Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24
ÞAÐ er kannski svolítið erfitt að skilja að fót- boltagláp geti haft góð áhrif á heilsuna, en því heldur nú norski vísindamaðurinn Jörgen Lo- rentzen hjá Miðstöð kynjarannsókna fram, að því er fram kom í Aftenposten nýlega. Hann segir spennuna sem fylgi fótboltaáhorfi geta verið mannfólkinu mikilvæg því hún losi um svo miklar tilfinningar, bæði góðar og slæmar. Sjálfur er Lorentzen hóflega áhugasamur um knattspyrnukúnstir, fer stöku sinnum á völlinn og spilar vikulega fótbolta með félögunum. Það er ótrúlegt að sjá harðfullorðið fólk kasta sér í fangið hvað á öðru, steyta hnefana, hrópa, gráta, hlæja og sýna aðra tilfinningasemi á hlið- arlínunni. Allt getur þetta hjálpað okkur á tilfinn- ingasviðinu og gert okkur flinkari en ella við að takast á við kreppur og áföll, sem upp kunna að koma í lífinu, utan vallar, að mati Lorentzens, sem ekki gerir greinarmun á kynjunum í þessu efni. Fótboltinn skipar misstóran sess hjá mönn- um, en á meðan á HM stóð í sumar voru spurn- ingalistar lagðir fyrir 500 enskar fótboltabullur. Í ljós kom að:  76% fannst allt í lagi að klípa í næsta mann á meðan á leik stendur.  64% fannst fótboltinn geta hjálpað sér við að deila tilfinningunum.  63% hefðu með ánægju sleppt því að horfa á enska landsliðið etja kappi á HM í staðinn fyrir kynlíf.  75% höfðu aldrei grátið yfir fótboltaleik.  70% könnuðust við að tilfinningar á borð við gremju gerðu vart við sig og 58% höfðu fundið fyrir árásargirni.  86% hefðu fremur kosið að vera við fæðingu fyrsta barns en að sjá enska landsliðið í úrslita- leik á HM. 14% hefðu kosið leikinn. Fótboltaglápið talið heilsusamlegt Morgunblaðið/Jim Smart Fótboltaáhorf Spennan sem fylgir fótboltaáhorfi losar um bæði góðar og slæmar tilfinningar. heilsa menntun 24 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Hugtakið opið rými færnýja merkingu þegargengið er inn í Sjá-landsskóla í Garðabæ. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og skólagangarnir sem í minningunni eru langir og þröngir eru ekki fyrir hendi í þessu húsi, ekki eru heldur neinar hefðbundnar skólastofur. Innan veggja Sjálands- skóla er Alþjóðaskólinn, en í honum eru 18 nemendur frá ýmsum lönd- um. Berta Faber er skólastjóri Al- þjóðaskólans og hún segir frá. „Þetta er þriðja starfsárið okk- ar,“ hefur hún mál sitt. „Við vorum tvö ár í Víkurskóla í Grafarvogi og fluttum hingað í haust. Í Víkur- skóla vorum við meira ein, en hérna erum við öll saman. Við stefnum í þá átt að vera í alveg tvítyngdu um- hverfi og þá er gott að vera í þessu opna rými.“ Berta upplýsir að þrátt fyrir að Alþjóðaskólinn hafi verið í Sjálandsskóla í einungis tvo mánuði sé ljóst að samstarfið gangi mjög vel. Blandaður hópur „Í dag eru 18 börn í skólanum, en fjögur eru á leiðinni. Þetta er blandaður hópur, börnin eiga for- eldra sem vinna tímabundið á Ís- landi og svo eru krakkar hér sem eru að flytja heim, hálfíslensk og hálf-„eitthvað annað“ og hafa búið erlendis lengi. Sendiráðsbörnin eru í þessum skóla og loks er eitt ís- lenskt barn, en foreldrar þess vildu leyfa því að prófa að vera í skól- anum í eitt ár,“ segir Berta. Enskukunnátta er ekki skilyrði fyrir því að börnin fái að vera í skólanum og Berta hlær að þeirri hugmynd. „Nei, alþjóðaskólar eru þannig að þar er ekki enska sem móðurmál. Í fyrra höfðu 70% krakkanna ensku ekki sem móð- urmál.“ Í skólanum eru núna m.a. tvær stúlkur frá Noregi og tveir strákar frá Þýskalandi. Tungu- málaörðugleika segir hún þrátt fyr- ir það vera litla. „Það er sér- staklega auðvelt fyrir börnin sem tala tungumál sem er náskylt ís- lensku. Eitt barnið sem var hér í fyrra talaði georgísku. Það var allt annað, en gekk samt alveg ljómandi vel. Hún plumar sig mjög vel.“ Íslenska er kennd í alþjóðaskól- anum, annaðhvort sem erlent tungumál eða sem móðurmál t.d. fyrir krakkana sem eru að koma heim. „Þó er meiri áhersla lögð á það hjá þeim að læra að lesa og skrifa en hjá íslenskum nem- endum.“ Í Alþjóðaskólanum eru börn frá fimm ára aldri og elstu krakkarnir eru í 7. bekk. „8. bekkur bætist svo við á næsta ári,“ segir Berta og að smám saman sé stefnt að því að fjölga bekkjum. Í Alþjóðaskólanum starfa fimm kennarar. Stjórnendur Þær Birna Faber skólastjóri og Elísabet Nunberg aðstoðar- skólastjóri sjá um rekstur Alþjóðaskólans. Námfúsir krakkar Innan veggja Sjálandsskóla er Alþjóðaskólinn þar sem átján nemendur frá ýmsum löndum leggja stund á nám í opnu rými sem minnir lítt á hefðbundnar skólastofur. Tvítyngt umhverfi í íslenskum skóla Í fyrra höfðu 70% krakkanna ensku ekki sem móðurmál. „MÉR finnst skemmtilegt hvernig skólinn er byggður,“ segir Telse Þórðardóttir, átta ára, þegar hún er spurð hvernig henni finnst að vera í Alþjóðaskólanum. „Mér finnst gaman að skólastofurnar eru ekki lítil herbergi, heldur allt svona frjálst,“ segir hún og slær út hend- inni, örlítið vottar fyrir þýskum hreimi í máli hennar, en samtalið fer fram á ensku. „Skólinn er mjög fínn,“ læðir hin norsk-sænska Gina Lindstad, níu ára, að prúð. „Hann er svo nálægt sjónum og það er allt svo opið.“ „Ég er búin að vera hér í eitt ár og ég held að við eig- um eftir að eiga heima hérna í sex eða sjö ár í viðbót,“ segir Telse undirleit. „Þá förum við kannski til Þýska- lands að heimsækja ömmu mína,“ bætir hún við og brosir örlítið. Telse er hálfþýsk og upplýsir að mestallri þýskukunnáttu sinni hafi hún nú tapað þar sem að hún talar mest ensku núorðið. „Ég get samt talað pínulítið,“ segir hún og bætir við að pabbi sinn sé aðeins farinn að tala við sig á íslensku svo að hún læri meira í málinu. „Ég hef verið hér síðan í ágúst,“ segir Gina nú … „og býst við að verða hérna í tvö ár. Pabbi minn er frá Sví- þjóð og mamma er norsk,“ bætir hún við og að pabbi sinn hafi komið til að vinna á Grundartanga. „Reyndar mamma líka.“ Líkt Noregi en kaldara Hin óhjákvæmilega spurning um hvernig stúlkunum líki á Íslandi er nú lögð fram. „Ég er hrifin af hvöl- unum, hafði aldrei séð hvali áður. Mér fannst Keikó æð- islegur og mér finnst gaman að sjá Esjuna þegar ég vakna. Það er líka svo allt öðruvísi en þar sem ég átti heima áður, svo fá hús. Það eru ekki hús alls staðar,“ ítrekar Telse. „Mér finnst Ísland gott,“ segir Gina. „Kannski svolít- ið líkt Noregi, en samt kaldara. Það er alltaf kalt. Nú er samt bara október,“ segir hún og klykkir út með að jú, það sé fínt að vera hérna. „Heima hjá mér er töluð sænska og norska, og líka alltaf einhver íslenska. Við verðum að gera það þegar einhver kemur, líka þegar við förum í búðir,“ segir Gina og fullyrðir að sér finnist íslenska ekki erfitt tungumál. „Íslenskan er mjög auðveld fyrir mig af því að ég tala upphaflega svo líkt tungumál. Mér finnst hún skemmtilegt tungumál og bróðir minn vill að ég kenni sér. Það verður líka auðveldara fyrir mig að læra „gammel-norsku“ þegar ég kem í menntaskóla.“ Stúlkurnar upplýsa að lokum að þeim finnist skemmtilegt í skólanum, Telse nefnir sérstaklega djassballett og leikfimi. „Mér finnst leikfimi skemmti- leg og já, bara allt,“ segir Gina með einlægt bros á vörum. Skemmtilegt í skólanum Morgunblaðið/Eyþór Gina Linstad og Telse Þórðardóttir Segja skólann vera skemmtilegan og eru hrifnar af íslenskum hvölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.