Morgunblaðið - 30.08.2006, Síða 35
✝ Hallfríður Jóns-dóttir fæddist á
Bæjum á Snæ-
fjallaströnd 9. júlí
1916. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 23. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Stein-
dóra Rebekka
Steindórsdóttir, f.
13. júlí 1888, d. 26.
apríl 1982, og Jón
Elías Ólafsson, f. 5.
maí 1880, d. 29.
nóv. 1934. Hall-
fríður var sjötta í röð 11 systk-
ina, en þau eru: Ólöf Jóna, Sig-
ríður Margrét, Steindór Kristinn,
Guðmundur, Kristín, Ólöf Bjarn-
ey, Vilmundur Kristinn, Björg,
Ingibjörg Sara og andvana fædd-
ur drengur. Uppeldissystir henn-
ar og dóttir Ólafar Jónu er Erla
Guðmundsdóttir. Eftirlifandi af
systkinunum eru Björg og Erla.
Hinn 16. nóv. 1935 giftist Hall-
fríður Elíasi Kristjánssyni húsa-
smíðameistara frá Hnífsdal, f.
12. nóv. 1912, d. 16. sept. 1978.
Börn þeirra eru: 1) Margrét
Dóra, f. 1945, maki Sigurður
Garðarsson, f. 1942, dætur
þeirra eru: Ólafía, sonur hennar
er Þórður Valtýr;
Laufey, maki Ingi
Rafn Bragason,
börn þeirra Inga
Þóra, Sigurður
Rúnar og Steindór;
Steinunn, íbúi í
sambýlinu Berja-
hlíð 2, Hf. 2) Elías
Halldór, f. 1951,
maki Elísa Hjördís
Ásgeirsdóttir, f.
1952, börn þeirra
eru Guðrún Hall-
fríður, maki Davíð
Óli Axelsson, börn
þeirra eru Axel og Lísa Dögg;
Ásgeir, maki Jóna Dís Þór-
isdóttir, Elías Kristján, maki
Áróra Kristín Guðmundsdóttir,
sonur þeirra er Ríkharður
Henry, sonur Áróru er Kristófer.
Þau Elías hófu búskap í Hnífs-
dal, en 1939 fluttu þau til Ak-
ureyrar. Þau voru búsett þar í
fimmtán ár, fluttust síðar að Bif-
röst og loks til Reykjavíkur.
Hallfríður starfaði lengst af við
fatabreytingar bæði hjá Guðrún-
arbúð og Verðlistanum í Reykja-
vík.
Útför Hallfríðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elskuleg móðir mín, Hallfríður
Jónsdóttir, eða Fríða eins og hún
var oftast kölluð, lést sl. miðvikudag
níræð að aldri. Hún fæddist á Bæj-
um á Snæfjallaströnd hinn 9. júlí
1916. Þegar hún var barn að aldri
missti hún föður sinn, en mömmu
hennar tókst með dugnaði og elju
að halda systkinahópnum saman, en
systkinin urðu alls 11 og ein uppeld-
issystir. Móðir mín kynntist því al-
vöru lífsins ung að aldri, en auðn-
aðist þó að fara í Húsmæðraskólann
á Ísafirði. Hún var mikil húsmóðir
og hannyrðakona og bar heimilið
þess fagurt vitni og urðum við og
barnabörn þess aðnjótandi líka, auk
fjölskyldu og vina. Ung að aldri
kynntist hún eiginmanni sínum,
Elíasi Kristjánssyni, og þau hófu
búskap í Hnífsdal. Þaðan fluttu þau
til Akureyrar þar sem pabbi lauk
trésmíðanáminu. Þaðan lá leiðin til
Bifrastar og svo til Reykjavíkur.
Þeim varð ekki barna auðið og því
ættleiddu þau mig og Elías bróður.
Áttum við góð æsku- og uppvaxt-
arár hjá þeim. Þau bjuggu á Kjart-
ansgötunni í nokkur ár, en lengst af
á Kleppsveginum. Þau byggðu sér
sumarbústað í Vatnsendalandi, þar
sem þau undu sér vel í frístundum
sínum. Mamma var viljasterk kona
og svipfríð. Ákveðin, en ekki allra,
en vinum sínum var hún trygg og
góð. Það sópaði af henni, ekki síst
þegar hún bjó sig upp og á góðra
vina fundi lék hún á als oddi. Hún
var mjög söngelsk og kunni mikið
af fallegum söngtextum og ljóðum.
Einnig lék hún listavel á munn-
hörpu. Síðast en ekki síst var hún
frábær kokkur og kleinurnar og
franskbrauðið góða eru okkur
minnisstæð.
Mér er ofarlega í huga þakklæti
til mömmu fyrir allt og allt. Ekki
síst umhyggjuna sem hún bar ætíð
fyrir mér og dætrum mínum og fjöl-
skyldum okkar. Barnabörnin og
langömmubörnin voru henni alltaf
hugleikin og sýndi hún það oft í
verki, bæði með handavinnu og þó
sérstaklega prjónlesi. Mamma
starfaði lengst af við fatabreytingar
hjá Guðrúnu í Guðrúnarbúð og síð-
ar í Verðlistanum og þar nutu hæfi-
leikar hennar sín vel.
Við Sigurður sendum henni okkar
hjartans þakkir.
Hvíl í friði.
Þín
Margrét Dóra.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(V. Briem.)
Elsku amma Fríða, til himnaríkis
ertu komin. Ég veit að þú ert mjög
sátt að vera komin í fangið til afa og
allra sem þú saknaðir sárt úr fjöl-
skyldu þinni. Minningarnar um þig
eru mér dýrmætar. Sem lítil stelpa
gáfu amma og afi okkur jólaföt í
jólagjöf. Amma valdi alltaf svo fal-
lega jólakjóla á mig en alltaf fylgdi
líka smá pakki frá þeim líka. Fram
að unglingsárum heimsótti ég þig
oft á sumrin og var hjá þér í nokkra
daga og voru það dásamlegar
stundir sem við áttum saman. Þú
hugsaðir svo vel um mig, ég man að
þú passaðir svo upp á að ég væri
aldrei svöng það var alltaf eitthvað
tilbúið handa mér, krakkar voru yf-
irleitt ekki hrifnir af undanrennu í
þá daga en ég smakkaði hana hjá
þér og í dag get ég ekki án und-
anrennu verið. Þegar ég var að fara
heim þá sá ég ömmu fara í kápu-
vasa sinn til að ná í smá aur handa
mér. Þú kallaðir peninga alltaf aura
og þú laumaðir aurnum í lófann á
mér.
Þú varst svo frábær í höndunum
og var alltaf gaman að fá frá þér
sokka, vettlinga og bara allt sem þú
gerðir.
Elsku amma mín, þín er sárt
saknað en þú ert alltaf hjá mér í
hjarta mínu og ég veit að þú fylgist
með okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku amma Fríða, guð geymi
þig. Hvíl þú í friði
Þín
Guðrún Hallfríður.
Hallfríður Jónsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 35
Elsku besta móðir mín,
að mér þú vildir hlúa.
Himnum á mun höndin þín
hlýja sæng mér búa.
Þegar helgum himni frá,
hljómarnir þig kalla,
dvel þá góðum Guði hjá
glöð um eilífð alla.
Sonarkveðja,
Þinn
Elías Halldór.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku amma. Hafðu þökk fyrir
allt og allt og sérstaklega góðu
stundirnar á sunnudögum.
Lóa, Laufey og Steinunn.
HINSTA KVEÐJA
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við
andlát og útför okkar elskulegu
ÞORBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR,
Blesugróf 29,
Reykjavík.
Sigurður Guðlaugsson, Magna M. Baldursdóttir,
Ingólfur Guðlaugsson, Rannveig L. Pétursdóttir,
Jón Gunnar Guðlaugsson, Lára Jónsdóttir,
Bárður Guðlaugsson, Guðný P. Einarsdóttir
og heimilisfólkið í Blesugróf 29.
Hjartans þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR HANNESDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi.
Ásgeir Pétursson,
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
Sigríður Ásgeirsdóttir, Þórður Kristinsson,
Pétur Ásgeirsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Andrés Pétur Rúnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
BRAGA SALÓMONSSONAR
verkstjóra,
Reynihvammi 35,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar
LSH og líknardeildar LSH í Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Pálína Pálsdóttir,
Sólrún Bragadóttir, Sigurður Friðriksson,
Árni Bragason, Anna V. Einarsdóttir,
Guðbjörg Bragadóttir, Kristján Guðmundsson,
Þorvaldur Bragason, Narelle J. Bragason
og afabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auð-
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar dóttur okkar, systur og barnabarns,
RÓSU BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Vallarási 1,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ína Dóra Jónsdóttir, Guðmundur Jónasson,
Margrét D. Guðmundsdóttir,
Rósa Jónsdóttir og Björg Árnadóttir.
Ástkær dóttir okkar, unnusta og systir,
HULDA BJÖRK HAUKSDÓTTIR,
lést af slysförum mánudaginn 28. ágúst.
Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir,
Ivan Poulsen,
Birkir Björn Hauksson,
Sóley Guðjónsdóttir, Finnur Dagsson,
Halldór Guðjónsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sóleyjarima 3,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum að morgni föstudags-
ins 25. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogs-
kirkju föstudaginn 1. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands og
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Björn Björnsson,
Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson,
Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Kristjánsson,
Björn Steinar Jónsson,
Ásbjörg Jónsdóttir,
Bjarki Snær Jónsson,
Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir,
Kristján Friðrik Gunnlaugsson,
Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir.
Elsku amma mín,
núna ertu farin frá
okkur og þín verður
sárt saknað.
Ég á óteljandi minningar um þig
og afa frá því ég var yngri. Ég man
þegar ég skrapp yfir til ykkar á
sumrin og þú varst í garðinum að
laga blómin og ég fékk blóm í vönd til
að fara með heim, ég var alltaf jafn
ánægð með blómin þín. Svo man ég
Helga Egilsdóttir
✝ Helga Egils-dóttir fæddist í
Haukshúsum á
Álftanesi 25. októ-
ber 1916. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 19. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Keflavík-
urkirkju 25. ágúst.
að uppáhaldsmaturinn
sem ég fékk hjá þér
var fiskur með smjöri
og kartöflum, að
ógleymdum pönnu-
kökunum, bestu í
heimi. Mörg kvöldin
sátum við og spiluðum
olsen og þú kenndir
mér að prjóna og
sauma, þessu gleymi
ég aldrei. Það var allt-
af gott að koma heim
til ykkar á Vestur-
brautina, alltaf tekið á
móti manni með hlýju
og ást. Það eru ótal atriði sem ég
rifja upp núna, elsku amma, sem ég
geymi um ókomna tíð og eru ómet-
anleg. Elsku amma, hvíl í friði og ég
veit að við munum hittast aftur á
betri stað. Þín nafna,
Helga.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar alla útgáfudag-
ana.
Skil | Greinarnar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is – smella á reitinn
Senda efni til Morgunblaðsins –
þá birtist valkosturinn Minn-
ingargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningar-
greinar