Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante á hreint ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru tilboði. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Gisting á Benidorm í boði ef óskað er. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Alicante 14. september frá kr. 19.990 Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 14. september í 2 vikur. Netverð á mann. GREINARGERÐ Gríms Björns- sonar, jarðeðlisfræðings, um Kára- hnjúkavirkjun hefur vakið töluverða athygli að undanförnu, sérstaklega þar sem komið hefur í ljós að hún var merkt sem trúnaðarskjal þegar fjallað var um virkjunina á Alþingi – og var ekki tekin fyrir í umræðunni. Grímur sendi orkumálastjóra skýrslu sína í febrúar árið 2002 en hún var ekki gerð opinber fyrr en í janúar 2003 þegar Orkustofnun sendi náttúruverndarsamtökum og fjölmiðlum upplýsingarnar. Eins og fram hefur komið hafði stjórn Landsvirkjunar ekki upplýs- ingar um greinargerðina þegar mál- ið var til umfjöllunar á Alþingi og segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sat í stjórn Landsvirkjunar á þeim tíma, að stjórnarmeðlimum hafi ekki verið kunnugt um greinargerðina fyrr en í nóvember árið 2002. Þá hafði Helgi spurnir af því að fundað hafði verið um greinargerð- ina hjá Landsvirkjun með fulltrúum Orkustofnunar. Í kjölfarið óskaði hann eftir upplýsingum um fundinn og þau gögn sem honum tengdust. „Ég fékk þau gögn í lok nóvember en engin fundargerð hafði verið færð á fundinum. Ég gerði grein fyrir því á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar í desember að ég hefði spurst fyrir um fundinn og gerði athugasemdir við að ekki hefði verið gerð fund- argerð,“ segir Helgi en nokkr- um vikum síðar var greinargerðin send fjölmiðlum og varð hún hluti af opinberri um- fjöllun. Helgi sem sat í stjórn Lands- virkjunar sem fulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að til hans kasta hafi komið að taka af- stöðu til raforkusamningsins við Al- coa en þar hafi hann greitt atkvæði gegn samningnum, m.a. vegna þess að um hafi verið að ræða of litla arð- semi miðað við áhættuna sem í verk- inu er fólgin. Gerði forystumönnum R-lista grein fyrir niðurstöðu sinni Spurður um hvort hann hafi látið forystumenn R-listans skýrsluna í té segir Helgi svo ekki vera. „En ég gerði auðvitað grein fyrir því að það væri mín niðurstaða, eftir að hafa kynnt mér öll gögn málsins, bæði um arðsemi og um framkvæmdina sjálfa, að ekki væri rétt að ráðast í þessa framkvæmd. Sem fulltrúi borgarinnar í stjórn Landsvirkjunar greiddi ég því atkvæði gegn fram- kvæmdinni og þegar þar var komið voru upplýsingarnar þegar orðnar opinberar,“ segir Helgi Hjörvar. Vissu ekki um greinargerðina Helgi Hjörvar ÞEIR Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson eru þessa dagana á leið á Leníntind í Pamir fjallgarðinum í Kyrgyzstan. Tind- urinn er í 7.134 metra hæð og tekur ferðin frá grunnbúðum um 22 daga. Jón Gauti Jónsson, ritstjóri tíma- ritsins Útiveru, hefur verið í dag- legum samskiptum við þá Hallgrím og Leif. Hann segir þá félaga vera að aðlagast fjallaloftinu en það verður sí- fellt þynnra eftir því sem ofar er farið á fjallið. „Þeir eru búnir að fara upp í 5.300 metra, en fóru síðan niður aftur til að jafna sig og voru nokkuð slappir eftir það. Fengu niðurgang og ógleði eins og klassískt er við svona aðlögun.“ Leníntindur var á tímabili talinn hæsti tindur Sovétríkjanna en síðar kom í ljós að svo var ekki. Jón Gauti segir að fjallið sé töluvert vinsælt meðal fjallgöngumanna enda til- tölulega þægilegt til göngu miðað við rúmlega 7.000 metra hátt fjall. „Þeir eru samt fyrir utan þennan hefðbundna ferðatíma og því er kald- Klífa Leníntind í Kyrgizstan                            ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur ómerkt í heild máls- meðferð Samkeppniseftirlitsins á samruna Dagbrúnar og Senu vegna formgalla í málsmeðferðinni. Úr- skurður áfrýjunarnefndarinnar þýð- ir að samruni félaganna er nú heim- ilaður, en Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann á þeirri forsendu að hann myndi hindra virka sam- keppni. Í tilkynningu Dagsbrúnar til Kauphallar Íslands frá því í gær segir að nú taki við vinna við að samþætta rekstur fyrirtækjanna. Snemma á þessu ári keypti Dags- brún útgáfu- og dreifingafyrirtækið Senu af félaginu Diskurinn ehf.. Samkeppniseftirlitið ógilti samrun- ann seint í júní sl. á þeirri forsendu að sameinuð félög gætu takmarkað samkeppni og hagað verðlagningu sinni, viðskiptakjörum og þjónustu án þess að taka tillit til keppinauta sinna og neytenda. Andmælaréttar ekki gætt Diskurinn ehf., Dagsbrún/Sena og Baugur Group kærðu öll ákvörðun eftirlitsins til áfrýjunarnefndarinn- ar. Úrskurður nefndarinnar byggist þó alfarið á kæru Disksins, sem kærði á grundvelli þess að and- mælaréttur þess hefði verið brotinn. Í úrskurðinum kemur fram að á rannsóknartímanum hafi komið upp „misskilningur“ um hver annaðist hagsmuni Disksins ehf. í málinu. „Afleiðingin af þessum misskiln- ingi varð m.a. sú að áfrýjandi [Disk- urinn] telur sig ekki hafa notið and- mælaréttar varðandi aðgang að gögnum og gagnvart andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins,“ segir í úr- skurði áfrýjunarnefndarinnar. Nefndin kemst svo að þeirri nið- urstöðu að „…Samkeppniseftirlitið beri ábyrgð á því ástandi sem þarna skapaðist“ og ómerkir því málsmeð- ferðina í heild sinni. Úrskurðurinn verður skoðaður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að eðli málsins samkvæmt sé Samkeppniseftirlitið ósammála niðurstöðu áfrýjunar- nefndarinnar. „Niðurstaðan er hins vegar end- anleg og því mun samruni félaganna að líkindum ganga eftir, þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið telji að hann muni hafa samkeppnishamlandi áhrif. Þá liggur fyrir að Samkeppn- iseftirlitið mun þurfa að meta þenn- an úrskurð og áhrif hans til fram- tíðar,“ segir Páll Gunnar. Páll vildi ekki tjá sig efnislega um úrskurðinn og vísaði til greinargerð- ar sem Samkeppniseftirlitið sendi áfrýjunarnefndinni við meðferð málsins, en hana er að finna á vef eftirlitsins, samkeppni.is. Í greinargerðinni má m.a. lesa að Samkeppniseftirlitið andmælir kær- unni á tveimur forsendum. Annars vegar telur eftirlitið að Diskurinn hafi fengið andmælaskjalið í hendur og hafi því getað tjáð sig um það. Hins vegar telur eftirlitið að brot á andmælarétti á fyrsta stjórnsýslu- stigi varði ekki ógildingu í sam- keppnismálum. Á þessum forsend- um telur eftirlitið að málið hefði átt að fá efnislega meðferð hjá æðra dómstigi, þ.e. áfrýjunarnefndinni, þrátt fyrir að annmarka hafi verið að finna í málsmeðferð á lægra dóm- stigs. Samruni Dagsbrúnar og Senu heimilaður Forstjóri Samkeppniseftirlitsins ósammála niðurstöðunni Morgunblaðið/Golli Sena Markaðshlutdeild Senu í útgáfu á íslenskri tónlist er árlega um 70%. Þá rekur félagið m.a. kvikmyndahúsin Smárabíó og Regnbogann. » Janúar 2006 kaupir Dagsbrúnfyrirtækið Senu (áður Skífan) af félaginu Diskurinn ehf. » Júní sl. ógildir Samkeppniseft-irlitið samrunann vegna sam- keppnishamlandi áhrifa hans. » Júlí sl. kæra Diskurinn, Sena ogDagsbrún niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála Í HNOTSKURN »Leníntindur er 7.134 metra hárog tekur ganga upp á hann um 22 daga. »Tveir íslenskir fjallgöngumenn,þeir Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson, hófu á fimmtudaginn göngu á hnjúkinn. Í HNOTSKURN 17 ára tekinn með kókaín innvortis TOLLGÆSLAN á Keflavík- urflugvelli handtók á sunnudag 17 ára pilt sem reyndist vera með um hundrað grömm af hvítu dufti, að líkindum kókaín eða amfetamín, fal- ið í endaþarmi. Lögreglan í Reykja- vík fer með rannsókn málsins en vill ekki tjá sig um gang hennar. Pilturinn var að koma heim frá Amsterdam og var stöðvaður í reglubundnu eftirliti, skv. upplýs- ingum frá sýslumanninum á Kefla- víkurflugvelli. Ferðafélagi piltsins var einnig handtekinn en hann reyndist ekki vera með fíkniefni á sér. Þar sem pilturinn er yngri en 18 ára þurfti að hafa samband við for- eldra eða barnaverndaryfirvöld þegar hann var handtekinn. Menn verða sakhæfir við 15 ára aldur. DANSKUR maður sem grunaður er um að hafa hrint 26 ára gömlum heimilislausum Íslendingi fyrir járnbrautarlest á Nørreport á laug- ardag, gaf sig fram við lögreglu í gær. Hefur maðurinn, sem er 25 ára, verið ákærður fyrir mann- drápstilraun og mun lögreglan krefjast gæsluvarðhalds yfir hon- um í dag. Að sögn Ritzau-fréttastofunnar gaf maðurinn sig fram við lögregl- una í miðborgarlögreglustöðinni en hann hafði verið eftirlýstur frá því á laugardag og birtust m.a. af hon- um myndir úr eftirlitsmyndavél í dönskum fjölmiðlum. Gaf sig fram við lögregluna Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa farið fram á fund í nefndinni vegna þess sem þeir kalla ófremdarástand í fangelsismál- um landsins. Kemur þetta fram í pistli á heimasíðu Björgvins G. Sig- urðssonar. Þar segir að Samfylking- in vilji fara yfir það hvernig meiri- hluti Alþingis ætli að bregðast við ástandinu sem m.a. komi fram í áður óþekktri fíkniefnaneyslu innan veggja fangelsanna og yfirfullum fangelsum þar sem yfir 150 manns bíði afplánunar. Í pistlinum segir að margir fangar þurfi fyrst og fremst á endurhæfingu og meðferð að halda en ekki refsingu í yfirfullu fangelsi. Hafa full- trúarnir óskað þess að fundurinn verði 5. septem- ber og munu þeir fara fram á að dómsmálaráð- herra verði kall- aður á fundinn. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að fundurinn verði haldinn í næstu viku. Fara fram á fund vegna ástands í fangelsum Björgvin G. Sigurðsson ara en venjulega og veðráttan gæti sett strik í reikninginn.“ Á heimasíðu Útiveru, www.utivera.is, hefur Jón Gauti skrifað dagbók um ferð þeirra Hallgríms og Leifs og kemur þar fram að þeim þyki gönguhópurinn sem þeir lögðu upp í ferðina með fara nokkuð hægt upp. Hafa þeir því slitið sig nokkuð frá hópnum en nýta sér þó þjónustu hans, t.a.m. varðandi mat. Þeir Hallgrímur og Leifur eru meðal eigenda fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og segir Jón Gauti að þeir séu meðal reyndustu fjall- göngumanna á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.