Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 60

Morgunblaðið - 29.07.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR hefur gert fleiri en eina og fleiri en tvær til- raunir til þess að setja saman „best of“-disk með skosku hljóm- sveitinni Belle og Sebastian. Það hefur hins vegar aldrei tekist að ljúka verkefninu, enda ómögulegt að velja úr tíu eða fimmtán lög af lagalista sveitar sem er farinn að telja um 140 frábær lög og skilja hin 125–130 eftir. Níutíu og níu prósent laganna eru í svo háum gæðaflokki að það er ómögulegt að skipta einu út fyrir annað þótt vissulega standi eitt og eitt upp úr. Af sömu ástæðu má færa rök fyrir því að það skipti ekki höf- uðmáli nákvæmlega hvaða lög Belle og Sebastian kjósa að leika á tónleikum hverju sinni, það er nokkurn veginn gulltryggt að laga- úrvalið samanstendur af hnökra- lausum poppslögurum, ýmist hröð- um og fjörugum, eða fögrum og melankólískum frásögnum eins og þeim er einum lagið. Sveitin kaus að fara fyrri leiðina á nýafstöðnum tónleikum á Nasa. Lagalistinn samanstóð að mestu leyti af efni af nýjustu (og einni bestu) plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Smáskífurnar „White Collar Boy“ og „The Blues Are Still Blue“ framkölluðu hvað mesta hrifningu í salnum, og sömuleiðis ballaðan „Dress up in You“. En þótt stór hluti tónleikagesta hafi þekkt þessi lög best, þá voru enn fleiri í salnum sem hafa fylgst með hljómsveitinni í hartnær tíu ár og líta á Tigermilk og If You’re Feel- ing Sinister sem hinar einu sönnu Belle og Sebastian-plötur. Þessir gestir fengu líka nóg fyrir sinn snúð; um þriðjungur laganna var af plötum sveitarinnar frá 1996 og 1997. Sérstaklega var ánægjulegt að heyra sveitina leika lög eins og „A Century of Fakers“, en það kom einvörðungu út á smáskífu. Sú ákvörðun að leika B-hliðarlagið „The Loneliness of a Middle Dist- ance Runner“ innsiglaði síðan end- anlega að Belle og Sebastian gleymdu ekki sjóaðri aðdáendum sínum, heldur pössuðu sig á að muna eftir einhverju dálítið sér- stöku, ef svo má að orði komast. Hvorugur hópurinn varð fyrir vonbrigðum, enda var bandið gríð- arlega þétt; trommu- og bassa- leikur mynduðu óbrjótanlegan grunn sem var skreyttur með hljómborðum, fiðlu, sellói, trompet, fjölda gítara og blásturshljóð- færum á borð við melódiku og flautu þegar tími gafst. Gítarleikur var vandaður og oftar en ekki sáu þrír gítarar um að halda hljómnum við. Raddanir Söru Martin og Ste- vies Jacksons við auðþekkjanlega rödd forsprakkans Stuarts Mur- dochs voru alveg jafn fallegar (og sykursætar) og á plötunum, og smáatriði sem höfðu bæst við út- setningar á eldri lögum voru kær- komin viðbót við sundurspilaðar stúdíó-útgáfurnar. Vönduð spila- mennskan kom undirrituðum örlít- ið á óvart, því Belle og Sebastian var þekkt fyrir einstaklega los- aralegan flutning á tónleikum fyrir hálfum áratug. Persónutöfrar Stuarts og Ste- vies höfðu mikil áhrif á hversu vel tónleikarnir tókust. Þeir áttu þó nokkur samskipti við salinn, fengu m.a. unga stúlku úr salnum til þess að taka þátt í flutningi lagsins „Jo- nathan David“ með því að leika stúlkuna sem báðar aðalpersónur söngtextans sækjast eftir. Þeir hlustuðu eftir uppástungum að næstu lögum utan úr sal (þó að þeir hafi sjaldnast orðið við þeim), og Stevie Jackson tók því fagnandi þegar röndóttum trefli var fleygt upp á svið til hans. Stuart lék á als oddi, hoppaði og dansaði um sviðið milli þess sem hann reytti af sér brandara. Stevie myndaði full- komið mótvægi við hann; var örlít- ið til baka, vandaði orð sín betur og gat þ.a.l. oftar en ekki bætt skemmtilega við athugasemdir Stuarts. Eins og kom fram hér að ofan samanstóð stærstur hluti lagalist- ans af hressilegum og dansvænum lögum. (Í því ljósi saknaði gagn- rýnandi reyndar sárlega þriggja hressilegra laga: „We Are the Sleepyheads,“ „Your Cover’s Blown“ og „Legal Man“). Hljóm- sveitin var mjög lifandi í sínum flutningi, en sama er ekki hægt að segja um alla áhorfendur. Margir virtust taka Belle og Sebastian alltof alvarlega og ekki treysta sér til þess að syngja með og hoppa og skoppa af kæti – jafnvel þótt það sé allt að því ómögulegt að standa kyrr undir lögum eins og „Me and the Major“ og „Electronic Rena- issance“. Mér dettur helst í hug að einhverjir hafi verið að spara sig fyrir tónleika sveitarinnar á Bræðslunni í kvöld. Að sjá Belle og Sebastian á sviði er sérstök upplifun. Margir aðdá- endur sveitarinnar hafa varla hug- mynd um hvernig meðlimir líta út, og áralangt sjálfskipað fjölmiðla- bann sveitarinnar hefur búið til sérstaka og mystíska áru í kring- um bandið. Að sjá þessari dulu skyndilega svipt burt, og komast að því að Belle og Sebastian eru ofar öðru ósköp venjulegt og glað- lynt fólk (að því er virðist) er ákveðin uppgötvun. Stuart Mur- doch er ekki sárkvalinn og hnytt- inn snillingur, heldur temmilega skemmtilegur og hæfileikaríkur náungi sem gæti hæglega búið í næsta húsi við mann. Hann er hins vegar náungi sem geislar af, og hann getur auðveldlega fengið mann til að tárast við það eitt að syngja um ævintýri ráðvilltra ung- linga sem hafa áhuga á biblíulestri og masókisma, eða til að svitna ótæpilega undir sögunni af drengnum með arababindið (hvað sem það nú er). Það er endalaust hægt að ræða lagaval sveitarinnar á tónleik- unum. Auðvitað saknaði maður nokkurra laga, en það er óumflýj- anlegt þegar svona hæfileikaríkir lagasmiðir eiga í hlut – raunar má segja að ég hafi allt í allt saknað hundrað laga! Það sem er mik- ilvægast er að Belle og Sebastian stóðu undir væntingum, og þær voru sko alls ekki litlar. Spila- mennskan, jákvæð og hrokalaus framkoman, og stórkostlegar laga- smíðarnar tryggðu að fimmtudags- kvöldið 27. júlí mun seint hverfa undirrituðum úr minni. Og þá er bara að hita sig upp fyrir seinni umferðina í kvöld! Hulunni svipt burt TÓNLIST Nasa Tónleikar Belle & Sebastian. Emilíana Torrini hitaði upp. Fimmtudagskvöldið 27. júlí. Belle & Sebastian  Atli Bollason Morgunblaðið/Eggert „Persónutöfrar Stuarts og Stevies höfðu mikil áhrif á hversu vel tónleik- arnir tókust. Þeir áttu þó nokkur samskipti við salinn, fengu m.a. unga stúlku úr salnum til þess að taka þátt í flutningi lagsins „Jonathan David“ með því að leika stúlkuna sem báðar aðalpersónur söngtextans sækjast eft- ir,“ segir Atli Bollason m.a. í umfjöllun sinni um tónleikana. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! S.U.S. XFM 91,9 „...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY V.J.V. TOPP5.IS eeee “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA PIRATES OF CARIBBEAN: DEAD MAN´S CHEST kl. 2:30 - 4 - 5:30 - 7 - 8:30 - 10 - 11:30 B.I. 12.ÁRA. SUPERMAN kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 - 11:30 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 Leyfð THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 2:30 Leyfð CARS M/- ENSKU TAL kl. 10:30 Leyfð PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 2 - 4 - 6 ENSKU TAL.kl. 8 Leyfð SUPERMAN RETURNS kl. 10 B.I. 10 ÁRA PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 2 - 5 - 8 - POWERSÝNING kl. 11 B.I.12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 2 - 4 Leyfð OVER THE HEDGE ENSKU TAL kl. 8 Leyfð SUPERMAN kl. 10 B.I.10 ÁRA BÍLAR ÍSL TALI kl. 5:40 Leyfð eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.