Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 1
Reuters Ólga Óeirðalögregla skýtur táragasi að fjölmennum hópi mótmælenda í miðborg Búdapest í gærkvöldi. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is DAGURINN sem átti að sameina ungversku þjóðina eftir djúpstæð- an klofning á undanförnum miss- erum snerist upp í andhverfu sína, þegar fjölsóttar minningarathafnir um fórnarlömb uppreisnarinnar í Búdapest árið 1956 féllu algerlega í skuggann af átökum lögreglu og mótmælenda í borginni. Allt að 40 manns slösuðust í óeirðunum en þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt benti flest til þess að þær væru að réna. Einar Gunnlaugsson, námsmað- ur í Búdapest, sagði að í fyrstu hefðu mótmælin farið friðsamlega fram en síðan hefði soðið upp úr og skorist í odda á milli þúsunda mót- mælenda og óeirðalögreglunnar. „Það var allt logandi í slagsmál- um á nokkrum stöðum í borginni. Ég ætlaði að taka lestina frá aðal- lestarstöðinni en forðaði mér. Mað- ur gætti sín og hélt sig fjarri.“ Judit Rán Esztergál og Marí- anna Csillag, fararstjórar hjá Heimsferðum, sögðu alla Íslend- inganna sjötíu á þeirra vegum heila á húfi og að enginn þeirra hefði verið í hættu vegna óeirðanna. „Allt er að róast en fyrr í dag heyrði ég sprengingar þegar verið var að skjóta táragasi á mótmæl- endur,“ sagði Judit, sem tók fram að hópurinn héldi kyrru fyrir. Tóku hart á mótmælendum „Óeirðalögreglan var búin að girða af svæðið í kringum þing- húsið og þegar múgurinn reyndi að klifra yfir girðinguna varaði hún fólkið við en hóf svo að skjóta táragasi með þeim afleiðingum að allt fór úr böndunum,“ sagði Maríanna um atburðarásina í gær. Að hennar sögn er talið að óeirð- irnar hafi hafist eftir að Viktor Orban, leiðtogi Fidesz-flokksins í stjórnarandstöðu, stóð fyrir ræðu- höldum á Astoria-torginu um fjög- urleytið í gær. Einum og hálfum tíma síðar hafi lögreglan tekið hart á mótmælendum fyrir utan þing- húsið með fyrrgreindum afleiðing- um. Klukkan hálfátta hafi svo önn- ur athöfn hafist við Hetjutorgið, þar sem minnismerki hafi verið af- hjúpað klukkan 19.56 í minningu þeirra 2.800 Ungverja sem létust í uppreisninni gegn Sovétstjórninni. „Fólk sem tekur þátt í hátíða- höldum mætir ekki með lambhús- hettur. Allir Ungverjarnir sem við höfum rætt við eru miður sín yfir þessu. Þetta er algerlega búið að eyðileggja hátíðahöldin.“  Minntust | 16 „Allt logandi í slags- málum í borginni“ Lögregla beitti gúmmíkúlum og táragasi gegn mótmælendum í Búdapest Í HNOTSKURN »Háværar kröfur hafaverið uppi um afsögn sósíalistans Ferenc Gyurcsany úr embætti for- sætisráðherra. »Hann viðurkennir aðhafa logið til um stöðu efnahagsmála. STOFNAÐ 1913 289. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is JARMAÐ Á NÝ ÞRJÚ HUNDRUÐ LÖMB Í AUSTURHLÍÐ Í BISKUPSTUNGUM ÚR ÖRÆFASVEIT >> 4 EKKI DÓMARI KNATTSPYRNUSKÓR GUÐLAUGAR Á HILLUNA FERILLINN >> ÍÞRÓTTIR TIL GREINA kom að halda alþjóðlega ráð- stefnu stjórnenda fyrirtækja í sölu og fram- leiðslu sjávarafurða í heiminum, Ground- fish forum, í Reykjavík annars vegar eða Björgvin í Noregi hins vegar að ári liðnu. Vegna hvalveiða Íslendinga verður Björg- vin hins vegar fyrir valinu. Hin árlega ráðstefna var haldin í Lissa- bon í Portúgal í síðustu viku. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Kynningar og markaðar ehf., segir að Íslandi hafi al- gjörlega verið hafnað sem ráðstefnustað. Verði af töluverðum fjármunum „Þarna voru nokkrir aðilar sem komu að máli við formann Groundfish forum og til- kynntu honum að þeir gætu ekki komið til Íslands að ári, vegna þess að hvalveiðar í at- vinnuskyni væru hafnar að nýju. Menn vilja ekki taka þessa áhættu,“ segir Jón og vísar til þess að viðskiptavinir yrðu ósáttir ef ráð- stefnan yrði haldin hér á landi. Hann telur Íslendinga verða af töluverðum fjármunum vegna þessa, en mikil þjónusta er keypt í kringum ráðstefnuna. Sendiherra Japans á Íslandi, sem hefur aðsetur í Ósló í Noregi, segir ekki markað fyrir hvalkjöt í Japan og Japana ekki í að- stöðu til að flytja inn meira. Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., segir frjálsan inn- flutning á hvalkjöti til landsins og efast ekki um að kjötið eigi eftir að seljast. Hvalur 9 veiddi aðra langreyði síðdegis í gær og er væntanlegur í Hvalfjörð um miðjan dag í dag. | 10 Morgunblaðið/ÞÖK Flensað Nóg er um vinnu hjá hvalskurð- armönnum Hvals hf. þessa dagana. Íslandi hafnað Hvalur 9 veiddi aðra langreyði síðdegis í gær LÍFEYRISSJÓÐIR sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða (GL) hafa ákveðið að fresta til ársloka framkvæmd breytinga vegna tekju- athugunar örorkulífeyrisþega, sem áttu að taka gildi um næstu mán- aðamót. Formaður Öryrkjabanda- lags Íslands segir þá lífeyrisþega sem fengið hafa tilkynningu um nið- urfellingu eða lækkun örorkulífeyris geta andað örlítið léttar. Í tilkynningu GL kemur fram að ef ekki verði gripið til viðeigandi ráð- stafana séu lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðsfélögum, sem þyrftu þess í stað að sæta lægri lífeyris- greiðslum í framtíðinni. Komum til móts við bótaþega „En við teljum að vel athuguðu máli hægt að fallast á að einhverjir bótaþeganna þurfi lengri frest og viljum því koma til móts við þá,“ seg- ir Hrafn Magnússon, stjórnarfor- maður Greiðslustofunnar. Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, segist hins vegar vona að að- gerðum verði frestað lengur en til ársloka. „Það er jákvætt að lífeyr- issjóðirnir skuli stíga skrefið og fresta þessum aðgerðum og fólk get- ur því andað örlítið léttar. Þá gefst tækifæri til að laga þetta. Það sem þarf að gerast er að grundvöllur skapist til samkomulags og sátta á milli ÖBÍ og lífeyrissjóð- anna, þannig að við getum haldið áfram á uppbyggilegum nótum.“ Aðgerðum lífeyrissjóða frestað um tvo mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.