Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 47

Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 47 Færeyingar eru þannig aftarlega á merinni í ýmsu, ekki bara í tón- list heldur er umræða um samkyn- hneigð varla til hjá þessari strangkristnu þjóð og fóstureyð- ingar eru bannaðar. Skref í rétta átt hvað þessa hluti varðar væri að sjálfsögðu að losa sig úr sam- bandinu við Dani, en það er lífs- nauðsynlegt skref ætli Færeying- ar að hugsa skýrt, öðlast sjálfs- virðingu og byggja upp stolt. Líkt og kona sem þarf að losa sig úr sambandi við ráðríkan, kúgandi eiginmann.    Á Prix Föryoar 2003 heyrði égtónlist sem ekki hefði verið hægt að búa til annars staðar en þar. Ólýsanlegt „færeyskt“ rokk sem var ekki skemmtilegt. Þar steig hins vegar fram sem sigur- vegari hljómsveitin Gestir frá Götu, en hún leikur draumkennt framsækið rokk í anda Radiohead (fyrsta breiðskífa hennar, Burtur frá Toftunum, er nýkomin út). Á keppninni var mikið skeggrætt um muninn á „færeysku“ sveit- unum og þeim sem leituðust við að flytja inn alþjóðlega strauma, þeim sem væru að hagnýta og vinna úr því sem væri að gerast úti í heimi en slíkt átti sér varla fordæmi. Meðlimir Gesta voru sem sagt að fylgjast með, ekki bara í tónlist heldur í tísku líka, og hefðu getað verið nýrokkarar frá Bretlandi eða Bandaríkjunum þess vegna. Clickhaze reyndist brautryðjandi í þessum efnum, var raunverulega fyrsta sveitin í Færeyjum sem tókst að búa til boðlegt framúrstefnurokk. Vann hún bæði með nútíma tölvuhljóma og svo úr færeyskum þjóðlagaarfi þannig að úr varð eitthvað alveg sérstakt. Í ár var svo að heyra að þessi þróun hefði náð að breiðast nokk- uð út. Á G! var meira um sveitir sem voru að framreiða rokk sem er fyllilega sambærilegt við annað slíkt úti í heimi. Ég ræddi við blaðamann á hátíðinni og sagði hann mér frá því að efnilegasta bandið í eyjunum um þessar mundir væri The Story Ends þar sem, „þeir væru með alþjóðlegasta hljóminn, minntu dálítið á Franz Ferdinand“. Þessi yfirlýsing fékk mig til að staldra við. Ég skildi vel hvað hann var að fara, að það væri gott að menn væru með á nótunum. En ekki get ég sagt að sveitin hafi minnt mig mikið á Franz Ferdinand, þetta var frem- ur hefðbundið rokkpönk – sæmi- legasta Músíktilraunarokk. En spurningin sem sótti á mig var þessi: Eru menn eitthvað vel settir ef þeir hljóma eins og Franz Ferd- inand? Er ekki málið að búa til eitthvað nýtt og spennandi, þó að það sé kannski undir áhrifum frá einhverju. Lykillinn er að vinna úr en ekki að endurspegla. Gestum tekst t.d. vel upp í slíkri nýsköpun og Högni Lisberg er fjarska gott dæmi um tónlistarmann sem spil- ar „alþjóðlega“ tónlist, en þó með færeyskum auðkennum.    Einar Már Guðmundsson var íeyjunum og las upp ásamt Eiríki Erni Norðdahl og fleiri nor- rænum höfundum. Í spjalli við Einar kom fram að yfir Færeyjum lægi undarleg melankólía – sem væri þó alltaf falleg. Setningin lýsir vel einkennum margra tón- listarmanna þaðan, allt frá þjóð- lagasveitinni Enekk og Eivöru Pálsdóttur til rokksveita á borð við Deja Vu og Gesti og söngvar- ann Pétur Pólsson (sem var sam- söngvari Eivarar í Clickhaze). Angurværð, dramatík, melankólía og draumkennd fegurð býr í tón- list þessa fólks og margra fleiri. Ég held svei mér þá að ég hafi fengið snert af þunglyndi er ég kom frá eyjunum í fyrra, vopn- aður nýjum færeyskum plötum því að flestar bar þær að þessum brunni. Sumum listamönnunum hættir reyndar til að keyra dramatíkina upp í melódramatík þannig að úr verður tilgerðarlegt tilfinningaklám. Ef það er eitthvað sem ég sakna úr færeyska tónlistarlífinu, eitt- hvað sem ég væri til í að sjá og heyra meira af, þá er það meiri ævintýramennska – og jafnvel meiri gleði og æringjaháttur til að vega aðeins upp á móti drungan- um. Að menn búi til rokktónlist sem sækir ekki grimmt í Franz Ferdinand eða Strokes eða hvaða þá tískusveit sem er í gangi hverju sinni eða að hún sé stein- runnin og „erkifæreysk“, eitthvað sem Gestir og félagar einsettu sér að ryðja frá. Hvar er Mugison Færeyja? Hvar eru þeirra Egill Sæbjörns, Ske, múm o.s.frv.? Mér dettur Mínus í hug í þessu sambandi, í kringum þann tíma er hljómsveitin gaf út Jesus Christ Bobby. Það meistarastykki stóð samhliða öllu því sem var að ger- ast í framsæknu harðkjarnarokki þess tíma (2001) – einmitt vegna þess hversu tilraunakennt og ein- stakt það var og það að Mínuslið- ar skeyttu lítt um það hvað í gangi var í þeim geira sem þeir voru að vinna innan. Það er gott og blessað að menn séu vakandi fyrir því sem er að gerast úti í heimi en vel unnin af- rit af vinsælustu samtímasveit- unum eru þreytandi. Ef þú hefur áhuga á að ná „árangri“ á alþjóðavettvangi er vænlegra að vera einstakur en alþjóðlegur, eins og nokkur dæmi frá Íslandi sanna svo vel. arnart@mbl.is Sími - 551 9000 Silent Hill kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Stormbreaker kl. 3, 6 og 8 The Benchwarmers kl. 3, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.10 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 5 og 10 SÍÐUSTU SÝNINGAR B.i. 14 ára Ísöld 2 m.ísl tali kl. 3 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gaman- mynd ársins! ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND SÍÐUSTU SÝNINGAR -bara lúxus Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 2 og 6Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 12 Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! eee L.I.B.Topp5.is eee S.V. Mbl. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10-POWER -bara lúxus ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS Sýnd kl. 4 500 kr.400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Leikstjórinn Oliver Stone hefuroftar en einu sinni lent í deilum við hina ýmsu aðila í tengslum við myndir sínar. Þegar spurðist út að hann ætlaði að gera mynd um hryðjuverkaárás- irnar á tvíbur- aturnana 11. september heyrð- ust háværar gagnrýnisraddir, m.a. frá fjöl- skyldum þeirra sem létu lífið í árásunum. Nú hefur verið ákveðið að 10 prósent af tekjum frá fyrstu sýningarhelgi myndarinnar, sem ber nafnið World Trade Center, fari til fernra góðgerðarsamtaka sem sett voru á fót eftir árásirnar. Peningarnir munu meðal annars fara til samtaka sem veita börnum sem misstu foreldra í árásunum ýmsa þjónustu. Myndin fjallar um tvo lögreglumenn sem festast í rúst- um turnanna en þeir eru leiknir af Nicholas Cage og Michael Pena. Myndin verður frumsýnd 9. ágúst í yfir 2.000 kvikmyndahúsum í Banda- ríkjunum. Fólk folk@mbl.is Poppgoðið og Grammy-verð-launahafinn Justin Timberlake mun tala fyrir Artúr konung í Shrek hinum þriðja, þriðju myndinni um græna, vinalega tröllið og vini hans. Myndin verður frumsýnd á næsta ári en þar eru Mike Myers, Came- ron Diaz og Eddy Murphy sem ljá aðal- persónum þriðju myndar- innar raddir sínar sem fyrr. Aðrir leikarar sem koma við sögu eru Rupert Everett, Ian McShane og Eric Idle.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.