Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 49

Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 49 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. S.U.S. XFM 91,9 „SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 11 B.I. 12.ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 LUXUS VIP kl. 6 - 9 B.I. 12.ÁRA BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3 - 5:30 Leyfð SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 10 ÁRA SUPERMAN LUXUS VIP kl. 3 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL.. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 8 - 10:30 Leyfð THE BREAK UP kl. 8 Leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2:15 - 5:15 - 8:15 - 10 - 11:15 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. POWERSÝNING Á PIRATES KL. 11:15 B.I. 12.ÁRA DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 4 - 6 Leyfð DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 - 8 - 11:15 Leyfð DIGITAL SÝN. SUPERMAN kl. 3 - 8:15 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. V.J.V. TOPP5.IS eeee STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI ð VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNIDIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI Fyrir skemmstu kom útgeisladiskurinn Kyljursem á sér býsna langanaðdraganda, því tónlistin á honum varð til fyrir rúmum þrjá- tíu árum. Diskurinn Kyljur, en kylja er kaldur vindsveipur sem kemur frá fjalli, hefur að geyma lög úr poppsöngleik sem byggist á þætti úr Bárðar sögu Snæfellsáss þegar þeir bræður Sölvi og Rauðfeldur Þorkelssynir hrinda Helgu Bárð- ardóttur út á sjó á ísjaka sem ber hana frá landi. Lögin á disknum eru eftir þá Pálma Almarsson, Ingva Þór Kor- máksson, Alfreð Örn Almarsson og Sigurð Höskuldsson, en textar eftir Kristinn Kristjánsson utan einn sem er beint úr sögunni. Flytjendur eru nokkrir af helstu tónlist- armönnum þjóðarinnar, Guð- mundur Pétursson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson og Þór- ir Úlfarsson, og söngvarar ekki síð- ur einvalalið; Regína Ósk Ósk- arsdóttir, Bergsveinn Arilíusson, Heiða Ólafsdóttir, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjör- leifsson. Pálmi er upphafsmaður útgáf- unnar og rekur söguna svo: „Á haustmánuðum 1973 var Kristinn Kristjánsson, sem er höfundur allra texta á plötunni utan eins, beðinn að sjá um atriði Hellissands á þjóðhá- tíð Snæfellinga á Búðum sumarið 1974. Hann var kennari þarna fyrir vestan og ég var einskonar heima- gangur hjá honum. Hann spurði mig hvað ég héldi að ungt fólk vildi hlusta á og ég svaraði að bragði „poppóperu“. Fljótlega eftir ára- mótin rétti hann mér svo tvo texta sem hann sagðist hafa samið upp úr Bárðar sögu Snæfellsáss og þegar ég spurði hvað ég ætti að gera við þetta sagði hann: „Það vantar lög við þetta“.“ Pálmi segir að þó hann hafi upphaflega svarað Kristni í hálfkæringi hafi þetta þróast svo að úr varð poppsöngleikur og lögin úr honum eru á disknum sem nú er kominn út, þó eitt lagið hafi verið samið eftir frumflutninginn. Það var mikið í flutninginn lagt á þjóðhátíð þeirra Snæfellinga á Búð- um sumarið 1974 því alls tóku þrjá- tíu manns þátt í öllu saman, sex manna hljómsveit, tuttugu manna kór og einsöngvarar, hannaðir voru búningar og tilheyrandi, búnir til leikmunir og svo má telja, en verkið var mun lengra þegar það var flutt en það er á disknum, því í poppó- perunni sjálfri las Kristinn texta milli laga til að tengja söguna sam- an. „Við vorum svo lítillátir fé- lagarnir að við kölluðum þetta „Kyljur – brot úr ófullgerðum popp- söngleik“,“ segir Pálmi og hlær að minningunni. Gleymdist ekki í þorpunum Hann segir að flutningurinn hafi vakið mikla hrifningu viðstaddra, enda annað sem boðið var upp á rímnakveðskapur og hópreið, og í mörg ár á eftir hafi menn haft orð á því við hann í þorpunum á Snæfells- nesi hvort ekki ætti að endurtaka leikinn, en Pálmi var þá kominn í hljómsveitarstúss og fór víða til að spila. Hann gleymdi ekki verkinu heldur og hafði iðulega orð á því við meðhöfunda sína að þeir ættu að setja verkið upp aftur einhvern tím- ann, en ekki segir hann að mönnum hafi dottið í hug sú hugmynd að taka verkið upp til útgáfu því plötu- útgáfa hafi verið gríðarlega dýr á þeim tíma. „Það var þó aldrei áhugi fyrir því að flytja þetta aftur og það fjaraði út smám saman. Haustið 2003 hafði Kristinn svo samband við mig og stakk upp á að eitthvað yrði gert úr verkinu og þegar ég hafði samband við strákana voru þeir til í að skoða málið aftur. Við tókum upp demó til að skoða verkið betur og fluttum það svo aftur á Hellissandi á afmælisdegi Kristins 2004, en hann lést í byrjun þess árs.“ Á þeim tónleikum var verkið flutt eins og það var á sínum tíma með textaupplestri og tilheyrandi en að auki var eitt lag til viðbótar sem Sigurður Höskuldsson samdi að beiðni Kristins og var frumflutt á tónleikunum. Viðtökur voru ekki síður góðar en þrjátíu árum fyrr að því er Pálmi segir og hann segist í framhaldinu hafa hugleitt að gefa verkið út á plötu, enda aðstæður til slíks gerbreyttar. „Ég nefndi þetta við strákana og þeir lögðu það alfar- ið í mínar hendur, sögðu að ég mætti gera það við verkið sem ég vildi. Ég hafði samband við nokkra tónlistarmenn sem voru til í að gera þetta með mér, og þegar Regína Ósk sagðist síðan vilja syngja hlut- verk Helgu Bárðardóttur ákvað ég að slá til og gera plötu.“ Pálmi segir að snemma hafi kom- ið upp sú hugmynd að fara til Dan- merkur og taka tónlistina upp í jósku hljóðveri og það hafi líka kom- ið í ljós að það hafi verið rétt ákvörðun því ekki tók það nema fimm daga að taka upp tónlistina og ljúka við hana að mestu. Söngurinn var síðan tekinn upp hér heima. Poppsöngleikur úr Bárðar sögu Snæfellsáss Kyljuliðar. Frá vinstri: Pálmi Almarsson, Þórir Úlfarsson, Gunnlaugur Briem, Guðmundur Pétursson, Arnþór „Addi 800“ Ölygsson, Jóhann Ásmundsson og Kristinn Sigurþórsson. Tónlist | Geisladiskurinn Kyljur kom út fyrir skemmstu Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.