Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svava Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1930. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Landakoti 14. októ- ber sl. Foreldrar hennar voru Ólína Hróbjartsdóttir, f. 29. ágúst 1884 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 31. mars 1949 í Reykja- vík og Guðmundur Jónsson, f. 9. ágúst 1863 á Leirum undir Eyjafjöllum, d. 25. sept. 1937. Fyrst af systk- inum Svövu var Hulda tvíbura- systir hennar. Síðan eru Guð- mundína Sigurveig, Guðlaugur Magnús, Árni Kristján, Sólveig Jósefína, Stefanía Sæbjörg, Guð- mundur, Karólína, Jóhanna Helga og Margrét Stefánsbörn. Systkin samfeðra: Sigurbjörg, Karólína og Guðjón Einar. Eftirlifandi systur eru Jóhanna Helga og Margrét. Svava giftist 28. apríl 1951 Har- aldi Ragnarssyni , f. í Vestmannaeyjum 15. október 1929. Þau hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum en fluttust til Reykjavík- ur 1953 og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: 1) Hulda, f. 15. mars 1951, gift Pétri Hans Baldurssyni, f. 18. apríl 1945. 2) Ragnar, f. 11. sept. 1953, í sambúð með Birnu Garðarsdóttur, f. 5. febr. 1955 3) Ingibjörg, f. 9. ágúst 1961, gift Hallgrími Sigurðssyni, f. 24. febr. 1959. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin eru 6. Svava stundaði ýmis störf um ævina, er þá einna helst að nefna Lídó, Hótel Sögu, kaffistofu Morg- unblaðsins og Sláturfélag Suður- lands í Austurveri, ásamt því að sinna heimili sínu af mikilli natni. Útför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Það er margs að minn- ast þegar kemur að þessari stundu. Alla tíð studdir þú við bakið á mér og hvattir mig áfram í því sem ég var að gera og mikið varstu stolt, mamma, þegar ég kom og sýndi þér útskriftarplaggið úr skólanum í vor. Þó lífið væri ekki alltaf dans á rósum hjá þér þá varstu alltaf einstaklega já- kvæð og sást alltaf jákvæðu hliðina á öllum hlutum. Þú varst líka alltaf svo þakklát og gjafmild. Þú kenndir mér snemma að nota Pollýönnu-leikinn ef eitthvað bjátaði á hjá mér og hefur það reynst mér gott veganesti í lífinu. Þegar ég eignaðist Elsu og þurfti að fara að vinna frá henni snemma vildir þú endilega hætta að vinna úti og fá að passa hana fyrir mig og fyrir það er ég óendanlega þakklát, á milli ykk- ar tveggja mynduðust órjúfanleg tengsl og átti hún alltaf skjól hjá ykk- ur pabba þegar hún var orðin þreytt á látunum í bræðrum sínum. Elsku mamma, ég þakka þér fyrir að hafa verið eins og þú varst, alltaf opin, hreinskilin, jákvæð og glöð. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér hinumegin þar sem Hulda frænka beið eftir þér. Kveðja, Ingibjörg. Elsku amma mín, það er svo margs að minnast þegar ég hugsa um þig. Þær eru ófáar stundirnar sem við höf- um átt saman. Þegar ég var lítil stelpa þá passaðir þú okkur systkinin ansi oft og þá var alltaf svo notalegt að vita af þér þegar ég kom heim úr skól- anum, þá varst þú alltaf tilbúin með mat og hafðir alltaf nægan tíma til að spila „olsen olsen“ og „veiðimann“. Alltaf þegar við komum til ykkar afa í Stóragerðið þá ilmaði stigagang- urinn af pönnukökulykt eða þá að hann fór að ilma stuttu seinna því allt- af varstu með deig tilbúið í skál inni í ísskáp og dældir í okkur bestu pönnu- kökum í heimi og ef við borðuðum ekki nógu mikið eða hratt þá varstu byrjuð að segja „svona borðið þið nú“. Ósjaldan bauðstu okkur líka í kjöt- súpu og slátur sem mér fannst svo æðislegt og ég man að ég hlakkaði til allan daginn ef við vorum að fara í mat til þín. Alltaf var bollukaffi hjá þér á bolludaginn og skötuveisla í há- deginu á Þorláksmessu og sú stund þegar fjölskyldan kom saman á Þor- láksmessu í skötu fékk mig alltaf til að finna að jólin væru að koma. Amma, þú varst svo stór hlekkur í fjölskyldunni, þú naust þess alltaf svo vel að kalla alla saman og fannst svo gaman að stjana við fólkið þitt. Alltaf varstu að hugsa um alla aðra en sjálfa þig. Þú hefur alltaf verið svo ástrík og félagslynd og viljað hafa alla sem þér þykir vænt um saman. Alltaf hefur þú verið tilbúin að rétta hjálparhönd, þú máttir aldrei vita af neinu boði eða saumaklúbbi öðruvísi en að vera búin að baka pönnukökur og kókosmjöl- stertu. Þú hefur alltaf verið hrókur alls fagnaðar, sagðir alltaf skemmti- lega frá, svo hress og skemmtileg, það var aldrei lognmolla í kringum þig. Þú hefur alltaf verið svo hrein og bein og komið til dyra eins og þú ert klædd. Ég hef heyrt í þér nánast upp á hvern einasta dag og ef við vorum ekki búnar að sjást í þrjá daga þá sagðir þú alltaf „Mikið agalega er langt síðan ég hef séð þig“, þú sagðir alltaf sæl ljúfust og stundum hringdir þú eða ég í þig eingöngu til að segja góða nótt og guð geymi þig. Það verð- ur skrýtið að fá ekki símtal frá þér framar en ég held samt áfram að hringja í Stóragerðið og heyra í afa. Þú spurðir líka alltaf um Val og peyj- ana og hvort ekki væru allir hressir. Og sagðir svo alltaf „þú ert nú ekki ein með hann Val hann er alveg ein- stakur“. Alltaf sagði ég þér líka að ég vissi hversu heppin ég væri. Lífið hjá ykkur afa hefur snúist að miklu leyti um börn ykkar og barna- börn og ég vona að ég geti sýnt strák- unum mínum eins mikla ástúð og um- hyggju og þú hefur sýnt okkur öllum. Það var alltaf yndislegt að vera vitni að þeirri ást sem var á milli ykkar frænku. Ykkar samband var alveg einstakt og nú ert þú aftur komin til hennar og veit ég að það hafa verið fagnaðarfundir því þið hafið aldrei getað verið án hvor annarrar í langan tíma en nú eru tæpir fjórir mánuðir síðan hún kvaddi. Elsku afi, missir þinn og okkar allra er mikill. Megi góður guð styrkja þig í sorginni. Elsku amma mín, nú kveð ég þig með söknuð í hjarta. Þín, Sylvía (Silla). Þegar ég hef verið að halda fyrir- lestra um mannleg samskipti og kem að því að tala um „viðmót“ hugsa ég alltaf til þín, amma. Viðmót þitt var al- veg sérstakt, þú vannst hug og hjörtu fólks, hafðir mikið skopskyn og varst ávallt hrókur alls fagnaðar hvert sem þú fórst. Amma, þú máttir ekkert aumt sjá og varst alltaf tilbúin til að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda. Strax eftir fyrstu heimsókn mína með Herdísi konu mína til þín og afa heillaðist hún af ykkur og fann ávallt fyrir mikilli hlýju þegar hún kom í Stóragerðið. Þegar ég var strákur fór ég víða með þér og afa. Þú og frænka, Hulda tvíburasystir þín, voruð ótrúlega sam- rýndar og var samband ykkar alveg sérstakt og ég man að þú sagðir við mig eftir að frænka dó að þér fyndist eins og helmingurinn af þér væri horfinn. Oftar en ekki vorum við og afi á ferðalagi með þeim, Halla Jens og frænku og auðvitað var Bjarni Óli sonur þeirrra með. Með okkur Bjarna tókst mikil vinátta sem hefur haldist. Ég man sérstaklega vel eftir öllum sumarbústaðaferðunum, bæði upp í Munaðarnes og auðvitað í Hulduland þar sem við áttum frábærar stundir. Eftirminnilegust er þó ferðin til Belg- íu þar sem við heimsóttum Ernu og Kalla en það var í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda. Amma, þú varst hornsteinn fjöl- skyldunnar og heima hjá þér og afa hitti maður ættingja sem maður sá sjaldan og þar voru á borðum þínar frægu pönnukökur. Þú þurftir að glíma við mikil veikindi síðustu ár og þar undirstrikaðir þú hversu hörð þú varst af þér, amma, þú varst hörkutól. Þegar ég kveð þig nú er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina með þér og það sem ég hef lært af þér, því það nýtist mér á hverjum degi og er ómetanlegt. En nú þarft þú ekki lengur að glíma við veikindi þín sem voru orðin þér svo þungbær og við tekur að þú hittir Huldu systur þína aftur. Ég trúi því ekki að það sé tilviljun hversu stuttur tími leið á milli þess að þú og frænka kvödduð þennan heim og nú er ég viss um að það verða fagnaðar- fundir þegar þið hittist að nýju. Hvíldu í friði, elsku amma. Haraldur Pétursson og Herdís Jónsdóttir. Hún amma Svava var mjög glöð og góð persóna. Manni hlýnaði alltaf og glaðnaði við návist hennar. Helsta minning mín um hana er þegar ég var í pössun hjá henni og við fórum niður í bæ (Það var fyrsta strætóferðin mín). Niðri í bæ keypti hún lítinn ponyhest handa mér. Mér finnst að amma Svava sé nálægt mér þegar ég er með hestinn og nú er ég alltaf með hann hvert sem ég fer. Sama hvað verður mikið grín gert að mér, ég vil alltaf hafa þessa frábæru persónu hjá mér. Hún amma Svava var svo glöð, góð, skemmtileg og hjálpsöm, öllum líkaði vel við hana enda átti hún marga, marga vini. Hún hafði sína eigin frá- bæru persónu og ég sakna þessarar persónu mjög mikið. Elsku amma, ég samdi texta við mjög fallegt lag og ég ætla að syngja lagið við textann sem ég bjó til í jarð- arförinni þinni. En textinn er svona: Elsku amma ég elskaði þig svo mikið, en eilífðarenglarnir tóku þig burt frá mér. Viðlag: Já, þetta varð svona, ég sakna þín mik- ið, en nú veit ég að þú ert hjá guði og ert þar voða, já, voða hamingjusöm. Hamingjusöm. Elsku amma þú varðst svo veik að þetta var best fyrir þig. Ég sakna svo þessarar glöðu persónu, þú smitaðir aðra svo þeir urðu glaðir með þér. Við elskuðum þig öll. Elsku amma, láttu þér líða vel uppí himnaríki. Elsku amma ég elskaði þig svo mikið, en eilífðarenglarnir tóku þig burt frá mér. Ástarkveðja. Hulda Haraldsdóttir yngri. Á síðustu vikunum í lífi ömmu vissi maður hvert stefndi en einhvern veg- inn, á barnalegan hátt, vonaði maður innst inni að hún væri ódauðleg. En það virtist vera alveg sama hversu veik hún var orðin, alltaf hafði hún orku í að grínast og segja brandara og finnst mér það lýsa henni svo ótrúlega vel. Allir þeir sem voru svo heppnir að fá að kynnast ömmu bókstaflega dýrkuðu hana. Í eldhúsinu hjá ömmu og afa er mynd sem á stendur: „Guð getur ekki verið alls staðar, þess vegna skapaði hann ömmu og afa.“ Alltaf þegar ég les þessa setningu finnst mér hún eiga sérstaklega vel við þau. Það eru algjör forréttindi fyr- ir okkur systkinin að hafa fengið að vera barnabörn ömmu og afa. Fjöl- skyldan hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim og höfum við svo sannarlega fengið að njóta þess. Þegar ég var yngri var ég svo heppinn að fá að vera hjá ömmu á morgnana áður en ég fór í skólann. Það var án efa besti tími dagsins, því mér leið alltaf vel hjá henni. Við bröll- uðum ýmislegt saman og ég á frábær- ar minningar frá þessum tíma. Elsku amma mín, nú þegar þú ert horfin á braut langar mig að þakka þér kærlega fyrir allar góðu minning- arnar sem ég á um þig og hvað þú varst góð og elskuleg við mig og mína. Þú munt alltaf vera í hjörtum okkar sem eftir lifum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Höf. Hallgr. Pét.) Pétur Pétursson. Elsku amma Svava, við kveðjum þig með söknuði. Frá upphafi vorum við, ég og Garðar bróðir, sem þín eigin barnabörn og viljum við þakka þér fyrir það. Þú varst jákvæðasta per- sónan sem við höfum kynnst, og dáð- umst við að því hvernig þú gast allaf fundið jákvæðu punktana í öllu. Ég man eftir krossinum sem þú lánaðir mér meðan ég var í prófunum í fjöl- braut, þú sagðir að hann myndi veita mér styrk í prófunum sem hann svo sannarlega gerði. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn í Stóragerði, og ekki var verra að fá smá „ömmu Svövu-köku“ sem okkur systkinunum finnst svo góð. Ásgerði fannst svo gaman að vera í pössun hjá þér, þú spilaðir mikið við hana lottóspilið og fórst oft með hana að gefa öndunum. Það er henni svo minnisstætt eitt skiptið um vetur þeg- ar þið voruð að gefa öndunum og hún ætlaði að klappa svani sem stóð innan við girðingu. Hún var með lúffur á höndunum en svanurinn náði annarri þeirra af henni og þú fórst og náðir í hana fyrir hana. Ég er svo ánægð að Andri Fannar fékk að hitta þig áður en þú fórst. Við kveðjum þig elsku amma og geymum allar góðu minningarnar um þig. Signý, Garðar og Ásgerður. Til minnar yndislegu ömmu: Amma mín þú ert skínandi stjarnan mín þú varst svo falleg og munt ávallt vera það fyrir mér Amma mín orð þín voru svo yndisleg orð þín munu ávallt búa innra með mér Amma mín þú varst og ert verndarengillinn minn Þú hefur alltaf verið hugulsöm og hjálpsöm gagnvart öllum sem þú kynntist Og þín mun alltaf verða minnst fyrir það. Nálægt þér var maður elskaður og verndaður Guð mun bjóða þig velkomna til himna yndislega amma mín Því Guð veit hversu góð kona þú ert og varst Amma mín það er kominn tími til að frelsa sál þína Ég mun hugsa til þín á hverjum degi Þangað til ég sé þig seinna í himnaríki Ég mun ávallt elska þig Þitt barnabarn, Elsa. Guð sá, þær voru þreyttar og þrótt var ekki að fá. Þá tók hann þær í faðm sér og sagði: „dvel mér hjá.“ (Lausl. þýð. úr ensku) Sjaldan er ein báran stök. Það sannast nú eins og svo oft áður að skammt er stórra högga á milli í okk- ar fjölskyldu. Það skyldi engan undra að ekki yrði langt á milli Huldu og Svövu. Þær komu samferða í heiminn eins og tvær perlur í sömu skel og það hefur aldrei verið langt á milli þeirra. Þær máttu helst aldrei hvor af ann- arri sjá. Reyndar var Svava orðin mjög veik þegar Hulda andaðist hinn 20. júní síðastliðinn. Með sárum sökn- uði kveð ég þær því báðar nú. Þær fæddust í febrúar með hækk- andi sól og alla tíð hafa þær borið með sér birtu og hlýju. Þær misstu föður sinn ungar en ólust upp í stórum og glöðum systkinahópi á Bergþórugötu 6 hér í borg. Þar ríkti einstök sam- heldni og kærleikur, hjá okkar ást- kæru móður sem alltaf stóð sem klett- ur og annaðist okkur sem faðir og móðir í senn. Ég var ákaflega stolt af þessum fal- legu tvíburasystrum mínum. Þegar við eldri systurnar vorum með þær ungar, vöktu þær mikla athygli. Alltaf eins, fallega klæddar og ævinlega brosandi með geislandi bláu augun sín. Enginn þekkti þær í sundur enda alltaf talað um þær í einu, Huldu og Svövu. En tíminn líður og margt breytist, lífið hefur fært okkur bæði gleði og sorgir og hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Systkinin og makarnir fóru að falla frá eitt af öðru þegar aldurinn færðist yfir. Sárast var þó þegar syst- urbörn okkar þrjú dóu með stuttu millibili. Á þeim tíma var gott að eiga góða stórfjölskyldu til að styðja hvert annað. Trúin og kærleikurinn hefur fylgt okkur allt frá bernsku. En allar yndislegu minningarnar lifa. Um tíma hittumst við einu sinni í mánuði og borðuðum saman í hádeg- inu hver hjá annarri. Við áttum ánægjulegar stundir í sumarbústaða- ferðum okkar, bara við stelpurnar. Þó við ættum góða maka og börn þá urð- um við ungar aftur og minntumst æskuáranna fram á gamalsaldur. Þá var gott að hlæja og gráta saman. Nú eru breyttir tímar. Svava og Haraldur mágur minn koma ekki lengur og sækja mig og keyra í hár- greiðslu til Huldu eins og við gerðum í mörg ár. Nú erum við aðeins tvær systur eftir af systkinahópnum. Ég bið Guð að blessa Harald mág minn sem sannarlega hefur annast Svövu af ást og kærleika til hinstu stundar og styrkja hann í sorginni ásamt börnum þeirra systra. Ég veit að Huldu og Svövu líður nú vel saman í faðmi þeirra sem farnir eru á undan. Hjartkæru systur, hniginn er hinsti ævidagur, hugljúf minning lifir um liðnar stundir. Með ástarþökk og trega kveð ég í hinsta sinn. Guð blessi og geymi ykkur báðar. Margrét systir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Þessi orð Terri Fernandez lýsa þér svo ótrúlega vel, elsku Svava mín. Alltaf til staðar og alltaf með opinn faðminn þegar ég þurfti á þér að halda. Takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, Svava Guðmundsdóttir Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.