Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 15

Morgunblaðið - 30.08.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 15 ERLENT EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sætti harðri gagnrýni í gær fyrir að fyrirskipa aðeins takmark- aða rannsókn á framgöngu stjórnar- innar í stríðinu í Líbanon. Olmert tilkynnti í fyrradag að stjórnskipuð nefnd ætti að rannsaka málið en ekki óháð nefnd, undir for- ystu dómara, sem hefði vald til að víkja ráðherrum úr embætti. Slík nefnd var til að mynda skipuð eftir innrás Ísraela í Líbanon árið 1982 og rannsókn hennar varð til þess að Ar- iel Sharon var vikið úr embætti varn- armálaráðherra. „Pólitísk mistök“ Jafnt vinstrisinnaðir stjórnarþing- menn sem hægrisinnaðir stjórnar- andstæðingar gagnrýndu þessa ákvörðun forsætisráðherrans. Ami Ayalon, þingmaður Verka- mannaflokksins, sem er í sam- steypustjórn Olmerts, sagði að for- sætisráðherranum hefðu orðið á mistök. „Ég tel ekki að þetta sé það sem við þurfum,“ sagði Ayalon. „Stjórnskipaða nefndin hefur ekkert vald til að rannsaka málið, ekkert vald til að krefjast skjala. Þetta eru pólitísk mistök.“ Danny Naveh, fyrrverandi ráð- herra hægriflokksins Likud, tók í sama streng. „Það er ekki nokkur möguleiki á því að nefndin komist að sannleikanum vegna þess að hana skortir vald.“ Söluhæsta dagblað Ísraels, Yediot Aharonot, gagnrýndi einnig ákvörð- unina og lýsti líklegri niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar sem „móð- ur allra hvíttþvotta“. Frjálslynda dagblaðið Haaretz lýsti nefndinni sem skrípaleik. Blaðið Maariv, sem styður yfirleitt stjórnina, sagði á hinn bóginn að forsætisráðherrann hefði tekið rétta ákvörðun og tók undir röksemdir hans. Segir óháða rannsókn geta lamað stjórnina Olmert sagði að óháð rannsókn dómara myndi taka nokkur ár og „lama“ stjórnina og herinn nú þegar Ísraelar þyrftu m.a. að takast á við hættuna sem Ísraelum stafaði af klerkastjórninni í Íran. „Það sem við þurfum er árangursrík, fagleg rann- sókn, til að skoða málið ofan í kjöl- inn, draga ályktanir og lærdóma.“ Nahum Admoni, yfirmaður leyni- þjónustunnar Mossad á níunda ára- tugnum, á að fara fyrir stjórnskip- uðu rannsóknarnefndinni. Í henni verði einnig lögspekingar og fyrr- verandi herforingjar. Olmert varði framgöngu stjórnarinnar í stríðinu og neitaði því að markmið hennar hefði verið að uppræta Hizbollah. Hann sagði að markmiðið hefði verið að sjá til þess að stjórnvöld í Líbanon sendu hersveitir til að stöðva árásir Hizbollah á Ísrael í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vopnahléið og sú ákvörð- un öryggisráðsins að senda allt að 15.000 hermenn til Suður-Líbanons væri því mikilvægur sigur fyrir Ísr- aela. Olmert viðurkenndi þó í fyrsta skipti í fyrradag að mistök hefðu átt sér stað og stjórnin hefði ekki náð öllum markmiðum sínum í stríðinu. Yfir 1.100 Líbanar og um 160 Ísr- aelar liggja í valnum eftir 34 daga sókn Ísraelshers gegn Hizbollah. Ísraelum mistókst m.a. að koma í veg fyrir að liðsmenn hreyfingarinn- ar gætu skotið flugskeytum á Ísrael. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að 63% Ísraela vilji að Olmert segi af sér vegna framgöngu stjórn- arinnar í stríðinu. Þrír af hverjum fjórum sögðust óánægðir með störf forsætisráðherrans. Gagnrýna Olmert fyrir að hafna óháðri nefnd Skipar rannsóknarnefnd sem hefur ekki vald til að reka ráðherra Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Óvinsæll Þrír fjórðu Ísraela segjast óánægðir með störf Ehud Olmert. Quito. AP. | Elsta kona heims, Maria Esther de Capovilla, lést á sjúkra- húsi í Ekvador af völdum lungna- bólgu, 116 ára að aldri, að sögn fjöl- skyldu hennar í gær. Capovilla lést á sunnudag, tveim- ur dögum eftir að hún veiktist. Hún fæddist 14. september 1889, sama ár og Charlie Chaplin og Adolf Hit- ler. Hún var 22 ára þegar Titanic sökk og 79 ára þegar geimfarar voru sendir til tungslins í fyrsta skipti. Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, hafði eftir fjölskyldu hennar að asnamjólk kynni að vera skýringin á langlífi hennar. Talið er að kona í Memphis í Tennessee, Elizabeth Bolden, sé nú elsta kona heims. Hún er 116 ára, en fæddist ellefu mánuðum á eftir Capovilla. Elsti karl heims, Emil- iano Mercado Del Toro, er 115 ára og býr í Puerto Rico. Elsta kona heims látin AP Gamlar minningar Maria Esther de Capovilla heldur á mynd af eig- inmanni sínum sem dó 1947. Kandahar. AFP. | Yfir 20 manns liggja í valnum eftir sprengjuárásir talib- ana í Afganistan síðustu tvo daga og þar af biðu sautján manns bana þeg- ar sprengja sprakk á fjölförnu versl- unartorgi í fyrradag. Tveir almennir borgarar létu lífið í borginni Kandahar í gær þegar sprengja sprakk nærri bílum kanad- ískra hermanna í borginni Kandah- ar. Enginn hermannanna særðist. Tveir lögreglumenn lágu í valnum eftir sprengjuárás í Helmand-héraði í gær. Daginn áður létu 17 manns líf- ið og 47 særðust í sprengjuárás á verslunartorg í bænum Lashkar Gah í sunnanverðu landinu. Á meðal þeirra sem biðu bana voru tvö börn. 58 39 43:;<"< 439 3 / % 3 9 < 4 3 9                    !"#$%&'()*+#,-*. &.%*!).% =      6  7 > 3   > :    7   6  7       > ) %) >    3             *-- ? *-- . @8@ <8 A3994;B9 !  ! @8@ <8/8@;39*--? /.%%!,-(!)()*+#,-*% "!#$% !! &.C ' "( &DEF ) *+     + *+ &*EG -! !  "( &GD#.C  *+   #./ 0 "1 /0/ / # &.#.C -!  2   + &* 6$") DE7,    #./%$ / "!#$% !!/ ") G ,    /   .%# +3  *+ +/( %4 2+ /0 # ! % 56  ) %)     #./ "!# +!! $ /  ") D7,*--?  *+ +/4/ 8  2  /+/4$  +     ", 9  : 0 ;            H $="< 439 @ D :  +%  @ * :  + 0  @ G < (  > '  934I )  6    ") ' $   #./%!!   + %/  2 /% * -     Yfir 20 Afganar féllu HAFNARSTARFSMENN í Shanghai virða fyrir sér sænska seglskipið Gautaborg, eftirlíkingu skips frá miðri átjándu öld. Gautaborg, eitt af stærstu segl- skipum heims, sigldi til Shanghai sem tákn viðskipta, menningarsamskipta og vináttu milli Svíþjóðar og Kína. AP Gautaborg sigldi til Kína Antalya. AP, AFP. | Kúrdísk skæru- liðasamtök sögðust í gær bera ábyrgð á hryðjuverki í ferðamanna- bænum Antalya en þar týndu þrír menn lífi í öflugri sprengingu í fyrra- dag. Leitar lögreglan tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa komið sprengjunni fyrir. Lítið um afbókanir enn Kúrdísku frelsisfálkarnir, TAK, sögðu á vefsíðu sinni, að liðsmenn samtakanna hefðu komið sprengj- unni fyrir og tilgangurinn væri sá, að „skelfing og ótti ríktu hvarvetna í Tyrklandi“. Hafa samtökin einnig lýst á hendur sér þremur sprenging- um í ferðamannabænum Marmaris á sunnudag. Árásir á ferðamannastaði eru við- kvæmt mál í Tyrklandi enda iðnað- urinn mjög mikilvægur efnahagslíf- inu. Hafa stjórnvöld ekki enn lýst yfir, að um hryðjuverk hafi verið að ræða en tyrkneskir fjölmiðlar segja, að lögreglan leiti tveggja manna, sem sáust flýja burt eftir spreng- inguna í Antalya. Kúrdar í Tyrklandi hafa barist fyrir sjálfstjórn í suðausturhluta landsins frá 1984 og hingað til hafa sprengjutilræði og önnur átök að mestu verið takmörkuð við þann landshluta. Kúrdísku frelsisfálkarnir beina hins vegar spjótum sínum að borgum í vesturhlutanum og að ferðamannastöðum. Talsmenn ferðaskrifstofa í Evr- ópu segja, að fólk þar virðist taka tíð- indunum með ró og lítið sé um afbók- anir. Það geti þó breyst verði framhald á hryðjuverkaárásum. Kúrdísk samtök segjast bera ábyrgð á sprengingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.