Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 56

Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 56
56 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 29. júlí kl. 12.00: Bine Bryndorf, orgel. 30. júlí kl. 20.00: Bine Bryndorf, organisti frá Kaupmannahöfn, leikur verk m.a. eftir Buxtehude, Couperin, Mozart og Holmboe. Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í síma 891 7677. Miðasala við innganginn. Nánari upplýsingar www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 28. júlí kl. 20.00 Tónlist eftir W. A. Mozart. Meðal flytjenda er hljómsveitin Virtuosi di Praga. Stjórnandi Oldrich Vlcek. Miðdegistónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 15.00 Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og ítölsk lög og óperuaríur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Tríó tónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytja verk eftir Beethoven, Brahms, Haydn og Shostakovich. Lokatónleikar sunnudaginn 30. júlí kl. 16.30 Virtuosi di Praga flytja m.a. verk eftir Respighi, Dvorak og Samuel Barber. Einnig verður flutt Adagio og Rondo eftir Schubert. 10 ára ehf v Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 28.-30. júlí 2006 Stuðbandalagið frá Borgarnesi í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ! Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Lau. 29. júlí kl. 20 uppselt Sun. 30 júlí kl. 15 örfá sæti laus Sun. 30. júlí kl. 20 örfá sæti laus Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 ALÞJÓÐLEGT orgelsumar heldur áfram í Hallgrímskirkju um helgina þegar Bine Katrine Bryndorf, sem er prófessor í orgelleik við Kon- unglega Tónlistarsháskólann í Kaupmannahöfn mun leika á tvenn- um tónleikum. Hún er á meðal þekktustu orgelleikara Dana, hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun bar- okktónlistar og mestum tíma varið í tónlist Dietrich Buxtehude, sem var organisti í fæðingarbæ hennar áður en hann færði sig til Lübeck. Hún hefur nú þegar hljóðritað öll org- elverk hans. Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgelkeppnum í Inn- sbruck, Brügge og í Óðinsvéum og hefur hún einnig unnið til verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og Kaupmannahöfn. Á fyrri tónleikunum, sem hefjast kl. 12 í dag, mun Bryndorf eingöngu leika barokktónlist. Hún byrjar á því að flytja sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach og í framhaldi A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Pur- cell, en það verk hefur aldrei áður heyrst hér á landi. Tónleikunum lýk- ur svo með prelúdu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Síðari tónleikarnir hefjast annað kvöld kl. 20 og eru rammaðir inn af tveimur prelúdíum eftir Buxtehude, þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Bryndorf leikur svo inn á milli til skiptis tónlist frá 18. og 20 öld. Gest- ir munu meðal annars fá að heyra Andante í F-dúr eftir W.A. Mozart og tvo þætti úr Les Corps Glorieus eftir Olivier Messiaen. Þetta er fjórða helgin í röð þar sem kvenkyns orgelleikari heldur tónleika í Hallgrímskirkju en nú þegar hafa þær Guðný Einarsdóttir, Ji-Young Han og Sophie-Véronique Chauchefer-Choplin leikið fyrir gesti í kirkjunni en konur hafa ekki áður skipað jafn stóran sess á Al- þjóðlegu orgelsumri. Danskur orgelleik- ari í Hallgrímskirkju Bine Katrine Bryndorf www.hallgrimskirkja.is Í UMSÖGN Önnu Jóa um afmæl- issýningu Landsbankans í blaðinu í gær var Guðbrandur Magnússon prentari ranglega nefndur Guð- mundur. Þá misritaðist nafn myndlist- armannsins Serge Comte á nokkr- um stöðum í viðtali við hann í sama blaði. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Leiðrétt SÍÐUSTU tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni við Mývatn verða haldnir í Reykjahlíðarkirkju í kvöld kl. 21. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgel og eru tónleik- arnir tileinkaðir 20 ára samstarfi þeirra við sumartónleika í kirkjum á Norðurlandi. Þau Margrét og Björn Steinar munu ennfremur ljúka sum- artónleikaröðinni í Akureyr- arkirkju í ár ásamt sellóleik- ararnum Nicole Völu Cariglia á tónleikum sem haldnir verða í kirkjunni á morgun kl. 17. Þeir tón- leikar munu vera þeir hundruðustu sem haldnir eru í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tón- leikahaldsins árið 1987. Hvorir tveggja tónleikarnir standa í eina klukkustund og er að- gangur ókeypis. Björn Steinar og Mar- grét á tvennum loka- tónleikum fyrir norðan Björn Steinar Sólbergsson Margrét Bóasdóttir NÍUNDU og næstsíðustu sumartónleikar á Sólheimum verða í dag kl. 13.30. Að þessu sinni munu hjónin Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjáns- dóttir flytja mörg af þekktustu lögum Ellenar. Ellen hefur lengi verið ein af ást- sælustu söngkonum Íslands, en Ey- þór hefur leikið við góðan orðstír í vinsælum hljómsveitum á borð við Mezzoforte og Stuðmenn. Aðgangur er ókeypis. Ellen og Eyþór á Sólheima TRÍÓ Björns Thoroddsen leikur í dag á Jómfrúnni við Lækjargötu ásamt söngkonunni Andreu Gylfa- dóttur. Þetta verða níundu tón- leikar sumartónleikaraðar veit- ingahússins. Á dagskrá verður meðal annars efni á nýútkominni plötu sem nefn- ist Vorvindar. Plötuna vann tríóið í samstarfi við Andreu og gaf út í vor. Í tríói Björns Thoroddsen leika Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari auk Björns. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður ut- andyra ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Vorvindar á Sum- ardjassi Jómfrúarinnar Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir verða með tónleika á Jóm- frúnni í dag. HANN VAR að leika sitt prógramm í Egilsbúð í Neskaupstað í gær- kvöldi. Við mótmælabúðir á Kára- hnjúkum fyrr um daginn. Síðastliðið fimmtudagskvöld í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins nær tali af Dean Ferrell er hann í miðjum klíðum að pakka niður bass- anum og í bakgrunni heyrast máva- hlátur og skruðningar. Það er lík- lega ekkert grín að koma kontrabassanum fyrir, en samt er hann viðræðugóður og til í spjall. Í dag ætlar Dean nefnilega að leika fyrir gesti og gangandi á Reyð- arfirði kl. 18 á stað sem kallast FTV og er nálægt álverinu þar. Keyrslan heldur svo áfram og kl. 20 ætlar hann að vera í Menningarmiðstöð Skaftfells með óvenjulegan tón- gjörning í farteskinu. Bassinn klæðist sautjándu ald- ar búningi eins og hann sjálfur „Uppistaða tónleikanna er ensk tónlist frá 1605 eftir málaliða sem hét kapteinn Tobias Hume,“ segir Dean. „Hume var samtímamaður Shakespeares, og vel þekktur fyrir að spila á pöbbum og krám á sínum tíma. Hann reyndi að koma sér inn í tónlistarelítuna í byrjun 17. aldar, en þótti of grófur fyrir samtíma sinn og endaði alltaf á að fara aftur í her- inn.“ Shakespeare sjálfur hæddist að Tobiasi Hume í leikritinu Þrett- ándakvöldi en persónan Andrew Aguecheek byggist á honum. Hume hefur á síðustu árum hlotið uppreisn æru fyrir ýmsa tilraunastarfsemi sem fræg tónskáld hafa síðar tekið upp eins og t.a.m. Stravinsky. Dean er sérfræðingur í barokk- tónlist. Hann hefur til dæmis rann- sakað stillingar á hljóðfærum eins og víólóne, formóður kontrabassans, í um 20 ár. „Ég spila mikið af eldri tónlist á upprunaleg hljóðfæri og klæðist þá gjarnan búningi. Bassinn er líka klæddur í búning,“ segir Dean. Hann á þó ekki við að bassinn sé uppstrílaður með hárkollu, á síðri skyrtu með skrauthnöppum eða svo- leiðis. „Ég færi bassann í sautjándu aldar stílinn. Ég set strengi úr görn- um í bassann og stilli hann á annan hátt en nútímabassa; í óreglulegri Barokkið sam- einað bítnikki Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Stund milli stríða hjá Dean Ferrell kontra- bassaleikara sem spil- ar austan lands í dag á Reyðarfirði og í Skaftfelli. irvara þegar ég er blankur. Þá læt ég bara pottlok ganga til að fá inn peninga.“ Í sama flokki og grínistar hjá Félagi íslenskra tónlistar- manna Þótt Dean Ferrell sé kontrabassa- leikari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hefur honum reynst erfitt að fá skilning hjá samstarfsmönnum. Hann sótti til að mynda um styrk hjá Félagi íslenskra tónlistarmanna (FÍT) til að geta flutt umrædda dag- skrá, en fékk ekki. Úthlut- unarnefndin lét þess getið að það sem Dean væri að gera hentaði bet- ur á krám og kaffihúsum en á hefð- bundnum tónleikastöðum. Gamla grýlan um hámenntun og lág- menntun er hvergi nærri dauð. „Þetta er nákvæmlega sama nið- urstaða og menn fengu á Englandi fyrir 400 árum. Og ég var svolítið móðgaður að hafa verið flokkaður svona eftir að hafa rannsakað forn- stillingar í 20 ár. Ég er einn af fáum mönnum í heimi sem kunna þessa stillingu, en er síðan flokkaður sem uppistandsgrínisti.“ Hann klykkir út með því að benda á að „theoreti- cally“ vel menntaðir tónlistarmenn ættu að vita betur. Dean er ekki lengur félagsmaður í FÍT; segist ekki þurfa á þeim að halda. En í staðinn fyrir að sitja heima í fýlu settist Dean upp í bílinn, skellti sér í ferðalag að hætti trúba- dúra og í dag fá tónlistarunnendur á Reyðarfirði og í Skaftfelli að njóta krafta hans á kontrabassann. Tónlist | Dean Ferrell kontrabassaleikari á túr fyrir austan stillingu, litlum og stórum þríundum í bland við ferundir.“ Austrænir tónar og djass undir textum Allens Ginsbergs Á meðan Ferrell leikur verk bar- okktónskáldsins í fornstillingum fer Dean með ávarp sem Hume flutti fyrir breska þinginu árið 1642. Auk þess syngur Dean undir frægu „tób- akslagi“ Humes og segir það vera erfitt. „Kannski það sé einum of raunverulegt að láta reykingamann syngja tóbakslagið svona hátt uppi,“ segir Ferrell sposkur. Útkomuna úr þessu mætti kalla tónlistargjörning, en sjálfur segist Dean vera að blanda saman barokk- tónlist á upprunahljóðfærið við gjörningalist, eða „performance art“. Auk verka Humes flytur Dean ljóð eða texta eftir bítskáldin Allen Ginsberg og Lawrence Farlinghetti en einnig sig sjálfan undir austræn- um tónum eða djassundirleik á kontrabassann. Á tónleikunum með honum syngur einnig frönsk leik- kona, Anne Corte, sem hann gerði ekki upphaflega ráð fyrir í dag- skránni en kom henni þar fyrir. „Ég fann hana á leiðinni,“ segir Dean án allra útskýringa. Þetta hljómar enda svo einfalt að þarf engar málaleng- ingar. Áður hefur tónlistargjörningurinn fengið að hljóma við góðan orðstír í Menningarsmiðju Populus Tremula á Akureyri, en þar mun Dean spila á menningarnótt í ágúst. „Ég hef líka oft spilað í Kaffi Hljómalind án fyr- AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.