Morgunblaðið - 30.07.2006, Page 41

Morgunblaðið - 30.07.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 41 DAGBÓK Einstaklega glæsilegt og vandað nýtt, fullbúið raðhús án gólfefna á einni hæð auk bílskúrs, stutt frá útivistarparadís í Grafarholtinu. V. 39,0 m. 5340 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Biskupsgata 17 - Raðhús á einni hæð Falleg raðhús á einni hæð. Húsin eru til afhendingar strax og munu seljast tilbúin til innréttingar. Húsin eru 140 fm + 28 fm bílskúr. Samtals 168 fm. V. 34,0m. 5344 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Biskupsgata 23 og 27 - Tilb. til innr. Nickell/Weed. Norður ♠72 ♥108753 N/NS ♦G10654 ♣K Suður ♠10 ♥ÁKG94 ♦K82 ♣Á843 Enn er það úrslitaleikur Nickells og Weeds í Spingold-keppninni sem er til umræðu. Til að byrja með skulum við setja okkur í spor Ítalans Fantonis og reyna við fimm hjörtu eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Hamman Nunes Soloway Fantoni – Pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið er spaði, sem austur tekur með ás og spilar smáum spaða til baka. Hvað dettur lesandanum helst í hug að gera? Ekki má gefa nema einn slag á tígul, svo legan í litnum þarf að vera hagstæð. Fyrirfram má teikna upp ýmsar vinningsstöður, sem þó er ekki hægt að sameina nema að hluta til. Norður ♠72 ♥108753 ♦G10654 ♣K Vestur Austur ♠D843 ♠ÁKG965 ♥D6 ♥2 ♦Á73 ♦D9 ♣G975 ♣D1062 Suður ♠10 ♥ÁKG94 ♦K82 ♣Á843 Fantoni spilaði beint af augum: tók tvisvar tromp, fór inn í borð á laufkóng, lagði af stað með tígulgosa og lét hann fara þegar Soloway dúkkaði. Og málið leyst. En segjum að austur leggi drottn- inguna á gosann og vestur drepi: Þá kemur til greina að spila næst á tíuna í von um að nían detti, eða fara af stað með áttuna og reyna að gleypa sjöuna í austur. Og ef vestur dúkkar (!) tígulkónginn fumlaust kemur þriðji möguleikinn upp, að austur sé með ÁD tvíspil. Það vakti athygli skýrenda á Bridgebase.com að Fantoni skyldi ekki byrja á því að hreinsa upp lauf- ið. Eftir slíka upphreinsun kæmi nefnilega til álita að spila tígli á kóng og tígli í bláinn í von um Áxx í austur og Dx í vestur. Sú viðleitni Soloways að fela spaðakónginn í byrjun hefði hæglega getað beint sagnhafa á þá hættulegu braut. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. d5 Ra5 14. b3 Bd7 15. Rf1 Rb7 16. Rg3 g6 17. Rh2 c4 18. b4 a5 19. Bh6 Hfc8 20. Dd2 Re8 21. Bd1 axb4 22. cxb4 Ha3 23. He3 Hca8 24. Hxa3 Hxa3 25. Dc1 Ha6 26. Bg4 Rd8 27. Bxd7 Dxd7 28. f3 f6 29. Be3 Rc7 30. Re2 f5 31. g4 f4 32. Bf2 Rf7 33. Rc3 h5 34. Rf1 Kg7 35. Rd2 Rg5 36. Kg2 Ha8 37. Re2 Staðan kom upp í AM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Ungverski alþjóðlegi meistarinn Bela Lengyel (2339) hafði svart gegn Guð- mundi Kjartanssyni (2291). 37… Rxh3! 38. Kxh3 hxg4+ 39. Kg2 gxf3+ 40. Rxf3 Dg4+ og svartur fær nú manninn til baka með dágóðum vöxt- um. 41. Bg3 fxg3 42. Rxg3 Hh8 43. a4 Hh3 44. De1 Bh4 45. Rxh4 Dxh4 46. Rf1 Dxe1 47. Hxe1 Hb3 48. axb5 Rxb5 og svarta staðan er gjörunnin. 49. Re3 Hxb4 50. Hc1 c3 51. Kf3 Rd4+ 52. Kf2 Hb2+ 53. Kf1 Re2 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. LSH – Heilsubæli Íslands? ÞAÐ er lyginni líkast að verða vitni að aðbúnaði, umönnun og viðhorfi til sjúklinga á LSH. Svo ekki sé minnst á það skipulags- og stjórnleysi sem blasir við öllum þeim sem þurfa á þjónustu þarna að halda. Einn segir þetta og hinn hitt og upplýsingaflæði með ólíkindum. Þeir sem lenda í því að þurfa að dvelja á LSH um lengri eða skemmri tíma mega búast við að munir þeirra hverfi á dularfullan hátt, sé fleygt eða þeir eyðilagðir. Það er samt lítilvægt miðað við það sem getur hent sjúk- linginn sjálfan. Að minnsta kosti ef viðkomandi er aldraður og sjúkur og getur illa borið hönd fyrir höfuð sér. Fyrir utan það að vera sífellt minntur á að vera afgangsstærð í kerfinu, sem enginn vill hafa og helst þurfi að losna við sem fyrst, má sá teljast heppinn sem kemst hjá því að vera skilinn eftir bjargarlaus á sal- erni, detta þar og slasast. Eða vera yfirgefinn í hjólastól og komast hvorki lönd né strönd og bíða í það endalausa eftir aðstoð. Sjúklingi er talin trú um að hann geti þetta og geti hitt, sem hann eng- an veginn er fær um. Reynir samt, því ekki vill hann vera álitinn einhver aumingi. Afleiðingarnar: beinbrot, sársauki, vanmáttur og öryggisleysi ofan á allt annað. Og vei þeim sem gagnrýnir eða finnur að vinnubrögð- um. Bara þegja og brosa. Eitt enn, ekki er verra að sjúkling- ur búi yfir víðtækri tungumálakunn- áttu. Reyndar er ein setning sem er- lent starfsfólk kann lýtalaust að bera fram: „Ég ekki mega.“ Fyrir utan allt þetta má eins búast við að þurfa að liggja frammi á gangi fyrir allra augum. Kannski svo sem ekki miklu verra en að liggja á óvist- legri stofu, sem lítur út fyrir að hafa hvorki verið máluð né þrifin í árarað- ir. Einhverjar framkvæmdir eru þó í gangi á stofnuninni, því dögum sam- an í sumar máttu sjúklingar (og starfsfólk) búa við hávaða úr loftbor og hafa málara hangandi utan á gluggum. Þáttur úr Heilsubælinu sem sýnt var hér í sjónvarpi fyrir margt löngu? Nei, Landspítali – háskólasjúkra- hús við Hringbraut, í dag. Tekið skal fram að meirihluti starfsfólks er mjög fær í sínu fagi, elskulegt og allt af vilja gert að gera dvöl sjúklinga bærilega. Síðast en ekki síst. Ríkið og sveit- arfélög, a.m.k. hér á höfuðborg- arsvæðinu, eru með allt niður um sig í málefnum aldraðra. Hvenær á að hætta að tala og hysja upp sig? Aðstandandi. Nefhjól af fellihýsi í óskilum NEFHJÓL af fellihýsi fannst á leið- inni úr Borgarfirði eystra miðvikud. 5. júlí sl. Upplýsingar í s. 860 3116. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Félagið Heimssýn stendur um helginafyrir norrænni ráðstefnu á Nesjavöll-um og Laugarvatni undir nafninu„Norrænn þjóðfundur“. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við norrænu samtökin Frit Norden. Hjörtur J. Guðmundsson er einn stjórn- armanna Heimssýnar og starfandi fram- kvæmdastjóri félagsins og annast hann und- irbúning ráðstefnunnar. „Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum og það merkir að félagsmenn telja það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Þetta er líka yfirlýst stefna Frit Norden, en það eru samtök áhugamanna um aukna norræna samvinnu sem hafa haldið nor- rænar ráðstefnur undir yfirskriftinni Nordisk Folkriksdag síðan 1990,“ segir Hjörtur. Norræn samvinna ekki úrelt „Á undanförnum árum hafa komið upp efa- semdir um að norræn samvinna sé í takt við tím- ann og bera margir fyrir sig alþjóðavæðingu í því samhengi. Menn hafa talað um að Norð- urlandaráð sé úrelt og að skera ætti niður fjár- framlög til þess. Við teljum ekki hafa farið fram nægileg umræða um þetta og minni stuðningur við norrænt samstarf væri mjög róttækt úrræði,“ segir Hjörtur og bætir við að Íslendingar eigi rík menningarleg og söguleg tengsl við Norð- urlöndin og því sé mjög eðlilegt að horfa þangað til samstarfs. Að mati Hjartar hafa Norðurlönd sem gengið hafa í ESB ekki jafn frjálsar hendur til að láta til sín taka í vissum alþjóðamálum og áður. „Svíar sýndu áður meiri samstöðu með þeim löndum sem hafa átt undir högg að sækja, en nú hafa þeir í auknum mæli fylgt ESB-löndunum. Það eru helst Norðmenn sem halda uppi flaggi skandinavísku þjóðanna í þessum málaflokki sem inniheldur m.a. friðarmál, þróunarmál o.þ.h.,“ segir Hjörtur. Meðal framsögumanna á ráðstefnunni eru frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Laila Freivalds, fv. utanríkisráðherra Svía, Mininn- guaq Kleist frá Grænlandi og Steingrímur Her- mannsson, fv. forsætisráðherra. Eru viðfangsefni meðal annars staða Norður- landanna í heiminum, sérstaða Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja utan Evrópusambandsins og aukin norræn samvinna sem valkostur í stað aðildar að Evrópusambandinu. „Þessi ráðstefna er liður í víðtækri starfsemi Heimssýnar en við höfum áður haldið stóra fundi um málefni sem tengjast Evrópusambandinu. Við héldum t.d. mjög góðan fund um upptöku evrunnar síðasta haust og þar fékkst ákveðið pólitískt sjónarhorn á umræðuna,“ segir Hjörtur að lokum. Ráðstefna | Norrænn þjóðfundur verður haldinn á Nesjavöllum og Laugarvatni Norræn samvinna í stað ESB  Hjörtur J. Guð- mundsson er fæddur árið 1978 og ólst upp á Skagaströnd. Hann út- skrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 1998 og er nú langt kominn með nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hjörtur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samband ungra sjálfstæðismanna og hefur verið formaður fé- lags framfarasinna og er ritstjóri vefritsins ihald.is. Sambýliskona Hjartar er Hildur Ýr Ís- berg. FYRSTA samsýning Art-Ice- land.com verður opnuð hinn 29. júlí í Mublunni, Kópavogi. Listamenn- irnir sem ríða á vaðið eru Árni Rún- ar Sverrisson, Helga Sigurð- ardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Bjóða þau alla velkomna á sýningu gallerísins sem er nefnd Orkuflæði. Art-Iceland.com er með vef sem tengist galleríinu. Vefslóðin er: www.art-iceland.com. Það eru milli 200–300 manns sem heimsækja vef- inn á hverjum degi. Aðallega er- lendir gestir. Ekki sakar að hægt er að festa kaup á listaverkum í gegn- um vefinn. Orkuflæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.