Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK eeee V.J.V, Topp5.is FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU ! S.U.S. XFM 91,9 „...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY V.J.V. TOPP5.IS eeee “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA PIRATES OF CARIBBEAN: DEAD MAN´S CHEST kl. 2:30 - 4 - 5:30 - 7 - 8:30 - 10 - 11:30 B.I. 12.ÁRA. SUPERMAN kl. 2:30 - 5:30 - 8:30 - 11:30 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 Leyfð THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 2:30 Leyfð CARS M/- ENSKU TAL kl. 10:30 Leyfð PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 2 - 4 - 6 ENSKU TAL.kl. 8 Leyfð SUPERMAN RETURNS kl. 10 B.I. 10 ÁRA PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 2 - 5 - 8 - POWERSÝNING kl. 11 B.I.12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 2 - 4 Leyfð OVER THE HEDGE ENSKU TAL kl. 8 Leyfð SUPERMAN kl. 10 B.I.10 ÁRA BÍLAR ÍSL TALI kl. 5:40 Leyfð eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. Á dögunum kom út afarmerkileg plata að nafniScale frá tónlistarmann-inum Matthew Herbert. Hann er einn af áhugaverðari raf- tónlistarmönnum síðari ára og hefur tekist að hasla sér völl meðal þeirra bestu en tónlist hans hefur þann skemmtilega eiginleika að vera frumleg og aðgengileg á sama tíma. Það tók tónlistaráhugafólk dágóða stund að sætta sig við raftónlist. Löng hefð var þó fyrir hendi þegar stefnan tókst á loft. Flytjendur á borð við Jean Michel Jarre, Jean- Jaques Perrey, Kraftwerk og fleiri höfðu leikið sér að forminu um stund en það var ekki fyrr en undir lok ní- unda áratugarins að stefnan tók að blómstra og varð að því afli sem hún er í dag. Mörgum þykir raftónlist sálarlaus og köld á meðan margir telja hana jafn byltingarkennda og djass eða rokk voru á sínum tíma. Síðan raftónlist haslaði sér völl inn- an dægurtónlistar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hún er fjölbreytt en misaðgengileg en margir af helstu tónlistarmönnum samtímans hafa leitað á náðir hennar. Sem dæmi má nefna David Bowie, Björk og Madonnu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn hafa sprottið úr viðj- um raftónlistar. Ber þar líklega hæst Depeche Mode, Human League, Aphex Twin, Matmos og Squarepusher. Upphaf Matthew Herbert fæddist á Eng- landi árið 1972 og hóf snemma nám í klassískum píanóleik. Hann lærði einnig á fiðlu og söng með skóla- kórnum. Faðir hans er hljóðmaður hjá BBC og með kunnáttu hans sem hjálpartæki byrjaði Matthew fljótt að safna sér hljóðfærum og tækjum í sitt eigið hljóðver á meðan hann lærði leikhúsfræði við háskólann í Exeter. Þegar hann var tuttugu og þriggja ára hélt hann sína fyrstu tónleika með snakkpoka og hljóð- sarp (sampler) að vopni en tónleik- arnir voru táknrænir sökum þess hve mikið Matthew átti eftir að leggja traust sitt á hljóðsarpinn síð- ar meir. Hann var þó einnig undir miklum djassáhrifum sem hafa skil- að sér vel í verk hans. Árið 1998 sendi hann frá sér plöt- una Around the House þar sem hann notaði aðeins hljóð sem finnast inn- an heimilis og húsa. Hann safnaði fyrir hana hljóðum úr þvottavélum, tannburstum og hvaða heim- ilisáhaldi sem hægt er að hugsa sér og með hljóðsarpi sínum breytti hann þeim og gerði úr afar mel- ódíska og taktmikla tónlist. Hann hafði þá kynnst eiginkonu sinni og samstarfsfélaga, Dani Siciliano, en rödd hennar er afar mikilvægur hlekkur í því að mýkja tónlist hans og gera hana aðgengilega. Strangur við sjálfan sig Tveimur árum síðar samdi Matt- hew Herbert svo yfirlýsingu þar sem hann sór að aldrei skyldi hann nota áður upptekna tónlist né nein hljóð sem framkölluðu gervihljóð, t.d. trommuheila, til þess að herma eftir lifandi hljóðfærum. Hann hefur starfað innan þessara ströngu reglna æ síðan. Árið 2001 leit dags- ins ljós platan Bodily Functions en hún var sköpuð á sama hátt og Aro- und the House nema að nú notaði Herbert líkamshljóð til þess að sampla og nýta sem hljóðfæri á ann- ars mjög dansvæna og djassskotna plötu. Um þetta leyti var hann far- inn að njóta mikillar athygli í raf- tónlistarheiminum. Árið áður hafði hann sett á laggirnar útgáfufyr- irtækið Accidental Recordings en innan vébanda þess eru nokkrar smærri útgáfur sem hann hefur til dæmis nýtt til útgáfu platna annarra tónlistarmanna. Þar á meðal er fyrsta plata Mugisons, Lonely Mountain. Önnur verkefni Matthew Herbert situr svo sann- arlega ekki auðum höndum á milli þess sem hann sendir frá sér plötur undir eigin nafni. Hann rekur Acci- dental Records auk þess sem hann var einn af stofnendum netsam- félagsins Country X, en það ku vera sjálfstætt ríki sem er eingöngu til á alnetinu. Árið 2001 gaf hann út plöt- una Mechanics of Destruction undir nafninu Radio Boy. Á henni notaði hann hljóð frá varningi verslunar- innar The Gap og veitingastaðarins McDonalds. Hann hefur endur- hljóðblandað lög fjölmargra þekktra flytjenda. Þar má nefna Moloko, Serge Gainsbourg, Yoko Ono og John Cale. Hann forritaði þrjú lög á plötu Bjarkar, Vespertine og nú síð- ast stjórnaði hann upptökum á plötu Roisin Murphy (Moloko), Ruby Blue. Hann hefur ferðast með hljómsveit sinni Matthew Herbert Big Band um heiminn en í henni eru sextán djasstónlistarmenn úr djass- heimi Bretlands. Saman gerðu þau plötuna Goodbye Swingtime árið 2003. Scale Nýjasta afurð Matthews Her- berts, Scale, þykir hans besta og að- gengilegasta hingað til. Þótt að Her- bert fari eftir sínum ströngu reglum við tónlistarsköpun sína hljómar tónlist hans létt og eðlilega. Það hljómar ekki þægilega að hlusta á brauðrist en honum hefur tekist það stórvel. Á Scale notar hann aftur hljóð úr ýmsum áttum, þar á meðal frá bensíndælum, ælandi manni og líkkistum. Við þetta dansar fólk heima og að heiman og líkar vel. Matthew Herbert er einskonar snill- ingur í dulbúningi dansvænnar raf- tónlistar, hann minnir á að flókin tónlistarleg hugsun getur hljómað á einfaldan hátt sé rétt staðið að mál- um. Tónlist á sunnudegi Helga Þórey Jónsdóttir Matthew Herbert – Snillingur í dulbúningi Þegar Matthew Herbert var tuttugu og þriggja ára hélt hann sína fyrstu tónleika með snakkpoka og hljóðsarp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.