Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 26
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Það er allnokkur erill í flugskýliLandhelgisgæslunnar um þessarmundir þar sem stórefld þyrlu-sveitin þarf í mörg horn að líta. Gjörbreyttar aðstæður í þessum mála- flokki eftir að varnarliðsþyrlurnar fóru af landi brott fyrir skemmstu kallar á skipu- lagsbreytingar, mannaráðningar, þjálfun og að sjálfsögðu fjármagn hins opinbera til að halda úti þeirri þyrlubjörgunarþjónustu sem landsmenn hafa vanist í gegnum árin. Þegar Morgunblaðsmenn litu við í gær var verið að undirbúa þyrluflug með starfs- menn Veðurstofunnar upp á Vatnajökul og þjálfa þyrluflugmenn í leiðinni. Mikið er æft þessa dagana og ljóst má vera að nýtt útþenslutímabil er að hefjast hjá þyrlusveit Gæslunnar og um leið er að skapast enn stærra reynslusvið meðal ungra þyrluflug- manna hér á landi. Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri sem á að baki 28 ára feril hjá Landhelgisgæsl- unni segir það gríðarleg umskipti fyrir þyrludeildina að breytast úr einskonar fjöl- skyldu yfir í tvöfalt stærri deild. „Þessi stutti tími sem við höfum haft orsakaði það að hér þurftu menn virkilega að bretta upp ermarnar,“ bendir hann á og vísar þar til tímabilsins frá 15. mars, er tilkynnt var að þyrlur og þotur Bandaríkjahers yrðu flutt- ar á brott, til 30. september, þegar leigu- samningur á fyrri leiguþyrlunni tók gildi og bandarísku flugförin voru farin. „Það er ekki hrist fram úr erminni að finna þyrlur og þrjár nýjar áhafnir og þjálfa allt þetta fólk upp. En þetta tekst allt og hefur gengið afskaplega vel. Ekkert óvænt hefur komið upp annað en að það kom okkur á óvart í upphafi hve erfitt var að fá leigðar þyrlur. Það var lítið af björg- unarþyrlum til leigu í heiminum.“ Seinni leiguþyrlunnar er vænst fyrir árs- lok en leiguþyrlurnar eiga að brúa bilið þar til þyrlur verða keyptar. Áður voru sjö þyrluflugmenn á vegum Gæslunnar í þrem áhöfnum en nú hefur mannskapurinn tvöfaldast. Benóný segir lengstan tíma taka að þjálfa flugmenn upp og ljóst hafi verið að ekki tækist að þjálfa nægilegan fjölda fyrir 30. september. Þess vegna var strax farið í að finna reynda flugmenn til leigu í útlöndum og eru tveir slíkir nú hjá Gæslunni, Norðmennirnir Alf Tørrisplass flugstjóri og Raymod Lieng flugvirki. Benóný segir að vandinn hafi ekki falist í að finna íslenska þyrluflugmenn með rétt- indi en hins vegar hafi vantað tilhlýðilega reynslu innan þessa hóps og ekki hafi verið til mannskapur til að þjálfa þá upp. Vantað Ekki hrist fram úr e þyrlurnar og þrjár n Nýlent Fyrri leiguþyrlan er nýkomin til landsins og þeirrar seinni er vænst á næstu vikum. Leigukostn Öflug TF-LIF á að baki marga gæfuförina og nauðsynleg Geirþrúður Alfreðsdóttir Það er ekkert áhlaupaverk að stækka þyrlusveit Landhelg- isgæslunnar um helming og þjálfa nýjan mannskap á hin mikilvægu björgunartæki. Allt hefur þó gengið vel. » Áðu Gæs fjölskyl að tvöfa Margir og gætn hefur upp sem hefur þetta er al Segist han flugmönnu sig að star ið það mi margir haf Allir áh jafnvígir á þyrluna, T þá minni, T Hinir n ungir men ur verði ör með afskap ar þyrlur eins útbún anda þarf Benóný Ásgrímsson 26 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UNGVERJALAND 1956 Atburðirnir í Ungverjalandi íoktóber 1956 voru átakanleg-ir. Þeir sitja í minni þeirra sem fylgdust með þeim úr fjarlægð á þann veg að þeir gleymast aldrei. Og ekki þarf að hafa mörg orð um hvaða áhrif þeir höfðu í Ungverjalandi sjálfu. Nöktu hervaldi var beitt til þess að kúga þessa þjóð. Það hafði reynd- ar áður gerzt í Austur-Evrópu, sem Sovétríkin réðu í krafti Rauða hers- ins. Það hafði gerzt í Posnan í Pól- landi nokkru áður og það hafði gerzt í Austur-Berlín hinn 17. júní 1953. Og átti eftir að gerast í Tékkóslóv- akíu 1968. Atburðirnir í Ungverjalandi höfðu afgerandi áhrif af ýmsum ástæðum. Fyrir utan ógn og kúgun sovézku skriðdrekanna, sem ruddust inn í Búda og Pest var undirferlið, sem Sovétmenn beittu Ungverja ógeðs- legt eins og lesa má um í grein Ás- geirs Sverrissonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær. Og hjálpar- beiðni Ungverja var átakanleg, þeg- ar þeir höfðuðu til Vesturlanda um hjálp, sem aldrei kom vegna þess að ráðamenn á Vesturlöndum hafa vafalaust trúað því og með réttu að slík íhlutun þeirra mundi leiða til nýrrar heimsstyrjaldar. Þessir atburðir höfðu gífurleg áhrif víða um lönd. Margir þeir sem höfðu trúað blint á kommúnismann hikuðu við eftir uppreisnina í Ung- verjalandi. Þeir voru til, sem yfir- gáfu kommúnismann þá. Aðrir héldu stuðningi sínum áfram en gáfust upp frammi fyrir veruleikanum, þegar Vorið í Prag var kæft í fæðingu með sovézkum skriðdrekum. Það átti við um ýmsa Íslendinga, sem fram að þeim tíma höfðu trúað á Sovétríkin og kommúnismann. Það er svo kaldhæðni örlaganna að þessa dags skuli minnzt í Ung- verjalandi í gær með óeirðum og átökum við ríkisstjórn, sem hefur viðurkennt að hafa logið að þjóðinni. Ungverjar eru merkileg þjóð og Búdapest ein fegursta borg Evrópu og mikil menningarborg að auki. Það er mjög skiljanlegt að þessi þjóð vilji ekki láta ljúga að sér og rísi upp gegn þeim sem það gera. Lygar og undirferli einkenndu framgöngu Sovétríkjanna og ráðamanna þeirra fyrir 50 árum. Ungverjar fengu frelsi þegar kalda stríðinu lauk og járntjaldið féll. Auðvitað sætta þeir sig ekki við í ljósi sögu síðustu hálfrar aldar að það verði aftur farið að stjórna þeim með lygum og nú í skjóli lýðræðis. Kúgun þjóðanna í Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins var átak- anleg. Örlög fólksins sem bjó í þess- um löndum á þeim tíma hrikaleg. Fáir atburðir höfðu jafn varanleg áhrif á fólk og atburðirnir í Ung- verjalandi, skriðdrekarnir á götum Búdapest og merki um skothríð á byggingum í miðborg Búdapest, sem enn mátti sjá einum og hálfum ára- tug seinna. Ungverjar tóku þeirri kúgun, sem þeir bjuggu við á þann eina veg sem þeir gátu. Þeir þraukuðu þar til þeir endurheimtu frelsi sitt. Og þrauk- uðu með reisn. „VIÐ ERUM VÖN AÐ BJARGA OKKUR“ Efnahagsástandið á Íslandi er gott,en þótt landið sé ekki fjölmennt nær góðærið ekki til allra. Atvinnu- lífið á norðausturhorni landsins hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum og íbúum hefur fækkað. Búast hefði mátt við því að íbúar á svæðinu væru svart- sýnir, en það reyndist öðru nær þegar Orri Páll Ormarsson blaðamaður fór til Húsavíkur, Kópaskers, Raufar- hafnar og Þórshafnar og ræddi við heimamenn. Afraksturinn birtist í Morgunblaðinu í gær og í fyrradag. Athygli vekur bjartsýni ungs fólks, sem rætt er við í greinunum. Agnes Ýr Guðmundsdóttir er í fjarnámi í arkitektúr. Hún nýtur góðs af Þekk- ingarsetrinu á Húsavík, sem er dæmi um litla fjárfestingu, sem getur breytt miklu. Án þess gæti hún ekki stundað sitt fjarnám. Agnes Ýr er ekki í vafa um að hún myndi fá næg verkefni ef hún opnaði stofu á Húsavík. Stórt hlutfall fólks á aldrinum 20 til 25 ára hverfur brott frá Húsavík og að hennar hyggju snúa allt of fáir aftur, eða um 20%. Hennar samanburður, eftir að hafa búið í þremur öðrum Evrópulöndum, er að best sé að búa á Íslandi: „Ef fólk er skapandi og hugmyndaríkt eru mögu- leikarnir miklir á Húsavík. Við erum vön að bjarga okkur!“ Á Húsavík er mikið rætt um álver og ljóst að vonir eru bundnar við komu þess. Hins vegar hefur hvala- skoðun haft sín áhrif og sömuleiðis fyrirtæki á borð við GPG fiskverkun, sem hefur líka umsvif á Raufarhöfn. Á Kópaskeri hefur fyrirtækið Fjallalamb haft sitt að segja. Afurðir fyrirtækisins eru þekktar um allt land fyrir gæði. Fiskeldisfyrirtækið Silfur- stjarnan hefur verið starfrækt þar í 18 ár og skapar einnig atvinnu. Raufarhöfn myndar ásamt Húsavík og Kópaskeri sveitarfélagið Norður- þing. Þar eru horfurnar einna verstar, kvótinn að mestu horfinn og aðeins trillur í höfninni. Þórshöfn tilheyrir Langanesbyggð. Hraðfrystihús Þórshafnar er burðar- ásinn í atvinnulífinu. Á Þórshöfn er mest kvartað undan slæmum vegum og gengur einn viðmælenda blaðsins svo langt að segja að það sé lífsspurs- mál fyrir áframhaldandi búsetu á svæðinu að vegirnir komist í viðun- andi horf. Og reyndar voru íbúar á Þórshöfn ekki einir um að kvarta und- an vegakerfinu. Nú er svo komið að krafan um malbikaða vegi er orðin sjálfsögð. Kröfu íbúa Þórshafnar um betri vegi má einfaldlega leggja út sem kröfu um jafnræði. Þær raddir, sem heyrðust í umfjöll- un Morgunblaðsins um helgina, báru vitni hugarfari, sem getur skapað möguleika þótt úrræðin virðist fá. Bjartsýni og kraftur eru forsenda þess að sigrast megi á erfiðleikum í atvinnulífi og staðir á borð við Húsa- vík, Kópasker, Raufarhöfn og Þórs- höfn dafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.