Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÉTT STÉTTMEÐ SÆTIÐ VERNHARÐ GUÐNASON www.vernhard.is I vernhard@vernhard.is • Fjölskyldan í fyrirrúmi • Bætum kjör aldraða • Frelsi til athafna • – öflugt atvinnulíf • Hraðari samgöngu- • bætur Tryggjum breiddina – Vernharð í 6. sæti Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÚMLEGA 15 þúsund mótmæla- bréf gegn hvalveiðum Íslendinga bárust utanríkisráðuneytinu í gær- morgun með tölvupósti. Bréfin bár- ust samtímis og þykir ráðuneytis- stjóranum líklegt að þarna sé á ferðinni nokkurs konar raðtölvu- póstur frá ákveðnum félagasamtök- um en ekki mótmæli 15 þúsund ein- staklinga. Lítið fór fyrir öðrum mótmælum í gær og segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri að mótmælin séu minni en þegar Ís- lendingar hófu vísindaveiðar fyrir um tveimur árum. Grétar segir að öllum tölvupósti sé svarað. Spurður hvort sendiráð Íslands séu á einhvern hátt undirbúin fyrir fram varðandi ákvarðanir á borð hvalveiðar í atvinnuskyni, svarar Grétar: „Við höfum sent út upplýs- ingaefni sem sendiráðin eru með og svo reynum við að stilla aðgerðir eftir því hvernig við sjáum þetta þróast. Við erum með þjálfaða og vana sendiherra sem hafa flestir staðið í þessu áður. Við reynum að bregðast við, en við höfum ekkert meðvitað verið að reyna að taka þá stefnu að sannfæra allan heiminn um réttmæti þess sem við erum að gera. En frekar reyna að bregðast við og sjá hvernig það fer.“ Hvalveiðarnar voru fleiri en mót- mælendum úti í heimi ofarlega í huga í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskaði eftir því að ferðamálaráð yrði kallað saman til að ræða þann „fullkomna skort á undirbúningi og fagmennsku sem virðist hafa ein- kennt ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um að hefja hvalveiðar í at- vinnuskyni“, líkt og Dagur orðar það. „Með þessum slælegu vinnu- brögðum hefur hagsmunum margra helstu vaxtargreina atvinnulífsins verið ógnað, s.s. ferðaþjónustu, full- vinnslu á íslenskum fiski, útflutn- ingi landbúnaðarafurða auk annarra útflutningsgreina sem byggja á já- kvæðri ímynd lands og þjóðar. Brýna nauðsyn ber til þess að ferðamálaráð komi saman til að fara yfir þann skaða sem ferðaþjón- ustan getur orðið fyrir og til hvaða ráða megi grípa þannig að úr hon- um megi draga,“ segir Dagur. Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra sat í gær undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir um- hverfisráðherrafund Evrópusam- bandsins í Lúxemborg. Fór hún yfir sjónarmið og forsendur ákvörðunar Íslands um hvalveiðar í atvinnu- skyni og lagði áherslu á að þær færu ekki í bága við alþjóðalög, þeir stofnar sem veitt yrði úr næsta árið væru ekki í útrýmingarhættu og að veiðarnar væru að öllu leyti sjálf- bærar. Dýraverndarsamband Íslands mótmælir eindregið þeirri „hörmu- legu ákvörðun“ sjávarútvegsráð- herra að heimila Hval hf. að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. „Með þessari leyfisveitingu hefur sjávarútvegsráðherra nú lagt bless- un sína yfir ómannúðlegustu aflíf- unaraðferð sem þekkist í heiminum í dag en hún felst í því að beitt er sprengjuskutli við veiðarnar,“ segir í ályktun sambandsins. Þá segir: „Veiðarnar fara fram við verstu hugsanlegar aðstæður, um borð í skipi úti á rúmsjó og ómögulegt fyrir skyttuna að miða nákvæmlega og því alveg undir hælinn lagt hvar skutullinn lendir í hvalnum. Ekki er hægt að taka tillit til þess hvort hvalurinn er með kálfi eða hvort kálfar fylgi hvalnum og ómögulegt að elta uppi særð dýr. Enginn fær nokkru sinni að vita hversu margir hvalir sleppa hel- særðir frá veiðimönnunum.“ Skiptar skoðanir innanlands sem utan á hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni Ekki reynt að sannfæra alla um réttmæti Morgunblaðið/RAX Athygli Hvalveiðarnar vöktu enn athygli erlendis í gær. M.a. var fjallað um þær í Svíþjóð sem og í breskum, bandarískum og áströlskum blöðum. Í HNOTSKURN »Umhverfisráðherra Sví-þjóðar gagnrýndi í gær Ís- lendinga harðlega fyrir hval- veiðarnar. Með þeim væru Íslendingar að ögra þeim þjóð- um sem vinni að því að byggja upp hvalastofna. »Áður höfðu umhverfis-ráðherra Ástralíu og sjáv- arútvegsráðherra Breta gagn- rýnt veiðarnar sem og alþjóð- leg dýraverndarsamtök. SKÁKKONAN Regína Pokorna, liðsmaður Fjölnis í skák, tefldi í gærmorgun fjöltefli við nemendur í Rimaskóla. A sveit Fjölnis trónir nú á toppi 2. deildar Íslandsmóts skák- félaga með 20 vinninga af 24 mögu- legum að lokum fyrri hluta Íslands- mótsins, en keppt var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð um helgina. Margir liðsmenn Fjölnis eru nemendur í Rimaskóla. Regina tefldi við 38 nemendur Rimaskóla. Hún gerði jafntefli við Norður- landameistarann Hjörvar Stein Grétarsson í 8. bekk en vann aðra þátttakendur. Tefldi við 38 nemendur Morgunblaðið/Ómar Skákdrottning Hin slóvaska Regína Pokorna teflir fjöltefli í Rimaskóla. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is DANÍEL Magnússon, bóndi á bæn- um Akbraut í Rangárvallahreppi ytri, segir að Landsvirkjun (LV) virðist ætla að steypa sér í skuldir við að byggja nýtt íbúðarhús og fjós án þess að gerður sé nokkur samn- ingur um greiðslur frá LV. Áætlanir gera ráð fyrir að stöðvarhús Holta- virkjunar rísi á bæjarstæðinu. „Landsvirkjun er búin að lofa í fimm ár að byggja upp fyrir mig á nýjum stað, þar til núna fyrir tveim- ur vikum síðan. Þá komu þeir til mín og sögðu að ég ætti að fara að byggja upp á nýjum stað, þeir myndu meta verðmæti gömlu eignanna. Þeir sögðu að það yrði aldrei mikið, ég mundi alltaf þurfa að borga nánast allt,“ segir Daníel. „Ég óttast að Landsvirkjun ætli að flæma mig í burtu án þess að borga neitt. Miðað við hvernig þeir koma fram ætla þeir sér ekki að gera neitt annað en að byrja á fram- kvæmdum hér í kringum mig og flæma mig í burtu, ef ég byggi ekki upp sjálfur. Ég hef ekkert í hönd- unum um að þeir ætli að bæta mér eitt né neitt,“ segir Daníel. Jörðin er kirkjujörð, en Daníel á íbúðarhús og fjós sem þarf að rífa, komi til framkvæmda. Lauslega áætlað segir hann að kostnaður við að byggja nýtt íbúðarhús og fjós um kílómetra sunnar en núverandi bæj- arstæði geti numið 70–80 milljónum króna. Þá sé ótalinn sá kostnaður sem hann muni verða fyrir þegar tún spillist vegna hárrar vatnsstöðu í lóninu, og við að reisa girðingar. Hann viðurkennir að fjósið þarfn- ist nú talsverðra viðgerða, og því sé ljóst að það hefði þurft að leggja í það fé þótt áform Landsvirkjunar hefðu ekki komið til. Ekkert knýi þó á um að byggja nýtt íbúðarhús, þó viðhaldi hafi e.t.v. ekki verið sinnt sem skyldi eftir að ljóst var að virkj- unarhús ættu að rísa á landinu. „Þeir hafa rangtúlkað mín orð út á við, að ég hafi ætlað að byggja ann- arsstaðar, það er ekki rétt, ég hef alltaf ætlað að byggja hér þar sem bærinn stendur. Þetta er eitt falleg- asta bæjarstæðið í sveitinni.“ LV borgar undirbúning Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það rétt að lagt hafi verið að Daníel að hefja undirbúning að byggingu íbúðarhúss og fjóss, en tekið hafi verið fram að LV muni greiða kostn- að við undirbúninginn. Hann tekur þó skýrt fram að ekk- ert framkvæmdaleyfi sé komið, og ekki sé búið að ákveða að af þessari virkjun verði. Því sé ótímabært að gera samninga við bændur vegna þess rasks sem þeir verði fyrir vegna framkvæmda, ef af verði. En hvernig mun LV bæta Daníel, og öðrum í hans sporum, bæinn og fjósið? „Við munum standa straum af kostnaði við það,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki annað en menn séu sáttir við þetta.“ Almennt séð segir Þorsteinn að reynt sé að semja við bændur um greiðslur vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir vegna framkvæmda LV, en náist ekki samningar sé nokkurs- konar gerðardómi falið að meta verðmæti þess sem tapast. Segir Landsvirkjun steypa sér í skuldir Bóndi segir virkjun í Þjórsá geta kostað sig 70–80 milljónir             !    " #                                      FUNDUR Fulltrúaráðs Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna ályktaði fyrr í mánuðin- um um að nýta hluta varnar- svæðisins undir skóla og æfinga- svæði fyrir viðbragðsaðila eins og slökkvilið, sjúkraflutninga, lögreglu, tollgæslu, landhelgisgæslu og björg- unarsveitir. Hefur umhverfisráð- herra nú verið sent bréf vegna máls- ins og skorað á hana að hefja viðræður við utanríkisráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesj- um um uppbyggingu slíks æfinga- svæðis. Telur ráðið einnig að auka þurfi samvinnu þeirra sem vinna að kennslu viðbragðsaðila. Vilja æfa á varnar- svæðinu Viðbragðsaðilar senda ráðherra bréf ♦♦♦ ÞÁTTTAKA í prófkjörum Samfylk- ingarinnar hefur aldrei verið meiri en 71 frambjóðandi tekur þátt í próf- kjörum flokksins í hinum sex kjör- dæmum landsins vegna alþingis- kosninganna næsta vor. Fyrir síðustu kosningar tóku 29 frambjóð- endur þátt í prófkjörunum. „Við erum mjög ánægð með þessa miklu þátttöku og ég held að hún endurspegli þá eftirvæntingu sem er eftir kosningunum í vor. Við skynj- um mikinn meðbyr með okkar mál- stað,“ segir Skúli Helgason, fram- kvæmdastjóri flokksins. Aldrei fleiri hjá Samfylkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.