Morgunblaðið - 30.07.2006, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, afa og bróður,
SIGMARS JÓHANNESSONAR
sjómanns,
Egilsbraut 2,
Þorlákshöfn.
Helena Rós Sigmarsdóttir,
Ægir Snær Sigmarsson,
Hrannar Már Sigmarsson,
Ástríður Rán,
Askur Máni, Breki Blær
og systkini hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HERMANÍU KRISTÍNAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Skálagerði 11,
Reykjavík.
Andrea Danielsen, Páll Ragnarsson,
Sigurþór Charles Guðmundsson, Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir,
Bjarni Ólafur Guðmundsson, Martina Gudmundsson,
Þórarinn Guðmundsson, Guðbjörg Ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR.
Jósef Halldórsson,
Guðni Dagbjartsson, Elísabeth Dagbjartsson,
Guðrún Katrín Dagbjartsdóttir,
Gísli Dagbjartsson,
Sigurður Dagbjartsson,
Baldur Dagbjartsson, Soffía Þórisdóttir,
Gunnar Dagbjartsson, Helga Ottósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BRAGA EINARSSONAR,
Krókabyggð 1,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynn-
ingar LSH fyrir frábæra umönnun og vinarhug.
Karen Mellk,
André Berg Bragason,
Olga Björk Bragadóttir, Sveinbjörn Ottesen,
Einar Björn Bragason,
Margrét Karlsdóttir, Sigurður Hannesson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts okkar ástkæra
EINARS SÆMUNDSSONAR
fv. formanns KR,
Jökulgrunni 27,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
12-G Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra
umönnun og vinarhug.
Auður Einarsdóttir,
Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir,
Sigrún Elísabet Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR INGIBERGSSON
frá Hjálmholti Vestmannaeyjum,
Smárabarði 2b,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítala Landakoti föstudaginn
21. júlí, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.00.
Eyrún Hulda Marinósdóttir,
Guðjón Ingi Ólafsson, Hildur Hauksdóttir,
Birna Ólafsdóttir, Sveinn Ingason,
Viðar Ólafsson, Heba Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Björg, nei … Björg
frænka eins og ég
kallaði hana var
frænka í orðsins
fyllstu merkingu.
Átti ekki von á því að bregðast
svona við þegar mér var tilkynnt
um fráfall hennar. Ég brast í þung-
an og sáran grát. Vissi vel um veik-
indi hennar en einhvern veginn
hvarflaði það ekki að mér að hún
myndi bíða ósigur í þetta sinn frek-
ar en endranær. Hún hefur þurft að
takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu
og alltaf farið með sigur af hólmi.
Hispurslaus, raunsæ og sterk tókst
hún á við lífið með góðan skammt af
kímni í farteskinu. Hún var ekki að
„dramatisera“ eða finnast mikið til
styrks síns koma. Hún var bara stór
á sál og líkama. Hún þurfti að sinna
bæði móður- og föðurhlutverkinu
gagnvart börnum sínum og gerði
það af einstakri hæfni. Hún var afar
stolt af börnum sínum og barna-
börnum. Hafði líka tíma fyrir vini
og frændfólk og átti einstaklega
gott með að ná til þeirra sem áttu
við einhvers konar vandamál að
stríða. Hún sýndi skilning og bar
virðingu fyrir ýmsu sem aðrir áttu
erfitt með að meðtaka eða skilja.
Hún var ævintýrakona eins og við
fleiri í fjölskyldunni. Þegar mamma
BJÖRG
ÁGÚSTSDÓTTIR
✝ Björg Ágúst-dóttir fæddist í
Reykjavík 21. mars
1930. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 14. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
20. júlí.
fékk einhverja
skemmtilega hug-
dettu þá var Björg
frænka fyrsta mann-
eskjan sem hringt var
í, því hún var alltaf til
í að fara og sjá, hlusta
eða heyra eitthvað
nýtt. Hún gaf sér allt-
af tíma til að koma að
hlusta á mig syngja,
jafnvel ferðast yfir
hafið til að vera við-
stödd tónleika hjá
mér í New York. Hún
var alltaf einstaklega
hlý við mig og dóttur mína. Man eft-
ir henni hér úti á svölum hjá mér á
Ítalíu með Júlíu í kjöltu sinni, að
segja henni sögur eða útskýra eitt-
hvað áhugavert og spennandi. Hafði
alveg sérstakt lag á að ræða við
börn og lét þau finna til sín sem
jafningja.
Það verður tómlegt að koma heim
til Íslands og fá ekki að hitta Björgu
frænku. Eftir situr kær minning um
skemmtilega frænku. Blanda af
skyldurækni, raunsærri og sterkri
bóhemkonu.
Guð blessi minningu hennar og
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til allrar fjölskyldunnar.
Elsa Waage og fjölskylda.
Björg frænka hefur alltaf verið
hluti af lífi mínu. Faðir minn og
Björg voru systrabörn og aldurs-
munurinn lítill. Hann átti eingöngu
bræður og kannski var Björg það
sem hann komst næst því að eiga
systur. Hún hefði alveg getað verið
föðursystir mín, eins mikið og hún
tók þátt í lífi allra í minni fjölskyldu.
Stærstan hluta lífsins hafa bæði
ég og Elsa systir mín búið erlendis
og því hefur heimili foreldra okkar
haldið áfram að vera okkar heimili
þegar við stöldrum við á Íslandi.
Móður minni og Björgu frænku
hefur alltaf gengið vel að umgang-
ast og hafa þær brallað margt sam-
an um ævina. Þær hafa skoðað
heiminn í ótöldum utanlandsferðum,
prjónað og saumað hvor í kapp við
aðra, rætt matar- og prjónaupp-
skriftir og auðvitað endalaust um
börn og barnabörn. Við systkinin
hittum Björgu frænku oft heima hjá
móður okkar og ekki sjaldan hafa
þær heimsflakkararnir komið á
heimili okkar erlendis eða við höfum
farið saman í frí eitthvert allt annað.
Það hefur alltaf verið ánægjulegt að
njóta góðra stunda með henni, ekki
síst vegna léttleika hennar og góðr-
ar kímni. Ekki er fjallað um öll stór-
menni í fjölmiðlum. Sumum líður
best við „að rækta garðinn sinn“.
Fyrir mér er Björg frænka garð-
yrkjumeistari í þeirri list.
Ég man ekki eftir að viðmót
hennar til mín hafi breyst frá því ég
var smábarn og til dagsins í dag.
Hún hafði nóg af manngæsku og
kærleika og var gjafmild á athygli
og tíma. Hún spurði og hlustaði,
sýndi mér áhuga og virðingu sem
persónu, sama hvort ég var 12 eða
42 ára. Þessi stóíska ró og bó-
hemska lífssýn var mér fyrirmynd.
Mér hefur orðið betur ljóst með
aldrinum að hún var ein af þeim
sem blómstraði og hún hafði unnið
til þess. Björg frænka var hetja í
mannlífinu. Ég veit ekki betur en að
Björg hafi fengið sjö tromp í lífinu
og tók slagi á þau öll. Þar á ég við
persónuleikann, eiginmanninn og
börnin fimm.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Magnúsar, Haraldar, Stefáns,
Valgerðar, Tryggva og fjölskyldna
þeirra.
Vera Waage.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar