Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 3
BRAUTARGENGI GIORGIO ARMANI
WALK OF STYLE
Eftir að hafa heillað Hollywood með hönnun sinni,
kynnir Giorgio Armani fjölbreytt úrval ilma fyrir karlmenn.
Hollywood kom á fót verðlaunasam-
komu fyrir tískuhönnuði og gaf henni
nafnið Walk of Style. Giorgio Armani
sigraði á fyrstu samkomunni. Nokkrir
vinir ítalska hönnuðarins komu til að
fagna með honum. Samuel L. Jackson
sagði: ,,Giorgio hefur kennt mér að
ég þurfi ekki að hræðast tísku. Hann
er aðalmaðurinn.“ Harrison Ford sló á
létta strengi: ,,Ég vil endurfæðast sem
Armani: sætari, ríkari og farsælli. Hann
fær karlmannsföt til að líta út fyrir að
vera auðveld, sem þau eru ekki.“
Kjarni hönnunar Armani er einfaldleiki
sem gefur notandanum sjálfstraust.
Þegar hann ákvað að stíga inn í ilm-
heim karla, tók hann þennan kjarna
með sér. Eða eins og Armani lýsir því:
,,Mig langaði að hanna ilm sem léti
mönnum finnast þeir aðlaðandi, gæfi
þeim sjálfstraust en yfirgnæfði þá
aldrei.“ Hann tók einnig mið af tískunni
sem hann hannar. Ilmirnir áttu að
passa við fataskápinn, mismunandi
ilmur, líkt og mismunandi klæðnaður
við mismunandi tilefni. Nú er því
hægt að finna ilm sem passar við
augnablikið.
Armani Code er nýjasti
meðlimur Armani herra-
ilmanna. Innblásturinn við
hönnun ilmsins er sóttur
til Miðjarðarhafsins. Þetta
er klassískur ilmur fyrir
heimsborgarann og
Armani lýsir ilminum sjálf-
ur sem ,,ilmi næturinnar“,
þar sem yfirbragð hans
er kynþokkafullt og smart
í senn. Til þess að ná
þessu var ferskleika
blóma olíuviðartrjáa
blandað saman við Tonka
baunir, vanillu og reyk-
kenndra tóna Gaiac viðar.
Nú nýlega kom á
markaðinn dömuilmur frá
Giorgio Armani sem ber
sama nafn eða Armani
Code.
Armani Mania er krydd-
aður ilmur sem sækir
uppruna sinn til persónu
Ricards Gere í myndinni
,,American Gigolo“. Með-
an Armani vann að
myndinni reyndi hann að
ímynda sér hvers konar
ilm þessi karakter myndi
kjósa. Síðar hannaði
hann svo Armani Mania
þar sem kryddtónar saf-
frans og heitir tónar
ambers og musks vinna
saman. Ilmur sem hentar
nútímalegum heimsborg-
ara. Arman býður einnig
upp á ilm fyrir dömur
sem ber nafnið Armani
Mania.
Aqua Di Gio i lmurinn er
óður til ,,felustaðar“
Armani, Pantelleria, rétt
utan við strönd suður
Ítalíu. Það er á þennan
stað sem hönnuðurinn fer
í frí. Sólbjartur himinninn
og djúpblár sjórinn eiga
vel við Aqua Di Gio ilm-
inn sem er ferskur og
tindrandi með bergamot
frá Kalabríu á suður Ítalíu
og jasmínu, en auk þess
tón af hafinu. Aqua de
Gio ilmurinn er vinsælasti
herrailmurinn í heiminum í
dag í valinni dreifingu.
Ilmurinn heldur upp á 10
ára afmæli sitt á þessu
ári og vinsældir hans
hafa ekki dvínað heldur
aukist ár frá ári.
Hér sést módel sýna
klassísk Giorgio Armani
sumarjakkaföt.
Hann er maðurinn. Giorgio Armani er margverðlaunaður fyrir hönnun
sína. Hér sést hann ásamt Samuel L. Jackson. Á myndinni hér fyrir
neðan eru Armani ilmir fyrir karlmenn.
I l m u n u m f j ó r u m f r á G i o r g i o A r m a n i f y l g j a n ú f l o t t i r s t u t t -
e r m a b o l i r s e m v o r u f r a m l e i d d i r í k j ö l f a r W A L K O F S T Y L E
v e r ð l a u n a s e m G i o r g i o A r m a n i h l a u t á s í ð a s t a á r i .