Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 19 Birgir Hilmarsson, eða Biggi eins og hann er kallaður, er 27ára gamall og í hljómsveitinni Ampop. Einkaverkefnihans er hins vegar hljómsveitin Blindfold, sem er orðin allþekkt í Skotlandi hið minnsta og spilar víða á krám og tónlist- arhátíðum í Skotlandi. Ampop er allt önnur Ella enda orðin harla þekkt víða erlend- is. Birgir er söngvari og gítaristi sveitarinnar og með honum eru þeir Jón Geir Jóhannsson trommari og Kjartan F. Ólafsson á hljómborð. Ampop gaf út diskinn My Delusions á Íslandi fyrir síðustu jól, en platan var gefin út 5. júní í Frakklandi, Mónakó og Andorra og hélt Ampop útgáfutónleika í París í tilefni af út- komu plötunnar þar í landi. „Platan hefur ekki fengið neina dreifingu í Evrópu fyrr en núna. Þetta er stórt skref fyrir okkur því við höfum ekki fengið dreifingu á breiðskífu á svona stóru markaðssvæði áður og við vonum bara það bezta með framhaldið,“ segir Birgir. Núna rignir inn flottum dómum frá brezkum, bandarískum og frönskum blöðum, sem lofa Ampop í hástert og eru allir sam- mála um, að sveitin hafi eitthvað nýtt og öðruvísi fram að færa. Melankólísk plata en samt ekki döpur og útsetningar í hæsta gæðaflokki. Í beinu framhaldi af útgáfutónleikunum í París fór Ampop í tónleikaferð með mjög þekktri brezkri hljómsveit, The Zutons. Tónleikaferðin hófst í París og þaðan var haldið til Zürich í Sviss og Freiburg í Þýzkalandi. „The Zutons eru alveg bullandi, kraumandi grúppa,“ segir Biggi og bætir við að sveitin sé með heitustu hljómsveitunum sem starfa í heiminum í dag. „Þetta vær æðisleg ferð og við fengum fínar undirtektir,“ seg- ir hann. Sendingar eins og Eiður Smári „Við vonumst til að koma plötunni í dreifingu víðar. Ef þetta gengur vel í Frakklandi er voðinn vís! Eftir Frakklandstúrinn tóku nokkrar stórar plötuverzlanir á Bretlandi plötuna okkar í sölu, þótt hún sé ekki komin í almenna dreifingu þar. Annars er tónlistarbransinn þannig í dag, að tónlist er eins og hver önnur markaðsvara, þetta gæti alveg eins verið jógúrt, ef það er gott á bragðið og selzt sæmilega, þá fær varan meira tækifæri heldur en eitthvert annað jógúrt þótt það sé ekkert síðra á bragðið. Þetta er eins og allir séu að reyna að gefa sömu sendingar og Eiður Smári í fótboltanum, vera með alveg eins hár og þar fram eftir götunum. Þetta finnst okkur Íslendingunum alveg fárán- legt og niðurdrepandi. Mín stefna er einfaldlega sú að gera bara það sem ég er að gera, halda mig við það, og láta ekki einhvern ytri þrýsting hafa áhrif á mig og reyna bara að koma þessu beint í gegnum hjarta- stöðina.“ „Þetta er fyrst og fremst spurning um þolinmæði. Við í Am- pop eru búnir að vinna saman heima á Íslandi í átta ár, búnir að gefa út 2 stórar plötur og sú þriðja nýkomin út. Og staðreyndin er sú, að við greiðum með okkur. Þetta er búið að vera áhuga- mál, verður svo að draumi og loks að atvinnu. Eftir átta ár fór allt í einu eitthvað að smella saman.“ Hvað gerðist? „Við sömdum plötu, sem náði til fólksins. Hún heitir My Delu- sions, eins lags diskur og er búin að ganga ofsalega vel heima. Hún kom út rétt fyrir síðustu jól og nú er stór diskur með sama nafni kominn út heima og í Frakklandi. Ég er með lítið hljóðver hérna úti með nauðsynlegan upp- tökubúnað og er að semja lög og alls kyns tónlist. Svo er ég tals- vert mikið á ferðalögum með Ampop og reyndar líka bara sjálf- ur með sólóflutning. Við í Blindfold spiluðum t.d. nýverið á stærsta músíkfestivalinu hérna í Skotlandi, TripTych.Við spil- uðum í Edinborg,“ segir Biggi. Þú ert semsé Blindfold? „Já, en það er búið að smábreytast, því ég fékk félaga mína til að spila með mér. Það eru tveir Íslendingar, annar heitir Teitur Ibsen og spilar á bassa en hinn er Sveinn Jónsson á gítar og loks Nick sem trommar. Það er búið að bjóða okkur að spila á fullt af tónleikum, bæði hérna í Glasgow og tvisvar í Edinborg þannig að við erum hægt og rólega að byggja upp áheyrendahóp hérna úti.“ Annars spilaði Ampop um daginn á staðnum, sem Oasis gerðu frægan, King Tuts. Það var alveg megagaman.“ Fleiri tækifæri en fleiri um kökuna Nú eruð þið nokkrir strákar sem stundið ykkar tónlist hérna í Glasgow. Er þetta öflugra umhverfi en heima, meiri skilningur? „Fyrir það fyrsta þá eru tækifærin hér fleiri en heima í Reykjavík, en um leið miklu fleiri um kökuna. Tækifæri til að spila eru samt fleiri. Og ég hef tekið eftir því að hljómsveitir fá betri meðferð hérna og fá greitt möglunarlaust. Heima er nán- ast litið á það sem greiðasemi að leyfa hljómsveitum að spila. Menn eru að spila frítt í 10 ár áður en eitthvað gerist. Hér var ég svo heppinn að kynnast einum stærsta „prómóternum“, sem hefur gífurlega trú á því sem við í Blindfold erum að gera. Hann er búinn að bjóða okkur að spila á flottum klúbbum.“ Þetta er kannski lykillinn að því að komast eitthvað áfram? „Það er nú það,“ segir Biggi á sinn rólega og yfirvegaða hátt. „Ég er búinn að vera í þessum bransa síðan ég var 15 ára og ég veit ekki ennþá hver lykillinn er að þessu. Ég ætla bara að halda áfram og vera þolinmóður. Maður er hérna úti, einmana, svona hálftýndur, á ekki marga vini en góða. Þetta er óneitanlega svolítið einmanalegt, en vissu- lega ævintýri að geta verið hérna, og að geta spilað tiltölulega reglulega fyrir Skotana, sem eru ágætis áheyrendur. Þeir virð- ast vera hrifnir af íslenskri músík.“ Þú hefur verið að búa til tónlist fyrir auglýsingar heima á Ís- landi, hefurðu lifibrauð af því? „Það er eitt af því sem heldur mér gangandi. En ég er ekki bara að búa til músík fyrir auglýsingar heldur líka tónlist við listrænar uppstillingar, skúlptúra og slides-show og að auki tón- list fyrir kvikmyndir. Ég gerði t.d. tónlistina við sjónvarpsþætti sem voru sýndir heima í vor, Allir litir hafsins eru kaldir eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Ég gerði músíkina við þættina með Þór Eldon Sykurmola. Þetta er fyrsta svona stóra verkefnið, sem ég fæ í kvikmyndageiranum,“ segir Birgir og jafnframt að hann geti blessunarlega unnið megnið af þessu gegnum netið. Útgáfutónleikar í París – þaðan til Sviss og Þýzkalands BIGGI í AMPOP – Birgir Hilmarsson Birgir er aðalsprautan í Ampop og Blindfold og semur fyrir báðar sveitirnar. 3Þrír góðir gæjar í Glasgow TENGLAR ................................................................................ http://www.ampop.co.uk/ - http://www.ampop.co.uk/ blindfold/ - http://www.myspace.com/ampopband Guðmundur Viðarsson, bassa-leikari hljómsveitarinnarKamp Knox, er 26 ára gamall Húsvíkingur, en hefur búið í Reykja- vík frá því hann var ellefu ára. Hann er léttur í lund og það er stutt í hlát- urinn hjá honum. Spurður um tónlist- ina kveðst hann hafa verið í hljóm- sveitum frá því hann var „lítill púki“. „Ég var byrjaður að fikta á hljóð- færi ellefu ára gamall. En ég hef verið í tónlistinni fyrir alvöru mun skemur. Ég var í hljómsveit sem hét Lúna og við gáfum út eina plötu í samstarfi við Smekkleysu, síðan hef ég verið í Kamp Knox í u.þ.b. 4 ár. Við gáfum út plötu sl. október, A tad 6́5. Við spilum svona bræðing af blús, jazz, folk og indí rokki og svo einkenn- ist tónlist okkar bæði af spænskum og gömlum íslenzkum áhrifum inn á milli. Bassinn er hljóðfærið mitt. Annars spila ég á gítar fyrir sjálfan mig, þeg- ar ég er að semja eða að spila með ein- hverjum öðrum.“ Kamp Knox spilaði í Glasgow „Kamp Knox hópurinn kom hingað til Glasgow í vetur og við spiluðum á The Goat, Geitinni, vinsælum veit- ingastað. Það er mikið að gera í skólanum, en námið krefst þess að maður spili tón- list líka. Annars erum við í Kamp Knox að semja tónlist saman yfir net- ið og höfum tekið upp eitt lag hér úti. En svo er ég búinn að baksa við sóló- efni líka. Við tókum upp frumburðinn, A tad 6́5, á eyðibýli fyrir norðan, Hindisvík heitir bærinn, og er við Vatnsnes. Við fluttum allar græjurnar með okkur þangað og þessi tími var mjög sér- stakur, alveg æðislegur, ekkert síma- samband, ekkert útvarp eða sjón- varp, bara við og tónlistin.“ Stefnirðu á að sérhæfa þig í upp- tökustjórn eða vera áfram í spileríi? „Námið er nú svolítið plan B hjá mér. Ég hef verið í tónlistinni og verð áfram í henni, en ef maður getur ekki unnið við það og lifað á því, þá sný ég mér að upptökubransanum og myndi þannig alltaf vera að vinna með mús- ík.“ Þér finnst skemmtilegra að semja og spila músík? „Já, það er lífið!“ En upptökustjórn getur verið skemmtileg? „Já, já, sérstaklega ef maður fær listrænt frelsi og fær að búa til sándið fyrir hljómsveitirnar líka. Sumir koma með niðurnegldar hugmyndir og segja: „við viljum fá þetta fram“ eða „svona viljum við hafa þetta“ og mæta jafnvel með geisladisk með ein- hverri hljómsveit, sem þeir vilja herma eftir. Þá er bara að vinna úr því.“ Hefurðu eitthvað verið að vinna við upptökustjórn? „Nei, varla, en við í Kamp Knox tókum frumburðinn upp í sameiningu og ég mixaði hann, ásamt Silla Helga. Við gáfum hann út sjálfir.“ Tónlistarheimurinn á Íslandi mengaður af klíkuskap Hvernig kanntu við þig hérna í Glasgow? „Alveg rosalega vel. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarmenn að vera erlendis í einhvern tíma, mark- aðurinn heima er svo lítill. Og svo er tónlistarheimurinn heima þvílíkt mengaður af klíku, þó ekki sé nefnt annað en spilun á tónlist okkar og fleiri í útvarpi.“ Er ekki Rás 2 ágæt fyrir ungar og nýjar hljómsveitir? Rásin hefur orð á sér fyrir það. „Hún er skárst, hún er ekki góð en hún er skást.“ Ræður klíka þar? „Stundum virðist manni það, ekki þarf annað en að skoða val þeirra á plötu vikunnar sem virðist vera valin eftir því hvað af plötufyrirtækjunum öskrar hæst. Og það er annað, sem á reyndar ekki bara við Ísland, hljóm- sveitir sem gefa út sjálfar eiga mjög erfitt með að koma efni sínu á fram- færi. Stórlaxarnir passa árnar sínar og halda einungis sinni vöru að neyt- andanum sama hvernig færibanda- framleiðslan er. Ætti ekki útvarp í eigu allra landsmanna, a.m.k. ennþá, að styðja frekar við bakið á litlu útgef- endunum en að ýta einungis undir rassinn á stórlöxunum? Hins vegar hef ég séð staflana sem þeir fá inn á Rás 2 af nýju efni og það er ekki fyrir hvern sem er að komast í gegnum þetta allt og vega og meta hvað skal spilað og hvað ekki, svo kannski er eina leiðin að ganga fyrir utan með kröfuspjald til að koma tónlist sinni í spilun!“ En þetta á væntanlega eftir að breytast? „Maður er að vona það. Ég hef fulla trú á því. Ætli við verðum ekki að taka þetta sömu tökum og Björk, vera út- skúfaðir heima, og verða svo frægir úti í heimi.“ Taka upp á undarlegustu stöðum Guðmundur er ekki hræddur um að fólk verði fyrir vonbrigðum með að hlusta á tónlist þeirra félaga, hún sé mjög aðgengileg og full af meiningum og tilfinningum. „Við setjum engin lög frá okkur nema það sé eitthvað á bak- við þau, textarnir eru stundum póli- tískir og stundum ekki, það er allt sagt og sungið undir rós, engir Bub- baskellir. Jóhann Ingi Benediktsson, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, og ég semjum megnið af textunum. Það kom aðeins einu sinni fyrir að við sömdum texta öll saman. Þannig var að við misstum allar upptökur, sem við höfðum tekið upp í sumarbú- stað á Núpi …“ … þið veljið undarlegustu staði til að taka upp? „Já, það er nefnilega aðalmálið, að komast í kyrð og ró og leyfa tilfinn- ingunum að njóta sín, þarna var ekk- ert áreiti. Við vorum búnir að taka upp fínar upptökur en þegar við ætl- uðum að mixa lögin kom í ljós, að harði diskurinn hafði hreinlega brunnið yfir og allt efnið ónýtt. Svo ekki var um annað að ræða en að byrja upp á nýtt. Upptökurnar sem glötuðust höfðu staðið yfir í eitt og hálft ár. Við þurftum því að taka þetta efni allt aftur upp og gerðum það á einni viku á eyðibýlinu við Hindisvík.“ Eins og hálfs árs upptökur í vaskinn Gummi í Kamp Knox – Guðmundur Viðarsson Guðmundur stundar nám í School of Audio Engieering og er í Kamp Knox. TENGLAR .............................................. www.kampknox.tk og www.mys- pace.com/kampknox halldorjr@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.