Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 41
menning
Oftast er talað um sunnudagskvöldAirwaves sem „þynnkukvöldið“.Stærstu nöfnin hafa öll klárað sitt
og tónleikarnir á sunnudeginum takmarkast
við einn, tvo staði (í þetta sinnið aðeins einn,
Gaukinn, þó að fleiri tónleikar, utan form-
legar dagskrár, hafi verið í gangi).
Venjulegast er spiluð sefandi raftónlist,
svona í takt við ástand fólksins, því þegar hér
er komið sögu eru margir gestir orðnir ör-
magna; búnir á því eftir þeyting á milli tón-
leikastaða, aðframkomnir af djammi og djúsi
því sem einatt fylgir.
Annað var þó upp á teningnum í ár en
Airwaves var slitið með sannkallaðri flug-
eldasýningu, rækilega gefið í svona rétt í
restina. Og útkoman stórskemmtilegt kvöld.
Ég hafði hálfpartinn verið að vonast eftirþægilegum sófum, hefði þótt það hæfa,
en svo var ekki. Áhorfendur stóðu allir sem
einn upp á annan endann. En það kom síðar í
ljós, að það var tilgangur með þessu fyr-
irkomulagi. Kvöldið hófst klukkan 20.00 með
leik Red Barnett, sem er listamannsheiti Har-
aldar V. Sveinbjörnssonar. Haraldur er best
þekktur sem gítarleikari Dead Sea Apple en
hér rær hann á stilltari mið, og sjálfur hittir
hann naglann á höfuðið þegar hann lýsir tón-
list sinni sem „ljúfsárri rólyndistónlist“. Har-
aldur og félagar voru öruggir á sviði, tónlist-
in flutt af ástríðu en sum laganna voru fullflöt
fyrir minn smekk. Næstur á svið var Hellvar,
dúett þeirra Heiðu og Elvars, en þeim til full-
tingis í þetta skipti var Flosi Þorgeirsson.
Allt gekk upp hjá Helvari, góð stemning var
mögnuð upp og tónlistin áhugaverð og
skemmtileg. Rafbundið, hrátt rokk sem
minnti stundum á hart gotarokk/raftónlist
frá byrjun níunda áratugarins. Næst var það
Buff, „besta hljómsveitin á Airwaves“, eins
og forsöngvarinn, Pétur „Jesú“, benti fólki á.
Buff var líklega „skrítnasta“ sveitin til að
troða upp á Airwaves (líklega í eina skiptið
sem hægt er að kalla hana jaðarsveit) og það
var hressandi að heyra bítlalegt blómapopp
þeirra eftir ofgnótt tilrauna- og neðanjarð-
arsveita. Síðasta auglýsta atriðið var Hjörv-
ar. Hjörvar Hjörleifsson á að baki giska lang-
an feril og gaf út afbragðs plötu, Paint Peace,
undir nafninu Stranger árið 2004.
Hjörvar var bakkaður af hörkuspilurum,
tónlistin lyklað nýbylgjurokk og eiginlega
bara þrusugott.
Samkvæmt Airwavesbæklingi voru tvö at-
riði sem átti eftir að tilkynna, óvænt atriði, og
mann grunaði að einhver þungavigt-
arlistamaðurinn myndi láta sjá sig. Sá grunur
var staðfestur er sjálfur Patrick Watson
mætti á svæðið með hljómsveit – og með
nokkra meðlimi Islands í eftirdragi! Skemmst
er frá því að segja að tónleikar Watsons voru
stórkostlegir.
„Stjörnur morgundagsins spila á Airwaves
í kvöld,“ er haft eftir David Fricke, blaða-
manni Rolling Stone, og svei mér þá ef Wat-
son fyllir ekki þennan flokk. Hljómsveitin öfl-
ug og þétt (sérstaklega var gaman að fylgjast
með trymblinum) en mest um vert var hversu
taumlaust tónlistin flæddi úr meðlimum og
hversu innilega þeir lifðu sig inn í hana. Með-
al hápunkta var stórskemmtileg útgáfa af
„Gnossienne 1“ eftir Eric Satie og í eitt skipti
tók Watson sig til og söng lengi vel án hljóð-
nema úti í sal við gríðarlegan fögnuð við-
staddra.
Næst á svið var ekki síðri bomba. Ultra
Mega Technobandið Stefán er á skömmum
tíma orðið rosalegasta tónleikasveit landsins
með orkuríkum og hreint út sagt brjáluðum
tónleikum. Það hefur lengi vantað svona sveit
hér á landi, sveit sem er beinlínis hættuleg á
sviði. Söngvarinn er eins og Johnny Rotten;
stuðandi, sjarmerandi og fer hamförum bæði
á sviði og utan þess. Stemningin var orðin
svakaleg, áhorfendur hoppandi og dansandi
og hrópandi eftir meira. Patrick Watson varð
svo frá sér numinn að hann hljóp út í bíl sveit-
ar sinnar og sótti myndbandsupptökuvél til
að ná herlegheitunum á band.
„Fylgstu með okkur í framtíðinni,“ sagði
söngvarinn við blaðamann baksviðs, renn-
sveittur og víraður. „Við ætlum ekki að fara
venjubundnar leiðir.“
Kvöldinu lauk svo Pétur Ben. með stór-góðu setti og fékk eins og fyrirrenn-
ararnir alla á band með sér. Hann sleit
Airwaves með því að syngja þessar línur úr
lagi Neils Youngs, „Red Sun“ (af Silver &
Gold), án undirspils: „When the red sun sets/
On the railroad town/And the bars begin to
laugh/With the happy sound/I’ll still be here/
Right by your side/There’ll not be anynone/
In my heart but you.“ Viðeigandi endir á frá-
bærri hátíð.
Ótrúlegur endasprettur
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Snillingur „Skemmst frá að segja voru tónleikar [Patricks] Watson stórkostlegir.“
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Airwaves var slitið meðsannkallaðri flugeldasýn-
ingu, rækilega gefið í svona
rétt í restina. Og útkoman
stórskemmtilegt kvöld.
arnart@mbl.is