Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 54
54 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Að stökkva án þess að líta í kringum sig
fyrst hefur aldrei borgað sig, en þegar
hrúturinn gerir það, hefur hann að
minnsta kosti góða sögu að segja, þó
ekki væri annað. Nú er rétti tíminn til
þess að vera aðgætnari, varkárari og
þroskaðri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Að halda mörgum boltum á lofti í einu
er enginn hægðarleikur. Það er allt í
lagi þótt þú missir einn og einn bolta,
enda er það ekki næstum því jafn vand-
ræðalegt eða skelfilegt og þú óttast.
Reyndar gerir það þig bara mannlegri
en ella.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Stundum hefur það að vita öll svörin
minna með það að gera að spyrja réttu
spurninganna, heldur frekar að sætta
sig við að lífið er ekki próf sem þú getur
náð eða fallið í. Einu einkunnirnar sem
skipta máli eru þær sem þú gefur sjálf-
um þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú hefur ekki varann á þér gæti farið
svo að gömul sár sem aldrei hafa gróið
að fullu opnist á ný. En, ef þú leyfir þér
að finna sársaukann rétt sem snöggvast
áttu heila eilífð í bata fram undan.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Maður getur ekki neytt fólk til friðar.
Friður er ástand sem einungis kemst á
með skilningi. Þannig að ef ástvinir þín-
ir eiga í illdeilum áttu hvorki að flækja
þér í þær eða reyna að leysa málin.
Samúð þín hefur næg áhrif.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Atburðarás dagsins felur í sér spenn-
andi söguþráð og óvæntar upplýsingar
koma kraumandi upp á yfirborðið. Ekki
reyna að punkta neitt nákvæmlega hjá
þér, þú fangar augnablikið ekki með
því. Láttu hjartað sjá um skrásetn-
inguna.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hillur í útjaðri stórverslana eru yfirfull-
ar af skyndilausnum eins og ruslfæði og
ræflafóðri. Nærðu sálina, eins og mag-
ann, með því að leita uppi hillur með
heilsusamlegu og fullnægjandi fóðri.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hættu að ganga á vatni og gríptu líflín-
urnar sem verið er að reyna að henda til
þín. Þú gerir öðrum greiða með því, ef
þú veist það ekki þegar. Allir þurfa að
finna að einhver þurfi á þeim að halda
endrum og sinnum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sambönd blómstra ef þér tekst að láta
af þeim fánýta vana að benda og ásaka.
Þegar sá leikur hættir kemstu kannski
að því að maki þinn er nógu rausn-
arlegur til þess að deila öllu með þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinátta þarfnast kannski meiri fyr-
irhafnar en þú ert til í að leggja á þig.
Gerðu upp við þig hversu miklu þú vilt
fórna til að halda sambandinu gangandi.
Ef það er of dýrkeypt, skaltu ljúka því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þvílík ábyrgð. Stundum nýtur þú hæfi-
leika þinna í botn, en í seinni tíð er engu
líkara en að allir aðrir fái að njóta
þeirra. Taktu þér tíma til þess að njóta
þeirra í botn í einrúmi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Himintunglin varpa ljósi á flóknar að-
stæður. Þín leið er að gera þitt besta og
er góð og gild sem slík, ef útkoman er
góð skaltu þagga niðri í gagnrýn-
isröddum. Ef hún er slæm, skaltu leiða
hjá þér lofið og byrja upp á nýtt.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Áskorun dagsins felst í því
að gera ekki lítið úr eigin
visku. Reyndar er það of
erfitt fyrir flesta. En ef maður getur stillt
sig um að gagnrýna sjálfan sig oftar en
þrisvar, er það meiri háttar áfangi.
Tungl í meyju þráir fullvissu, en því mið-
ur er flest öruggara en fullvissan í dag.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 metnaðargjarn,
8 í vondu skapi, 9 þakin
ryki, 10 ætt, 11 fugl, 13
búa til, 15 æki, 18 vatns-
ból, 21 guð, 22 bogna, 23
heldur, 24 þekkta.
Lóðrétt | 2 munntóbak, 3
setja takmörk, 4 málms,
5 regn, 6 styrkt, 7 óttast,
12 tangi, 14 elskur, 15
hæð, 16 hindra, 17 stefni,
18 reykjarsvælu, 19 hár-
ið, 20 ill kona.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 húkka, 4 tíkin, 7 mjúkt, 8 gulli, 9 ill, 11 rétt, 13
maga, 14 óarga, 15 barm, 17 trúa, 20 orm, 22 tímar, 23
örðug, 24 renna, 25 kæran.
Lóðrétt: 1 humar, 2 klúrt, 3 atti, 4 tagl, 5 kelda, 6 neita,
10 lærir, 12 tóm, 13 mat, 15 bætur, 16 ríman, 18 ræður,
19 angan, 20 orka, 21 mörk.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Grundarfjarðarkirkja | Friðrik Vignir Stef-
ánsson organisti heldur tónleika kl. 12.
Friðrik spilar verk eftir J.S. Bach, Bruhns
og Madsen. Þetta eru kveðjutónleikar
hans eftir 17 ár sem organisti og kórstjóri
í Grundarfirði. Friðrik mun einnig spila í
hátíðarmessu 30. júlí kl. 13.30.
Hallgrímskirkja | Bine Katrine Bryndorf,
prófessor í orgelleik við Konunglega kons-
ervatoríið í Kaupmannahöfn, leikur á há-
degistónleikum á vegum Alþjóðlegs org-
elsumars í Hallgrímskirkju þann 29. júlí kl.
12. Á efnisskránni eru verk eftir J.S.
Bach, Purcell og Buxtehude.
Ketilhúsið í Listagili | Bela gaf nýverið út
plötuna Hole and Corner og heldur af því
tilefni tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri.
Dúettinn Red Cup (Konni úr Tenderfoot)
sér um upphitun.
Kringlukráin | Blue Brasil og Hrólfur
Vagnsson kl. 21 á sunnudag. Blue Brasil
stendur fyrir heita suðurameríska tóna.
Sjaldgæf harmonikkufimi. Efnisskráin
samanstendur af Bossa nova og Latin
jazz frá Carlos Jobim, Chick Corea, Tania
Maria og Paquito D’Rivera. Rytmahluti er
leikinn af Derek Scherzer á trommur,
Arnd Geise á bassa og gítarleikari er
Sandra Hempel.
Neskirkja | Kanadíski kvartettinn Qar-
tetto Constanze heldur tónleika í Nes-
kirkju við Hagatorg mánudaginn 31. júlí. Á
efnisskrá er m.a. nýfundið verk eftir ís-
lenska tónskáldið Þórð Sveinbjörnsson.
Sjá nánar á http://www.constanze.ca. Að-
gangur ókeypis.
Reykholtskirkja | Söngtónleikar kl. 15.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir flytja íslensk og ítölsk lög
ásamt óperuaríum.
Trio Polskie flytur verk eftir Haydn,
Beethoven, Brahms og Shostakovich kl.
20. Tríóið skipa Tomasz Bartoszek, Seb-
astian Gugala og Arkadiuz Dobrowoloski.
Reykjahlíðarkirkja | Lokatónleikar og
100. sumartónleikarnir verða í Reykjahlíð-
arkirkju á Mývatni 29. júlí kl. 21–22. Mar-
grét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar
Sólbergsson á orgel flytja kirkjuleg söng-
lög, íslensk þjóðlög og orgelverk. Aðgang-
ur ókeypis.
Sólheimakapella | Ellen Kristjánsdóttir og
Eyþór Gunnarsson halda tónleika í Sól-
heimakirkju laugardaginn 29. júlí kl. 13.30.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Myndlist
101 gallery | Serge Comte – Sjö systur –
Seven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug.
kl. 14–17.
Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason
og Maríó Múskat (Halldór Örn Ragn-
arsson). Á sýningunni, sem er þeirra
fyrsta einkasýning, eru málverk sem þeir
hafa unnið saman að síðan sumarið
2005. Sýningin stendur til 12. ágúst. Opið
fim., fös. og lau. kl. 13–17.
Art–Iceland Mublan | Fyrsta samsýning
gallerísins Art–Iceland.com, Skólavörðu-
stíg 1a. Listamennirnir sem sýna eru Árni
Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir
og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin er í
versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18,
Kópavogi.
Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur
Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni mynd-
listarmanni) er þriðja sýningin í röðinni af
stjörnumerkjaportrettum sem unnin eru
sem innsetning í rými. Sýningin stendur
til 4. ágúst.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey-
nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni,
einstakar ljósmyndir unnar á striga. Opið
frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk til 26. ágúst eða fram yfir menn-
ingarnótt. Opið virka daga og laugardaga
kl. 14–18 í sumar.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um
diskó og pönk í samstarfi við Árbæj-
arsafn. Myndir og munir frá árunum
1975–1985. Til 31. júlí.
Gallerí Tukt | Rögnvaldur Skúli Árnason
sýnir málverk og teikningar til 5. ágúst.
Opið alla virka daga frá kl. 9–17.
Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson
sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og
með henni beinir Hafnarborg sjónum að
hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf
sem að sýningunni koma hafa allir sýnt
víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins
undanfarin ár. Til 28. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadótt-
ir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerð-
ur er frumkvöðull nútímaveflistar á
Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft
sterka skírskotun til landsins og til nátt-
úrunnar. Sýningin er í samvinnu við Lista-
safn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst.
Handverk og Hönnun | Á sumarsýning-
unni er til sýnis bæði hefðbundinn ís-
lenskur listiðnaður og nútímahönnun úr
fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýn-
ingunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré,
roði, ull og silfri. Sýningin stendur til 27.
ágúst. Opið er alla daga frá kl. 13–17 og
aðgangur er ókeypis.
Hrafnista í Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menn-
ingarsal til 15. ágúst.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn-
ingunni er einstakt úrval næfistaverka í
eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur
og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal
listamanna má nefna Ísleif Konráðsson,
Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu
saumakonu. Til 31. júlí.
Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmundsson
sýnir hjá Jónasi Viðari galleríi í Kaup-
vangstræti 12, Akureyri. Snorri hefur
komið víða við í listsköpun sinni og á að
baki sérkennilegan feril sem listamaður.
Sýningin mun standa til 30. júlí.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson (iló), Berja-
landi í Kjós, er með málverkasýningu. Op-
ið í sumar alla daga kl. 12–20.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk, Mjúkar línur/Smooth lines.
Til 6. okt.
Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir
sýnir veggskúlptúra úr leir. Til 13. ágúst.
Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verk-
um eftir 12 nýútskrifaða nema frá
Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið
alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18.
Til 13. ágúst.
Kling og Bang gallerí | Hinn heimsþekkti
myndlistarhópur Gelitin frá Austurríki
sýnir í Kling & Bang galleríi, en hópurinn
hefur m.a. tekið þátt í Feneyjatvíær-
ingnum og Gjörningatvíæringnum í New
York. Sjá: http://this.is/klingogbang. Opið
fim.–sun. kl. 14–18.
Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eirík-
ur Smith, Hafstein Austmann og Kristín
Þorkelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir.
Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir
Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ.
Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13.
ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning
Louisu Matthíasdóttir. Þetta er umfangs-
mesta sýning sem haldin hefur verið á
verkum Louisu og rekur hún allan hennar
listamannsferil í sex áratugi. Til 20.
ágúst.
Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri
landslagslist frá upphafi 20. aldar og túlk-
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða