Morgunblaðið - 30.07.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 25
Ég er að lesa bók um ást-ina eftir Erich Fromm,“sagði ég upptendruð viðkunningja minn um dag-inn. „Tilfinningavaðall,“
svaraði hann hvatskeytslega og
bætti því við að þessa bók hefði
hann lesið og afgreitt fyrir löngu.
Þar sem hann er margfróður
smekkmaður, sem
talsvert mark er
takandi á, munaði
litlu að ég gerði
mér þessa af-
greiðslu að góðu.
Eigi að síður hélt
ég mínu striki og við nánari kynni
af Fromm þykir mér ástin enn
meira töfrandi og eftirsóknarverð
en nokkru sinni fyrr.
Rétt 50 ár eru liðin síðan Listin
að elska eftir sálfræðinginn Erich
Fromm kom út í Bandaríkjunum
en þangað hafði hann flúið gyð-
ingaofsóknir nasista í Þýskalandi
þar sem hann var borinn og barn-
fæddur. Samkvæmt upplýsingum
sem ég fann á netinu varð verkið
metsölubók og raunar hef ég iðu-
lega séð í það vitnað en tæpast
hefur það verið haft til hliðsjónar
við mótun þjóðfélaga á Vest-
urlöndum síðustu áratugi þar sem
ástin hefur orðið sorgleg afgangs-
stærð. – Tilfinningavaðall, segja
margir, en samt eru flestir á hött-
unum eftir einhvers konar ást.
Fromm leggur áherslu á að ást-
in sé hvorki hlutur né fyrirbæri
sem við finnum á förnum vegi
heldur lífstíðarverkefni. Hann
beinir sjónum að hinni rómantísku
tilfinningu, sem allir þrá, og getur
leitt til farsællar sameiningar
tveggja einstaklinga. Hann fer
líka miklu víðar yfir sviðið og
fjallar um heilbrigða ást foreldra
til barna og ástina til Guðs þótt
hann virðist ekki sveigja sig undir
ákveðin trúarbrögð. En jafnframt
skrifar hann um náungakærleik-
ann og þá alúð sem okkur ber að
sýna daglegum viðfangsefnum en
ekki síst okkur sjálfum, þar sem
uppsprettu ástarinnar er að leita.
Hann teflir fram þeirri fullyrðingu
að sá sem geti ekki elskað sjálfan
sig sé ófær um að veita eða þiggja
ást og gerir hér skarpan grein-
armun á því sem hann kallar
sjálfsást og eigingirninni sem fel-
ur í sér frumstæða græðgi og fíkn.
Þótt sitt hvað úr fórum Erich
Fromm kæmi mér skemmtilega á
óvart kannaðist ég við margt og
setti í samhengi við eigin reynslu-
heim þar sem ég lærði und-
irstöðuatriði í listinni að elska. Sá
heimur var svolítið kaldur á köfl-
um enda lífsbaráttan hörð og sjón-
deildarhringurinn þröngur. En
þrátt fyrir almenna þekkingu og
mikla velmegun, sem nútíminn
hefur fært okkur, er engu líkara
en margur sé hér staddur á ber-
angri eins og visnandi tréð sem
höfundur Hávamála vísar til þegar
hann yrkir um mannlega einsemd
og mætti orða einhvern veginn
svona: Hver er tilgangur manns
sem engrar ástar nýtur? Sá höf-
undur, hundheiðinn og herskár,
verður seint bendlaður við tilfinn-
ingavaðal heldur meitlaði hann
með list sinni einföld sannindi,
byggð á dýrmætri reynslu kyn-
slóðanna.
Tilfinninga-
vaðall eða list?
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Guðrún
Egilson
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Terra Nova býður nú síðustu sætin 3. ágúst í 2 vikur á ótrúlegum kjörum.
Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem
bíður þín með frábæra strönd, einstakt
loftslag, ótæmandi
afþreyingarmöguleika, fjölbreytta
veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú
bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Frá kr. 59.990
Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í
hótelherbergi í viku með morgunmat.
Súpersól til
Búlgaríu
3. ágúst í 2 vikur
frá kr. 59.990
Síðustu sætin
- SPENNANDI VALKOSTUR
SONJA Richter varði 27. júní sl.
doktorsritgerð sína Símæling á tær-
ingarhraða í hitaveitukerfum. Vörnin
fór fram frá verkfræðideild Háskóla
Íslands. Andmælendur voru dr. G.
Tim Burstein,
prófessor við
Cambridge-há-
skóla og dr. Dom-
inique Thierry,
framkvæmdar-
stjóri við Frönsku
tæringarstofnun-
ina. Leiðbeinend-
ur voru dr. Ragn-
heiður Inga Þórarinsdóttir, Orku-
stofnun, og dr. Fjóla Jónsdóttir,
dósent við verkfræðideild. Auk þeirra
situr dr. Guðmundur R. Jónsson í
doktorsnefnd.
Ritgerðin fjallar um rauntíma tær-
ingarmælingar í hitaveitukerfum.
Prófuð hefur verið mismunandi tækni
til tæringarmælingar í hitaveitukerf-
um í rauntíma og þróuð aðferðar-
fræði sem virkar við þær erfiðu mæli-
tæknilegu aðstæður sem við er að
etja í kerfunum.
Algengar mæliaðferðir, sem byggj-
ast á rafefnafræði, henta illa í jarð-
hitakerfum, sér í lagi sé súrefni til
staðar í vatninu. Jarðhitavatn inni-
heldur súlfíð og hefur lága leiðni, sem
hvort tveggja hefur áhrif á rafefna-
fræðilegar mælingar. Nýlega hefur
verið þróuð aðferð sem byggð er á
rafviðnámi og er næmari en áður
þekktist. Komið hefur í ljós að þessi
aðferð hentar vel í jarðhitavatni og er
ekki jafnháð umhverfisþáttum.
Líkön, sem byggð eru á niðurstöð-
um, hafa gefið nákvæmar upplýsing-
ar um tæringarlega eiginleika kerf-
isins og aukið skilning á þeim. Þannig
er hægt að sjá að tæringarþol jarð-
hitakerfa helgast fremur af eiginleik-
um vatnsins heldur en myndun súlfíð-
lags á innra yfirborði röra.
Bæði var rannsökuð almenn tær-
ing og staðbundin tæring. Tilhneig-
ing til staðbundinnar tæringar var
minni en sambærileg rannsókn á
dönskum hitaveitukerfum benti til og
ekki var vísbending um að hún ætti
sér stað nema súrefni væri til staðar í
ákveðnu magni (> 100 ppb).
Sonja stundaði rannsóknina að
mestu leyti við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins en einnig við
Lagnakerfamiðstöð Íslands, Danska
tækniháskólann og Háskólann í Stav-
angri. Mælingar fóru fram við Orku-
veitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja.
Sonja Richter er fædd árið 1975 í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1996 og M.Sc. í vélaverkfræði frá Há-
skóla Íslands 2001. Sonja er gift Clint
R. Anderson og eiga þau tvær dætur.
Doktor í véla-
verkfræði
FRÉTTIR