Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 45 dægradvöl 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. Rf3 Rxd5 4. d4 g6 5. c4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. c5 Rd5 8. Bc4 c6 9. 0–0 0–0 10. He1 b6 11. Bg5 Be6 12. Rxd5 cxd5 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Fügen í Austurríki. Franski alþjóðlegi meist- arinn Anthony Wirig (2.439) hafði hvítt gegn íslenska stórmeistaranum Þresti Þórhallssyni (2.469).13. Bxe7! Dxe7 14. Bxd5 Ra6 15. Bxa8 Hxa8 16. d5 Hd8 17. De2! hvítur verður nú skiptamun yfir og innbyrti hann vinninginn tuttugu leikjum síðar. 17. … Hxd5 18. Dxa6 Hxc5 19. De2 Dc7 20. Had1 h6 21. Rd4 Hh5 22. h3 Bd5 23. De8+ Kh7 24. Hc1 Bc4 25. b3 Bxd4 26. Hxc4 Bc5 27. Hc2 a5 28. a3 Df4 29. b4 axb4 30. axb4 Bd6 31. Hc8 Dh2+ 32. Kf1 Dh1+ 33. Ke2 He5+ 34. Dxe5 Dxe1+ 35. Kxe1 Bxe5 36. Hc6 Bd4 37. Ke2 Kg7 38. Hd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Feitur slagur. Norður ♠Á103 ♥KD954 ♦D62 ♣G7 Vestur Austur ♠DG9874 ♠2 ♥G873 ♥1062 ♦– ♦ÁKG7543 ♣842 ♣K6 Suður ♠K65 ♥Á ♦1098 ♣ÁD10953 Suður spilar 5♣ og fær út spaðadrottn- ingu. Austur vakti á tígli og meldaði lit- inn aftur, svo sagnhafi áttar sig á að út- spilið er markað af nauðsyn – vestur á einfaldlega ekki tígul til. Suður sagði tvö lauf við einum tígli, vestur pass, norður tvö hjörtu og austur þrjá tígla. Það var passað til norðurs, sem hefði átt að reyna þrjú grönd, en hann valdi frekar að stökkva í fimm lauf. En það er ástæðu- laust að gráta gröndin þrjú, því fimm lauf er traustur samningur eftir útspilið. Sagnhafi þarf bara að vara sig á spaðast- ungunni. Sem hann gerir með því að taka fyrsta slaginn á spaðaás og henda kóngn- um undir! Síðan tekur hann trompin með svíningu, leggur niður hjartaás og spilar spaða að tíunni. Tveir tíglar fara svo nið- ur í hjartahjónin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 vitur, 4 jarðá- vöxturinn, 7 gengur, 8 seinna, 9 kvendýr, 11 ró, 13 fyrir skömmu, 14 brúkar, 15 eins, 17 kven- fugl, 20 spor, 22 nes, 23 ís, 24 illa, 25 affermir. Lóðrétt | 1 krummi, 2 landið, 3 ástfólgið, 4 fés- ínk, 5 taflmaðurinn, 6 líf- færin, 10 bumba, 12 greinir, 13 púka, 15 við- urkennir, 16 snjói, 18 poka, 19 peningar, 20 lipra, 21 tóbak. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 spjátrung, 8 glápa, 9 fátíð, 10 los, 11 skafl, 13 afræð, 15 skens, 18 hlýri, 21 tía, 22 álitu, 23 rausa, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 plága, 3 áfall, 4 refsa, 5 nótar, 6 uggs, 7 æðið, 12 fín, 14 fól, 15 skál, 16 Egill, 17 stutt, 18 harpa, 19 ýs- una, 20 iðan. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Af hvaða tegund var hvalurinnsem Hvalur 9 kom með að landi á sunnudag? 2 Breska ríkisstjórnin er sögðboða breytta stefnu í innflytj- endamálum. Innanríkisráðherrann fer fyrir þessum breytingum. Hvað heitir hann? 3 Djassleikararnir Árni Egilsson,Árni Scheving, Jón Páll Bjarna- son, Pétur Östlund og Þórarinn Ólafsson hafa myndað hljómsveit? Hvað heitir hljómsveitin? 4Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaðivel með liði sínu í Þýskalandi þegar hún skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3–1-sigri á Potsdam. Hvað heitir lið Margrétar Láru? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvað heitir forstjóri Strætó? Ásgeir Ei- ríksson. 2. Mýrin eftir Baltasar Kormák var frumsýnd á fimmtudag. Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk aðstoð- armanns Erlends. Hvað heitir hann? Sig- urður Óli. 3. Iceland Express hefur auga- stað á ákveðinni flugvélategund. Hvaða tegund? Saab. 4. Víðir Guðmundsson fær það hlutverk að túlka eitt af höfuðtón- skáldum heims. Hvaða tónskáld? Wolf- gang Amadeus Mozart. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    Á YFIRLITSSÝNINGU sinni í Hafnarborg sýnir Valgerður verk frá öllum ferli sínum, frá 1983 til verka frá þessu ári. Það má líkja sýningunni við ferðalag í tíma og rúmi. Áhorfandinn skynjar tímann í þróun verka milli ára, í breytingum á vinnuaðferðum og tækni. Tími vinnuferlisins er einnig sterkur þáttur í verkinu Styrkur í veikleika þar sem Valgerður sýnir prufu- þrykk, sömuleiðis í myndröðinni Myndastyttur. Ferlið minnir á vinnuaðferðir ljóðskálds sem byrjar með eina línu, óljósa hugmynd, hendir hundrað uppköstum til að halda einni lokaútgáfu sem fer á prent, rétt eins og grafíkmynd. Lík- ing við ljóðskáld er ekki fjarri lagi því list Valgerðar er afar ljóðræn, bæði í áferð, litum, dýpt og upp- byggingu verka. Þriðji tíminn sem kemur við sögu er almennur tími, sá tími sem áhorfandinn deilir með listamanninum í víðu samhengi sem þjóðfélagsþegn og manneskja og birtist m.a. í verkinu Ómfegurð þar sem raddir og hljóð spila með myndunum, útvarpsfréttir segja frá yfirvofandi Persaflóastríði. Loks er það fjórða tímavíddin, tími áhorf- andans á sýningunni sjálfri og ferðalag hans um rýmið. Listakonan hefur augljóslega frá upphafi lagt stund á grafíklistina af ástríðu sem kemur fram strax í út- skriftarverki hennar, steinþrykki er leggur áherslu á kraftmikla teikn- ingu sem virðist hafa þróast um nokkra hríð en í myndröðinni Jarð- hljóð frá 2002 er teikningin hnitmið- aðri en að sama skapi kraftmikil. Að mínu mati eru áhugaverðustu verk Valgerðar þau sem eru hvað flókn- ust að gerð, en í þeim vinnur hún með ljósmyndir, ætingar og stein- þrykk, sem sett eru saman með col- lage-tækni á japanspappír. All- nokkur verk á sýningunni eru unnin á þennan máta og eru þau öll heillandi í margbreytileika og upp- byggingu. Tvær stórar innsetningar eru meðal þeirra og báðum fylgir hljóð, Gegnsæi er unnið með Þor- steini Haukssyni tónskáldi og í verkinu Ómfegurð vinnur Richard Cornell hljóð sem Valgerður hefur safnað en hún er einnig tónlistar- menntuð. Hér er að mínu mati sér í lagi verkið Ómfegurð eftirminnileg innsetning þar sem ljóðrænt ferða- lag birtist og hverfur líkt og brot úr kvikmynd. Í nýrri verkum má sjá nýjan vendipunkt, ef til vill í átt að einföldun í vinnubrögðum? Það er vel að sýningu Valgerðar staðið, framsetning verka og innsýn í grafíkferlið eru vel hugsuð og skila sér margfalt til áhorfandans. Bækl- ingur er í samræmi við þetta. Val- gerður er tvímælalaust ein okkar kraftmestu grafíklistamanna og framhaldið ekki síður áhugavert en það sem liðið er. Ferðalag í tíma og rúmi MYNDLIST Hafnarborg Til 30. október. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17 og til kl. 21 á fimmtud. Valgerður Hauksdóttir Ragna Sigurðardóttir Grafík og hljóð „Ein okkar kraftmestu grafíklistamanna“ Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.