sem þú hafðir svo mikla.
Minningarnar streyma fram. Ég
minnist þess þegar við vorum börn
og mér var boðið í afmælið þitt. Allt
var svo flott og fínt. Mamma þín var í
íslenskum búningi og með gulldropa
í eyrunum. Mér varð starsýnt á ger-
semarnar og fegurð móður þinnar.
Við sippuðum og klifruðum fjöll í
Eyjum, syntum frá Löngu og að nýju
bryggju (sem þá var) og aftur til
baka og munaði sko ekki um. Ég leit
svo mikið upp til þín, þú varst hávax-
in og grönn með liðað fallegt hár og
hafðir allt til að bera sem hægt var
að óska sér. Við lékum marga bolta-
leiki og einnig parís þar sem við not-
uðum skósvertudós fulla af sandi.
Þér hafði hugkvæmst þetta snjall-
ræði, enda ætíð úrræðagóð.
Þegar ég var 14 ára og þú u.þ.b.
15–16 ára, þá áttum við báðar smá
aur. Þú stakkst upp á því að við
keyptum okkur efni í kjóla í Dríf-
anda, sem við og gerðum. Þú sneiðst
báða kjólana eins og ekkert væri og
svo saumuðum við hvor á sína
saumavélina. Þetta var á föstudegi
og við mættum í kjólunum á ballið á
laugardagskvöldinu.
Þetta er dæmi um drifkraftinn og
dugnaðinn í þér, allt sem þér datt í
hug var framkvæmt og klárað.
Þegar við uxum úr grasi fórum við
hvor sína leið, eignuðumst fjölskyld-
ur okkar en vorum alltaf í góðu sam-
bandi hvor við aðra, áfram sömu
Eyjastelpurnar báðar tvær.
Í gegnum öll okkar ár hef ég verið
þeirrar blessunar aðnjótandi að geta
kallað þig vinkonu mína, sama á
hverju hefur gengið. Ekkert gat
nokkurn tímann klippt á þráðinn
sem hefur verið á milli okkar. Nú
kveð ég þig, kæra vinkona, hinstu
kveðju og finn hvað ég hef misst mik-
ið. Ég votta öllum börnum þínum og
öðrum afkomendum mína dýpstu
samúð og bið að þau njóti áfram
Guðs blsssunar.
Þín vinkona
Sigríður Inga í Skuld.
Þegar við hugsum til Imbu vekur
það upp hlýjar endurminningar.
Hún bjó í Ásnesi við Skólaveginn, en
við í nágreninu á Faxastígnum. Ás-
laug dóttir hennar er æskuvinkona
okkar og Imba var líka góð vinkona.
Með glaðværð sinni tók Imba okkur
fagnandi og vorum við ætíð velkomn-
ar inn á heimili hennar. Heimilið bar
þess vott að húsráðendur voru góðir
heim að sækja, þar var oft margt um
manninn og gestrisni í hávegum höfð
þrátt fyrir miklar annir hjá Imbu í
blómabúðinni sem var á neðri hæð
hússins. Blómabúðin var ævintýra-
heimur út af fyrir sig . Verðlagið var
einstaklingsbundið og stundum
heyrðum við Imbu segja: „Þú mátt
bara eiga þetta!“
Ekki gafst alltaf tími til elda-
mennsku þegar ný vörusending kom
í búðina, en því var stundum bjargað
með því að opna Libby’s ávaxtadós
sem Bjarnhéðinn keypti í siglingu,
rjómi þeyttur með og sagt: „Gjörið
þið svo vel.“ Þvílík veisla.
Oft styttum við okkur leið í gegn-
um lóðina hjá henni til að komast á
Stakkó og þá kom fyrir að hún var
stödd í garðinum, með skóflu að
stinga upp beð, stórglæsileg eins og
ítölsk leikkona, í hælaháum skóm í
stíl við flottan sparikjólinn og hárið
stíftúberað, nýkomin heim úr boði,
þurfti aðeins að laga kantinn á
blómabeðinu.
Þegar Imba eignaðist Skódann
var okkur reglulega boðið á rúntinn
til að skoða mannlífið í bænum og
eigum við okkar ljúfu minningar um
þær ferðir.
Þegar við höfðum flutt frá Eyjum
og komum í heimsókn þangað varð
það ómissandi þáttur að heilsa upp á
Imbu. Með sinni einstöku framkomu
og lífssýn kenndi hún okkur að taka
brosandi á móti lífinu og bera virð-
ingu fyrir öðru fólki. Við kveðjum
hana með þakklæti og sendum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Anna, Ásdís og Guðrún.
Fyrir 30 árum fluttist ég á fallegu
eyjuna Heimaey. Fljótlega kynntist
ég þér, Imba mín, vegna þess að
dóttir þín Áslaug og ég urðum ein-
staklega góðar og nánar vinkonur,
og ég var tekin eins og ein af fjöl-
skyldunni. Minningarnar eru marg-
ar, kirkjuferðirnar með ykkur Ás-
laugu á hverjum sunnudegi í
Landakirkju á tímabili, ferðirnar til
Svölu systur þinnar í Suðurgarði og
allar morgunstundirnar á Hilmis-
götu hjá Áslaugu áður en þú opnaðir
magasínið þitt eins og þú orðaðir það
svo skemmtilega (blómabúðina
þína).
Þú kenndir mér að þó að drægi
ský fyrir sólu í lífinu væri sól í hverju
horni og sól í hjarta. Þú varst ein-
staklega jákvæð og bjartsýn, upp-
gjöf var ekki til í þinni orðabók.
T.d. þegar ég eignaðist elstu dótt-
ur mína og þú komst einn morgun og
ég var ekki farin að fara út með
hana. Það var sól og blíða og þú vildir
drífa hana í vagninn og út að ganga
en ég var ekki búin að fá svuntuna á
vagninn og vildi ekki fara. En þú
sagðir: „Lóa, þú átt heilbrigt, ynd-
islegt barn og orðin mamma og það
er aðalmálið,“ og út fórum við með
hana í svuntulausum vagninum því
þú minntir mig á að gera ekki smá-
mál að stórmáli.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um þig, þú hafðir alltaf tíma fyrir alla
sem leituðu til þín og hjálpaðir fólki,
fórst ekki í manngreinarálit. Ég get
talið endalaust upp hvað þú varst
dugleg, t.d. þegar þurfti að mála
KFUM-húsið þá fórstu og málaðir
húsið. Við stofnuðum Díönu, félagið
okkar sem við gátum endalaust
skemmt okkur yfir. Það var alltaf
hressandi að koma við í blómabúð-
inni eftir vinnu í smáspjall á leiðinni
heim og nú kem ég við í Áslaugar
búð á leiðinni heim. Mér þótti vænt
um þegar þú sagðir við mig að þú
værir svo ánægð með að við Áslaug
ættum hvor aðra að í lífinu.
Síðustu tvö árin dvaldir þú á
sjúkrahúsinu hér og alltaf var sól í
þínu hjarta, elsku Imba mín. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég
kveð þig með þakklæti og virðingu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Innilegar samúðarkveðjur, elsku
Áslaug, Árni, Þröstur, Elías og fjöl-
skyldur.
Lóa og fjölskylda.
Með fáeinum orðum vil ég kveðja
kæra vinkonu, Ingibjörgu Johnsen,
sem kvaddi þessa jarðvist föstudag-
inn 21. júlí eftir rúmlega tveggja ára
erfið veikindi. Ingibjörg, eða Imba,
eins og hún var ætíð kölluð af Eyja-
mönnum og öðrum vinum sínum,
setti svo sannarlega svip á samfélag-
ið hér í Eyjum, myndarleg, einatt vel
til höfð og glæsileg. Imba stóð vakt-
ina í blómabúð sinni áratugum sam-
an og sá Eyjamönnum fyrir blómum
til að tjá ástir sínar, gleði og sorgir
og tók af innileik þátt í öllu með sín-
um viðskiptavinum með hvatningu,
einlægni eða samúð eftir því sem við
átti. Sérstakt andrúmsloft vináttu
ríkti í búðinni hennar Imbu.
Ég átti því láni að fagna að njóta
elskulegheita Imbu á erfiðu tímabili í
lífi mínu. Þá opnaði þessi hjartahlýja
kona heimili sitt fyrir mér og varð ég
upp frá því fastagestur í Ásnesi. Í
Ásnesi ríkti glaðværð og gestrisni,
þar var alltaf lagt á borð fyrir fleiri
en fasta heimilismenn, ef einhver
skyldi reka inn nefið, en þá voru hús-
ráðendur, Bjarnhéðinn og Imba,
ánægðastir, ef þétt var setinn bekk-
urinn af gestum, og alltaf voru allir
jafn velkomnir.
Nú líður að þjóðhátíð okkar hér í
Eyjum, en Imba hafði mikið yndi af
þeim hátíðahöldum, og hennar tjald-
búð stóð auðvitað opin öllum gestum
og gangandi, þar var Imba í essinu
sínu veitandi og að gleðjast með
glöðum. Það er mikill sjónarsviptir
að Ingibjörgu Johnsen.
Ég vil þakka henni öll elskulegheit
í minn garð og einlæga vináttu.
Skáldið Vilhjálmur frá Skáholti yrk-
ir minningarljóð um unga stúlku, en
upphafserindi ljóðsins minnir mig á
mína kæru vinkonu, þar sem ég sé
hana fyrir mér prúðbúna og brosandi
innan um blómin sín:
Af hvítum liljum ilmur um mig fer
og angan berst frá rós að vitum mínum.
Það minnir mig á myndina af þér.
Guð blessi minninguna um góða og
elskuríka manneskju.
Sandra.
Mig langar að senda nokkur
kveðju- og þakkarorð um Ingibjörgu
Johnsen. Hún var dugleg, góð og
samviskusöm. Það fékk ég að reyna
gegnum okkar samskipti í bindindis-
og kristniboðsmálum. Meðan hún
hafði krafta stóð ekki á hennar at-
fylgi í að vinna þeim málum sem
mest gagn. Við hittumst oft á Stór-
stúkuþingum og höfðum við bæði
ánægju af því starfi. Hún var tillögu-
góð og alltaf tilbúin að berjast gegn
vá áfengisins. Benti hún æskunni á
veginn til ljóss og lífs. Þá var Reglan
í sínum blóma og gaman að geta gert
gagn landi og þjóð. Sú kynslóð sem
við störfuðum með mat þetta starf og
notfærði sér þá leiðsögn sem þar var
í boði. Við áttum bréfaskipti saman
og hresstum hvort annað upp í bar-
áttunni, sem var oft erfið en þó
skemmtileg og allir ávinningar metn-
ir og þeim fylgt eftir, svo sem getan
leyfði.
Ég er þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þessari baráttukonu og
þakka henni nú, á kveðjustund, fyrir
farsæl og góð kynni sem við áttum
saman á þessum góða vettvangi. Ég
bið henni blessunar á nýjum áfanga
og sendi ástvinum hennar mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
Gömul samstarfs- og baráttukona
er látin. Kynni okkar Ingibjargar
hófust með því að ég sem gæslumað-
ur barnastarfs Stórstúkunnar fór til
Vestmannaeyja í heimsókn. Forystu-
menn Stórstúkunnar höfðu ekki mik-
ið álit á Ingbjörgu né bindindisstarfi
hennar. Ég fór fljúgandi til Eyja og
ætlaði að koma fljótt til baka. Atvikin
höguðu því á aðra lund. Flug lagðist
niður vegna veðurs og eftir nokkra
daga fór ég með Herjólfi heim. Strax
á fyrsta degi blasti við mér ný mynd.
Eftir vel sóttan barnastúkufund sá
ég að þarna höfðu verið haldnir fund-
ir en fundargerðarbækur voru ekki
til. Litlu síðar segir Ingibjörg heima í
eldhúsinu: „Við bindindismenn í Eyj-
um eigum stórfé inni hjá Stórstúku
Íslands.“ Þetta voru nýjar fréttir fyr-
ir mig. „Hefurðu eitthvað sem stað-
festir þetta?“ spurði ég. Ingibjörg
játti því og kom að vörmu spori með
bréf frá að mig minnir sænskri konu
sem spurði hvort hún hefði fengið
álitlega fúlgu sem stúka hennar hafði
sent Stórstúkunni til styrktar bind-
indisstarfi í Vestmannaeyjum í tilefni
af gosinu 1973. Strax á fyrsta fundi
framkvæmdanefndar Stórstúkunnar
lagði ég fram fyrirspurn um málið.
Jafnframt bað ég vini mína, Kristin
Vilhjálmsson, Ólaf Jónsson í Hafn-
arfirði og Svein og Arnfinn á Akur-
eyri, að ganga í málið. Ég væri sann-
færður um að Ingibjörg segði satt.
Þetta meðal annarra mála var upp-
haf harðra átaka innan hreyfingar-
innar sem lyktaði með kjöri mínu
sem stórtemplars og Kristins sem
stórgæslumanns Unglingareglunnar
1980. Ætíð síðan reyndist Ingibjörg
mér tryggur stuðningsmaður í bind-
indishreyfingunni og hún setti það
mál oft á oddinn. Dæmi: Ég hlustaði
til dæmis á hana lesa einhverjum
framámanni í KFUM í Reykjavík
pistilinn fyrir að breyta kaffihúsi í
vínveitingahús og einu sinni fór ég
með henni á fund heilbrigðisnefndar
hjá Sjálfstæðisflokknum. Ekki var
síður eftirminnilegt að sjá blóma-
skreytingar hennar á Unglinga- og
Stórstúkuþingum. Ingibjörg var eft-
irminnileg persóna sem hafði sann-
arlega mikinn áhuga á æskulýðs- og
trúmálum.
Við hjónin sendum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur vegna frá-
falls þessarar merku konu.
Hilmar Jónsson
rithöfundur.
INGIBJÖRG Á.
JOHNSEN