Morgunblaðið - 30.07.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 30.07.2006, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Baldvin Ringsted stundar myndlistarnám við listadeild Háskólans íGlasgow, Guðmundur Viðarsson er í námi við SAE, School of Au-dio Engineering, alþjóðlegum skóla með útibú víða um heim. Þar læra menn allar hliðar upptökutækni, að semja tónlist og endurhljóð- blanda. Birgir Hilmarsson fylgdi Maríu Kjartansdóttur, unnustu sinni, til Glas- gow, þar sem hún stundar nám í listljósmyndun við listadeild háskólans. Sjálfur er hann upptekinn við að semja eigin tónlist fyrir hljómsveitina Ampop, sem hann hefur verið í sl. átta ár og jafnframt Blindfold, sem hingað til hefur verið gæluverkefni sólóistans Birgis. Þar að auki hefur hann haft lifibrauð af því að semja tónlist við íslenzkar auglýsingar, alls kyns tónlist tengda listviðburðum og nú síðast samdi hann ásamt Þór Eldon, Sykurmola, tónlist við kvikmyndina Allir litir hafsins eru kaldir eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur, sem sýnd var í Sjónvarpinu í vetur. Guðmundur er í hljómsveitinni Kamp Knox, Birgir í Ampop og Blind- fold, og Baldvin, sem notar listamannsnafnið Bela í tónlistinni, var að gefa út plötu á Íslandi undir nafninu Hole and Corner, sem hefur talsvert verið fjallað um í fjölmiðlum hér heima og í tónlistartímaritinu Billboard, þar sem hann fékk fína dóma fyrir frumburðinn. Þetta er fyrsta sólóplat- an hans, en hann naut aðstoðar ýmissa tónlistarmanna að ónefndum vini sínum Aroni Arnarssyni, sem var upptökustjóri plötunnar. Platan var tekin upp á gömlu menningarheimili á Akureyri, sjálfu Dav- íðshúsi (Stefánssonar). Útgefandi er Say Dirty Records í Glasgow, en um- slagið hannaði Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarmaður sem býr í Glasgow. Þegar ég hitti strákana þrjá á heimavelli þeirra, Glasgow, nánar til- tekið á útibar við John Street, og ræddi við þá um daginn og veginn barst talið fljótt að tónlistinni og náminu. Mér varð strax ljóst að þarna voru á ferð ungir menn, sem tóku alvarlega bæði námið og áhugamálið og atvinnuna; tónlistina. Þetta voru engir spraðurbassar að reyna að líkj- ast einhverjum tónlistargoðum unga fólksins heldur ungir menn, sem tóku list sína alvarlega en gerðu sér engar grillur um frægð. Þeir eru allir fæddir um eða eftir árið 1980 og eiga það sameiginlegt að búa í Glasgow og stunda nám og/eða tónlist. Halldór Halldórsson hitti þá Gumma, Balla og Bigga, nánar tiltekið Guðmund Viðarsson, Baldvin Ringsted og Birgi Hilmarsson, einn góðviðrisdag í borginni og ræddi við þá um tónlistina, námið og daginn og veginn. Ljósmyndir: Halldór Halldórsson Birgir Hilmarsson, Baldvin Ringsted og Guðmundur Viðarsson skeggræða um tónlistina á útibar við John Street í Glasgow. 3Þrír góðir gæjar í Glasgow Þótt Baldvin Ringsted sé í myndlistarnámiog hafi hingað til hallað sér meira aðmyndlist en tónlist, hefur hann lengi fengist við tónlist. „Ég veit ekki hvort togar meira í mig, mynd- listin eða tónlistin,“ segir hann. Þegar ég hitti hann úti í Glasgow var hann nýbúinn að klára fyrsta diskinn sinn, Hole and Corner. Sem tónlistarmaður notar Baldvin lista- mannsnafnið Bela. Nýi diskurinn hans einkenn- ist af ljúfri tónlist, þar sem eru gítarinn og rödd- in, lágstemmd, rám en samt þýð. Hann er höfundur laganna tólf. Útgefandi Bela í Skotlandi er Say Dirty Re- cords. Bela sendi þeim demó-disk og þeir stukku á strák. Haldnir voru forútgáfutónleikar á Bar Brel 14. júní í Glasgow við mjög góðar undirtektir og strax þá fóru menn að bera Bela saman við John Martyn, Kings of Convenience og Nick Drake. Sjálfur fellst Baldvin á, að verið geti að áhrifa frá Nick Drake gæti í tónlist sinni. Rás 2 er byrjuð að spila lög af plötu Bela og í bandaríska tónlistartímaritinu Billboard fær hann mjög góða umsögn hjá Katie Hasty í dómi sem birtur var 20. júní síðastliðinn. Hún segir: „Gamalt rokk og nýtt hitta hvort annað fyrir í Hole and Corner.“ Fyrirsögnin á Billboard- greininni er „Listamenn án samnings sem hafa getu til að komast á toppinn“. Hasty hefur eftir Baldvin, að hann telji sig vera undir áhrifum frá Steely Dan og Belle og Sebastian. Í samtali okkar kemur fram að hann hafi alist upp við tónlist Crosby, Stills, Nash and Young og sveitina America, en foreldrar hans hefðu hlustað mikið á þessa listamenn. „Það kom út smáskífa frá mér, Ticket for a Train, af Hole and Corner-disknum sem var gefin út 29. maí. Lagið er fáanlegt hjá iTunes (einhverri stærstu músíkveitunni á netinu) og svo hjá tonlist.is og 12 Tónum, sem tóku að sér dreifingu plötunnar hérna heima. Fallegt lag notað í væminni hafnaboltaauglýsingu Baldvin er hógvær maður. Í spjalli okkar datt það nánast óvart upp úr honum, að hann væri nýbúinn að selja hafnaboltaliðinu Washington Nationals lagið Jerome, sem er á Bela-disknum. Liðið notar lagið í væminni auglýsingu og það er ekki að heyra á Bela að hann sé neitt sérstak- lega hrifinn af auglýsingunni. Baldvin er þrítugur Akureyringur og bjó uppi á Brekku. Eftir grunnskólann stundaði hann nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri og síð- an myndlistarnám við Myndlistarskólann á Ak- ureyri. En músíkin kallaði og Baldvin fór í tón- listarnám hjá FÍH í Reykjavík. Núna er hann í meistaranámi í myndlist í Glasgow. „Ég held að ég hafi verið frekar innhverfur á tímabili sem unglingur á Akureyri. Ég fór að æfa mig á hljóðfæri og ætli megi ekki segja að hljóðfærið hafi verið félagi minn á þessu tíma- bili,“ segir Baldvin. „En ég var líka vandræða- unglingur á tímabili, var í dópi og allri þeirri vit- leysu. Núna er mér illa við allt slíkt og kem ekki nálægt þessu. Bela-nafnið nota ég í tónlistinni, en í mynd- listinni nota ég hins vegar Ringsted-nafnið og þessi tvö nöfn eiga ekkert skylt!“ segir Baldvin og upplýsir að hann hafi verið 15 ára þegar hann byrjaði að mála. Baldvin hefur ekki einungis komið verkum sínum í músíkinni á framfæri erlendis, heldur var nýstárlegt verk eftir hann valið á samsýn- ingu í galleríi í New York. Í því nýtir Baldvin tónlistarþekkingu sína með því að taka fræga ræðu blökkumannaleiðtogans Martin Luther King, I Have a Dream, og skrifa hana út í nót- um. Síðan útbjó hann nóturnar á skjal, sem minnir á snjáð, gamalt og sögulegt plagg. „Á sýningunni spilaði svo sellóleikari nóturn- ar, „tónlist ræðunnar“, en flutningur Kings var syngjandi og sveiflukenndur. Ég hafði í huga að mörgum þessum blökkumannaleiðtogum og predikurum er gospel hefðin inngróin og ræðu- flutningur þeirra er mjög músíkalskur. Þetta verk mitt vakti töluverða athygli.“ En þú ert ekki að læra músík? „Nei, ég þarf það ekki,“ segir Baldvin og glottir. „Ég spilaði t.d. með mönnum sem eru enn að spila í hljómsveitum, eins og Tenderfoot, Brain Police og Lights on the Highway. Ég byrjaði að spila þungarokk og dauðarokk, en síðan færðist þetta yfir í svona meira akústíska músík, eins og á nýju plötunni minni.“ Í hvaða stúdíói tókstu plötuna upp? „Við settum upp stúdíó í Davíðshúsi (Stef- ánssonar) á Akureyri og tókum talsvert mikið upp þar. Það var alveg frábært að vera þar. Fé- lagi minn, Aron Arnarsson, sem er búinn að taka upp heilan helling á Íslandi, kom með græj- ur úr Thule stúdíóinu í Reykjavík og við settum upp lítið stúdíó. Við rýmdum til í hjónaherberg- inu og upptökuklefinn var inni í stofu. Það voru margir sem lögðu hönd á plóginn, fólk sem spilar og syngur með mér, m.a. Biggi í Ampop (Birgir Hilmarsson), félagi minn í Glas- gow og margir fleiri. Yfirnáttúruleg aðkoma Pálma „Young“ „Það er svolítið skemmtileg saga í sambandi við upptökurnar. Okkur vantaði bassaleikara sem gæti spilað gamla Neil Young stílinn. Þá fer vinur minn að spila Millilendingu Megasar minnir mig, og ég heyri nákvæmlega bassaleik- inn sem mig vantaði. Í ljós kom að þetta var eng- inn annar en Pálmi Gunnarsson. Daginn eftir vill svo einkennilega til að Aron hittir sjálfan Pálma á kaffihúsi niðri í bæ. Og Pálmi fer að spyrja hann hvað hann sé að gera á Akureyri: „Ertu að taka eitthvað upp hérna?“ spyr Pálmi. Og Aron segist vera að taka upp fyrir hann Balla vin sinn. „Já, ég kannast við hann,“ segir Pálmi og spyr: „Vantar hann ekki bassaleik- ara?““ Baldvin skellihlær og segir: „Þetta var alveg kosmískt, nánast yfirnáttúruleg tilviljun!“ Pálmi mætti svo í Davíðshús, renndi tvisvar í gegnum lagið og það nægði. Hann er ekkert annað en hreinn topp bassaleikari.“ Hefur þú verið að spila eitthvað á pöbbum hérna í Glasgow? „Ég hef verið að spila bæði á tónleikum og pöbbum hérna, t.d. á Goat, Nice’n Sleazy og fleiri stöðum. Á Nice er t.d. sérstakur salur niðri fyrir tónleika og nýverið var svokölluð „acoustic night“ og ég spilaði þar ásamt fullt af öðru fólki, misgóðu að vísu. Ég er satt að segja svolítið latur við tónlistina, sem er í raun bara hliðarverkefni hjá mér. Þetta er bara eitthvað, sem ég þurfti að gera og ég fylgi þeirri fílósófíu að maður eigi að gera það sem mann langar til að gera í lífinu, hvort sem það er að koma út plötu eða kaupa sér gröfu eða eitthvað annað.“ BELA – Baldvin Ringsted Baldvin stundar myndlistarnám við Háskólann í Glasgow og semur tónlist fyrir sjálfan sig, Bela. Tónlistarmaðurinn í myndlistarmanninum TENGLAR ........................................................... http://www.myspace.com/ belamusicforpeople

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.